Stjarnan
2
1
KA
Guðjón Baldvinsson '22 1-0
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson '42
Eyjólfur Héðinsson '90 2-1
21.05.2017  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Sterkur, hlýr vindur sem blæs að mestu sem hliðarvindur en þó aðeins í átt frá Flataskóla. 12 stiga hiti og teppið klárt.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1356
Maður leiksins: Eyjólfur Héðinsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('90)
7. Guðjón Baldvinsson ('72)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('79)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('79)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('90)
27. Máni Austmann Hilmarsson ('72)
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hasar í teignum og Stjarnan hreinsar!

Stjarnan vinnur og sest ein á toppinn, KA tapa sínum fyrsta leik.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
+7

KA fá aukaspyrnu og enn er Vilhjálmur með leikinn í gangi!
90. mín MARK!
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hólmbert Aron Friðjónsson
+6

Upp úr horni aftur.

Sent á fjær, Hólmbert nær að skalla boltann til baka, sá lendir á vítapunktinum þar sem Eyjó stillir sig af og neglir hann í hornið algerlega óverjandi fyrir Rajko.
90. mín
+6

Horn hjá Stjörnunni og búið!
90. mín
+5

Rajko kemur í úthlaup á lykilmómenti upp úr innkasti.
90. mín
+4

Stjarnan að reyna að kreista fram sigurmark...
90. mín
+2

KA menn að skapa usla og vinna langt innkast...

...Steinþór tekur kraftstökkskast en Halli grípur það.
90. mín
Uppbótartíminn er a.m.k. 6 mínútur.
90. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
89. mín
Jóhann Laxdal með góða sendingu í teiginn en Máni skýtur framhjá í þröngu færi.
87. mín
Stjarnan eiga séns á að sækja hratt en Baldur Sig fer illa að ráði sínu.

Hefur ekki verið á sínu besta róli hér í dag.
86. mín
Bolti í hönd hjá KA í teignum...

...en það er jú ekki víti!
83. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Steinþór fær varmar viðtökur hjá Silfurskeiðinni á sinn gamla heimavöll.

Ásgeir fer upp á topp og Steinþór á hægri kantinn.
81. mín
KA hafa komist aðeins ofar á völlinn síðustu mínútur...hvað sem verður þá allavega er aðeins lífsmark hjá þeim sóknarlega.
79. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
78. mín
Ásgeir nálægt hérna!

Skallar naumlega yfir stutt horn frá Hallgrími.
77. mín
Brynjar Gauti fer hér alblóðugur um grundu.

Breiðvíkingakappi á vel við um hann í þessu ástandi!!!
76. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Braut á Brynjari Gauta.
74. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (KA)
Braut á Hilmari.

Var ekki sammála dómaranum!
72. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Hrein skipting hjá Stjörnunni. Máni uppi á topp.
70. mín
Hasar við mark KA eftir langt innkast frá Jóa Lax en KA hreinsa að lokum.
69. mín
Aftur langt stopp, nú lá Trninic.

Töluverðar tafir framundan.
63. mín
Brynjar hætti við að fara, sneri til baka en varð að skipta um treyju út af blóði og er nú númer 23 þegar hann mætir aftur til leiks.
61. mín
Ólafur og Hrannar koma beint inn í leikstöður þeirra sem þeir leystu af.
60. mín
Leikurinn verið stopp nú um stund þar sem Brynjar Gauti virðist hafa fengið massívt höfuðhögg og heldur um munninn um leið og hann virðist vera að kveðja vettvanginn.
60. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Archie Nkumu (KA)
60. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Bjarki Þór Viðarsson (KA)
58. mín
Boltinn í netinu...en...dæmt af.

Rajko kýldi boltann upp í loft og þþegar hann er að hoppa aftur fer Hólmbert í hann og Byrnjar Gauti skallar í en ekki dæmt.
55. mín
Baldur í fínu skallafæri en beint á Rajko.
53. mín
Stjarnan pressar...en það skilar ekki færum ennþá.
50. mín
Hallgrímur skýtur ekki heldur sendir inní, Elfar þarf að teygja sig og skallinn endar í höndum Haraldar.
49. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Braut á Hallgrími og KA fá skotfæri upp úr þessu broti.
48. mín
Stjarnan byrjar sterkt hér í síðari hálfleik, Hólmbert strax í færi en tekur sér of langan tíma í teignum og KA hreinsa.
46. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Jafnt í hálfleik.

Stjarnan búnir að vera sterkari í fyrri hálfleiknum en sóknargæði KA kvittuðu það út.
45. mín
Viðbótartíminn ein mínúta...og KA fá horn.
42. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Emil Lyng
Og uppúr litlu jafna KA!

Stjarnan ná ekki að hreinsa minnst tvisvar og bottinn dettur til Emils Lyng sem á skot að marki en Ásgeir stýrir þvi í markið.

KA menn refsa, það er bara svoleiðis!
38. mín
Guðjón nær að kreista færi upp úr löngu innkasti frá hægri en skotið er máttlaust og beint á Rajko.
36. mín
Stjarnan búin að vera þétta framarlega á vellinum og koma KA í vanda.

Verður gaman að sjá hvort að vindurinn er að leika stór hlutverk í þessu...
33. mín
Nálægt!

Hilmar Árni í fínu skotfæri eftir að hafa tékkað sig inn frá kantinum en rétt framhjá.
30. mín
Svo nálægt sjálfsmarki hér.

Bjarki með flottan sprett upp hægri, lagði á Nkumu sem sendi fastan bolta inní, Haraldur missti af honum og Breiðuvíkurjaxlinn Brynjar Gauti var stálheppinn að boltinn hrökk af honum rétt framhjá í horn...sem ekkert varð úr.
29. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Síbrotaþreyta hjá Vilhjálmi.
27. mín
KA að fá aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir Hallgrím...

...sem svo tekur spyrnuna ekki heldur Trninic og ekkert verður úr.
25. mín
Stemmingin hér í stúkunni er til hreinnar fyrirmyndar.

Raddir notaðar óspart - svona ætlum við að hafa þetta alltaf krakkar.
22. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Einfalt og gott.

Hornspyrna frá hægri og nú á fjær.

Þar hafa menn alfarið gleymt Guðjóni sem á einfalt verk fyrir höndum en gerði það vel og hamarskallaði þennan í netið.
21. mín
Hilmar Árni reyndi að skjóta undan vindinum úr hornspyrnu en Rajko var starfinu vaxinn þarna og sló hann í burtu.
19. mín
Lítið af markvissum fótbolta í gangi núna. Vindurinn er klárlega að hafa áhrif á framvinduna.

Stjarnan er að ráða meira af leiknum og vinna sér horn- og aukaspyrnur.
14. mín
ÞVERSLÁIN NÖTRAÐI!!!

Upp úr aukaspyrnu KA fóru Stjarnan beint upp völlinn, Guðjón komst framhjá Bjarka og lagði á vitapunktinn þar sem Hólmbert negldi honum í þverslána og niður.
13. mín
Frábær tilþrif hjá Hallgrími, Alex og Jóhann litu illa út og dæmd aukaspyrna...

....sem rann út í sand.
11. mín
Besta sókn leiksins hingað til.

Hilmar og Jósef tvinna sig upp vinstra megin, leggja boltann á Hólmbert sem neglir yfir af vítateigslínunni.
9. mín
KA stillir líka upp 4-2-3-1

Rajkovic

Bjarki - Guðmann - Callum - Ívar

Archie - Aleksandar

Ásgeir - Emil - Hallgrímur

Elfar.
7. mín
Guðjón mættur inná.

Gleymdi að segja að Stjarnan er aðeins undan vindinum í fyrri hálfleik.
6. mín
Uppstilling heimamanna.

Haraldur

Jóhann - Brynjar - Daníel - Jósef

Hólmbert - Baldur - Hilmar

Guðjón.
4. mín
Hraustleg tækling Guðmanns úti á miðjum velli og Guðjón Baldvins liggur eftir...leit ekki vel út.

Guðjón haltrar hér útaf í aðhlynninngu..
2. mín
KA menn byrja sterkt og vinna strax horn...

Flottur bolti en siglir í gegnum alla varnarlínuna og Stjarnan vinnur innkast.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Garðabæ.

Fyrir leik
Liðin eru mætt og hrista hendur hvors annars.

Mikil spenna í loftinu!
Fyrir leik
Stuðið í stúkunni er alveg að byrja fínt.

Silfurskeiðin startaði og Schiöttararnir fljótir að taka við sér.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Einn leikmaður í Stjörnuliðinu lék gegn KA í fyrra.

Jósef Kristinn bakvörður mætti þeim tvisvar með heimaklúbbnum sínum í Grindavík. Hann skoraði í fyrri leik liðanna í jafntefli svo hann veit hvert á að skjóta á Rajko í marki þeirra.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar er flautuleikari dagsins, honum munu veifa til aðstoðar þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bjarki Óskarsson.

Þorvaldur Árnason er fjórði dómarinn og Jón Sigurjónsson er í eftirlitinu.
Fyrir leik
Utan vallar er ekki síður spennandi viðureign framundan.

Silfurskeiðin hefur byrjað mótið vel en nýliðarnir í hvatningarbransanum, Sciötth-ararnir, hafa komið gríðarsterkir inn gulir og glaðir.

Borgararnir í Garðabænum eru líklegir til að bæta enn við þeirra ánægju.
Fyrir leik
Upplýsingar fyrir leikinn eru að KA menn hafa verið í töluverðum meiðslavandræðum og bættist enn í hóp meiddra á miðvikudag í bikarleiknum.

Almarr og Emil Lyng fóru þá útaf meiddir og þykir ólíklegt að þeir nái þessum, auk þess sem Hrannar Björn endaði leikinn haltur.

Stjarnan býr að því að eiga sína menn heila en þó er Ævar fyrrum KA-maður enn meiddur og missir af leiknum við sína gömlu félaga.

Hann er eini leikmaðurinn í leikmannahópunum sem hefur leikið fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Liðin léku síðustu leiki fyrir þennan leik í bikarkeppninni.

Stjarnan fór í Voga á Vatnsleysuströnd og unnu Þróttara í miklum rokleik 1-0 en KA menn féllu úr leik fyrir Inkassoliði ÍR, 1-3 á heimavelli eftir framlengdan leik.
Fyrir leik
Síðasta viðureign liðanna í deildarkeppni var 2008 í næstefstu deild.

Stjarnan vann þá báðar viðureignir liðanna 1-0 og svo skemmtilega vill til að markaskorari þeirra í heimaleiknum er enn að leika með liðinu, sá heitir Daníel Laxdal.

Hver er stuðullinn á því að Lax nr. 1 setji aftur sigurmark í dag?
Fyrir leik
KA menn eru að koma aftur til leiks í efstu deild eftir langa fjarveru, svo langa að Stjarnan var í C-deildinni á tímabili á meðan norðanmenn voru uppi.

Síðasti leikur milli liðanna í efstu deild var árið 1991 svo að það eru alveg 26 ár síðan leikur á milli þeirra var í hæstu hæðum íslenska boltans.
Fyrir leik
Þessi tvö lið sitja í efstu tveimur sætum Pepsi-deildar fyrir þennan leik með sjö stig eftir þrjár umferðir eins og Valsmenn - öll taplaus.

Stjarnan er með bestu markatölu liðanna og sitja í efsta sætinu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem um sannkallaðan toppslag Stjörnunnar og KA er um að ræða.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
5. Ívar Örn Árnason (f)
5. Guðmann Þórisson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('83)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
25. Archie Nkumu ('60)
28. Emil Lyng
30. Bjarki Þór Viðarsson ('60)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('60)
7. Daníel Hafsteinsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('60)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('83)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Archie Nkumu ('29)
Ólafur Aron Pétursson ('74)
Aleksandar Trninic ('76)

Rauð spjöld: