Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
5
0
Fjölnir
Kaj Leo í Bartalsstovu '6 1-0
Arnór Gauti Ragnarsson '35 2-0
Mikkel Maigaard '42 3-0
Pablo Punyed '63 4-0
Sigurður Grétar Benónýsson '90 5-0
31.05.2017  -  17:30
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Bjart úti. Smá rok. Allt í góðu
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 303
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Ólafsson ('74)
Matt Garner
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('85)
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('74)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
14. Renato Punyed Dubon
16. Viktor Adebahr ('74)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('74)
18. Alvaro Montejo
19. Breki Ómarsson ('85)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Gunnar Þór Geirsson

Gul spjöld:
Andri Ólafsson ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið. Slátrun.

Takk fyrir mig.
90. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Ljót tækling á Sigurð. Kjánalegt.
90. mín
Marcus Solberg með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Ingimundi.
90. mín MARK!
Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
Mikkel prjónar sig í gegn og er kominn einn gegn Jökli, rennir boltanum á Sigurð sem klárar í opið markið.

Fimm. Núll.
88. mín
Sem betur fer fyrir Pablo Punyed að heimamenn eru fjórum mörkum yfir. Aleinn í teignum eftir sendingu Mikkels, en skotið hroðalegt.
85. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Kaj Leo verið frábær.
84. mín
Mikkel í fínu færi eftir undirbúning Kaj Leo en Jökull ver.
76. mín
Sigurður Grétar í dauðafæri! Felix með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Sigga en skallinn framhjá.
74. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Tvöföld.
74. mín
Inn:Viktor Adebahr (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
70. mín
Jökulkaldur. Markvörðurinn fær vondan bolta frá Bojan en reddar sér með því að vippa boltanum yfir Kaj Leo.
67. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Mario Tadejevic (Fjölnir)
Síðasta skipting gestanna.
66. mín
Mario borinn af leikvelli. Hann spilar ekki meira í dag. Vonum innilega að þetta sé ekkert sem heldur honum lengi frá.
64. mín
Mario liggur í grasinu. Pablo hreinlega missti fæturna og datt inn í Mario sem liggur eftir. Lítur ekki vel út og börurnar komnar inn á völl.
63. mín MARK!
Pablo Punyed (ÍBV)
Stoðsending: Arnór Gauti Ragnarsson
Game. Over.

Frábært mark. Pablo keyrir upp völlinn með boltann, battabolti við Arnór Gauta sem leggur hann inn í hlaupaleið Pablos. Pablo fer framhjá Jökli og leggur boltann í markið.
60. mín
Kaj með skot framhjá. Menn að reyna að nýta vindinn.
58. mín
Eyjamenn í álitlegri sókn. Mikkel finnur Kaj Leo en Kaj alltof (alltof!) lengi að athafna sig. Endar á að senda boltann til baka á Sindra Snæ sem á skot yfir markið.
55. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
Önnur breyting gestanna.
52. mín
Ingimundur brýtur af sér við hliðarlínu. Þeir eru í veseni með vinstri kant Eyjamanna.

Ingimundur á spjaldi.
48. mín
Marcus Solberg með fyrstu tilraun síðari hálfleiks. Skotið afleitt. Framhjá.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni 45. Eyjamenn með vind í bossann.
45. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Hálfleiksbreyting. Ingimundur fer í hægri bakvörðinn. Ingibergur upp.
45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn sjóðandi. Fjölnismenn afar slakir.

Sjáumst eftir 15.
45. mín
Hans Viktor brýtur aftur á Felix úti við hliðarlínu. Er á gulu. Tæpur.
45. mín Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Hættuspark. Setti fótinn afar nálægt höfðinu á Mikkel.
44. mín Gult spjald: Ivica Dzolan (Fjölnir)
Ýtti Andra.
44. mín Gult spjald: Andri Ólafsson (ÍBV)
Ýtti Ingimundi.
44. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Fyrir ljótt brot á Garner. Stúkan vildi rautt.
42. mín MARK!
Mikkel Maigaard (ÍBV)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
3-0!

Jahérna. Kaj Leo gerir vel. Finnur Mikkel fyrir utan teig sem lætur vaða í fyrsta. Óverjandi.
38. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Fyrir brot á Felix. Þóroddur leyfði leiknum að halda áfram. Þegar boltinn fór úr leik stöðvaði Þóroddur leikinn og spjaldaði Hans.

Vel gert ref.
37. mín
Marcus Solberg í fínu færi í D-boga. Skotið beint á Halldór sem grípur boltann af öryggi.
35. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
2-0!

Sindri Snær á slakt vinstri fótar skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann. Boltinn dettur fyrir Arnór Gauta sem er ekki rangstæður og eftirleikurinn auðveldur. Jökull hálf liggjandi eftir tilraun Sindra.
33. mín
Úff. Hafsteinn Briem liggur eftir viðskipti sín við Þóri Guðjóns. Keyrður niður.

Þórir ósáttur við að fá dæmt á sig brot. Pjúra brot samt. Seinn.
31. mín
Þórir tekur spyrnuna. Hátt yfir. Langt framhjá.
30. mín
Gunnar Már felldur rétt fyrir utan teig. Þórir Guðjóns og Ingimundur standa yfir boltanum.
27. mín
Þetta er voðalega ,,effortless" hjá Eyjamönnum þessa stundina. Fá að spila boltanum frekar auðveldlega á milli.
23. mín
Jafnræði með liðunum þessar mínúturnar.
16. mín
Vá! Fjölnismenn næstum búnir að skora beint úr horni. Halldór í vandræðum og boltinn í stöng. Bjargað á línu.

Einhverjir Fjölnismenn vildu fá mark, en aðstoðardómarinn vel staðsettur og ekki sammála.
16. mín
Gestirnir sækja töluvert meira.
13. mín
Mario Tadejevic með fínustu tilraun langt fyrir utan. Yfir þó.
11. mín
Þórir Guðjónsson með tilraun fyrir utan teig en skotið framhjá.
6. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Kaj Leó í Bikarstovu. Fær boltann frá vinstri og fíflar varnarmann Fjölnis áður en hann klárar í hornið fjær.
3. mín
Fyrsta færi leiksins. Marcus með flotta fyrirgjöf á kollinn á Ingimundi Níels sem er í fínu færi en Halldór ver.

Nokkrum sekúndum síðar er Arnór Gauti sloppinn einn í gegn en vinstri fótar skot hans beint á Jökul í markinu.

Lífleg byrjun.
Troðið.

1. mín
Leikur hafinn
Lessgó. Fjölnismenn byrja með vindinn í rassinn og sækja í átt að dalnum.
Fyrir leik
Það hefur aðeins bætt í vind en ekkert til að væla yfir.
Fyrir leik
Hálftími til stefnu. Glampandi sól og gola í lágmarki. Lofa góðum leik. Lofa!
Fyrir leik
Bæði lið eru í Pepsi-deildinni og eru þar jöfn að stigum með sjö stig. það má búast við spennandi leik.

Byrjunarliðin eru komin
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, kemur inn í byrjunarliðið. Andri byrjaði fyrsta leik sumarsins en var síðan frá keppni þar til hann kom inn á sem varamaður gegn ÍA um helgina.

Kaj Leo í Bartalsstovu, Mikkel Maigaard Jakobsen, Arnór Gauti Ragnarsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson koma einnig inn í byrjunarliðið frá því 4-1 tapinu gegn ÍA.

Avni Pepa, Jónas Þór Næs, Viktor Adebahr, Sigurður Grétar Benónýsson og Alvaro Montejo Calleja detta úr liðinu. Pepa og Jónas eru báðir fjarri góðu gamni í gær en þeir eru ekki í hóp.

Markvörðurinn ungi Jökull Blængsson byrjar hjá Fjölni en Þórður Ingason er á bekknum. Þórir Guðjónsson og Ingimundur Níels Óskarsson koma einnig inn í liðið fyrir ungu strákana Birni Snæ Ingason og Ægi Jarl Jónasson.

Gunnar Már Guðmundsson kemur síðan inn á miðjuna fyrir Igor Taskovic en herra Fjölnir er með fyrirliðabandið í fjarveru Þórðar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan dag kæru vinir og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Fjölnis í 4.umferð Borgunarbikars karla.

Eyjamenn hentu 4.deildarliði KH úr keppni með 4-1 sigri á heimavelli á meðan Fjölnismenn gerðu sér ferð á Grenivík og slógu út Magna með 1-2 sigri.

Byrjunarlið:
1. Jökull Blængsson (m)
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic ('67)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Ivica Dzolan
7. Bojan Stefán Ljubicic
8. Igor Jugovic ('55)
9. Þórir Guðjónsson
18. Marcus Solberg
27. Ingimundur Níels Óskarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f) ('45)

Varamenn:
12. Þórður Ingason (m)
6. Igor Taskovic
7. Birnir Snær Ingason ('67)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('45)
10. Ægir Jarl Jónasson ('55)
13. Anton Freyr Ársælsson
22. Kristjan Örn Marko Stosic

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Árni Hermannsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('38)
Ingimundur Níels Óskarsson ('44)
Ivica Dzolan ('44)
Gunnar Már Guðmundsson ('45)
Ægir Jarl Jónasson ('90)

Rauð spjöld: