Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
41' 0
0
Valur
Stjarnan
1
3
Þór/KA
Agla María Albertsdóttir '3 1-0
1-1 Sandra Mayor '36
1-2 Natalia Gomez '45
1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir '60
29.05.2017  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
4. Kim Dolstra
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('74)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('80)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('74)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Inga Birna Friðjónsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!

Þór/KA heldur uppteknum hætti og heldur húsinu fullu. Ótrúleg byrjun á móti hjá þeim. Sjö leikir, sjö sigrar og verðskuldaður sigur í dag.

Förum nánar yfir leikinn með skýrslu og viðtölum hér síðar í kvöld.

Takk fyrir mig.
93. mín
Katrín reynir skot utan af velli! Snýr laglega með boltann og þrumar boltanum sem smellur í þverslánni.
90. mín
Þetta er að fjara út. Þremur mínútum verður bætt við leiktímann.
88. mín
Inn:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Þriðja og síðasta skipting Þórs/KA. Agnes klárar leikinn.
88. mín
Agla María reynir skot rétt utan teigs. Það er auðvelt viðureignar fyrir Bryndísi. Þarna var Agla með þrjá samherja með sér og hefði átt að líta betur upp.
86. mín
Donna leikur inn á teig vinstra megin og reynir fyrirgjöf með jörðinni. Bryndís Lára gerir vel í að handsama boltann.
85. mín
Stjarnan reynir að minnka muninn en þeim gengur illa að halda bolta og skapa sér færi. Það eru alltof margir leikmenn í þeirra liði að eiga slæman dag í dag.
83. mín
Klaufaskapur í vörninni hjá Stjörnunni. Margrét Árnadóttir keppir við báða miðverði Stjörnunnar um boltann. Þær Anna María og Kim tala ekki nógu vel saman og engu munar að Margrét sleppi í gegn.
80. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
Velkomin til baka Harpa!

Harpa Þorsteinsdóttir kemur inná í fyrsta leik sínum í sumar. Þremur mánuðum eftir fæðingu sonar síns. Hún spilar síðustu 10 mínúturnar.
79. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Agla María er fyrst í bókina. Togar Mayorinn niður. Hárrétt.
76. mín
Donna er búin að vera dugleg í leiknum en varnarmenn Þór/KA alveg með hana í vasanum þegar kemur að því að spila hana rangstæða. Ég er löngu búin að missa tölu á því hversu oft hún hefur verið gripin fyrir innan.
76. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu vinstra megin utan teigs. Kristrún reynir að lyfta boltanum fyrir en spyrnan er slök.
76. mín
Stjarnan fær tvö horn í röð en nær ekki að ógna marki gestanna af neinu viti.
75. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Donni ætlar að þétta pakkann síðasta korterið.
74. mín
Inn:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta skipting hjá Stjörnunni. Gumma leysir Sigrúnu Ellu af.
69. mín
Agla María á geggjaða skiptingu yfir til hægri á Írunni sem leikur inn á teig en er alltof lengi að athafna sig og endar á slakri fyrirgjöf sem gestirnir koma frá.
68. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Sandra María Jessen (Þór/KA)
Fyrsta skipting gestanna. Sandra María búin að eiga fínan leik.
67. mín
Andrea Mist lyftir boltanum inn á teig á Söndru Maríu en hún skallar vel framhjá.
66. mín
Færi!! Bianca finnur Söndru Maríu í teignum. Hún tekur yfirvegað á móti boltanum en nær ekki nógu góðu skoti og gott færi fer forgörðum.
65. mín
Nær Stjarnan að minnka muninn? Írunn Þorbjörg reynir lúmskt skot en það fer í hliðarnetið.
61. mín
Strax í kjölfarið á markinu átti Kristrún flotta sendingu inn á Sigrúnu Ellu en hún náði ekki að gera sér mat úr sendingunni.

Hinum megin gerði Kim Dolstra vel í að stöðva Söndru Mayor sem hafði komist framhjá Kristrúnu og gestirnir fengu enn eitt hornið.

Anna Rakel tók það en ekkert varð úr.
60. mín MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Natalia Gomez
Hulda Ósk er að fara langt með að klára þetta fyrir Þór/KA.

Natalia tekur aukaspyrnu af 35 metra færi og setur boltann í slánna, niður á marklínu og út í teig. Hulda Ósk er fyrst til að átta sig og skilar boltanum örugglega í netið.

55. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu vinstra megin. Natalia setur boltann inn á teig og Stjörnukonur brjóta á Mayor í baráttunni um seinni boltann.

Gestirnir fá því aukaspyrnu á vítateigslínunni sem Sandra Mayor tekur en Gemma ver vel. Natalia reynir að fylgja eftir en Donna Key kemur á fleygiferð og hendir sér fyrir skotið.

Natalia tekur hornið en ekkert kemur út úr því.
52. mín
Stórhættuleg og vel útfærð sókn hjá Stjörnunni. Agla María rennir boltanum inn fyrir á Sigrúnu Ellu sem er komin í fína stöðu í teignum. Bryndís Lára kemur vel út á móti henni og ver glæsilega.

Þarna átti Sigrún Ella að jafna leikinn!
49. mín
Donna vinnur horn fyrir Stjörnuna. Agla María sendir fyrir en boltinn er aðeins of hár fyrir Önnu Maríu sem kemur á hlaupinu á fjær.
48. mín
Sandra Mayor klobbar hér andstæðing í þriðja skiptið í leiknum. Hún gerir þetta eins og að drekka vatn og í þetta skiptið er það Kristrún sem hún kemst framhjá. Hún laumar boltanum svo inn á teig en Sandra María er sein að átta sig og nær ekki sendingunni.
46. mín
Leikur hafinn
Liðin koma óbreytt til síðari hálfleiks og leikurinn er hafinn að nýju.

45. mín
Hálfleikur
Fjörugum hálfleik lokið á Samsung vellinum.

Stjarnan byrjaði leikinn á marki en gestirnir tóku síðan öll völd á vellinum næstu 15 mínútur. Eftir það hefur leikurinn jafnast töluvert og bæði lið fengið ágæta sénsa á að bæta við.

Við höfum séð sjaldséð óöryggi í öftustu línum beggja liða en þær Kim Dolstra og Lillý Rut hafa lent í svolitlul basli og þá hefur Gemma Fay ekki verið mjög sannfærandi í markinu hjá Stjörnunni og átti eflaust að gera betur í öðru marki Þórs/KA.
45. mín MARK!
Natalia Gomez (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
MAAARK!

Natalia er búin að koma Þór/KA í 2-1 með fallegu skoti utan af velli.

Sandra Mayor vann boltann eftir innkast Stjörnunnar, lék inn á völlinn og sendi á Nataliu sem tók við boltanum og lét vaða með vinstri af um 25 metra færi.

Virkilega vel gert hjá Nataliu sem er alltaf dugleg að skjóta þegar hún sér markið. Það skilaði sér hér á fullkomnum tímapunkti og gestirnir eru að fara með forystu inn í hálfleik.
40. mín
Sigrún Ella!

Er komin inn á teig hægra megin í algjöra kjörstöðu til að klára sjálf eða renna boltanum fyrir markið. Hún ákveður hinsvegar að lyfta boltanum fyrir og það alltof fast þannig að góð sókn rennur út í sandinn.
37. mín
Rétt áður en markið kom átti Stjarnan stórhættulega sókn þar sem Donna og Sigrún Ella tóku laglegan þríhyrning þannig að Donna komst upp hægra megin og átti hættulega sendingu fyrir. Það var eins og hún væri að bíða eftir Öglu Maríu á fjær en hún skilaði sér seint og ekkert varð úr sókninni.

Strax í kjölfarið á jöfnunarmarkinu átti Bryndís flotta sendingu inn á teig á Katrínu en hún náði ekki að leggja boltann fyrir sig og hættan rann hjá.
36. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Sandra Mayor!!!

Þór/KA er búið að jafna!

Anna Rakel á frábæra fyrirgjöf frá vinstri og á Söndru Mayor sem leggur boltann laglega fyrir sig með brjóstkassanum og skorar. Frábær móttaka og gott slútt hjá Mayor.
32. mín
Katrín Ásbjörns reynir skot rétt utan teigs en það fer í varnarmann.
29. mín
Donna leikur á Zanetu og kemst inná teig. Þar treður hún sér á milli tveggja varnarmanna, leitar að snertingu og fellur við.

Vill fá víti en Helgi Mikael dómari sér við henni.
25. mín
Gemma gerir vel í að vera á undan Söndru Maríu í kapphlaupi um bolta sem datt á milli markmanns og varnarlínu.

Það er að komast aðeins meira jafnvægi á leikinn.
20. mín
Hinum megin brunar Agla María upp vinstra megin og á fína fyrirgjöf sem flýtur þó framhjá Katrínu sem var mætt inn á teig.

Það er fjör í þessu í upphafi og spennustigið hátt.
19. mín
Þór/KA fær enn eitt hornið þegar Bryndís stöðvar fyrirgjöf Önnu Rakelar. Natalia tekur hornið. Gemma fer út í boltann en heldur honum ekki. Hún getur þakkað varnarmönnum sínum fyrir að redda henni með hreinsun.
18. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Natalia tekur spyrnuna en hún fer hátt yfir. Undarleg spyrna.
18. mín
Stjarnan er að komast betur inn í þetta og nú fékk Donna tækifæri til að komast í gegn eftir mistök hjá Lillý. Donna týnir hinsvegar boltanum og Zaneta gerir vel í að stöðva hana.
14. mín
Loksins. Ágæt sókn hjá heimakonum en Donna Key er réttilega dæmd rangstæð. Er hundfúl með það og tekur skotið þó svo að það sé búið að stöðva leikinn. Hefði alveg verið hægt að spjalda hana fyrir þetta.
13. mín
Það er þvílíkur kraftur í gestunum eftir að hafa lent undir og Stjörnunni hefur ekkert gengið að halda bolta eða róa leikinn niður.
10. mín
Mayor minnir á sig! Klobbar Bryndísi laglega upp við endalínu en er komin í ansi þrönga stöðu og missir boltann aftur fyrir.

Loksins fær Stjarnan tækifæri til að hægja aðeins á leiknum.
7. mín
Fjórða hornspyrnan í röð! Varnarmaður Stjörnunnar kom hornspyrnu Önnu Rakelar aftur fyrir svo úr varð enn ein hornspyrnan. Í þetta skiptið sveif boltinn yfir allan pakkann og Stjörnukonur hreinsuðu í innkast.
6. mín
Gestirnir grimmar og vinna annað horn. Í þetta skiptið er það Anna Rakel sem notar vinstri fótinn og snýr boltann fyrir. Þar finnur hún Söndru Mayor sem skallar boltann af Önnu Maríu og aftur fyrir. Annað horn!

Natalia tekur það en Gemma gerir vel í að kýla boltann frá. Hulda Ósk nær boltanum í kjölfarið og vinnur þriðju hornspyrnuna í röð.
6. mín
Natalia tekur hornið og Gemma nær ekki til boltans. Hann hrekkur að endingu út fyrir teig þar sem Anna Rakel tekur viðstöðulaust skot en það er beint á Gemmu.
5. mín
Gestirnir reyna að svara. Það er Sandra Mayor sem dansar fyrir utan vítateiginn og reynir skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Stórhættulegt.
3. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Kristrún Kristjánsdóttir
Maaaaaark! Stjarnan skorar í sinni fyrstu sókn. Kristrún finnur Öglu Maríu sem tekur frábærlega á móti boltanum, losar sig við varnarmann og lætur vaða utan teigs með vinstri. Boltinn í fjærstöngina og inn.

Þvílíkt mark. Frábær byrjun hjá heimakonum!
3. mín
Stjarnan heldur sig við 4-3-3. Ekkert óvænt þar.

Gemma

Bryndís - Kim - Anna María - Kristrún
Írunn - Lára
Katrín
Sigrún Ella - Donna - Agla María
2. mín
Það er ekkert sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna. Gestirnir halda sig við 3-4-3, stilla upp þremur miðvörðum fyrir framan Bryndísi markmann, vængbakvörðum, tveimur á miðri miðjunni og þriggja manna sóknarlínu.

Bryndís

Bianca - Lillý Rut - Zaneta

Hulda Björg - Andrea Mist - Natalia - Anna Rakel

Hulda Ósk - Sandra Mayor - Sandra María
1. mín
Leikur hafinn
Toppslagurinn er hafinn. Donna Key sparkar þessu af stað og Stjarnan leikur í átt að læknum.
Fyrir leik
13 mínútur í leik. Liðin að tínast inn í klefa í lokaundirbúning. Einbeitingin skín úr augum leikmanna. Það verður ekkert gefið eftir hér í kvöld. Ekki neitt.

Drífið ykkur á völlinn gott fólk!
Fyrir leik
Liðin eru úti á velli að hita upp. Það er skýjað, svolítill hliðarvindur og rigningarlegt.

Byrjunarliðin eru klár eins og sést hér til hliðar og þjálfarar liðanna halda sig að mestu við þá formúlu sem hefur verið að skila þeim stigum í mótinu hingað til.

Bæði lið gera eina breytingu. Ana Victoria Cate er í leikbanni eins og áður kom fram en Írunn Þorbjörg Aradóttir kemur inn í byrjunarliðið í hennar stað. Ana spilaði á miðjunni gegn FH í síðustu umferð og því líklegt að Óli Guðbjörns haldi sig við sömu liðsuppstillingu og Írunn fari beint inn á miðjuna og Bryndís leysi bakvarðarstöðuna áfram.

Þá vekur athygli að Harpa Þorsteinsdóttir er skráð sem varamaður á leikskýrslu Stjörnunnar. Stórar fréttir ef hún er að finna fótboltaformið á nýjan leik.

Hjá gestunum gerir Donni einnig eina breytingu en landsliðskonan Sandra María Jessen er mætt í byrjunarliðið í fyrsta sinn í sumar. Hún er að jafna sig af meiðslum og tekur sæti Margrétar Árnadóttur í sóknarlínunni.
Fyrir leik
Það er skarð fyrir skildi hjá Stjörnunni en Ana Victoria Cate lét reka sig útaf í sigurleik gegn FH í síðustu umferð og tekur út leikbann í dag. Ana hefur verið með betri leikmönnum deildarinnar frá því að hún kom til Íslands sumarið 2014.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, fyrrum þjálfari Þórs/KA, er sérfræðingur Fótbolta.net um Pepsi-deild kvenna í sumar og hann segir fjarveru Önu skipta miklu máli fyrir leikinn.

,,Þetta rauða spjald í síðasta leik skiptir miklu máli. Ana Victoria er öflugur leikmaður. Hún hefur oft spilað vel gegn Þór/KA og oftar en ekki skorað, sama þó að hún sé að spila í bakverði. Það skiptir miklu máli að hún er ekki með,'' sagði Jóhann og minntist einnig á þátttöku tveggja af bestu leikmönnum Íslandsmótsins til þessa.

,,Bæði lið eru með leikmenn í sínu liði sem geta breytt leikjum algjörlega upp á sitt einsdæmi. Það er Stephany Mayor hjá Þór/KA og Katrín Ásbjörns hjá Stjörnunni. Ég held að það skipti miklu máli hvernig þessir leikmenn spila.´´

Jóhann Kristinn býst annars við jöfnum leik tveggja öflugra varnarliða.

,,Bæði lið eru þokkalega sterk varnarlega og það er ekkert víst að það verði fullt af mörkum. Það er jafnteflislykt af þessu og ég spái 1-1 jafntefli. Ef það verður sigur þá hef ég ekki trú á því að það verði með meira en eins marks mun.''
Fyrir leik
Fótbolti.net fékk íþróttafréttakonuna Eddu Sif Pálsdóttur til að spá fyrir um úrslit í umferðinni og hún spáir Stjörnunni sigri.

Stjarnan 3 - 1 Þór/KA
Hér erum við án nokkurs vafa að tala um stórleik umferðarinnar! Toppliðin tvö sem eru hvorugt búið að tapa leik en Stjarnan er með eitt jafntefli. Harpa Þorsteinsdóttir verður á skýrslu, kemur inn á og setur allavega eitt og fyrsta tap Þórs/KA kemur þar af leiðandi á Samsung-vellinum.
Fyrir leik
Þór/KA hefur byrjað mótið frábærlega og situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki. Stjarnan er ekki langt undan og er í 2. sæti með 16 stig, fimm sigra og eitt jafntefli gegn ÍBV á útivelli.

Liðið sem vinnur hér í kvöld verður á toppi deildarinnar þegar sjöundu umferð lýkur og verður þar í að minnsta kosti tvær vikur þar sem framundan er landsleikjahlé.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Í dag er boðið upp á sannkallaða fótboltaveislu en spilaðir verða fjórir leikir í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Óhætt er að segja að stærsti leikur dagsins verði spilaður í Garðabæ en Stjarnan tekur á móti Þór/KA kl.18:00 og hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu.
Byrjunarlið:
Natalia Gomez
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f) ('68)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('75)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir ('75)
14. Margrét Árnadóttir ('68)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('88)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Haraldur Ingólfsson
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: