Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
0
2
Þór/KA
Hrafnhildur Agnarsdóttir '62 , sjálfsmark 0-1
0-2 Sandra Mayor '81
20.05.2017  -  16:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Gunnar Helgason
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('53)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('71)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
18. Guðrún Gyða Haralz ('66)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('53)
8. Sara Lissy Chontosh ('71)
8. Katrín Ómarsdóttir
11. Gréta Stefánsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Harpa Karen Antonsdóttir
Henrik Bödker
Hólmfríður Magnúsdóttir
Óðinn Svansson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Þór/KA styrkir stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem þær sitja með fullt hús stiga. KR-ingar þurfa enn að bíða eftir sínum fyrstu stigum en þau geta ekki verið langt undan ef liðið spilar áfram eins og þær gerðu í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Ég þakka annars fyrir mig og minni á viðtöl, skýrslu og myndir hér á eftir.

Góða helgi!
88. mín
Inn:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Síðasta skiptingin hjá Þór/KA. Agnes fyrir Önnu.
85. mín
KR-ingar reyna að klóra í bakkann. Fá ágætan séns eftir vel útfærða aukaspyrnu Þórunnar. Sóknin endar á því að Hugrún skýtur yfir.
81. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Söndrurnar eru að klára þetta! Sandra María stingur boltanum inn fyrir sofandi KR-vörnina og Sandra Mayor getur ekki annað en klárað.
80. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Nýliðinn hjá Þór/KA leysir Margréti af. Hrikalega spennandi leikmaður að austan.
80. mín
Þá kemur auðvitað séns hjá KR. Munaði engu að Fríða slyppi í gegn en Bryndís Lára kom vel út úr markinu og hreinsaði. Bryndís Lára búin að vera örugg í dag.
79. mín
Botninn er dottinn úr þessu hjá KR. Sorglegt fyrir þær eftir flottan fyrri hálfleik. Samt auðvitað bara eins marks munur og leikurinn enn í járnum. Gestirnir þó mun líklegri til að bæta við en öfugt.
75. mín
Fín sókn hjá Þór/KA. Henni lýkur á því að Margrét Árnadóttir skýtur yfir hægra megin í teignum.
72. mín
Tvær hornspyrnur í röð hjá KR. Þórunn Helga tekur seinni spyrnuna stutt og fær boltann aftur frá Guðrúnu Karítas. Skýtur að marki en boltinn svífur hátt yfir fjærstöngina.
71. mín
Inn:Sara Lissy Chontosh (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
70. mín
Guðrún Karítas leggur boltann út á Hólmfríði sem reynir skot. Það er laust og beint á Bryndísi.
66. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (KR) Út:Guðrún Gyða Haralz (KR)
Hólmfríður kemur inn fyrir Guðrúnu Gyðu. Spilaði 10 mínútur síðast en reynir við 25 í dag.
65. mín
Sandra María kemur inn af krafti. Var að þruma yfir úr teignum.
62. mín SJÁLFSMARK!
Hrafnhildur Agnarsdóttir (KR)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Fyrsta markið er komið!

Gestirnir skora eftir hornspyrnu Önnu Rakelar. Hún á hættulega sendingu inn á teig þar sem Hrafnhildur fer út í boltann og frá blaðamannastúkunni séð virtist mögulega brotið á henni. Hún slær boltanum í Mist og inn að mér sýnist. Annars erfitt að sjá í gegnum þetta klafs.
61. mín
Inn:Sandra María Jessen (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
60. mín
Nauðvörn hjá KR. Hörð barátta í vítateig þeirra en þær standast áhlaup Þórs/KA eins og er. Nú liggur þungt á KR-ingum.
59. mín
DAUÐAFÆRI! Margrét Árnadóttir skýtur yfir af markteig. Fékk frábæra sendingu og átti sannarlega að koma gestunum yfir þarna.
58. mín
Natalia! Hulda Björg með flotta fyrirgjöf á Nataliu sem kemur á hlaupinu en hittir boltann illa á lofti og setur hann framhjá.
55. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu 10 metrum utan við vítateig KR. Natalia tekur spyrnuna en setur boltann yfir.
53. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (KR) Út:Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Edda gerir sína fyrstu skiptingu. Sóknarmaður fyrir sóknarmann.
53. mín
Natalia Gomez reynir langskot en það flýgur hátt yfir.
52. mín
Hættuleg sókn hjá Þór/KA en Hrafnhildur gerir vel í að handsama fyrirgjöf sem var ætluð Huldu Björg á fjær.
51. mín
Og aftur! Ásdís leikur léttilega inn á teig gestanna og nær skoti af markteigshorninu. Bryndís Lára er vel staðsett og ver í horn. Anna Birna reynir skot að marki eftir hornspyrnuna en varnarmenn Þórs/KA hreinsa frá.
49. mín
Þarna þarf Bryndís Lára að taka á því. Gerir vel í að verja þrumuskot frá Ásdísi.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Engar skiptingar. Áfram með smjörið!

45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í skemmtilegum leik í Vesturbænum. KR-liðið er að gera mjög vel. Eru þéttar til baka og hafa náð að komast aftur fyrir bakverði Þórs/KA og skapa hættu þó það vanti broddinn í sóknarleikinn hjá þeim. Gestirnir eru ekki alveg búnar að finna taktinn en eru alltaf hættulegar þegar þær komast fram völlinn og sérstaklega þegar Sandra Mayor er með boltann við tærnar. Ótrúleg töfrakona með boltann hún Sandra.
41. mín
Aftur nær Anna Birna að finna Ásdísi á vinstri vængnum. Hún leikur í átt að marki og lætur vaða við vítateigslínuna. Ágætt skot en Bryndís Lára er vandanum vaxin í markinu. KR-ingar klókar að spila í svæðin sem bakverðirnir skilja eftir sig.

Stuttu síðar reynir Þórunn fyrirliði skot en það er beint á Bryndísi Láru.
40. mín
Stórhættuleg sókn hjá Þór/KA sem endar á því að Hulda Ósk fær skot af markteig. Mér sýnist Hrafnhildur ná að setja fótinn í boltann og verja en Gunnar dæmir þó útspark. Stórhætta!
39. mín
Ágæt sókn hjá KR. Hugrún með fyrirgjöf frá vinstri en Ásdís Karen nær ekki almennilegu skoti og boltinn fer framhjá.
37. mín
Bianca kemur sér í vandræði og kippir í Sigríði Maríu sem reynir að eltast við boltann í átt að vítateig Þórs/KA. Gunnar dómari er vel staðsettur og sér þetta. KR fær því aukaspyrnu rétt utan teigs en Ásdís Karen þrumar yfir.
36. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu rétt utan teigs. Hugrún Lilja tók Söndru Mayor niður. Anna Rakel tekur spyrnuna en setur boltann rétt yfir. Ágæt tilraun.
35. mín
Sandra Mayor með flotta takta og sendingu á Huldu Ósk upp í hægra horn. Fyrirgjöfin frá Huldu er slök og Sandra lætur hana heyra það.
33. mín
Þetta er búið að vera í járnum en nú finnst manni gestirnir aðeins vera að herða tökin. Elísabet Guðmunds fær hér tiltal frá Gunnari Helgasyni dómara. Straujaði Biöncu við miðlínu.
31. mín
Fínar skiptingar hjá gestunum. Andrea Mist var að koma boltanum yfir á Huldu Ósk en fyrirgjöf hennar var of nálægt markinu og datt aftur fyrir á fjær. Ég er búin að vera í aðdáendaklúbbi Andreu síðan hún var í 5.flokki og er ekkert á leiðinni úr honum. Flottur spilari með eitraðar sendingar.
28. mín
Anna Rakel! Flott sókn hjá gestunum. Hulda Ósk gerir vel í að halda boltanum og spila niður á Andreu Mist sem sér að Anna Rakel er með heila flugbraut fyrir framan sig á vinstri vængnum. Rennir boltanum í hlaup hjá henni og Anna reynir skot sem fer rétt yfir. Virkilega góð tilraun en Anna Rakel hefði jafnvel getað farið aðeins nær þarna.
26. mín
Fjúddífjú. Það má ekki líta af Söndru Mayor í eitt augnablik. Hér dansar hún framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hún leggur boltann út í teig og fyrir Andreu Mist sem hittir boltann illa. Hefði hæglega getað komið Þór/KA yfir þarna.
23. mín
Sigga Mæja! Anna Birna á geggjaða skiptingu upp í vinstra hornið þar sem Sigríður María kemur á fleygiferð. Leikur að teignum og setur boltann rétt framhjá. Frábær sókn.
22. mín
Ásdís Karen kemst framhjá Huldu Björg og reynir skot við vítateigshornið. Hún hittir boltann ekki eins vel og í síðustu umferð þegar hún skoraði á móti FH og setur boltann vel yfir.

Andrea Mist reynir langskot hinum megin en boltinn fer himinhátt yfir. Í næstu sókn á Sandra Mayor hættulega fyrirgjöf inn á vítateig KR en KR-ingar ná að hreinsa.
15. mín
Mikill kraftur í Ásdísi og Guðrúnu Gyðu á köntunum hjá KR hér í byrjun. Ætla greinilega að reyna að lauma sér í svæðin fyrir aftan Önnu Rakel og Huldu Björg.
13. mín
Bæði lið eru að reyna að sækja en hafa ekki náð að skapa sér nein alvöru færi til þessa. Við erum að sjá mikið af löngum boltum fram völlinn.
13. mín
Hjá gestunum er uppstillingin eftir bókinni:

Bryndís Lára
Bianca - Lillý - Lára
Hulda Björg - Natalía - Andrea Mist - Anna Rakel
Hulda Ósk - Sandra Mayor - Margrét
11. mín
KR-ingar eru komnar betur inn í þetta. Nú munaði engu að Guðrún Gyða næði til stungusendingar en Bryndís Lára var á undan henni í boltann.
8. mín
KR-ingar stilla svona upp í dag:

Hrafnhildur
Jóhanna - Mist - Ingunn - Hugrún
Anna Birna
Guðrún - Þórunn - Elísabet - Ásdís
Sigríður María
5. mín
Gestirnir byrja ákveðið og stýra umferðinni á upphafsmínútunum. Fyrsta hornspyrna leiksins er hinsvegar KR-inga. Guðrún Gyða vinnur hana eftir fínan sprett upp hægri kantinn. Þórunn Helga spyrnir boltanum utarlega í teiginn en gestirnir hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja og leika í átt að KR-heimilinu. Þær ætla að blása til sóknar og Sandra Mayor á fyrstu marktilraun eftir 20 sekúndna leik. Hittir boltann þó illa og skotið máttlaust og beint á Hrafnhildi.
Fyrir leik
Jæja. Allt að gerast. Liðin eru mætt út á völl í fylgd efnilegra fótboltastúlkna úr KR. Toppaðstæður, ágætis mæting og allt til alls.
Fyrir leik
Donni gerir eina breytingu á sínu liði frá 2-0 sigri á Haukum. Lára Einarsdóttir kemur inn fyrir Zanetu Wyne sem er utan hóps.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sá má hér til hliðar. Edda Garðarsdóttir gerir heilar fimm breytingar á liði KR. Hrafnhildur kemur aftur í markið fyrir Ingibjörgu en hún tók út leikbann í síðustu umferð. Þá koma þær Guðrún Gyða, Mist, Hugrún Lilja og Anna Birna inn fyrir Guðrúnu Karítas, Söru Lissy, Grétu Stefáns og Ólínu sem er ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Landsliðskonan Glódís Perla er spámaður 5. umferðar á Fótbolta.net og hún spáir áframhaldandi sigurgöngu hjá gestunum.

KR 1 - 3 Þór/KA
Þór/KA eru búnar að koma skemmtilega á óvart og eru líklega með eitt besta liðið í deildinni á meðan KR eru ekki búnar að vera sannfærandi. Væri gaman að sjá bæði Söndru Maríu og Hólmfríði koma inná og setja mark sitt á leikinn.
Fyrir leik
Það er stuð og stemmning í Vesturbænum en í dag er sjálfur "ALLIR SEM EINN DAGURINN" haldinn hátíðlegur.

Um er að ræða knattspyrnuhátíð allra flokka KR. Hátíðin hófst kl. 14 en lokapunkturinn er viðureign KR og Þórs/KA kl.16.

Það er um að gera að mæta snemma á völlinn og taka þátt í dagskránni. Boltaæfingar, leikir, tónlist og grill er á meðal þess sem boðið er upp á en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu KR.
Fyrir leik
Hlutskipti liðanna hefur verið gjörólíkt það sem af er móti en heimakonur eru enn stigalausar á meðan gestirnir eru með fullt hús stiga.

Fyrirfram mætti því búast við sigri Þórs/KA en það er eitthvað sem segir mér að þær muni þurfa að hafa allverulega fyrir hlutunum hér í dag. KR-liðið ætlar ekki að falla og hlýtur að fara að bíta fastar frá sér. Verður eitthvað óvænt uppi á teningnum í síðasta leik dagsins?
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá lokaleik 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna en núna kl.16:00 hefst viðureign KR og Þórs/KA á Alvogenvellinum.

Umferðin hófst í gær en þá vann Breiðablik 3-1 sigur á Haukum. Nú eru svo þrír leikir í gangi en allir hófust þeir kl.14:00 og eru í beinni textalýsingu hér á síðunni. ÍBV og FH eigast við í Vestmannaeyjum, Fylkir og Valur spila í Árbænum og Stjarnan og Grindavík mætast í Garðabænum.
Byrjunarlið:
Natalia Gomez
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('88)
14. Margrét Árnadóttir ('80)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('61)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
10. Sandra María Jessen ('61)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('88)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: