Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
0
3
ÍBV
0-1 Alvaro Montejo '21
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '54
0-2 Arnór Gauti Ragnarsson '78
0-3 Arnór Gauti Ragnarsson '92
21.05.2017  -  14:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Brakandi blíða í Víkinni! Gullfallegur völlur og gullfallegt veður.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
6. Pape Mamadou Faye ('56)
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
11. Alonso Sanchez
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('73)
24. Kenan Turudija
32. Eric Kwakwa ('73)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
4. Egill Jónsson
5. Hörður Ingi Gunnarsson ('73)
6. Óttar Ásbjörnsson
21. Mirza Mujcic ('73)
22. Vignir Snær Stefánsson
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('28)
Alonso Sanchez ('75)

Rauð spjöld:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('54)
Leik lokið!
Mjög sannfærandi sigur
92. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Þvílik innkoma hjá Arnóri

Felix fékk tvo sénsa á að koma með boltann fyrir og í seinna skipti mætti Arnór á réttan stað og kláraði vel
89. mín
Alltof margir leikmenn Víkings að eiga arfaslakan leik. Alonso Sanchez þar í sérflokki
86. mín
SLÁARSKOT!

Kenan með hammer eftir að boltinn datt fyrir hann. Boltinn small í slánni og skoppaði svo á marklínunni. Víkingar óheppnir
83. mín
Byrjuð að sjást mikil gremja í Víkingunum. Orðnir mjög pirraðir. Alexis með skalla framhjá eftir aukaspyrnu frá Mirza. Lét grasið finna fyrir því með hnefahöggum áður en hann fór aftur til baka
81. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV) Út:Alvaro Montejo (ÍBV)
Kaj Leo kominn inn fyrir annan markaskorara Eyjamanna
78. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Rosalegt fíaskó þetta mark. Sá ekki hvað gerðist en mér heyrist að Alexis hafi tæklað boltann í Arnór
77. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
77. mín
Víkingar eru komnir í 4-3-2. All out attack hjá Ejub. Kenan Alonso og Mirza á miðjunni og Þorsteinn og Alfreð uppá topp
75. mín Gult spjald: Alonso Sanchez (Víkingur Ó.)
Pirringsbrot
73. mín
Inn:Mirza Mujcic (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
73. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Víkingur Ó.) Út:Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Tvöföld skipting
72. mín Gult spjald: Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Jarlinn spjaldar Sigga eftir að boltinn fer úr leik. Sá ekki hvað hann gerði til að verðskulda það
69. mín
Víkingar fá Aukaspyrnu af tæpum 35 metrum. Alonso með fljótandi bolta inní boxið og Halldór kemur á fullri ferð og grípur boltann
65. mín
Pablo AAAAAAleinn á auðum sjó. Flott skyndisókn hjá Eyjamönnum. Komu sér 3 á 2. Siggi Grétar með flotta sendingu á Pablo sem ætlaði að setja boltann á fjær en rétt framhjá stönginni. Óheppinn
63. mín
Montejo með gott skot en mjög vel varið hjá Cristian
59. mín
Montejo að krækja í aukaspyrnu á hættulegum stað. Sindri og Pablo standa yfir þessu

Uptade: Aukaspyrnan beint í varnarmann og út í innkast
57. mín
Eyjamenn ætla sér að nýta sér liðsmuninn. Montejo dró boltann út og Siggi Grétar var nálægt því að koma boltanum á markið
56. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Þessi skipting hefði mátt koma 5 mínútum fyrr og Ejub hefði átt að taka Guðmund Stein útaf
54. mín Rautt spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Ég sagði það áðan að hann væri orðinn tæpur. Fer mjög heimskulega með löppina í Halldór sem kom út að grípa cross. Steini var aldrei að fara ná þessum bolta
51. mín
Fyrsta marktilraunin er LOKSINS komin í seinni hálfleik. Matt Garner með skalla sem veitir litla hættu
49. mín
Leikurinn fer af stað nákvæmlega eins og fyrri hálfleikurinn endaði. Rólega og leiðinlega.

KOMASVO! Fá smá stuð í þennan leik!!
46. mín
Áhorfendatölur í dag eru 480 manns
45. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Bragðdaufur fyrri hálfleikur. Víkingar örlítið betri aðilinn en Eyjamenn eru yfir og það er það sem skiptir máli
44. mín
Nákvæmlega ekki neitt í gangi núna síðustu mínúturnar
40. mín
Fyrir áhugasama um Ensku úrvalsdeildina þá verður staðan í deildinni þannig ef flautað væri til leiksloka núna, að Arsenal endar í 4. sæti og Liverpool í 5. sæti. Nóg eftir hins vegar en leikar hófust 14:00 líkt og þessi leikur milli Víkings og ÍBV
38. mín
Guðmundur Steinn að spila rosalega hættulegan leik. Boltinn uppi í loftinu og Steini kom inn á fullri ferð og gjörsamlega bombaði Viktori í jörðina.
35. mín
Eyjamenn komust 4 á 2 eftir þessa sókn hjá Ólsurum en Montejo með arfaslaka sendingu ætlaða Pablo og þessi sókn rann út í sandinn
34. mín
Stórhættuleg sending hjá Kwakwa innfyrir á Pape en Pape var ekki nógu snöggur af stað og Briem kom boltanum frá
30. mín
Mikið miðjusvað núna. Boltinn mikið að flakka á milli liða. Virðist enginn vita hvað þeir eiga að gera
28. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
ROSALEGA HRESSILEG TÆKLING

löppin í ca meters hæð
24. mín
Þrátt fyrir markið þá halda heimamenn áfram að stjórna spili leiksins og eru að sækja meira
21. mín MARK!
Alvaro Montejo (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
EYJAMENN ERU KOMNIR YFIR!

Magnað hlaup hjá Felix sem fór framhjá 4 mönnum. Renndi boltanum svo fyrir markið þar sem Alvaro Montejo faldi sig á fjær og lagði boltann í autt netið
20. mín
Kaflaskiptur leikur. Eyjamenn mun betri fyrstu 10 en Víkingar hafa sótt í sig veðrið núna undanfarnar mínútur
19. mín
MÖGNUÐ VARSLA HJÁ HALLDÓRI!

Kenan með gullfallegan bolta á fjær beint á kollinn á Guðmundi Stein sem ætlaði að setja boltann í fjær. Góður skalli en mögnuð varsla er Halldór blakaði boltanum framhjá stönginni
14. mín
MARK DÆMT AF VÍKINGUM!

Kenan gerði frábærlega og keyrði inná völlinn frá kantinum. Skot hans fór í varnarmann og Guðmundur Steinn tók frákastið og lagði boltann út við stöng. Aðstoðardómarinn taldi hann hins vegar vera í rangstöðu og flaggaði markið af
13. mín
Pape liggur eftir, eftir baráttu við Hafstein Breim. Pressaði hann stíft og virtist fá lófa í andlitið frá Hafsteini. Óviljaverk leyfi ég mér að segja
11. mín
Langar að hrósa stuðningsmönnum Eyjamanna í hástert!
Mæta fleiri stuðningsmenn frá Eyjunni góðu en frá Reykjavík þegar Reykjavíkurliðin koma í heimsókn til Ólafsvíkur.
8. mín
Það eru samt ÍBV sem byrja leikinn af meiri krafti. Sækja þungt á Ólsara. Spurning hvað þeir ná að halda þeim lengi frá markinu Víkingar
6. mín
Fyrsta "skot" á markið er komið. Skalli frá Pape en laflaus og beint á Halldór
4. mín
Eyjamenn stilla upp svipuðu kerfi.

Halldór
Briem-Garner-Pepa
Felix-Sindri-Pablo-Jónas Næs
Viktor
Siggi Grétar-Montejo
3. mín
Víkingar stilla upp 3-5-2 kerfi!

Cristian
Alexis-Luba-Nacho
Alfreð-Kwame-Alonso-Gulli-Kenan
Pape-Steini
2. mín
Strax hætta við mark Víkinga! Flott hlaup upp vinstra megin hjá Felix og hann kom boltanum fyrir en þrjár marktilraunir Eyjamanna í röð enduðu á því að fara í Víkingsmann
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann og sækja að Sundlauginni
Fyrir leik
Er enn að reyna átta mig á uppstillingu Víkinga í þessum leik. Tveir miðverðir eru inná og einn bakvörður. Alls eru 4 miðjumenn inná og tveir framherjar og einn kantmaður. Athyglisvert verður að sjá hvað Ejub kokkar upp
Fyrir leik
Kominn eitt stykki Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, í stúkuna. Gaman að því
Fyrir leik
Byrjunarliðin:
ÍBV vann Víking Reykjavík 1-0 í síðasta leik. Tvær breytingar eru á liðinu frá þeim leik. Viktor Adebahr spilar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni með ÍBV og Felix Örn Friðriksson kemur inn. Devon Már Griffin sem verður lengi frá vegna meiðsla fer út sem og Atli Arnarson. Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson heldur stöðu sinni í byrjunarliði ÍBV og heldur Derby Carillo á bekknum.

Hjá Ólsurum kemur Alexis Egea inn í liðið að nýju eins og Nacho Heras, Eric Kwakwa og Alfreð Már Hjaltalín. Kwame Qee er í leikbanni og þeir Mirza Mujcic, Emir Dokara fara allir út.

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kwame Quee, miðjumaður frá Sierra Leone, kom sprækur inn í lið VÍkings í síðasta deildarleik gegn Grindavík. Hann fékk hins vegar rauða spjaldið þar og því verður hann í leikbanni í dag.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Aron Sigurðarson spáir í leikina í Pepsi-deildinni að þessu sinni. Hann spáir Ólsurum sigri í dag.

Víkingur Ó. 1 - 0 ÍBV
Víkingur Ólafsvík vinnur og Gunni samloka fær sér vel eftir leik.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Gunnar Jarl Jónsson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar í dag.

Jarlinn var meiddur í upphafi móts en hann dæmdi bikarleik ÍA og Fram í vikunni og er klár í slaginn.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan og blessaðan.

Hér verður fylgst með leik Víkings Ólafsvíkur og ÍBV en um er að ræða fyrsta leikinn í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.

Bæði þessi lið unnu sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi. Ólsarar gerðu góða ferð í Grindavík á meðan ÍBV lagði Víking R. á heimavelli.

Í 32-liða úrslitum í Borgunarbikarsins í vikunni sigraði ÍBV lið KH 4-1 á meðan Ólsarar töpuðu gegn Val á heimavelli á fimmtudaginn.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Matt Garner
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('77)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
16. Viktor Adebahr
18. Alvaro Montejo ('81)

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('81)
9. Mikkel Maigaard
19. Breki Ómarsson
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('77)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Sigurður Grétar Benónýsson ('72)

Rauð spjöld: