Fylkir
1
0
Breiðablik
Daði Ólafsson '37 , víti 1-0
17.05.2017  -  19:15
Floridana völlurinn
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Skýjað og logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('60)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Arnar Már Björgvinsson ('67)
16. Emil Ásmundsson ('81)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('81)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('67)
14. Albert Brynjar Ingason
24. Elís Rafn Björnsson ('60)
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('29)
Oddur Ingi Guðmundsson ('59)
Emil Ásmundsson ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið í Árbænum. Fylkismenn eru komnir í 16-liða úrslitin og fjórða tap Blika í sumar staðreynd. Það gengur ekkert upp hjá Kópavogsliðinu. Vítaspyrna Daða Ólafs reyndist nóg til að komast áfram. Viðtöl og skýrslan á leiðinni!
90. mín
Arnþór Ari með slappt skot yfir markið. Þetta er að fjara út hjá Blikum.
82. mín
Martin Lund með voðalega slakan skalla beint á Aron.
81. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
74. mín
Willum kemur inn með kraft í þetta. Flott fyrirgjöf með vinstri inn í teiginn en Höskuldur nær ekki til knattarins.
73. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
71. mín
Sýnist Emil vera að biðja um skiptingu. Fylkismenn eiga einmitt eina skiptingu eftir, spurning hver kemur þá inn.
70. mín
Það er svo lítið um að vera að ég var að pæla í því hvað Martin Lund og Egill Ploder í Áttunni eru líkir, svona úr fjarlægð alla vega.
67. mín
Lítið um að vera síðustu mínútur. Blikar enn að leita að jöfnunarmarkinu en gengur lítið.
67. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
63. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil með eina breska.
60. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
59. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
52. mín
Sólon Breki með undarlega fyrstu snertingu í teignum. Hefði getað sleppt þessari snertingu og skotið bara á markið en gerði ekki. Hornspyrna er þó niðurstaðan.
50. mín
Gísli Eyjólfsson með skot fyrir utan teig en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Blikar eiga.
46. mín
Síðari er kominn af stað.
46. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn leiða í hálfleik og það ágætlega verðskuldað. Blikar hafa alveg fengið sín færi en Fylkismenn þó verið örlítið betri. Blikar áttu þó að fá vítaspyrnu þegar Ásgeir Eyþórsson handlék knöttinn.
42. mín
Sólon Breki virtist láta sig detta í teig Fylkismanna. Menn vilja fá spjald á hann en Vilhjálmur lyftir því ekki.
41. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Fylkismanna. Davíð Kristján, Höskuldur og Arnþór standa við boltann.
38. mín
Ásgeir Örn með skot úr teignum en Gulli grípur þennan bolta. Fylkismenn halda bara áfram að sækja.
37. mín Mark úr víti!
Daði Ólafsson (Fylkir)
DAÐI ÓLAFSSON KEMUR HEIMAMÖNNUM YFIR!! Hann skaut í hægra hornið, öruggt. Gulli fór í rétt horn en það var ekki nóg.
36. mín
VÍTASPYRNA!!! Damir Muminovic brýtur á Hákoni Inga innan teigs. Ásgeir Örn sendi boltann á Hákon sem féll í teignum.
36. mín
ODDUR INGI MEÐ SKOT en Gulli ver með fótunum.
33. mín
Efete með skalla eftir hornspyrnu en Aron Snær grípur þetta örugglega. Ágætis tilraun hjá enska varnarmanninum.
30. mín
ARNÞÓR ARI MEÐ SKOT ÚR TEIGNUM!! Aron Snær virðist verja þetta en það er umræða að Ásgeir hafi fengið boltann í handlegginn. Þegar endursýningin er skoðuð þá var þetta klár hendi.
29. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Tók Höskuld niður.
19. mín
GUNNLEIFUR VIGNIR GUNNLEIFSSON. HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞESSU?? Hákon Ingi í frábæru færi en Gulli ver frábærlega. Arnar Már tekur frákastið en Gulli ver með löppunum á einhvern ótrúlegan hátt. Gamli góði Gulli er mættur!
18. mín
Það er fremur mikil ró yfir leiknum núna. Lítið um marktækifæri en vonandi rætist úr því bráðlega.
11. mín
MARTIN LUND Í DAUÐAFÆRI!! Hann fær boltann í miðjum teignum og lét vaða en boltinn af varnarmanni og rétt framhjá. Þarna átti Martin að gera betur.
6. mín
Uppstilling Fylkis er svipuð og Blika 4-2-3-1:
Aron Snær
Andri Þór - Ari Leifsson - Ásgeir Eyþórs - Daði Ólafs
Ásgeir Börkur - Emil
Arnar Már - Oddur Ingi - Ásgeir Örn
Hákon Ingi
5. mín
Fylkismenn hafa byrjað af krafti. Andri Þór Jónsson átti skot í byrjun leiks, en liðið er að spila boltanum vel. Emil Ásmundsson átti þá skot rétt í þessu rétt framhjá!
1. mín
Uppstilling Blika 4-2-3-1:
Gunnleifur
Viktor Örn - Efete - Damir - Davíð
Andri Rafn - Arnþór Ari
Höskuldur - Martin Lund - Aron Bjarna
Sólon Breki

Martin Lund og Aron Bjarna virðast vera að svissa hlutverkum á vinstri vængnum og fyrir aftan sóknarmann.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður.
Fyrir leik
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, leyfir sér að hvíla Albert og Andrés í dag. Það kannski segir til um breiddina sem er í liðinu eða vakna kannski spurningar upp hvort bikarinn sé ekki aðalatriði hjá Fylkismönnum? Fáum væntanlega að vita meira eftir leik hver pælingin er á bakvið það.
Fyrir leik
Aron Bjarnason kom sterkur inn í leikinn gegn Stjörnunni. Hann var búinn að vera inn á í nokkrar mínútur áður en hann minnkaði muninn. Sólon Breki kom inn á sama tíma. Oliver Sigurjónsson er enn frá vegna meiðsla. Ég býst við því að Gísli Eyjólfsson sé enn tæpur eftir Stjörnuleikinn.
Fyrir leik
Ég held að þetta komi til með að verða ansi athyglisverður leikur. Tvö lið, sem eru ekki alveg í sömu sporum. Fylkismenn með bullandi sjálfstraust meðan Blikarnir eru að reyna að vinna sitt upp. Vissulega deild á milli liða en Fylkismenn eru með einn öflugasta hópinn í fyrstu deildinni, svo ég býst við að þetta verður jafn leikur.
Fyrir leik
Það vekur athygli að Fylkismenn hvíla þá Albert Brynjar Ingason og Andrés Má Jóhannesson á bekknum í dag. Arnar Már Björgvinsson byrjar gegn sínum gömlu félögum í dag.
Fyrir leik
Jæja, byrjunarlið beggja liða eru komin inn. Blikar gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 3-1 tapinu gegn Stjörnunni. Sólon Breki Leifsson og Aron Bjarnason koma inn fyrir þá Hrvoje Tokic og Gísla Eyjólfsson.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa á meðan unnið báða leiki sína í Inkasso-deildinni gegn Þór og Gróttu. Liðið vann Þórsara 3-1 en Gróttu 2-1. Arnar Már Björgvinsson gekk á til liðs við Fylki á dögunum frá Stjörnunni og því mikill hvalreki fyrir liðið.
Fyrir leik
Blikar hafa verið í miklu basli í fyrstu þremur umferðum Pepsi-deildarinnar en liðið hefur tapað öllum leikjunum og fengið á sig sjö mörk í heildina. Liðið tapaði 3-1 fyrir bæði KA og Stjörnunni en 1-0 fyrir Fjölni.
Fyrir leik
Fylkir fór nokkuð auðveldlega með Vatnaliljurnar í 64-liða úrslitum en leiknum lauk með 7-0 sigri liðsins. Það tók tæplega fimmtán mínútur fyrir Árbæinga að skora fyrsta markið en eftir það raðaði liðið mörkum.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Breiðabliks í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Martin Lund Pedersen
11. Aron Bjarnason ('46)
13. Sólon Breki Leifsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman ('73)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Gísli Eyjólfsson ('46)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('73)
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Guðmundur Friðriksson ('46)
36. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Sigurður Víðisson (Þ)
Jón Magnússon
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Páll Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: