Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Leiknir R.
2
2
Fram
Elvar Páll Sigurðsson '18 1-0
Elvar Páll Sigurðsson '34 2-0
2-1 Alex Freyr Elísson '70
2-2 Ivan Bubalo '78
21.05.2017  -  16:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Gerist ekki betra. Sól, stillt og völlurinn að skarta sínu fegursta
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Alex Freyr Elísson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
2. Ísak Atli Kristjánsson
3. Ósvald Jarl Traustason ('79)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
9. Kolbeinn Kárason
10. Ragnar Leósson ('82)
11. Brynjar Hlöðversson ('67)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('67)
8. Árni Elvar Árnason ('79)
10. Sævar Atli Magnússon
14. Birkir Björnsson
15. Kristján Páll Jónsson
17. Aron Fuego Daníelsson
80. Tómas Óli Garðarsson ('82)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:
Ragnar Leósson ('21)
Daði Bærings Halldórsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikum er lokið hér á Leiknisvelli
Kaflaskiptur leikur
Stig á hvort lið og ljóst að bæði lið ganga ekki sátt til búningsherbergja.

Takk fyrir samveruna.

Viðtöl og annað kemur hingað inn von bráðar
91. mín
Við erum komnir í uppbótartíma. Þung pressa frá gestunum. Ná þeir inn sigurmarkinu?
90. mín
Stórhætta! Simon Smidt sveigir inn stórhættulegum bolta inn í teiginn. Guðmundur Magg rís hæstur upp í teignum og stangar boltann en boltinn fer framhjá.
88. mín
Flettum upp vandræðagang í orðabók og þar gefur að líta varnarlínu Leiknisliðsins þessa stundina.
87. mín
Ekkert að frétta frá heimamönnum sem virðast alveg vera búnir að tapa miðjunni í þessum leik. Framliðið með öll spil á hendi og virðast vera með orkuna til að klára dæmið
82. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.) Út:Ragnar Leósson (Leiknir R.)
Síðasta skipting Leiknismanna.
81. mín
Framliðið með tökin. Alex Freyr í efnilegri stöðu. Skýtur að marki úr vítateigsjaðrinum vinstra megin. Ætlaði sennilega að skrúfa boltann yfir í fjærhornið en Eyjólfur vel staðsettur og skotið máttlítið.
79. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Næst síðasta skipting heimamanna
78. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
Stoðsending: Alex Freyr Elísson
Þetta var á leiðinni. Leiknisliðið dottið allt of neðarlega og Framliðið uppsker.

Benedikt Októ gerir vel. Finnur Alex Frey í breidd sem setur boltann fyrir markið. Ivan Bubalo lúrir á fjærstönginni og setur boltann í netið af stuttu færi
77. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Tapar þarna boltanum og dettur í fullmiðkið peysutog
74. mín
Framliðið skpiti í 3-5-2 í hálfleiknum. Það hefur verið að skila þeim betri upphlaupum hingað til.
73. mín
Vindurinn er í segl Framara þessa stundina. Alex Freyr vinnur hornspyrnu. Leiknisliðið nær að skalla frá og svo reynir Sigurpáll Melberg einhverja metnaðarfyllstu skottilraun síðari ára af 40 metra færi. Hættulítið
72. mín
Þvílíkur hasar þarna. Tréverkið á Leiknisvelli er enn að hristast eftir þessa tilraun frá Gumma Magg. Spurning með Leiknisliðið? Ná þeir að mæta þessum ákafa frá Frömurum?
70. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Þetta er orðinn leikur á ný! Ísak Atli gerir misstök sem verður til þess að Simon Smidt kemst inn í sendingu og setur fastan bolta fyrir markið. Gummi Magg mætir boltanum en boltinn í slánna niður á línuna. Endar svo hjá Alex Frey sem setur boltann í netið af stuttu færi
67. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
67. mín
Simon Smidt að missa hausinn þarna? Steig á Ísak Atla og les svo yfir honum þar sem hann liggur eftir. Óíþróttamannslegt fyrir allan peninginn
65. mín
Hiti í þessu. Ísak Atli með hörkutæklingu eftir að hafa lent í erfiðri leikstöðu. Simon Smidt virðist ganga á Ísak all-harkalega svo Ísak fellur í jörðina. Skap í mönnum
62. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Alex Freyr kemur inn á miðjuna hægra megin.
62. mín
Inn:Ivan Bubalo (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Bubalo kemur upp á topp með Guðmundi Magg.
62. mín
Binni Hlö þarna tæpur en Halldór Kristinn þrífur upp eftir hann. Þarna voru Framarar með glugga til að nýta.
61. mín
Framliðið að undirbúa tvöfalda skiptingu. Doði yfir Leiknisliðinu í byrjun seinni hálfleiksins en tíminn vinnur með þeim
52. mín
Fyrsta marktilraunin. Skot fyrir utan teig frá gestunum sem svífur yfir markið. Einar Ingi dæmir hornspyrnu.

Stórhætta í horninu. Boltinn fer inn á teiginn. Leiknisliðið á hælunum og enginn virðist gera atlögu að boltanum sem á endanum er skotið yfir mark Leiknis og upp á þakið á lönguvitleysunni.
51. mín
Fátt að frétta í þessum leik þessa stundina. Framliðið ívið meira með boltann en hafa enn sem komið er ekki náð að nýta sér það.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er farinn afstað.
45. mín
Jæja þá er þetta að hefjast aftur
45. mín
Hálfleikur
Einar Ingi hefur blásið til leikhlés. Leiknisliðið verðskuldað yfir í þessum leik. Framliðið hinsvegar vann sig ágætlega inn í leikinn eftir fyrsta mark leiksins en virka hálf slegnir yfir stöðu mála.
43. mín
Kristófer Reyes með frían skalla eftir hornspyrnu. Feykilegt afl í þessu en boltinn yfir mark heimamanna.
37. mín
Framliðið skoraði mark sem var flaggað af vegna rangstöðu. Undirritaður gat ekki séð að um rangstöðu hefði verið að ræða. Leiknisliðið tók spyrnuna hratt, geystust upp völlinn og gripu gestina með allt á hælunum og á hornum sér.
34. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Mark! Það er stutt á milli í þessu! Leiknisliðið geysist upp - boltanum er skilað fyrir markið þar sem Kolbeinn veldur usla sem verður til þess að boltinn dettur fyrir fætur Elvars Páls sem setur boltann upp í þaknetið úr miðjum teignum.
34. mín
Fram skorar en það er dæmt af vegna rangstöðu.
33. mín
Framliðið líklegt þessa stundina. Spila boltanum fyrir framan teiginn og sóknin endar svo á því að Simon Smidt er með opið skot fyrir utan teiginn en fast skotið beint á Eyjólf sem gerir vel í að halda boltanum
32. mín
Löngu innköstin að skapa usla í teig Leiknismanna. Hlynur Atli sýnir hér skemmtileg tilþrif eftir eitt langt innkast þar sem hann hleður í hjólhest en hættulítið fyrir Eyjólf
31. mín
Stórhætta. Ísak Atli gerir hér virkilega vel. Sendir fastan bolta svo með jörðinni inn á teiginn þar sem Kolbeinn Kára er ansi nálægt því að gera sér mat úr þessu inn í markteignum.
29. mín
Brynjar Hlöðversson liggur á vellinum og fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfara. Brynjar virðist geta haldið leik áfram.
29. mín
Framliðið með tökin þessa stundina. Leiknisliðið í vandræðum og ekki að ná að stilla strengina varnarlega nógu vel.
26. mín
Bekkurinn hjá Fram er brjálaður og ég skil það 100%. Ósvald klippir Indriða Áka niður og fær ekki spjald sem er eiginlega bara galið.
21. mín Gult spjald: Ragnar Leósson (Leiknir R.)
Indriði Áki á siglingu og Ragnar Leós beitir höndunum full frjálslega og uppsker gult fyrir ómarkið.
20. mín
Leiknisliðið heldur uppteknum hætti eftir markið og uppskera hér tvær hornspyrnur í röð. Barningur inn á teignum og Einar Ingi gengur í málið og róar menn
18. mín MARK!
Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Ísak Atli Kristjánsson
Það er komið mark! Elvar Páll fær laglegan bolta innfyrir og tekur hann vel með sér áður en hann skýtur að marki. Hlynur í marki gestanna í einhverju skrefi sem verður til þess að hann nær ekki til boltans og hann lekur inn fyrir línuna
17. mín
Hætta! Skúli Sigurz gerir hér mistök sem Indri Áki nýtir sér. Tekur smá dribbl áður en hann hleypir af skoti af vítateignum en Eyjólfur er vandanum vaxinn enda skotið beint í kjöltuna á honum
14. mín
Fínasta sókn hjá heimamönnum sem skilar þeim hornspyrnu. Ragnar spyrnur inn og boltinn dettur svo á Elvar Pál sem er einn fyrir utan teig en skotið framhjá markinu.
10. mín
Ragnar Leós með skalla en yfir. Fín sókn frá Leiknisliðinu. Færa boltann yfir á Ósvald sem snýr yfir á hægri fótinn og hendir inn fyrirgjöf sem Ragnar mætir en skallinn yfir markið
9. mín
Simon Smidt með marktilraun sem markar þá fyrstu sem gestirnir hafa átt. Mundaði vinstri fótinn 25m frá marki en skotið máttlítið og beint á Eyjólf í markinu
6. mín
Framliðið stillir upp í 4-4-2
Orri og Arnór Daði í bakvörðum - Sigurður Þráinn og Kristófer Reyes í miðvörðum.

Á miðri miðjunni eru Sigurpáll og Hlynur Atli og á vængjunum er Indriði Áki og Simon Smidt.

Frammi eru svo Guðmundur Magnússon og Benedikt Októ.
5. mín
Vandræði í teig Leiknis. Langt innkast inn á teiginn. Boltanum er flikkað og Eyjólfur finnur sig í einskimannslandi. En hættunni var komið frá á síðustu stundu.
1. mín
Fyrsta færið. Rólegt yfir þessu í byrjun. Skottilraun sem er blokkeruð eftir smá vandræðagang í öftustu línu gestanna. Horn og hættunni er komið frá markinu
1. mín
Leikur hafinn
Einar Ingi hefur flautað til leiks.
Fyrir leik
Jæja þá er þetta að hefjast. Liðin ganga inn á Leiknisvöllinn. Fámennt í stúkunni. In the Ghetto með Elvis könig Prestley ómar. Hef góða tilfinningu fyrir því að við fáum skemmtilegan leik í dag
Fyrir leik
Leiknisliðið virðist ætla að hlaða í 3-5-2 í dag - líkt og þeir gerðu í bikarleiknum við Þrótt í síðustu viku.

Bjarki Aðalsteinsson, Halldór Kristinn Halldórsson og Skúli E. Kristjánsson Sigurz mynda þriggja manna línu.

Vængbakverðir eru þá Ísak Atli Kristjánsson og Ósvald Jarl.

Á miðjunni þeir Brynjar Hlöðversson, Ragnar Leós og Daði Bærings

Kolbeinn Kára og Elvar Páll Sigurðsson mynda svo dúettinn frammi.
Fyrir leik
Bæði lið duttu í dramatíkina í síðustu umferð en fundu sig sitt hvoru megin við borðið.

Framliðið sótti jafntefli gegn Haukum. Haukaliðið var 0-2 yfir þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum. En þeir Ivan Bubalo og Simon Smidt tryggðu jafntefli í vægast sagt dramatískum leik. Ivan Bubalo skoraði þá jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Leiknisliðið tapaði hisvegar gegn HK í leik þar sem Ágúst Freyr Hallsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma.
Fyrir leik
Bæði lið í óðaönn að fara í gegnum upphitunar prógrömmin. Þriðja liðið er einnig að rúlla í gegnum stt prógram.
Fyrir leik
Tengingar á milli þessara liða eru þónokkrar en þess má geta að Indriði Áki Þorláksson spilaði fyrir Leiknisliðið árið 2013, þá á láni frá Valsmönnum.

Ósvald Jarl Traustason hefur svo einnig spilað með Fram.
Fyrir leik
Leiknisliðið finnur sig í 9.sæti Inkasso deildarinnar með einvörðungu 1 stig úr þessum fyrstu tveimur leikjum

Gestirnir úr Fram sitja í 6 sætinu og hafa safnað í pokann góða heilum 4 stigum.
Fyrir leik
Jú verið þið margblessuð og sæl á þessum fallega sunnudegi. 43 mínútur í leik hér í Breiðholti. Depeche Mode ómar af Löngu vitleysunni og Asparfellinu. Grasið lítur ákaflega vel út. Get ekki betur séð en að hér sé allt til alls.
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Orri Gunnarsson ('62)
14. Hlynur Atli Magnússon (f) ('62)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Benedikt Októ Bjarnason
26. Simon Smidt

Varamenn:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
9. Helgi Guðjónsson
19. Axel Freyr Harðarson
21. Ivan Bubalo ('62)
25. Haukur Lárusson
32. Högni Madsen
71. Alex Freyr Elísson ('62)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Tómas Ingason
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Hilmar Örn Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: