Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KA
2
2
Víkingur R.
Ásgeir Sigurgeirsson '46 1-0
Emil Lyng '61 2-0
Bjarki Þór Viðarsson '76
2-1 Vladimir Tufegdzic '77 , víti
2-2 Alex Freyr Hilmarsson '90
27.05.2017  -  14:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
5. Ívar Örn Árnason
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('72)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('72)
28. Emil Lyng ('82)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
7. Daníel Hafsteinsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('72)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('72)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson
Halldór Hermann Jónsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('39)

Rauð spjöld:
Bjarki Þór Viðarsson ('76)
90. mín
Viðtöl og skýrsla mun fylgja von bráðar!
Leik lokið!
Helgi flautar til leiksloka! Víkingar koma til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir!
90. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Dofri Snorrason
VÍKINGAR JAFNA!!!! Alex Freyr skorar eftir fyrirgjöf frá Dofra Snorrasyni. Víkingar að sýna mikinn karakter.
90. mín
Víkingar enn að ógna. Davíð með fyrirgjöf frá hægri sem Trninic hreinsar frá.
90. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
90. mín
5 minútum bætt við venjulegan leiktíma.
88. mín
Dofri á skot að marki sem fer beint á Rajkovic. Víkingar ógna.
87. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
85. mín
Ragnar Bragi með skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Víkingar fá horn sem Ivica skallar framhjá úr.
83. mín
Gestirnir ógna! Dofri með fína fyrirgjöf á Jovanovic sem skallar boltann framhjá markinu.
82. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (KA) Út:Emil Lyng (KA)
Baldvin kemur inn í hægri bakvörðinn. Emil fórnað eftir rauða spjald Bjarka Þórs, verið frábær í dag!
80. mín
KA menn fá aukaspyrnu á hættulegum stað!
78. mín
Nú fáum við heldur betur spennandi lokamínútur hér á Akureyrarvelli! KA menn marki yfir en manni færri!
77. mín Mark úr víti!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Tufa skorar!!!!
76. mín
Bjarki Þór virðist verja boltann með hendi á línu og Helgi rífur upp rauða spjaldið! Bjarki var nýkominn inná !!
76. mín Rautt spjald: Bjarki Þór Viðarsson (KA)
Víkingar fá vítaspyrnu!!!!
75. mín
Víkingar í dauðafæri!!! Arnþór Ingi með frábæra sendingu inn fyrir á Tufegdzic en aftur sér Rajkovic við honum!!
73. mín
KA menn gera tvöfalda skiptingu. Bjarki Þór kemur inn fyrir Hrannar í bakverðinu og Steinþór Freyr inn fyrir Elfar.
72. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
72. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
68. mín
Loksins ógna Víkingar! Ivica Jovanovic með fast skot að marki sem Rajkovic ver vel.
66. mín
Emil Lyng greinilega stútfullur af sjálfstrausti eftir markið. Reynir að taka hann á lofti vel fyrir utan vítateig Vikinga. Boltinn endar í innkasti!
65. mín
Áhorfendatölur eru 640
65. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
64. mín
KA menn hafa verið algjörlega frábærir hér fyrstu tæpu 20 mínútur seinni hálfleiks. Leikur Víkinga hefur hins vegar gjörsamlega hrunið. Voru betra liðið í fyrri hálfleik að mínu mati
62. mín
Emil Lyng með frábæra sendingu út á kant á Elfar sem leggur hann aftur fyrir Emil sem lsetur hann snyrtilega í nærhorn með vinstri fæti. Frábært Mark!!!
61. mín MARK!
Emil Lyng (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
2-0!!!!!
60. mín
Almarr nálægt því að koma KA í 2-0. Hallgrímur með hornspyrnu, Guðmann leggur boltann fyrir Almarr sem setur hann rétt framhjá!
58. mín
Víkingar í basli í vörninni! Ráða illa við pressuna sem KA setur á þá og Hallgrímur nálægt því að stela boltanum af Róberti í markinu!
56. mín
Mark dæmt af KA mönnum!! Hallgrímur Mar með hornspyrnu sem flýgur í boga yfir Róbert í markinu. Ívar Örn hins vegar dæmdur brotlegur inni í markteig!
54. mín
KA menn að halda boltanum mun betur hér í upphafi síðari hálfleiks en þeir gerðu í þeim fyrri. Markið hefur greinilega gefið þeim auka kraft!
48. mín
Algjör martraðar byrjun fyrir gestina hér í seinni hálfleik. KA menn hins vegar komnir á bragðið og enn og aftur er það húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson sem skorar!
46. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
MAAAAARK !!! Heimamenn komnir yfir. Arnþór ingi með glórulausa sendingu í vörn Víkinga sem Ásgeir kemst inn í og klárar vel framhjá Róberti!!
46. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Logi gerir eina breytingu í hálfleik. Viktor Bjarki kemur inn fyrir Milos.
45. mín
Seinni hálfleikur að hefjast
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks.
45. mín
Gestirnir úr Fossvoginum hafa verið ívið sterkari hér í fyrri hálfleiknum. KA menn hafa verið í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.
44. mín
Víkingar í dauðafæri!! Dofri losnar á hægri kantinum, leggur hann fyrir Alex Frey sem hittir boltann ekki!!
39. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (KA)
Guðmann fer í glæfralega tæklingu, tekur Alex Frey niður.
36. mín
Dofri með frábæran sprett um völlin sem endar á því að Víkingar fá hornspyrnu.
32. mín
Schiöttararnir hafa látið vel í sér heyra hér fyrsta hálftímann. Hafa verið frábærir það sem af er sumri.
31. mín
Erlingur liggur eftir og þarf aðstoð frá sjúkraþjálfara Víkings. Víkingar eru 10 inni á vellinum eins og er.
25. mín
KA menn nú í stórhættulegri sókn. Emil Lyng á stungusendingu inn fyrir á Ásgeir sem er einn gegn Róberti sem ver frábærlega!!
24. mín
Góð sókn Víkinga. Alex Freyr þræðir boltan upp hægri kantinn á Tufa sem á fyrirgjöf á Jovanovic sem nær ekki að klára færið!
22. mín
KA í færi! Hrannar me góða fyrirgjöf á Ásgeir sem nær ekki almennilegum skalla að marki.
21. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Dofri fær fyrsta spjald leiksins.
19. mín
Víkingar hafa litið betur út í byrjun leiks. KA menn i vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.
16. mín
KA styllir upp i 4-3-2-1.

Víkingar virðast vera að spila 4-3-3.
13. mín
Hallgrímur með spyrnuna sem fer framhjá markinu.
12. mín
KA menn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Halldór Smári brýtur á Ásgeiri!
10. mín
Alex Freyr með skot að marki fyrir utan teig vel yfir.
9. mín
Aftur hætta hjá marki KA. Ívar örn með fína hornspyrnu á fjæstöngina þar sem Halldór Smári mætir en nær ekki að hitta á rammann.
7. mín
Víkingar í Dauðafæri!! Tufa fær frábæra sendingu innfyrir frá Erlingi, er einn á móti Rajkovic en setur boltann beint á hann!
3. mín
KA menn í færi! Hallgímur fæ boltann inni í vítateig Víkinga en nær ekki að koma skoti á markið.
3. mín
KA sækja að Greifanum í fyrrihálfeik en gestirnir að miðbænum
2. mín
Emil Lyng á fyrstu tilraun leiksins. Skalli að marki eftir fyrirgjöf Hrannars en Róbert í litlum vandræðum í markinu.
1. mín
Víkingar byrja með boltann og eru ekki lengi að losa sig við hann til KA manna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að Logi Ólafsson átti upprunalega að lýsa leiknum með Tómasi Þór Þórðarsyni á Stöð 2 Sport. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á síðustu dögum og Logi er mættur á hliðarlínuna í dag, í leit að þrem punktum.
Fyrir leik
Almarr Ormarsson og Hrannar Björn koma inn í lið heimamanna í dag. Almarr tók út leikbann í tapinu gegn Stjörnunni og Hrannar er að komast af stað eftir meiðsli.
Fyrir leik
Geoffrey Castillion, framherjinn öflugi, verður ekki með Víkingum í dag að sökum meiðsla.
Fyrir leik
Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkinga, er spurningarmerki fyrir leikinn í dag. Róbert meiddist í bikarsigri gegn Haukum og var því ekki í markinu í tapinu gegn Blikum í síðustu umferð.
Fyrir leik
Halldór Hermann Jónsson kemur inn í hóp KA manna en hann hefur misst af fyrstu leikjum tímabilsins. Halldór hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag sitja KA menn í 3. sæti deildarinnar en gestirnir úr Fossvoginum eru í því 9.
Fyrir leik
Dómari í dag er Helgi Mikael Jónasson. Aðstoðardómarar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Adolf Þorberg Andersen. Eftirlitsmaður er Bragi Bergmann.
Fyrir leik
Víkingar hafa tapað sínum síðustu þremur deildarleikjum eftir óskabyrjun á Íslandsmótinu þar sem þeir lögðu KR af velli í fyrstu umferð. Tapið gegn Blikum í síðustu umferð þýðir það að Víkingar eru aðeins með 3 stig eftir fjórar umferðir og væri sigur hér í dag á Akureyrarvelli gríðarlega mikilvægur.
Fyrir leik
KA menn munu klárlega leitast eftir sigri í dag til að komast aftur á beinu brautina eftir 2 töp í röð í bikar og deild. Þeirra fyrsta tap í Pepsi-deildinni þetta sumarið kom í síðustu umferð á Samsung vellinum í Garðabæ þar sem Túfa og hans menn voru allt annað en sáttir við dómgæsluna í sigurmarki Stjörnunnar. Það kom á loka andartökum leiksins þar sem brotið virtist vera á Steinþóri Frey í aðdraganda marksins.
Fyrir leik
Logi Ólafsson er sem sagt mættur aftur í Pepsi-deildina en hann þjálfaði síðast Stjörnuna árið 2013. Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklikja sem stýrðu liðinu í síðustu umferð í tapi gegn Breiðabliki verða áfram í þjálfarateymi Loga.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur Víkinga undir stjórn Loga Ólafssonar sem tók við liðinu í vikunni. Logi þekkir þó vel til hjá Víkingi en hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992. Árið 1991 varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akureyrarvelli þar sem KA tekur á móti Vikingi Reykjavík í 5. Umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic ('46)
7. Erlingur Agnarsson ('65)
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('87)
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('46)
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('65)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
24. Davíð Örn Atlason ('87)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Dragan Kazic

Gul spjöld:
Dofri Snorrason ('21)
Alan Lowing ('90)

Rauð spjöld: