Grindavíkurvöllur
þriðjudagur 16. maí 2017  kl. 17:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Grindavík 0 - 4 ÍBV
0-1 Katie Kraeutner ('2)
0-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('41)
0-3 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('55)
0-4 Cloé Lacasse ('63)
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
0. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir ('46)
19. Carolina Mendes
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('46)

Varamenn:
30. Malin Reuterwall (m)
5. Thaisa
8. Guðný Eva Birgisdóttir
10. Sara Hrund Helgadóttir ('46)
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
28. Lauren Brennan ('46)

Liðstjórn:
Ragnheiður Árný Sigurðardóttir
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Carolina Mendes ('65)
Sara Hrund Helgadóttir ('85)

Rauð spjöld:

@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson


90. mín Leik lokið!
Gunnþór flautar til leiksloka. Öruggur 4-0 sigur ÍBV. Eyjakonur einfaldlega mikið betri í þessum leik. Viðtöl og skýrsla á leiðinni
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími í gangi. Ekkert að gerast
Eyða Breyta
89. mín
Rilany með dauðafæri hjá Grindavík. Ein á móti markmanni og ætlar að lyfta boltanum yfir Adelaide. Boltinn hins vegar framhjá. Rilany alls ekki verið góð í þessum leik
Eyða Breyta
86. mín
Grindavík fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum en ekkert kemur úr henni. 7-1 í hornspyrnum.
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Sara Hrund Helgadóttir (Grindavík)
Sara Hrund fær hér gult spjald.
Eyða Breyta
83. mín
Carolina með langt skot og Adelaide ekki í neinum vandræðum. Orðið ansi rólegt hérna í Grindavík
Eyða Breyta
81. mín Linda Björk Brynjarsdóttir (ÍBV) Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Linda Björk að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir ÍBV! Stelpa fædd árið 2002.
Eyða Breyta
80. mín
Bentína í flottu færi hjá Grindavík. Heimakonur áttu aukaspyrnu við hliðarlínu og boltinn berst til Bentínu sem ein og óvölduð inn í teig. Skalli hennar hins vegar ekki góður
Eyða Breyta
78. mín Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Önnur skipting ÍBV
Eyða Breyta
74. mín
Anna Þórunn mikið að reyna sendingar inn fyrir vörn ÍBV en allar sendingarnar hafa farið aftur fyrir endalínuna
Eyða Breyta
72. mín Harpa Valey Gylfadóttir (ÍBV) Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Skipting hjá ÍBV. Kristín kemur útaf en hún hefur átt flottan leik og skorað tvö mörk. Harpa Valey kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir ÍBV en hún er fædd árið 2002
Eyða Breyta
69. mín
Sigríður vinnur skallann eftir hornspyrnuna en skallinn laus og Emma grípur boltann auðveldlega
Eyða Breyta
69. mín
Katie með flotta fyrirgjöf af vinstri kantinum og Kristín nálægt því að pota boltanum í markið. Cloe nær boltanum og vinnur hornspyrnu
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Carolina Mendes (Grindavík)
Fyrsta gula spjald leiksins komið. Carolina missir Rut framhjá sér á miðjunni en hún ætlaði sér ekki að hleypa henni langt frá sér. Greip því í hendina á henni og hélt henni. Réttilega gult spjald
Eyða Breyta
63. mín MARK! Cloé Lacasse (ÍBV)
Fjórða mark ÍBV komið! Cloe vann boltann á miðjunni og tók sprettinn upp hægri kantinn og lék á vörn Grindavíkur. Tók flott skot framhjá Emmu, alveg upp við stöngina. Cloe verið frábær í þessum leik!
Eyða Breyta
62. mín
Sóley dansar hér á línunni í vörninni. Rilany var nærri búin að stela boltanum af henni og komast ein á móti markmanni en Sóley bjargaði því fyrir rest
Eyða Breyta
60. mín
Fyrirliðar liðanna, Sóley og Bentína skarta fallegum fyrirliðaböndum í regnbogalitunum.
Eyða Breyta
59. mín
Nú verður þetta erfitt fyrir Grindavík. 3-0 undir á móti sterku liði ÍBV
Eyða Breyta
55. mín MARK! Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV), Stoðsending: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Þarna sofnaði vörn Grindavíkur! ÍBV átti hornspyrnu og boltinn barst út á Ingibjörgu sem sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Grindavíkur, beint á Kristínu sem átti auðvelt með að klára færið. Kristín virtist við fyrstu sín vera rangstæð, ég sá það ekki almennilega en aðstoðardómarinn flaggaði ekki og treysti ég honum. 3-0 fyrir ÍBV
Eyða Breyta
54. mín
Geggjuð sending hjá Katie á Kristínu. Vörn Grindavíkur stóð hins vegar vörnina vel
Eyða Breyta
51. mín
Leikurinn byrjar rólega hérna. Væri gott fyrir Grindavík að fá mark í leikinn á næstunni
Eyða Breyta
47. mín
Lauren byrjar vel, á skot fyrir utan teig en Adelaide á ekki í vandræðum. Lauren kemur fram. Sara Hrund kemur á miðjuna í stað Ísabel sem fer í vinstri bakvörðinn
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Leikurinn byrjaður aftur. Rilany liggur eftir eftir aðeins nokkrar sekúndur
Eyða Breyta
46. mín Lauren Brennan (Grindavík) María Sól Jakobsdóttir (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá Grindavík
Eyða Breyta
46. mín Sara Hrund Helgadóttir (Grindavík) Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sara Hrund og Lauren eru að hita upp hér í hálfleik. Gætu báðar komið inn á í lið Grindavíkur strax í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Gunnþór flautar til hálfleiks. 2-0 fyrir ÍBV. Eyjakonur voru töluvert betri mest megnis af fyrri hálfleiknum en Grindavík komu til baka undir lok hálfleiksins.
Eyða Breyta
43. mín
Úff þetta var sárt fyrir Grindavík. Voru búnar að vera öflugar síðustu mínúturnar og voru rosalega nálægt því að jafna leikinn. Í staðinn fá þær mark í bakið og lentar 2-0 undir.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Þetta er fljótt að breytast! Í staðinn fyrir að vera jafnt, þá er ÍBV komið í 2-0! Það komo fyrirgjöf af vinstri kantinum og Kristín skaut beint á Emmu markvörð Grindavíkur. Kristín fékk boltann aftur og skoraði þá.
Eyða Breyta
40. mín
DAUÐAFÆRI hjá Grindavík! Carolina með skot í slánna og niður. Ísabel fylgdi á eftir en skaut framhjá með autt markið fyrir framan sig! Þarna átti Ísabel að gera betur!
Eyða Breyta
36. mín
Dröfn núna með skot fyrir utan teig. Góð tilraun en yfir markið
Eyða Breyta
34. mín
Ísabel með frábært skot langt utan af velli! Adelaide þurfti að hafa sig alla við til að verja þetta og sló hún boltann í slánna! Grindavík verið fínar síðustu mínúturnar
Eyða Breyta
32. mín
Vandræðin að minnka hjá Grindavík. Ísabel með frábæra sendingu á Rilany en sú brasilíska gerði ekki nógu vel
Eyða Breyta
29. mín
Miðverðir Grindavíkur, Linda og Bentína eru í miklum vandræðum. Einfaldar sendingar að klikka hjá þeim. Óvenjulegt af þeim
Eyða Breyta
26. mín
Grindavík í rosalegum vandræðum þessa stundina! Það liggur í loftinu að ÍBV bæti við öðru marki
Eyða Breyta
25. mín
Cloe nálægt því að skora! Einhver vandræðagangur í vörn Grindavíkur en Cloe nær ekki föstu skoti. Emma þurfti samt að hafa sig alla fyrir því að verja skotið í horn.
Eyða Breyta
24. mín
Enn og aftur er Cloe að valda usla í vörn Grindavíkur. Núna með skot í hliðarnetið
Eyða Breyta
23. mín
Grindavík með flott spil en RIlany náði ekki að leika á vörn ÍBV. Hinum megin komst Cloe í góða sókn en Bentína gerði frábærlega og stöðvaði sóknin með flottri tæklingu
Eyða Breyta
20. mín
Sóley með hornspyrnu. Var nærrum búin að skora beint úr spyrnunni en boltinn lenti ofan á slánni
Eyða Breyta
19. mín
Emma með frábæra markvörslu eftir skot hjá Cloe!
Eyða Breyta
18. mín
Heilt yfir er ÍBV búið að vera sterkari í leiknum.
Eyða Breyta
16. mín
Cloe með frábæran sprett upp vinstri kantinn og stakk Dröfn af. Átti góða sendingu fyrir markið en Kristín náði ekki skoti á markið. Skömmu síðar átti Cloe skalla rétt yfir markið. Hún byrjar af miklum krafti í þessum leik
Eyða Breyta
13. mín
Dröfn með frábæran sprett upp hægri kantinn. Fyrirgjöf hennar ekki eins góð en hún rataði á Rilany. Hún ákvað að senda boltann innfyrir vörnina en engin elti boltann
Eyða Breyta
10. mín
ÍBV spilar 3-5-2

Adelaide
Ingibjörg - Caroline - Sesselja
Sóley - Rut - Sigríður - Katie - Adrienne
Kristín - Cloe
Eyða Breyta
6. mín
Grindavík spilar 4-4-1-1

Emma
Dröfn - Bentína - Linda - Berglind
Elena - Anna Þórunn - Ísabel - Rilany
Carolina
María
Eyða Breyta
5. mín
Grindavík ógnar marki ÍBV! Rilany fékk góða sendingu inn fyrir en náði ekki skoti á markið. Rilany verið mikið í boltanum á upphafsmínútunum
Eyða Breyta
2. mín MARK! Katie Kraeutner (ÍBV), Stoðsending: Cloé Lacasse
MARK! Þetta var furðulegt mark. Leikurinn byrjaði rólega en skyndilega fékk Katie sendingu inn fyrir vörn Grindavíkur og fékk allan tímann í heiminum. Kláraði vel stöngin inn.
Eyða Breyta
1. mín
Vallarklukkan er í vandræðum. Hvar er Beggi vallarstjóri þegar maður þarf á honum að halda?
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Jæja þá er leikurinn hafinn! Grindavík sækir að sjónum en ÍBV byrjar með vindinn í bakið og sækir að Þorbirni. Grindavík byrjar með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Fyrir leik ætlar kvennaráð Grindavíkur að verðlauna tvo leikmenn Grindavíkur. Anna Þórunn og Sara Hrund hafa báðar leikið yfir 100 leiki fyrir Grindavík.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú styttist óðum í að leikurinn hefjist. Liðin eru að ganga inn í klefa og leggja lokahönd á undirbúninginn
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍBV mætir ekki með fullskipaðan hóp í dag en það vantar eina á bekknum. Athyglisvert er hins vegar að það eru fjórar stelpur á bekknum fæddar 2002! Þær voru að klára 9. bekk í grunnskóla. Ungar og efnilegar stúlkur þar á ferð
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sara Hrund Helgadóttir er á bekknum hjá Grindavík í dag. Hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún var að klára háskólanám. Það er mikill fengur fyrir Grindavík að fá hana aftur í hópinn en hún var lykilmaður er Grindavík fór upp í fyrra
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið eru komin út á völl að hita upp. Thaisa fór út af vegna meiðsla í síðasta leik Grindavíkur gegn KR og er hún líklega ekki með vegna meiðslanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er fínasta veður hérna í Grindavík. Vindur á annað markið en við höfum nú séð að verra hérna
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Lið ÍBV er óbreytt frá jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Grindavík gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KR. Elena Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir koma inn í liðið. Lauren Brennan sest á bekkinn og þá er brasilíska landsliðskonan Thaisa Moreno ekki í leikmannahóp Grindavíkur. Hún hefur verið frábær á tímabilinu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík komst upp í Pepsi-deildina síðasta sumar eftir að hafa verið nálægt því að komast upp árin á undan. Heimavöllur Grindavíkur hefur verið lykillinn að velgengni þeirra og hefur Grindavíkurvöllur reynst þeim afar vel. Síðasti leikur sem Grindavík tapaði hér í deildarkeppni var 10. júní árið 2014! Grindavík vann alla heimaleiki sína í riðlakeppni 1. deildarinnar árið 2015 og 2016 og vann Hauka í 2. umferð í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er orðið ansi langt síðan liðin mættust í deildarkeppni, en það var árið 2011 þegar Grindavík var síðast í efstu deild. Þá vann ÍBV báða leikina, 2-1 í Eyjum og 4-0 í Grindavík
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa farið svipað af stað það sem af er sumri. Grindvíkingar hafa byrjað vel og komið einhverjum á óvart. Liðið situr í fimmta sæti með sex stig eftir tvo sigurleiki í röð. ÍBV er sæti neðar með fjögur stig. Eyjakonur náðu sterku jafntefli við Íslandsmeistara Stjörnunnar í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í textalýsingu á leik Grindavíkur og ÍBV í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('81)
7. Rut Kristjánsdóttir ('78)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('72)
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('78)
13. Harpa Valey Gylfadóttir ('72)
13. Telma Aðalsteinsdóttir
16. Linda Björk Brynjarsdóttir ('81)

Liðstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Helgi Þór Arason
Kristján Yngvi Karlsson
Dean Sibons

Gul spjöld:

Rauð spjöld: