Haukar
1
3
Breiðablik
Marjani Hing-Glover '23 1-0
1-1 Fanndís Friðriksdóttir '54
1-2 Fanndís Friðriksdóttir '74
1-3 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '84
19.05.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: 180
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: 180
Maður leiksins: Fanndís Friðriksdóttir
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
6. Vienna Behnke
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('70)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('78)
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir ('49)

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
5. Theodóra Dís Agnarsdóttir
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('49)
19. Eva María Jónsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('78)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Hildigunnur Ólafsdóttir
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.

Breiðablik fer með sigur af hólmi 3-1 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Grátleg niðurstaða fyrir botnliði Hauka eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Breiðablik sýndu hinsvegar gæði í seinni hálfleik og þá sérstaklega Fanndís Friðriksdóttir.
89. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur. Ég endurtek fjórar mínútur.
84. mín MARK!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Breiðablik er að gera útum þetta!

Fyrirgjöf frá vinstri sem fer beint á vinstri bakvörðinn, Töru Björk sem gerir mistök og færir boltann nánast fyrir Andreu Rán sem skorar auðveldlega af stuttu færi.
83. mín
Svava Rós í dauðafæri ein gegn Tori Ornela en skot hennar beint á Ornela sem nær að vera fyrir boltanum.
83. mín
Arna Dís með hörku skot utan teigs en vel varið hjá Tori Ornela sem gerði gott betur og hélt boltanum. Vel gert báðar tvær.
81. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika í kvöld.
79. mín
Haukar í DAUÐAFÆRI!!!

Hing-Glover með frábæra fyrirgjöf sem endar á fjærstönginni og þar rennir Heiða Rakel sér á eftir boltanum en það munaði millimeter í að hún næði til boltans.
78. mín
Inn:Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Haukar)
Hildigunnur fer á miðjuna og Tara í vinstri bakvörðinn. Fjórði vinstri bakvörður Hauka í leiknum.
78. mín
Inn:Heiðdís Sigurjónsdóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
76. mín
Hing-Glover með aukaspyrnu sem endar fyrir aftur fyrir markið. Lítil hætta þarna á ferð.
74. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
FANNDÍS ER Á ELDI!

Laglegt mark utan teigs. Í fjærhornið erfitt fyrir Ornela í markinu.

Boltinn gekk vel á milli manna og á endanum lagði Rakel boltann út á Fanndísi sem lét vaða og niðurstaðan mark!
74. mín
"Verið þolinmóðar" kallar Þorsteinn Halldórsson inná völlinn.
72. mín
Þórdís Elva með fyrirgjöf frá vinstri en beint í lúkurnar á Sonný Láru.
70. mín
Inn:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
Sunna Líf fer af velli, tæp.

Hildigunnur kemur inn í hægri bakvörðinn og Konný í vinstri.

Hildigunnur því þriðji hægri bakvörður Hauka í leiknum.
67. mín
Ásta Eir hefur verið dugleg að sækja upp hægri kantinn. Á núna stórhættulega fyrirgjöf sem fer alveg yfir á fjærstöngina en Fanndís hittir ekki boltann innan markteigs!

Þarna munaði mjóu.
63. mín
Fanndís er ein af fáum í Blikaliðinu með lífi.

Hún átti núna hornspyrnu, renndi boltanum út í teiginn á Andreu sem átti arfaslakt viðstöðulaust skot yfir markið.
60. mín
Alexandra Jóhannsdóttir með hörku skalla eftir hornspyrnu frá Þórdísi Elvu en Arna Dís er vel staðsett á fjærstönginni og bjargar gott sem á línu.
57. mín
Fanndís með fyrrigjöf, stórhættuleg sending sem fer milli varnar og markmanns og Svava Rós fleygir sér á eftir boltanum á fjærstönginni en nær ekki til boltans.
54. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
BREIÐABLIK HEFUR JAFNAÐ LEIKINN!

Upp á sitt eins dæmi jafnar Fanndís Friðriksdóttir eftir einleik og skot í stöngina og inn rétt fyrir framan vítateig Hauka.

Full auðvelt fyrir Fanndísi sem gerði þetta vel og að sama skapi, gáfu varnarmenn Hauka Fanndísi alltof mikinn tíma með boltann.
52. mín
Sóknir Breiðabliks þyngjast. Berglind Björg með skot innan teigs en framhjá. Máttlaust.
52. mín
Fín sókn hjá Breiðablik.

Ásta Eir fann Berglindi í lappir við vítateigslínuna. Berglind sendi síðan boltann út á Svövu Rós sem kom á fleygiferð og átti skot að marki en boltinn endaði á þaknetinu.
51. mín
Rakel Hönnudóttir með skot utan teigs en yfir markið. Lítil hætta þarna.
50. mín
Konný Arna kemur inn í vinstri bakvörðinn og Þórdís Elva færir sig inn á miðjuna með Alexöndru.

Þórdís Elva hefur átt góðan leik í vinstri bakverðinum.
49. mín
Inn:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Út:Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Sæunn virðista vera meidd og þarf að fara af velli. Vont fyrir Haukaliðið en bæði Sæunn og Alexandra hafa náð vel saman á miðjunni í dag.
48. mín
Ásta Eir með fyrirgjöf frá hægri, yfir allan pakkann. Suna Líf fékk hann í sig og missti boltann frá sér en Blikar náði ekki að nýta sér það.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður. Sólin skín enn.
46. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Miðjumaður fyrir miðjumann. Nagli fyrir nagla.
45. mín
Hálfleikur
Hildur Antonsdóttir virðist vera á leiðinni inná hjá Blikum.
45. mín
Hálfleikur
Slava Titov hefur flautað til hálfleiks.

Heldur betur óvænt staða í hálfleik. Haukastelpur marki yfir eftir mark frá Hing-Glover eftir 23. mínútna leik.

Verð að viðurkenna það, ég væri til í að vera fluga á vegg í búningsklefa Breiðabliks í hálfleik.
42. mín
Heiða Rakel með skot utan teigs. Fín tilraun en laust og auðvelt fyrir Sonný Láru í markinu.
41. mín
Berglind Björg reynir skot utan teigs en framhjá.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika, allt annað en sáttur og vildi fá að sjá sendingu frá Berglindi á Andreu Rán sem var í töluvert betri stöðu.
38. mín
Andrea Rán á tvívegis skot að marki Hauka á stuttum tíma. Það fyrra kemst Kolbrún Tinna fyrir og í seinna skiptið reynir hún skot lengra frá og himinhátt yfir.

Eftir að Haukar hafi aðeins náð að komast ofar á völlinn eftir fyrsta markið virðist pressan frá Breiðablik vera að aukast aftur.
35. mín
Arna Dís finnur Berglindi Björg í lappir við vítateigslínuna. Berglind nær að snúa með mann í bakinu og á síðan skot að marki, en framhjá fjærstönginni.

Þetta hefði getað orðið hættulegt en Berglind náði ekki nægilega góðu jafnvægi í skotinu.
29. mín
Svava Rós með fyrirgjöf frá hægri en spyrnan slök og beint í hendurnar á Tori Ornela í marki Hauka.
27. mín
Fyrirliði Breiðabliks, Rakel Hönnudóttir er að fá aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara liðsins. Hún virðist vera eitthvað tæp á vinstra hnénu.
25. mín
Í aðdraganda marksins gerði Selma Sól sig einnig seka um slæm mistök á miðjunni, þegar hún átti mislukkaða sendingu sem endaði beint fyrir fætur Vienna sem átti síðan loka sendinguna innfyrir vörn Blika.
23. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (Haukar)
Stoðsending: Vienna Behnke
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!

Vienna Behnke með stungusendingu ætlaða Marjani Hing-Glover. Ingibjörg Sigurðardóttir gerir sig seka um mistök í vörninni og missir boltann undir ilina.

Marjani nýtti sér það, komst ein innfyrir og lagði boltann framhjá Sonný Láru eins og góðum sóknarmanni sæmir.
22. mín
Alexandra með skot við vítateigslínuna en Guðrún kemst fyrir skotið og Alexandra tekur skemmtilegan kollhnís í kjölfarið.
18. mín
Fanndís tekur fimmta horn Breiðabliks í leiknum. Enn á ný á nærstöngina, boltinn berst aftur til Fanndísar sem leikur inn á völlinn og á síðan skot framhjá nærstönginni.
17. mín
Uppúr horninu barst boltinn út fyrir teiginn þar sem Þórdís Elva átti skt af löngu færi og yfir markið. Fín tilraun.
16. mín
Vel spilað hjá Haukum sem uppskera horn!

Besta færi leiksins og það er heimastelpna. Vel spilað og Sonný Lára endar í kapphlaupi við Hing-Glover, sem hefur betur og á skot úr þröngu færi en það er bjargað á síðustu stundu og Haukar fá horn.
14. mín
Fanndís með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Hauka, yfir allan pakkann og Ingibjörg Sigurðar. mætir á fjærstöngina en skot hennar í hliðarnetið af stuttu færi.
13. mín
Fanndís Friðriksdóttir leikur sér að fara framhjá Hönnu Maríu innan teigs og reynir fyrirgjöf en Kolbrún Tinna gerir vel og kemst fyrir sendinguna.
12. mín
Framherjar Hauka hafa varla snert boltann í leiknum, þær Heiða Rakel og Hing-Glover.
9. mín
Haukastelpurnar byrja full aftarlega og ná varla að tengja 2-3 setningar sín á milli. Þetta verður erfitt og langt kvöld á Gaman Ferða vellinum fyrir Haukastelpur ætli þær að spila svona í kvöld.
8. mín
Og Breiðablik fær aðra hornspyrnu. Tori Ornela nær með naumindum að blaka boltanum í slánna og aftur fyrir. Þetta var tæpt.
7. mín
Fanndís með frábæran einleik innan teigs Hauka og á síðan skot að marki en í varnarmann og yfir markið.

Enn ein hornspyrnan.
5. mín
Liðsuppstilling Breiðabliks:
Sonný Lára
Ásta Eir - Ingibjörg - Guðrún - Arna Dís
Selma Sól - Rakel Hönnu - Andrea Rán
Svava Rós - Berglind Björg - Fanndís
5. mín
Liðsuppstilling Hauka: (Er nokkurnvegin svona)
Tori Ornela
Sunna Líf - Kolbrún Tinna - Hanna María - Sara Rakel - Þórdís Elva
Vienna Behnke - Alexandra - Sæunn
Heiða Rakel - Hing-Glover
4. mín
Önnur hornspyrnan frá Fanndísi en núna var það Rakel Hönnu sem átti slakt skot framhjá.
2. mín
Fanndís með fyrsta skotið á markið en beint á Tori Ornela í markinu.
2. mín
Fanndís með hornspyrnuna sem Ingibjörg Sigurðardóttir skallar að marki, en framhjá markinu. Aldrei hætta.
1. mín
Breiðablik fær fyrsta hornið.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Rafmögnuð stemning er liðin ganga út á völlinn. Rammstein - Du Hast í græjunum og stúkan tryllist!

Slava Titov dómari leiksins gengur fremstur manna og á eftir honum koma leikmenn beggja liða.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn í klefa og það fer að styttast í leik.

"Ekki lengur lítill fugl" ómar hér í græjunum. Eitt besta stuðningsmannalag á landinu.
Fyrir leik
Samantha Jane Lofton er kominn á bekkinn hjá Breiðablik en hún hefur einungis leikið 45 mínútur í sumar. Hún fór af velli meidd í hálfleik í fyrsta leiknum og er að ná sér af meiðslunum.

Hún er hinsvegar ekki klár í að byrja leikinn í kvöld.

Fyrir leik
Það er frábært knattspyrnuveður á Gaman Ferða vellinum þessa stundina. Algjört blanka logn og sólin sín. Heiðskýrt og allir í stuði. Sannkallað bongó.
Fyrir leik
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks gerir einnig eina breytingu á sínu liði frá 2-0 sigri gegn Fylki í síðustu umferð.

Guðrún Arnardóttir kemur inn fyrir Heiðdísi Sigurjónsdóttur.
Fyrir leik
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka gerir eina breytingu á sínu liði frá 2-0 tapi gegn Þór/KA í síðustu umferð. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir kemur inn fyrir Konný Örnu Hákonardóttur.

Kolbrún Tinna leikur sinn annan leik fyrir Hauka en hún er á láni frá Stjörnunni.
Fyrir leik
Haukastelpur eru án stiga á botni deildarinnar með KR.

Þær hafa komið hinsvegar mörgum á óvart með spilamennsku sinni í sumar og spilað betur en margur hafði grunað. Það hefur þó ekki dugað til og það er heldur ekki spurt að því.

Verkefnið í kvöld verður erfitt en Breiðablik án efa eitt af betri liðum deildarinnar.
Fyrir leik
Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður í íslenska landsliðinu spáði fyrir um 5. umferðina á Fótbolta.net í dag. Hún spáir öruggum 4-1 sigri Breiðabliks í kvöld.

,,Þriggja marka þægilegur sigur fyrir Blika. Ingibjörg setur eitt og Begga frænka skorar þrennu. Haukar ná að pota einu inn."
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Gaman Ferða vellinum í Hafnarfirði.

Hér í kvöld hefst 5. umferðin í Pepsi-deild kvenna þegar Haukar og Breiðablik mætast.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)
22. Rakel Hönnudóttir ('78)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('46)
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir ('78)
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('81)
21. Hildur Antonsdóttir ('46)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: