Haukar
1
4
Valur
0-1 Ariana Calderon '2
0-2 Vesna Elísa Smiljkovic '36
0-3 Elín Metta Jensen '45
0-3 Elín Metta Jensen '66 , misnotað víti
0-4 Hlíf Hauksdóttir '68
Marjani Hing-Glover '89 1-4
29.05.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Rigning og hið týpíska Ásvallarrok
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
6. Vienna Behnke
9. Konný Arna Hákonardóttir ('72)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f) ('46)
12. Marjani Hing-Glover
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('85)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('85)
8. Svava Björnsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Hildigunnur Ólafsdóttir
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Vienna Behnke ('50)
Tori Ornela ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Vals hér á Gaman Ferða vellinum. Haukar hættu þó aldrei að berjast en Valsliðið bara einfaldlega of sterkt fyrir þær.

Umfjöllun og viðtöl koma inn seinna í kvöld.
89. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (Haukar)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
MAAAAARK!!!

Haukar klóra hér í hinn víðfræga bakka. Alexandra með frábæra fyrirgjöf á Marjani Hing-Glover sem skallar boltann framhjá Söndru. Gott mark en hefur engin áhrif á úrslitin.
87. mín
Leikurinn virðist vera að fjara út hérna hægt og rólega. Úrslitin löngu ráðin.
85. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
80. mín
Fínt færi hjá Haukum. Heiða Rakel vinnur boltann af Málfríði Ernu og kemur sér í ágætis skotfæri en Sandra ver í horn. Ekkert gerist upp úr horninu.
77. mín
Anisa með fínan sprett. Fer fram hjá Kolbrúnu Tinnu en missir boltann aðeins of langt frá sér og þarf að renna sér á hann til að ná skoti sem er laust og beint á Tori.
76. mín
Róast töluvert yfir leiknum eftir þetta fjórða mark. Valskonur færa boltann á milli kanta án þess að skapa nein teljandi færi.
72. mín
Inn:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar) Út:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar)
Önnur skipting Hauka.
71. mín
Inn:Katrín Gylfadóttir (Valur) Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Síðasta sem Arna gerði var að leggja upp þetta mark. Úlfur búinn með sínar skiptingar
68. mín MARK!
Hlíf Hauksdóttir (Valur)
Stoðsending: Arna Sif Ásgrímsdóttir
MAAAARK!!

Eftir hornspyrnu á Arna Sif skalla að marki sem Hlíf nær svo að pota í og koma honum yfir línuna.
66. mín Misnotað víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
Arfaslök spyrna beint á Tori.
65. mín Gult spjald: Tori Ornela (Haukar)
65. mín
VÍTI!!!

Valur fær víti. Vesna sleppur ein í gegn og Tori tæklar hana niður.
64. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (Valur) Út:Ariana Calderon (Valur)
60. mín
Dauðafæri hjá Val. Eftir hornspyrnu er boltinn skallaður til Ariönu Calderon sem á skot sem Þórdís Elva ver á marklínunni. Haukar hreinsa svo í annað horn þar sem þær bjarga aftur á línu, núna frá Anisu Guajardo. Stórsókn Vals.
54. mín
Valskonur halda bara boltanum þessa stundina. Lítið að gerast.
50. mín Gult spjald: Vienna Behnke (Haukar)
Brot á miðjum velli. Ódýrt eins og hjá Elínu Mettu en þetta er greinilega bara línan hjá Steinari.
47. mín
Ágætis færi hjá Haukum. Heiða með sendingu á Marjani Hing-Glover sem á skot úr þröngu færi sem Sandra grípur.
46. mín
Inn:Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar) Út:Sara Rakel S. Hinriksdóttir (Haukar)
Skipting hjá Haukum í hálfleik
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Haukar taka miðju og Steinar Berg flautar til hálfleiks. Valskonur leiða hér með þremur mörkum gegn engu. Kannski full mikið miðað við gang leiksins en Valskonum er alveg sama og fara með bros á vör inn í klefa.
45. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
MAAAARK!!!

Valsmenn refsa. Í næstu sókn eftir þetta færi Hauka skora Valsmenn. Hlín Eiríks með góðan sprett upp hægri kantinn þar sem Elín Metta er mætt á sama stað og áðan þegar hún setti hann í slánna. Núna hins vegar gerir hún engin mistök og leggur boltann í markið.
44. mín
DAUÐAFÆRI!

Þarna á Heiða Rakel að gera betur. Frábær fyrirgjöf frá vinstri frá Sunnu Líf þar sem Heiða er alein en hún skallar boltann yfir markið.
43. mín
Besta færi Hauka í leiknum. Konný Arna fíflar varnarmann Vals og kemur með boltann fyrir á Heiðu Rakel sem á fínt skot sem Sandra ver vel áður en Valsmenn hreinsa boltanum svo í horn.
41. mín
Gömul saga og ný. Haukar með skot fyrir utan teig, nú var það Vienna Behnke en það var laust og beint í fangið á Söndru.
37. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Fyrir brot á miðjum velli. Frekar ódýrt.
36. mín MARK!
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Stoðsending: Ariana Calderon
MAAAARK!!

Boltanum rennt fyrir á Vesnu sem leggur hann snyrtilega í fjærhornið framhjá Tori. Sýndist það vera Ariana Calderon sem átti sendinguna.
33. mín
Enn og aftur skot fyrir utan hjá Haukum. Líklega af 30 metrum í þetta skiptið og svífur boltinn rétt yfir markið. Hinu megin á varamaðurinn Anisa Guajardo skot úr teignum í hliðarnetið.
30. mín
Inn:Anisa Raquel Guajardo (Valur) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Margrét Lára kom inn á aftur og reyndi en hún getur ekki haldið leik áfram. Skulum vona að þetta sé ekki alvarlegt en hún virðist töluvert þjáð.
28. mín
Sláarskot hjá Val!

Góður sprettur upp hægri vænginn og boltanum rennt út í teiginn á Elínu Mettu sem er í DAUÐAFÆRI en setur boltann í þverslánna.
25. mín
Haukar með aðra skottilraun fyrir utan. Heiða Rakel með hana en hún er framhjá markinu.
24. mín
Margrét Lára liggur fyrir utan völlinn meidd. Það var ekki að sjá að það hafi verið eitthver snerting þegar hún fór niður.
20. mín
Fyrsta alvöru tilraun Hauka. Góð pressa á Söndru í marki Vals sem hreinsar boltann beint inn á miðju til Alexöndru Jóhanns. Hún lætur bara vaða af 25 metra færi og Sandra þarf að hafa sig alla við í að slá boltann til hliðar. Betra frá Haukum.
14. mín
Ágætis færi hjá Val. Elín Metta með fyrirgjöf sem er aðeins fyrir aftan Margréti Láru sem reynir að hæla hann á lofti skemmtilega. Boltinn endar þó í lúkunum á Tori.
8. mín
Haukar að jafna sig eftir þetta kjaftshögg í byrjun. Farnar að sjá meira af boltanum síðustu mínútur, Valskonur samt mun líklegri.
4. mín
Gestirnir byrja þetta af miklum krafti. Liggur vel á Haukastelpum hérna í byrjun leiks.
2. mín MARK!
Ariana Calderon (Valur)
MAAAARK!!

Þetta var ekki lengi gert. Eftir misheppnaða hreinsun datt boltinn fyrir Ariönu Calderon sem skoraði á nærstöngina framhjá Tori. 1-0 Valur.
1. mín
Leikur hafinn
Steinar Berg búinn að flauta þetta í gang.
Fyrir leik
Bæði lið búin með upphitun og farin inn til búningsherbergja. Styttist í upphafsflautið.
Fyrir leik
Ein breyting hjá Haukum eftir síðasta leik á móti Fylki. Konný Arna Hákonardóttir kemur inn fyrir Hönnu Maríu Jóhannsdóttur. Ein breyting einnig hjá Val. Hrafnhildur Hauksdóttir kemur inn fyrir Stefaníu Ragnarsdóttur. Athygli vekur að Haukar eru aðeins með 5 varamenn á skýrslu, líklegt að meiðsli hafi þar eitthver áhrif.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt og hægt að skoða þau hérna í flóðunum fyrir ofan.
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast árið 2010 þegar Haukar voru síðast með lið í efstu deild kvenna. Þá vann Valur báðar viðureignir liðanna mjög sannfærandi, 0-5 og 7-2.
Fyrir leik
Á sama tíma rúlluðu Valsstúlkur yfir Grindavík á Hlíðarenda en þar urðu lokatölur 5-1. Fyrir mót var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum en þær hafa ekki alveg staðið undir þeim væntingum. Með sigrinum á Grindavík náðu þær þó að tengja saman tvo sigra og verður því gaman að sjá hvort Valslestin sé komin á skrið og nái að vinna sinn þriðja leik í röð og blanda sér í baráttuna í efri hlutanum.
Fyrir leik
Í síðustu umferð náðu Haukar einmitt í sitt fyrsta og eina stig hingað til þegar þær gerðu 1-1 jafntefli við Fylki í Árbænum. Þrátt fyrir að það sé alltaf jákvætt að brjóta ísinn og ná í sitt fyrsta stig þá hefðu stigin hæglega geta verið þrjú þar sem Fylkir jafnaði metin í uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu.
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja nýliðar Hauka á botni deildarinnar með eitt stig. Á meðan stöllur þeirra í Val eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir brösuga byrjun og eru fyrir miðri deild með 9 stig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn maður eins og Viðar Skjóldal á Enska bolta snappinu myndi segja. Verið velkomin í beina textalýsingu héðan frá Gaman Ferða vellinum í Hafnarfirði, þar sem heimastúlkur í Haukum taka á móti frænkum sínum í Val í 7.umferð Pepsi deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('71)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Ariana Calderon ('64)
8. Laufey Björnsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('30)
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
2. Hlíf Hauksdóttir ('64)
3. Pála Marie Einarsdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo ('30)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir ('71)

Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('37)

Rauð spjöld: