Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Víkingur Ó.
0
1
Valur
0-1 Andri Adolphsson '45
18.05.2017  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Sól og blíða í Ólafsvík og nánast logn
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
4. Egill Jónsson
6. Pape Mamadou Faye
10. Kwame Quee
13. Emir Dokara ('85)
21. Mirza Mujcic ('65)
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('65)
32. Eric Kwakwa

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
5. Hörður Ingi Gunnarsson ('85)
6. Óttar Ásbjörnsson
7. Tomasz Luba ('65)
11. Alonso Sanchez
22. Vignir Snær Stefánsson
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('65)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Alexis Egea ('12)
Alfreð Már Hjaltalín ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5

Leik lokið!
Bikarmeistararnir áfram í næstu umferð
90. mín
+4

Langt innkast frá Nacho en Pape klaufi að brjóta af sér.
90. mín
+3

Spyrjum allir hvorn annan hérna inní blaðamannaskýlinu hversu miklu hafi verið bætt við. Enginn veit en áfram heldur þó leikurinn
90. mín
+1

Víkingar halda áfram að tapa boltanum auðveldlega á vallarþriðjungi Valsara
89. mín
Rasmus búinn að vera einn besti maður vallarins ásamt Orra og Sindra Björnssyni. Stöðva allt. Kwakwa og Kwame búnir að vera yfirburða í herbúðum Víkinga
87. mín
Víkingar reyna hvað þeir geta að jafna en ekkert gengur hjá þeim í sókninni. Kwakwa með flotta skiptingu yfir á Alfreð sem lagaði boltann fyrir sig og kom með fyrirgjöfina. Beint í hendur Antons hins vegar
85. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Víkingur Ó.) Út:Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Emir fer útaf meiddur. Mjög slæm tíðindi fyrir Víkinga. Mirza og Emir báðir útaf meiddir
84. mín
Þó ég sé vissulega Ólsari þá er Þorvaldur orðinn ansi litaður núna. Beitir mikið af hagnaðarreglum fyrir Víking þar sem þeir hagnast mun meira að fá aukaspyrnuna. Var rétt í þessu að dæma á Egil sem tæklaði fyrir sendingu. Sindri Björns tók tvö aukaskref og hoppaði yfir tæklinguna og fékk brotið dæmt
83. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Tók Þorstein niður sem var kominn á flug. Stúkan heimtar rautt en það væri full mikið af því góða. Réttilega gult
80. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Nicolas Bögild (Valur)
Bögild búinn að vera mjög fínn í þessum leik. Mikil barátta í honum
78. mín
Bjarni Ólafur liggur eftir. Sá ekki almennilega hvað kom fyrir hann þarna. Kwame með skemmtilegan bolta á Alfreð sem ætlaði sér að koma með hann fyrir en Bjarni náði að fara fyrir sendinguna en liggur eftir og fær aðhlynningu
75. mín
Arnar Sveinn tekinn niður af ákefðinni í Kwame Quee. Kwame fær tiltal og einnig Ejub
73. mín
Loksins eitthvað skrifanlegt!
Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá Val. Sveinn tók hana stutt á Sigurð Egil og fékk hann aftur. Kom með boltann á fjær beint á Bögild sem skallaði boltann út á Bjarna en skot hans beint í Luba
72. mín
Mjöööög rólegar síðustu mínútur. Komasvo! meiri spennu í þetta!
70. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Markaskorarinn fer af velli
65. mín
Inn:Tomasz Luba (Víkingur Ó.) Út:Mirza Mujcic (Víkingur Ó.)
Þorsteinn kemur inn líka. Mjög slæmt fyrir Víking að missa Mirza út meiddann.
65. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
62. mín
MÖGNUÐ VARSLA!

Nacho var kominn út úr stöðu og Bjarni Ólafur var með mikið pláss. Boltinn beint á Bögilt sem átti mjög gott skot. Fast og út við stöng en Cristian sá við honum. Hansen fylgdi eftir en skalli hans yfir slánna. Hann og Alexis skullu saman og Mirza liggur eftir. Búið að kalla á börur
59. mín
Mögnuð fyrirgjöf hjá Kwame en það fór enginn í boltann!
Kwame verið mjög góður í þessum leik. Hann er útum allt!
55. mín
Það var mikið talað um gæði Eric Kwakwa í Ólafsvík fyrir þennan leik. Heyrst hafði fyrir leikinn að hann hafi ekki verið að sýna neitt á æfingum en hann hefur virkað mjög fínn. Hleypur mjög mikið og er mjög baráttuglaður
53. mín
Valsarar ekki komist mikið yfir miðlínuna. Voru reyndar ekkert mikið í því í fyrri hálfleik en skoruðu samt þannig það segir ekki mikið
50. mín
Víkingar fá tvær hornspyrnur í röð. Sterkasti maður Víkings í loftinu, Pape tekur hornin. Skil það ekki alveg. Ekki góðar spyrnur
48. mín
Sveinn Aron Guðjohnsen tók spyrnuna en hún var ekki góð. Yfir markið
48. mín Gult spjald: Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Kippti Andra niður rétt fyrir utan teiginn sem fékk að hlaupa ansi langt óáreyddur
46. mín
Anton Ari er með sólina í augunum núna en hún var að koma aftur á stjá
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað á ný
45. mín
Hálfleikur
Mjög dapur fyrri hálfleikur. Fengum allavegana mark í leikinn. Vonandi hressir það uppá leikinn
45. mín MARK!
Andri Adolphsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Fyrsta mark leiksins er komið!
Sá ekki hver kom með fyrirgjöfina en afleytur varnarleikur hjá Víking. Boltinn fór yfir alla Ólsara og Andri náði að taka boltann niður á kassann og lagði boltann í hornið niðri. Vel klárað
42. mín
Hrikalega dapur leikur. Nákvæmlega ekkert búið að reyna á hvorugan markmanninn
39. mín
Nikolaj Hansen hoppar upp í skalla við Kwakwa og liggur svo sjálfur eftir. Fannst þetta mjög soft en ég sá þetta svo sem ekki nægilega vel
35. mín
Nacho með magnað hlaup upp kantinn en kom ekki boltanum fyrir
33. mín
Kwame með frábæra móttöku og kemur sér framhjá Bjarna Ólafi. Skyndilega eru Víkingar komnir 3 á 2. Sendingin hins vegar afleit og aftur fyrir Pape. Illa farið með gott færi
31. mín
Alexis er er búinn að brjóta tvisvar eftir að hafa fengið spjald. Verður að fara passa sig
29. mín
Orri er staðinn upp. Virðist í lagi sem betur fer
28. mín
Pape fer upp í skallaeinvígi við Orra. Orri liggur eftir, heldur um höfuðið. Sá þetta ekki nógu vel
25. mín
Emir Dokara tók langan sprett upp völlinn en missti boltann svo alltof langt frá sér og hennti sér í hressilega tæklingu. Kom ekki við neinn mann en kastaði sér á eftir boltanum. Skildi sjálfur ekkert í ákvörðun dómarans að flauta
22. mín
Víkingar virka mjög shaky svona á upphafsmínútunum. Mikið af vafasömum sendingum. Valsarar ná hins vegar ekki að skapa neinn usla
18. mín
Gulli með flotta takta. lyfti boltanum skemmtilega yfir löppina á Arnari Svein og reyndi við fyrirgjöfina en hún fór beint á kollinn á Orra
14. mín
Fyrsta almennilega skot leiksins. Sveinn Aron með gott hlaup upp hægra megin. Fyrirgjöfin ekki góð en boltinn berst til Bjarna sem á gott skot en beint á Cristian
12. mín Gult spjald: Alexis Egea (Víkingur Ó.)
HÖRKU TÆKLING!

Aleix Egea fer hressilega í gegnum Hansen þarna
10. mín
Kwame og Kwakwa spila vel saman. Kwame með hættulegan bolta fyrir en Alfreð hitti ekki boltann. Rasmus kemur boltanum frá
8. mín
Valsarar búnir að fá fjórar aukaspyrnur hérna í byrjun. Eric Kwakwa búinn að brjóta tvisvar
6. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Menn eru ennþá að finna sig
2. mín
Uppstilling Vals
Anton Ari
Arnar-Rasmus-Orri-Bjarni
Nicolaj K-Sindri
Gudjohnsen-Nicolas Bögild-Andri Adolphs
Nikolaj Hansen
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Víkingar sem byrja með boltann og sækja að sundlaug Ólafsvíkur í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Fékk fréttir úr innsta hring hjá Víkingum af uppstillingu liðsins.
4-2-2-1-1
Cristian Martinez
Emir-Aleix-Mirza-Nacho
Egill-Eric Kwakwa
Gulli-Kwame Quee
Alfreð
Pape M.F.
Fyrir leik
Í dag fara fram þrír leikir en í Kaplakrika fara Sindra menn í heimsókn til Íslandsmeistarana og Fjölnismenn fara í heimsókn til Grenivíkur. Báðir leikirnir hefjast klukkan 18:00. Svo er það leikur Víkings og Vals sem hefst 19:15
Fyrir leik
Fjölmörg lið hafa nú þegar tryggt sæti sitt í 16 liða úrslitunum en þar má nefna Pepsi deildar liðin, ÍA, Stjarnan, KR, ÍBV, Grindavík og Víkingur Reykjavík. Inkasso liðin, Selfoss, Leiknir R, Fylkir, Grótta og ÍR. Úr 2. deildinni hafa Víðismenn tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum.
Eitt lið úr 3. deildinni komst í 16 liða úrslitin á þriðjudaginn en Ægir Þórlákshöfn sigruðu Þórsara á útivelli
Fyrir leik
Þetta er eini Pepsí deildar slagurinn í 32 liða úrslitum en liðin hafa leikið sín á milli í sumar í deild þeirra bestu. Sá leikur fór fram á Hlíðarenda í fyrstu umferðinni þar sem Valsarar höfðu betur 2-0 en í dag fer leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli eins og glöggir ættu að vita og eins og Ólsarinn segir "það er lengra að keyra frá Reykjavík til Ólafsvíkur en frá Ólafsvík til Reykjavíkur"
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í stórleik 32 liða úrslita Borgunarbikarsins
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
5. Sindri Björnsson
6. Nicolaj Köhlert
9. Nicolas Bögild ('80)
12. Nikolaj Hansen
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('70)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('80)
11. Sigurður Egill Lárusson ('70)
16. Dion Acoff
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('83)

Rauð spjöld: