Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
1
1
Keflavík
Albert Brynjar Ingason '44 1-0
Ásgeir Örn Arnþórsson '83 , sjálfsmark 1-1
21.05.2017  -  16:00
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Frábærar. Gerast varla betri, sól og heiðskýrt.
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Áhorfendur: 850
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('76)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('68)
11. Arnar Már Björgvinsson ('62)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson ('68)
9. Hákon Ingi Jónsson ('62)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('76)
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('67)
Albert Brynjar Ingason ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Jafntefli sanngjörn niðurstaða. Skýrsla og viðtöl koma innan skamms.
90. mín
Það er minnst þrem mínútum bætt við.
90. mín
Úfffff! Albert Brynjar í frábæru færi eftir sendingu frá Elís en Sindri enn og aftur vel með á nótunum og varði vel.
88. mín
Þvílík markavarsla hjá Sindra! Elís Rafn átti þrusu skot að marki innan úr teig Keflvíkinga en Sindri gerði vel og sló boltann yfir.
86. mín
Get ekki sagt annað en að staðan eins og hún er núna, er sanngjörn. Fylkismenn voru betri í fyrri hálfleik en Keflvíkingar eru eiginlega búnir að eiga þann seinni.
85. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
83. mín SJÁLFSMARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Maaaarrrrkkkk! Varamaðurinn Ásgeir Örn verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir sendingu frá Keflvíkingum inn í teig Fylkismanna.
82. mín
Það kom ekkert úr þessari aukaspyrnu.
82. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað eða c.a. 20 metrum frá marki.
80. mín
Tíu mínútur eftir plús uppbót. Bæði lið búin með skiptingar sínar. Hvað gerist á loka mínútunun?
78. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
76. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
75. mín
Keflvíkingar eru eiginlega búnir að hafa tögl og haldir í seinni hálfleik en hafa ekki enn náð að nýta sér það. Stundum er sagt að markið liggji í loftinu, er ekki frá því að sú sé tilfinningin núna.
68. mín
Inn:Andri Þór Jónsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
67. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
65. mín Gult spjald: Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík)
65. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Tómas Óskarsson (Keflavík)
63. mín
Það eru 850 áhorfendur á Flórídanavellinum
62. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
60. mín
Jeppe komst einn á móti Aroni, missti boltann aðeins frá sér og Aron kom út á móti og Jeppe lét sig falla. Við í blaðamannastúkunni vorum vissir um að þetta væri vítaspyrna en við nánari skoðun í sjónvarpinu að þá var ljóst að Sigurður Óli gerði vel þarna. Leikarskapur í hæsta gæðaflokki hjá Dananum.
59. mín Gult spjald: Jeppe Hansen (Keflavík)
Jeppe fær gult spjald fyrir dýfu!
56. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
55. mín
Keflvíkingar hafa byrjað seinni hálfleikinn af miklum krafti en hafa ekki náð að nýta sér það með því að koma sér í góð færi.

46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og ég heimta fleiri mörk. Það er bara þannig!

45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og það kom mark í leikinn eins og ég spáði. Spái því líka að þau muni verða fleiri þannig að ekki fara langt. Ég ætla að fá mér kaffi og kruðerí og kem svo að vörmu spori.
45. mín Gult spjald: Marko Nikolic (Keflavík)
44. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Daði Ólafsson
MAAAAARRRRRKKKKK!!!! Albert Brynjar Ingason nýtir hér 5 eða 6 hornspyrnuna sem Fylkismenn fá. Daði Ólafsson tók hornið og Albert kom á ferðinni og skallaði hann laglega í markið. Vel gert.
42. mín
Albert Brynjar kemst einn á móti Sindra, sólar hann en missir boltann of langt frá sér upp að endalínu til að ná að klára dæmið.
38. mín
Síðustu mínútur hafa Keflvíkingar verið að sækja í sig veðrið og náð yfirhöndinni. En það er sama saga og fyrr, engin mörk komin og það vantar bit hjá báðum liðum til að klára færin sem þau þó fá.
31. mín
Þarna hefði verið hugsanlegt að hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu á varnarmann Fylkis. Keflvíkingar áttu sókn og það kom stórgóð sending inn fyrir vörn Fylkis og ég gat ekki betur séð en að varnarmaður Fylkis hefði stýrt honum með hendinni í burtu. Í það minnsta mótmæltu Keflvíkingar aðeins að ekkert skildi vera dæmt.
29. mín
Leikurinn er opinn og skemmtilegur þótt ekki séu komin mörk. En ég er fullviss um að það sé ekki langt að bíða þangað til að það dettur inn eitt stk eða tvö.
23. mín
Fjórða hornspyrna Fylkismanna.
20. mín
Fylkismenn að fá þriðju hornspyrnuna á skömmum tíma
19. mín
Fylkismenn eru búnir að vera að gefa í síðustu mínútur og eru að ná yfirhöndinni hægt og rólega.
17. mín
Fylkismenn áttu hornspyrnu sem var vel tekin af Daða Ólafs og lenti boltinn ofan á markslánni og þaðan útaf.
14. mín
Ásgeir Eyþórsson sýndist mér eiga skot að marki Keflvíkinga eftir hornspyrnu og barning inn í teig. Boltinn fór í stöngina og aftur út. Mátti ekki litlu muna.
10. mín
Það vantar herslumuninn hjá báðum liðum á að skapa sér færi. En Fylkismenn eru að spila gríðarlega skemmtilegan bolta sem gengur hratt á milli manna.
4. mín
Leikurinn byrjar fjörlega. Keflvíkingar virka þó aðeins ákveðnari og skeinuhættari. Spái að mörkum muni rigna!
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þessa ástríðu, game on!
Fyrir leik
Leikmenn og áhorfendur heiðra minningu Torfa Geirmundssonar rakara sem lést fyrir um viku síðan með einna mínútu klappi.
Fyrir leik
5 mínútur í að Sigurður Óli blási leikinn á. Honum til aðstoðar eru Arnar Þór Stefánsson og Viatcheslav Tiov.
Fyrir leik
Gaman að segja frá því að nokkrum leikjum er lokið eða þeim er að ljúka í Ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tryggði sér 4 sætið í deildinni og þar með rétt á umspilssæti í meistaradeildinni með 3 - 0 sigri á Middlesbrough.
Ef það eru einhverjir hressir Twitterar að horfa á leikinn eða með skoðun á honum. Endilega hendið því inn og merkið með myllumerkinu #Fotboltinet
Fyrir leik
Hvað mun Jeppe Hansen gera í dag. Hann er markahæsti maður Inkasso deildarinnar með þrjú mörk í tveimur leikjum. Hann er marksækinn mjög.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp. Aðstæður eru frábærar. Heiðskýrt, sól og hlýtt. Það er bara lúxus að koma á völlinn í þessu veðri og fá tækifæri til að horfa á vonandi skemmtilegan og fjörugan leik.
Fyrir leik
Lagið Negla með Rottweiler ómar hér um allan Flórídanavöll.
Fyrir leik
Fylkismenn gera breytingu á sínu liði frá leiknum á móti Gróttu. Daði Ólafsson kemur inn í stað Hákon Inga Jónsson sem fær sér sæti á bekknum. Ásgeir Örn Arnþórsson fær sér einnig sæti á bekknum en Arnar Már Björgvinsson sem tryggði Fylki einmitt sigurinn á móti Gróttu með marki á 92 mínútu, kemur inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Eins og sjá má að þá eru byrjunarlið liðanna komin hér inn til hliðar. Keflvíkingar gera enga breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum á móti Leikni F.
Fyrir leik
Keflvíkingar sem eru ógnarsterkir og hafa á að skipa feiknarlega góðum leikmönnum eru með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina. Gerðu jafntefli við Leikni R í fyrstu umferð og sigruðu svo Leikni F í annarri umferð.
Fyrir leik
Það er skoðun margra að þessa séu liðin sem gera hvað sterkasta tilkallið um að fara upp í Pepsí. Fylkismenn eins og flestir vita féllu úr Pepsí á síðasta ári en þeir hafa byrjað Inkasso deildina vel og koma vel stemmdir til leiks. Eru búnir að sigra báða leikina sem búnir eru. Ná þeir þriðja sigrinum í dag?
Fyrir leik
Góðan daginn og komiði sæl og blessuð. Verið velkomin í beina textalýsingu frá ástríðunni í Inkasso deildinni. Ég er staddur í lautinni í Árbænum þar sem heimamenn í Fylki taka á móti Keflvíkingum. Leikurinn hefst kl. 16:00 og má búast við fjörugum leik.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
2. Ísak Óli Ólafsson ('78)
5. Juraj Grizelj
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
25. Frans Elvarsson ('56)
45. Tómas Óskarsson ('65)

Varamenn:
8. Hólmar Örn Rúnarsson ('56)
9. Adam Árni Róbertsson ('65)
10. Hörður Sveinsson ('78)
22. Leonard Sigurðsson
23. Benedikt Jónsson
29. Fannar Orri Sævarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Aron Elís Árnason
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Jón Sigurbjörn Ólafsson

Gul spjöld:
Marko Nikolic ('45)
Jeppe Hansen ('59)
Jónas Guðni Sævarsson ('65)

Rauð spjöld: