Grindavík
1
3
FH
0-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir '2
Rilany Aguiar Da Silva '36 1-1
1-2 Guðný Árnadóttir '50
1-3 Megan Dunnigan '55
29.05.2017  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Úði og smá vindur. Hefur verið verra
Dómari: Gylfi Tryggvason
Áhorfendur: 166
Maður leiksins: Megan Dunnigan
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
3. Linda Eshun
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
11. Dröfn Einarsdóttir ('58)
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f) ('76)
19. Carolina Mendes
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('58)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir

Varamenn:
5. Thaisa
7. Elena Brynjarsdóttir ('58)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('76)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
24. Andra Björk Gunnarsdóttir
28. Lauren Brennan ('58)

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Ragnheiður Árný Sigurðardóttir
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gylfi flautar til leiksloka og góður 3-1 FH-sigur! Skýrsla og viðtöl framundan
90. mín
Grindavík að sækja mikið upp vinstri kantinn en Elena kemst bara ekki framhjá Bryndísi Hrönn. Áhorfendur byrjaðir að yfirgefa stúkuna.
90. mín
Mikið klafs inn í teig FH! Berglind skallar og boltinn fer einhvernveginn upp í slánna en FH nær að hreinsa í burtu. Brotið svo á Söru fyrir utan teig
90. mín
Bryndís Hrönn með flotta vörn á Elenu og Anna Þórunn svo með skot skömmu síðar en það er yfir markið
89. mín
166 áhorfendur hérna í Grindavík. FH að sigla þremur punktum heim í Hafnarfjörðinn
87. mín
Lauren með dauðarfæri hjá Grindavík! Bryndís með slæm mistök í vörn FH-inga og Lauren komst ein gegn Lindsey en slakt skot hennar fór beint á Lindsey. Þessi færi hjá Grindavík hljóta að svíða!
84. mín
Smá samskiptaleysi hjá Lindsey og Guðnýjar og hornspyrna til Grindavíkur. En ekkert verður úr henni
83. mín
Grindavík komnar með margar fram, þær verða að skora á næstu mínútum til þess að fá eitthvað úr þessum leik
79. mín
Gott færi hjá Grindavík! Elena með flotta sendingu á Carolinu en skot hennar framhjá. Hún hefði auðveldlega getað skorað þarna. Grindavík verða að nýta þessi færi
77. mín
Bentína lætur finna fyrir sér með svoleiðis alvöru tæklingu! Aukaspyrna dæmd en ekkert spjald
76. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Út:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík)
Síðasta skipting Grindvíkinga
72. mín
Hornspyrna Guðnýjar ekki nærri eins góð og í markinu
72. mín
Victoria með gott skot en Emma ver frábærlega í marki Grindavíkur. Hornspyrna til FH
70. mín
Anna Þórunn komin aftur inná. Sara Hrund svo með hörku tæklingu en aukaspyrna dæmd. Fannst þetta vera beint í boltann
68. mín
Lítið að gerast þessa stundin. Anna Þórunn virðist hafa fengið höfuðhögg er ringluð þessa stundina, spurning hvort hún geti haldið áfram.
62. mín
DAUÐAFÆRI! Elena með algjört dauðafæri til að minnka muninn hérna! Er ein í teignum en skot hennar framhjá, þarna hefði hún átt að minnka muninn!
61. mín
Helena fékk eitthvað högg hérna en er komin inn á völlin aftur
58. mín
Inn:Lauren Brennan (Grindavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Grindavík)
Skiptingar hjá báðum liðum
58. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
58. mín
Inn:Victoria Frances Bruce (FH) Út:Nadía Atladóttir (FH)
55. mín MARK!
Megan Dunnigan (FH)
ANNAÐ MARK! FH-ingar að keyra yfir Grindvíkinga hérna í upphafi síðari hálfleik. Megan var ein og óvölduð þegar frábær fyrirgjöf kom frá vinstri og átti hún ekki í miklum vandræðum með að skalla boltann í netið. Skyndilega orðið 3-1!
50. mín MARK!
Guðný Árnadóttir (FH)
MARK BEINT ÚR HORNSPYRNU! Guðný tók hornspyrnuna og skoraði bara úr henni! Nei það er ekki mikill vindur hérna í Grindavík, þetta var bara geggjuð hornspyrna! Emma átti að gera betur þarna fannst mér
46. mín
Leikur hafinn
Jæja þá hefst þetta aftur! Grindavík byrjar með boltann
45. mín
Hálfleikur
Beggi vallarstjóri var að biðja mig um að fara inn á völlinn til þess að stíga niður völlinn. Hann nennti ekki sjálfur. Væri ekki rigning hefði ég gert það
45. mín
Hálfleikur
Gylfi flautar til hálfleiks. FH byrjaði af krafti og skoruðu strax á 2. mínútu. En þegar leið á leikin komst Grindavík inn í leikinn og voru þær töluvert betri hér undir lokinn.
45. mín
Grindavík á aukaspyrnu á hættulegum stað og léttur fundur haldinn til þess að skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Vissulega skemmtileg útfærsla hjá þeim en boltinn yfir markið.
43. mín
Sara Hrund fékk góða sendingu frá Carolinu og lét vaða í markið. Boltinn virðist fara í varnarmann FH en markspyrna dæmd og Sara Hrund er brjáluð út í Gylfa dómara! Grindavík töluvert sterkari núna
39. mín
Carolina með skemmtileg tilþrif hérna, klobbaði Megan illa og átti ágæta sendingu inn fyrir vörn FH en hún var aðeins of löng
36. mín MARK!
Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík)
Þetta lá í loftinu síðustu mínúturnar! Rilany fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn FH og kláraði virkilega vel framhjá Lindsey! 1-1!
36. mín
Carolina svo með annað skot rétt framhjá skömmu síðar! Grindavík líklegri til þess að skora þessa stundina
35. mín
Carolina nálægt því að skora! Komst ein í gegnum vörn FH og lét vaða en Lindsey varði frábærlega!
32. mín
Brotið á leikmanni FH, uppvið aðstoðardómarann en hann dæmdi bara innkast til Grindavíkur. Dómarinn langt frá þessu en dæmdi samt. Róbert þjálfari skilur ekkert í þessu
30. mín
Vó þarna munaði litlu! Megan ætlaði að senda boltann fyrir en þá endaði þetta bara í hörku skoti sem endaði í þverslánni! Þetta skot var ekki planað
27. mín
Berglind búin að eiga í miklum vandræðum með Caroline í leiknum. Caroline á auðvelt með að komast framhjá henni
25. mín
Já það er semsagt lítið sem ekkert að gerast. Grindavík meira með boltann en hvorugt liðið líklegt til þess að skora
20. mín
Jafnræði með liðunum þessa stundina. Hvorugt liðanna að skapa sér hörku færi
17. mín
Sara með góða sendingu á Helgu Guðrúnu en Helga náði ekki til boltans og markspyrna til FH
16. mín
Grindavík með skyndisókn sem ekkert verður úr, Rilany ein á toppnum þarna og gat í raun lítið gert
13. mín
Grindavík vilja fá óbeina aukaspyrnu! Völlurinn er blautur og Guðný átti í erfiðleikum með sendingum frá Söru og boltinn fór frá henni til Lindsey sem tók upp boltann. Var að öllum líkindum ekki sending á Lindsey og líklega erfitt að dæma óbeina aukaspyrnu á þetta.
12. mín
Ekki nægilega góð hornspyrna hjá Guðnýju og Carolina nær boltanum og hleypur upp völlinn. Sendir á Rilany en Erna með frábæra tæklingu
12. mín
FH að halda boltanum vel þessa stundina og Helena vinnur hornspyrnu
11. mín
FH stillir upp 4-3-3 í dag.

Lindsey
Bryndís - Guðný - Maria - Erna
Selma - Megan - Diljá
Caroline - Nadía - Helena
10. mín
FH eiga hornspyrnu. Taka hana stutt og fyrirgjöfin framhjá, ekki vel útfærð spyrna
8. mín
Berglind með flottan sprett upp vinstri kant Grindvíkinga en Bryndís Hrönn, hægri bakvörður FH gerði afar vel og stöðvaði Berglindi og vann að auki innkast
7. mín
Dröfn með ágæta aukaspyrnu frá miðjum velli en engin úr Grindavík nær snertingu á boltann og Lindsey grípur hann örugglega
5. mín
Þetta er þriðji heimaleikur Grindavíkur í sumar og í öllum leikjunum hafa komið mörk strax á annarri mínútu. Skemmtileg staðreynd
2. mín MARK!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Stoðsending: Caroline Murray
FH-INGAR BYRJA AF KRAFTI! Caroline Murray lék á Berglindi í vörn Grindavíkur og sendi hann fyrir á Helenu Ósk sem var ein og óvölduð í teig Grindavík og kláraði auðveldlega framhjá Emmu
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækir í átt að sjónum. Vonandi fáum við hörku leik!
Fyrir leik
Það er fámennt hérna í blaðamannastúkunni, en það er fínt, meira bakkelsi fyrir mig
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn undir fögrum tónum frá Game of Thrones
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn í búningsklefa og styttist því óðum í leikinn. Beggi vallarstjóri gengur um völlinn og stígur hann niður. Allt að verða klárt hér í Grindavík!
Fyrir leik
Veðrið hér í Grindavík hefur verið betra. Það er smá vindur, samt ekkert alltof mikill. Það er einnig úði
Fyrir leik
Ég spjallaði létt við Söru Hrund, leikmann Grindavíkur eftir karlaleikinn í gær og hún sagði mér að brasilíska landsliðið mun mæta á æfingu hjá Grindavík þegar það kemur til landsins í sumar. Brasilíska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í sumar. Sara sagðist ætla að tækla Mörtu, eina bestu knattspyrnukonu sögunnar, bara til að segjast hafa gert það
Fyrir leik
Liðin eru á fullu að hita upp þessa stundina. Það er ein breyting frá byrjunarliði Grindavíkur frá tapinu gegn Val í síðustu umferð. Helga Guðrún kemur fram í stað Lauren Brennan. Brasilíska landsliðskonan, Thaisa er enn fjarverandi vegna meiðsla hjá Grindavík.

FH stillir upp sama liði og í 3-1 tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Fyrir leik
Þetta verður 22 leikur liðanna en liðin mættust fyrst árið 1974. Þá vann FH 4-0. FH hefur haft yfirhöndina í leikjum liðanna og sigrað tólf leiki á meðan Grindavík hefur aðeins sigrað fjóra. Liðin mættust síðast á Íslandsmóti árið 2015 en þá voru bæði lið í 1. deild. Grindavík vann þá báða leikina 2-1. Grindavík féll hins vegar út í undanúrslitum 1. deildarinnar á meðan FH komst upp í Pepsi-deildina
Fyrir leik
FH hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og Grindavík tapað sínum þremur síðustum leikjum. Ég býst því við að bæði lið komi dýrvitlaus til leiks í kvöld og ætli sér að vinna þennan leik. Þessi leikur fer ekki jafntefli, held að það sé alveg ljóst
Fyrir leik
Liðin sitja hlið við hlið í deildinni. FH er í 6. sæti með 9 stig en Grindavík með 6 stig í 7. sæti. Báðum liðum var spáð í neðri hlutann fyrir tímabilið og er þetta því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin á leik Grindavíkur og FH í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna!
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Megan Dunnigan
16. Diljá Ýr Zomers
18. Caroline Murray
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
22. Nadía Atladóttir ('58)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
3. Lilja Gunnarsdóttir
5. Victoria Frances Bruce ('58)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
14. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Halla Marinósdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Daði Lárusson
Hákon Atli Hallfreðsson
Tómas Gunnar Tómasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: