Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fjölnir
1
3
Stjarnan
0-1 Guðjón Baldvinsson '4
0-2 Hólmbert Aron Friðjónsson '57
0-3 Hólmbert Aron Friðjónsson '62
Marcus Solberg '76 1-3
28.05.2017  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Örlítil gola en völlurinn í ágætis standi
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1077
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic ('77)
7. Birnir Snær Ingason ('72)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('55)
8. Igor Jugovic
10. Ægir Jarl Jónasson
18. Marcus Solberg
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
9. Þórir Guðjónsson ('55)
13. Anton Freyr Ársælsson
26. Sigurjón Már Markússon
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('72)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Mario Tadejevic ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sanngjörnum sigri Stjörnunnar. Garðbæingar einir á toppnum núna!

Skýrsla og viðtöl innan tíðar!
90. mín
Igor Jugovic með fínt langskot sem Haraldur ver í horn.
89. mín
Stjarnan hefur sótt núna í tvær mínútur. Fengið aukaspyrnu, hornspyrnu, innkast. Tíminn gengur á meðan.
87. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
87. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Óli Kalli að leika sinn annan leik eftir árs fjarveru vegna meiðsla.
83. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Togar Guðjón niður á hægri kantinum. Hárrétt.
81. mín
Meira líf í Fjölnismönnum eftir markið. Gunnar Már á skot fyrir utan teig sem Haraldur slær aftur fyrir endamörk.
77. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Igor Taskovic (Fjölnir)
Gústi reynir að fá meiri sóknarþunga á miðjuna.
76. mín MARK!
Marcus Solberg (Fjölnir)
ÉG var að segja að Fjölnismenn hefðu ekkert ógnað af alvöru og þá skora þeir!

Marcus Solberg með fyrsta mark sitt í sumar. Skorar fínt mark eftir fyrirgjöf Þóris frá hægri.
76. mín
Igor Taskovic með skot fyrir utan teig en það er auðvelt fyrir Harald í markinu. FJölnismenn hafa ekki náð að ógna markinu af neinni alvöru í kvöld.
75. mín
1077 áhorfendur á Exra-vellinum hér í kvöld.
72. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Binni bolti lítið sést í dag líkt og Bojan. Ekki mikið að frétta af kantspili Fjölnis.


66. mín
Stjarnan hefur nú skorað 15 mörk í fyrstu 5 leikjunum.
Guðjón og Hólmbert eru báðir komnir með fjögur mörk í sumar. Sterk byrjun hjá þeim.
65. mín
Haraldur missir fyrirgjöf í teignum. Stjörnumenn ná síðan að hreinsa eftir darraðadans. Haraldur vildi fá aukaspyrnu en ekkert dæmt!

62. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Stjarnan er að ganga frá þessum leik. Hólmbert bætir við öðru marki sínu. Sleppur í gegn eftir sendingu frá Jósef. Vinstri bakvörðurinn með þrjár stoðsendingar í dag!
57. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Eftir spil Stjörnumanna rennir Jósef boltanum til hliðar á Hólmbert sem skorar af stuttu færi. Boltinn af varnarmanni og í netið framhjá varnarlausum Þórði! Aftur var það Hilmar Árni sem sendi boltann á Jósef. Góð samvinna hjá þeim vinstra megin.
55. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fjölnir) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir)
Bojan hefur haft hægt um sig í dag.

Nær Þórir að koma inn á og skora eins og í síðasta leik?

Þórir fer í fremstu víglínu, Marcus Solberg á hægri kantinn og Birnir Snær yfir á þann vinstri.
49. mín
Guðjón Baldvinsson skorar en markið er dæmt af vegna rangstöðu!

Þetta var fjörug atburðarás. Haraldur átti langa spyrnu fram á Guðjón Baldvinsson sem var í kapphlaupi við Igor Taskovic. Igor sendi til baka á Þórð sem átti lélega spyrnu frá marki.

Baldur Sigurðsson náði boltanum og var að sleppa í gegn þegar Torfi Tímoteus togaði aðeins í hann. Baldur hélt áfram og náði að pota boltanum framhjá Þórði og til hliðar á Guðjón sem skoraði í autt markið. Guðjón stóð framar en Baldur og var því rangstæður.

Stjörnumenn eru afar ósáttir við að Torfa skuli ekki refsað fyrir að toga í Baldur. Það hægði á Baldri og spurning er hvort Mývetningurinn hefði sjálfur náð að klára færið ef Torfi hefði ekki togað í hann!
46. mín
Ívar Orri flautar seinni hálfleikinn á.
46. mín
Í hálfleik koma yngri flokkar Fjölnis inn á og taka við viðurkenningum fyrir sigra á Reykjavikurmótinu.
45. mín
Hálfleikur
Laglegt mark Guðjóns í upphafi leiks skilur liðin að. Sanngjörn staða. Stjörnumenn verið mun beittari.
43. mín
Hólmbert með skot frá vítateigshorni sem Þórður er í smá brasi með. Þórður ver út í teiginn og Fjölnismenn hreinsa. Stjörnumenn líklegri til að bæta við heldur en Fjölnir að jafna.
40. mín
Ágæt sókn Fjölnismanna upp hægri kantinn. Marcus Solberg í baráttunni á nærstönginni en boltinn framhjá.
40. mín
Ívar Orri dómari stöðvar leikinn. Hann lætur Sigurð Óla, fjórða dómara, fá lítið járnstykki sem hann fann á vellinum. Sigurður Óli hendir því til hliðar.
39. mín
Hólmbert Aron leikur á Mario Tadejevic á hægri kantinum og á fyrirgjöf. Fjölnismenn hreinsa og boltinn berst á Eyjólf Héðinsson sem er um 30 metra frá marki. Eyjólfur lætur vaða en skot hans fer yfir markið.
37. mín
Stjörnumenn taka hornspyrnuna stutt og Jósef Kristinn tekur skotið frá vítateigshorni. Talsvert yfir. Nær áhorfendunum í brekkunni fyrir aftan markið heldur en markinu.
36. mín
Guðjón Baldvinsson fær boltann fyrir utan vítateig, leikur á varnarmann og á þrumuskot. Þórður Ingason slær boltann í horn. Guðjón ógnandi!
32. mín
Mikil umræða er á Twitter um færslu sem Kári, stuðningsmannaklúbbur Fjölnis, birti um Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar.

Lestu frétt um málið
30. mín
Þung sókn Fjölnismanna eftir hornspyrnu. Ivica Dzolan á skot sem Baldur Sigurðsson nær að henda sér fyrir.
24. mín
Rólegt yfir þessu núna. Ekkert um færi.
19. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu 30 metra frá marki. Hilmar Árni skrúfar boltann inn á teiginn en boltinn fer framhjá öllum leikmönnum og líka framhjá markinu.
12. mín
Ægir Jarl Jónasson leikur á nokkra Stjörnumenn og kemst inn í vítateig áður en för hans er stöðvuð.
9. mín
Hans Viktor Guðmundsson er bakvörður í liði Fjölnis líkt og gegn FH.

Þórður
Hans - Torfi - Ivica - Mario
Igor - Igor
Birnir - Ægir - Bojan
Marcus
7. mín
Guðjón Baldvins var að skoar sitt fjórða mark í sumar. Byrjar af krafti!
6. mín
Stjörnumenn miklu grimmari hér í byrjun. Fjölnismenn varla með.
4. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Glæsileg sókn Stjörnumanna endar með marki. Hilmar Árni Halldórsson sendir boltann laglega á milli varnarmanna á Jósef Kristinn Jósefsson. Jósef er eldlfjótur og nær fyrirgjöf áður en boltinn fer aftur fyrir endamörk. Fyrirgjöfin fer beint á Guðjón Baldvinsson sem skorar með hælspyrnu af stuttu færi. Glæsileg sókn!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl. Þetta fer allt að skella á.
Fyrir leik
Lag með Jóni Jónssyni ómar í hátalarakerfinu á Fjölnisvelli núna. Jón spilaði gegn Fjölni í síðustu umferð en hann er núna í Vesturbæ að undirbúa sig fyrir leik KR og FH.
Fyrir leik
Áhorfendur byrjaðir að koma sér fyrir í stúkunni. Grillið á fullu gasi.

Aðstæður fínar. Örlítil gola en völlurinn í ágætis standi.
Fyrir leik
Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, kom inn á sem varamaður gegn FH og skoraði sigurmarkið. Þórir hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli og hann byrjar líka á bekknum í dag.
Fyrir leik
Minnum á að henda í #fotboltinet ef þið eruð að gera færslur á Twitter um leikinn. Valdar færslur birtast hér í lýsingunni.

Fyrir leik
Það er oft sagt að það eigi ekki að breyta sigurliði og þjálfarar liðanna eru greinilega með það í huga í dag.

Fjölnir er með sama byrjunarlið og í sigrinum á FH á meðan Stjarnan er með sama byrjunarlið og í sigrinum á KA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Stjarnan vann báðar viðureignir þessara liða í Pepsi-deildinni í fyrra. Í Grafarvogi sigraði liðið 1-0 með marki Daníel Laxdal en það var þýðingarmikill sigur í Evrópubaráttunni undir lok móts.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar. Hjörtur Hjartarson.

Fjölnir 1 - 3 Stjarnan
Fyrirfram er þetta rosalega skemmtilegur leikur. Í fyrra töluðum við um Fjölni sem liðið sem vantaði að taka skrefið. Þeir tóku FH á útivelli síðast og ef þeir vinna Stjörnuna heima þá má tala um að þeir hafi tekið eitt þroskastig í viðbót. Stjörnumenn eru hins vegar á það góðu skriði að þeir vinna þennan leik.
Fyrir leik
Sauma þurfti 16 spor í vörina á Brynjari Gauta Guðjónssyni eftir síðasta leik. Brynjar var mjög vígalegur í síðustu viku eins og sjá má hér. Hann ætti þó að geta tekið þátt í leiknum í dag án vandræða.

Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli gegn KA en Stjörnumenn vonast til að hann verði með í dag.
Fyrir leik
Bæði lið koma í góðum gír til leiks. Fjölnir lagði FH á útivelli í síðasta leik á meðan Stjarnan vann KA með flautumarki.

Stjarnan er með tíu stig eftir fjórar umferðir en Fjölnir er með sjö stig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan.

Hér verður fylgst með leik Fjölnis og Stjörnunnar í 5. umferð Pepsi-deildarinnar.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('87)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('87)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('87)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('87)
27. Máni Austmann Hilmarsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: