Norðurálsvöllurinn
miðvikudagur 17. maí 2017  kl. 19:15
Borgunarbikar karla
Aðstæður: 9 stiga hiti og þéttur vindur
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
ÍA 4 - 3 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon ('8)
0-2 Guðmundur Magnússon ('39)
1-2 Garðar Gunnlaugsson ('43, víti)
1-3 Alex Freyr Elísson ('46)
Hilmar Halldórsson , ÍA ('82)
2-3 Garðar Gunnlaugsson ('87)
Kristófer Jacobson Reyes , Fram ('90)
3-3 Garðar Gunnlaugsson ('91, víti)
4-3 Ólafur Valur Valdimarsson ('92)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
0. Páll Gísli Jónsson
0. Albert Hafsteinsson
3. Aron Ingi Kristinsson ('37)
5. Robert Menzel
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
9. Garðar Gunnlaugsson
11. Arnar Már Guðjónsson
18. Rashid Yussuff
20. Gylfi Veigar Gylfason
22. Steinar Þorsteinsson ('84)
26. Hilmar Halldórsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
33. Ingvar Þór Kale (m)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('84)
15. Hafþór Pétursson
17. Ragnar Már Lárusson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('37)
19. Patryk Stefanski
25. Þór Llorens Þórðarson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Hilmar Halldórsson ('54)
Albert Hafsteinsson ('67)

Rauð spjöld:
Hilmar Halldórsson ('82)

@BenniThordar Benjamín Þórðarson


95. mín Leik lokið!
Svakalegar loka mínútur á Akranesi í kvöld!!! Það var ekkert sem benti til þess að ÍA mundi gera neitt í lokin en 3 mörk á fimm mínútum tryggðu sigurinn.
Eyða Breyta
92. mín MARK! Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!!!!!!! HVAÐ ER AÐ GERAST??? ÓLAFUR VALUR AÐ SKORA FYRIR ÍA!!!! KEMST EINN Í GEGN OG FER FRAMHJÁ ATLA OG LEGGUR HANN Í MARKIÐ
Eyða Breyta
91. mín Mark - víti Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
MAAAAAAARK!!! Ótrúlega mínútur hérna!!!! Garðar aftur í sama horn. Atli í boltanum en það bara dugði ekki
Eyða Breyta
90. mín Rautt spjald: Kristófer Jacobson Reyes (Fram)
Svo það komi fram þá var þetta seinna gula spjaldið. Undirritaður missti af fyrra gula.
Eyða Breyta
90. mín
Skaginn að fá víti!!!!!
Eyða Breyta
87. mín MARK! Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
MAAAAAAAARK!!!!! Ólafur Valur með flott fyrirgjöf úr aukapsyrnu og Garðar skorar með skalla. Smá líflína fyrir heimamenn.
Eyða Breyta
85. mín Axel Freyr Harðarson (Fram) Benedikt Októ Bjarnason (Fram)

Eyða Breyta
84. mín Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
82. mín Rautt spjald: Hilmar Halldórsson (ÍA)
Hilmar fær sitt seinna gula spjald fyrir brot á Benedikt Okto
Eyða Breyta
76. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Benedikt Októ kemst í dauðafæri eftir skelfileg mistök hjá Arnari Má en Páll Gísli ver vel.
Eyða Breyta
72. mín
Framarar beint í sókn og stórhættuleg fyrirgjöf með jörðinni en siglir í gegnum pakkann.
Eyða Breyta
72. mín
Fín aukaspyrna inná teig Framara an Atli vel vakandi og grípur boltann
Eyða Breyta
69. mín Orri Gunnarsson (Fram) Alex Freyr Elísson (Fram)
Er ekki betra að hafa skiptinguna rétta
Eyða Breyta
67. mín
Guðmundur Magnússon með stórhættulegt skot rétt framhjá marki ÍA.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
66. mín
Skagamenn reyna að sækja en gerist lítið. Hægt uppspil og Framarar bara virkilega vel skipulagðir.
Eyða Breyta
62. mín
Gylfi Veigar í ruglinu í vörn ÍA. Missir boltann í öftustu línu en Framarar ná ekki að gera sér mat úr þessu.
Eyða Breyta
58. mín
Stórhætt við mark Fram! Atli Gunnar ætlar að hreinsa frá markinu en þrumar í Stefán Teit og boltinn rúllar fram hjá markinu. Atli stálheppinn þarna
Eyða Breyta
57. mín
Simon Kollerup með skot að marki en siglir vel framhjá.
Eyða Breyta
56. mín
Álitleg sókn hjá Skagamönnum upp vinstri kantinn en boltinn aftur fyrir. Skagamenn reyna að sækja en Framarar gefa ekki tommu eftir.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Hilmar Halldórsson (ÍA)
Hárrétt hjá Gunnari dómara. Tekur Indriða niður
Eyða Breyta
53. mín
Seinni hálfleikur byrjar nokkuð fjörlega þó að færin láti á sér standa.
Eyða Breyta
48. mín
Skagamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Yussuff tók hana og beint í vegginn.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Skaginn byrjar með boltann og sækir í átt að höllinni.
Eyða Breyta
46. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
46. mín MARK! Alex Freyr Elísson (Fram)
MAAAAAAAARK!!!! Framarar skora strax. Enn og aftur er varnarleikurinn í bulli hjá ÍA og Alex sleppur einn í gegn og klárar virkilega huggulega á nær.
Eyða Breyta
43. mín Mark - víti Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Garðar öryggið uppmálað á punktinum. Setur boltann þétt niðri, alveg út við stöng hægra megin við Atla.
Eyða Breyta
43. mín
Víti!!!! Skagamenn fá víti
Eyða Breyta
42. mín
Hættulegt skot hjá Þórði Þ. Aukaspyrna til hliðar við vítateiginn vinstra megin og Þórður neglir bara á markið en Atli ver vel.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Guðmundur Magnússon (Fram)
MAAAAAAAARK!!!! Aftur er það Guðmundur sem skorar. Skagamenn tapa boltanum á miðjunni og Benedikt Októ með flotta sendingu inn fyrir á Guðmund sem klárar virkilega vel framhjá Páli. Varnarleikur Skagamanna ekki uppá marga fiska.
Eyða Breyta
37. mín Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Aron Ingi Kristinsson (ÍA)
Aron Ingi meiddist fyrr í leiknum og þarf að fara útaf. Vonum að þetta sé ekki mikið. Við þetta færist Yussuff í bakvörðinn.
Eyða Breyta
36. mín
Simon Kollerup með fyrirgjöf fyrir mark ÍA en Páll Gísli öruggur og grípur boltann.
Eyða Breyta
32. mín
Jæja ágæt sókn hjá ÍA sem endar með skoti frá Þórði en í varnarmann og Framarar koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
30. mín
Þetta er frekar rólegt. Skagamenn að reyna að stinga boltanum inn fyrir vörn ÍA en gengur ekkert. Varnarmenn Fram vel á tánum.
Eyða Breyta
25. mín
Fín sókn hja´Skagamönnum sem endar með fyrirgjöf frá Þórði en yfir alla í teignum og aftur fyrir.
Eyða Breyta
23. mín
Afskaplega lítið að gerast þessa stundina í leiknum. Skagamenn eru aðeins að jafna sig eftir markið en gengur lítið að sækja. Framarar vel skipulagðir.
Eyða Breyta
19. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á hægri kantinum sem Yussuff tekur en Atli Gunnar öruggur í markinu og grípur boltann
Eyða Breyta
16. mín
Þórður Þ með flotta fyrirgjöf en Garðar hitti ekki boltann með skallanum. Átti að gera miklu betur þarna.
Eyða Breyta
13. mín
Skagamenn greinilega slegnir útaf laginu eftir þetta mark. Geta varla sent boltann á milli sín.
Eyða Breyta
10. mín
Framarar halda bara áfram að sækja. Núna kom Guðmundur með fína fyrirgjöf frá vinstri en skallinn yfir.
Eyða Breyta
8. mín MARK! Guðmundur Magnússon (Fram)
MAAAAAAAAAARK! Vá hvað þetta var einfalt. Stungusending inn fyrir og varnarmenn ÍA gjörsamlega sofandi. Guðmundur einn á móti Páli Gísla og klárar örugglega.
Eyða Breyta
7. mín
Framarar við það að komast í gegn eftir Gylfi Veigar henti í vafasama hreinsun en Menzel bjagar.
Eyða Breyta
5. mín
Ágæt sókn hjá heimamönnum og Þórður Þ fær boltann á hægri kantinum en fyrirgjöfinn er yfir alla í teignum
Eyða Breyta
3. mín
Framarar eiga fyrsta skot leiksins. Skagamenn tapa boltanum illa á miðjunni Benedikt Októ skeiðar inní teiginn en skotið í varnarmann.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hjá okkur og það Fram sem byrjar með boltann. Þeir sækja í átt að höllinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og allt að verða klárt. Hvet fólk til að mæta á völlinn en það er skelfileg mæting rétt fyrir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik hérna á Akranesi. Vonandi fáum við skemmtilegan leik og fullt af mörkum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru þrír leikir hafnir nú þegar. KR er að vinna Leikni F. fyrir austan 0-3 eftir 64 mínútna leik, í Eyjum er staðan 0-0 í leik ÍBV og KH eftur um hálftíma leik. Á Akureyri er svo staðan 0-1 fyrir ÍR á móti KA í hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rétt um hálftími í leik og bæði lið og dómarar mættir í upphitun. Létt en frekar kuldalegt yfir mönnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég ætla taka á mig að ég fór með rangt mál þegar ég var að fara yfir leiki dagsins áðan. Það eru að sjálfsgðu þrír leikir annað kvöld en það eru leikir FH og Sindra í Hafnarfirði, Magni-Fjölnir fyrir norðan og svo leikur Víkings Ó og Vals. Biðst forláts á þessum mistökum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hressar aðstæður á Akranesvelli í dag. Svona ca 9 stiga hiti og þéttur vindur, sem hljómar ótrúlega á Akranesi, sem blæs á hlið á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús hjá okkur en þau má sjá hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í kvöld er hinn geðþekki Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Daníel Ingi Þórisson. Eftirlitsmaður er svo Viðar Helgason
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þó hófust 32-liða úrslitin í gær með fjórum leikjum. Þar bar kannski hæst að Ægir sem leikur 3.deildinni sló út lið Þórs sem leikur í Inkasso í vítaspyrnukeppni. Þá unnu Leiknir R lið Þróttar 2-1 í Inkasso slag. Selfyssingar slógu út Kára menn frá Akranesi 3-2 í höruleik á Selfossi og lokum vann Grótta öruggan 1-4 útisigur á Berserkjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er ekki eini leikur dagsins í bikarnum, heldur betur ekki. Það eru 11 aðrir leikir á dagskrá og má sjá hér fyrir neðan hvaða leikir það eru.

Leiknir F.-KR
ÍBV-KH
KA-ÍR
Þróttur V.-Stjarnan
Grindavík-Völsungur
Árborg-Víðir
Fylkir-Breiðablik
Haukar-Víkingur R.
FH-Sindri
Magni-Fjölnir
Víkingur Ó.-Valur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ekki er langt síðan Fram vann bikarinn síðast en það var árið 2013 þegar þeir unnu Stjörnuna í vítaspyrnukeppni. ÍA hefur þurft að bíða töluvert lengur en þeir urðu bikarmeistarar síðast 2003 þegar þeir unnu FH 1-0 í úrslitaleik. ÍA hefur unnið keppnina alls 9 sinnum og Fram 8 sinnun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tólf sinnum í bikarkeppni KSÍ, síðast árið 2006. ÍA hefur vinningin í þessum viðureignum en þeir hafa unnið 9 af þessum leikjum. Þar af leiðandi hefur Fram unnið 3, magnað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er að sjálfsögðu fyrsti leikur ÍA í bikarnum þetta árið þar sem Pepsideildar liðin voru að koma inn í keppnina núna í 32-liða úrslitum. Fram hins vegar spilaði í 64-liða úrslitum en þar unnu þeir HK 0-1 á útivelli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilir og sælir kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi þar sem við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Fram í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
11. Alex Freyr Elísson ('69)
14. Hlynur Atli Magnússon
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Indriði Áki Þorláksson
23. Benedikt Októ Bjarnason ('85)
26. Simon Smidt

Varamenn:
12. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
6. Brynjar Kristmundsson
10. Orri Gunnarsson ('69)
19. Axel Freyr Harðarson ('85)
21. Ivan Bubalo
22. Helgi Guðjónsson
32. Högni Madsen

Liðstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Tómas Ingason
Pétur Örn Gunnarsson
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Kristófer Jacobson Reyes ('90)