KR
1
5
Stjarnan
0-1 Ana Victoria Cate '13
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir '16
0-3 Agla María Albertsdóttir '22
0-4 Katrín Ásbjörnsdóttir '57 , víti
Þórunn Helga Jónsdóttir '84 1-4
1-5 Sigrún Ella Einarsdóttir '85
02.06.2017  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Grátt veður, skýjað og gæti rignt. Lítill vindur. Völlurinn blautur og mörk í loftinu.
Dómari: Andri Vigfússon
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('24)
Hólmfríður Magnúsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('65)
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('59)

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
8. Sara Lissy Chontosh ('24)
8. Katrín Ómarsdóttir
18. Guðrún Gyða Haralz
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Harpa Karen Antonsdóttir
Henrik Bödker

Gul spjöld:
Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('15)
Sigríður María S Sigurðardóttir ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega sanngjarn sigur Stjörnunnar.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.

Takk fyrir mig.
90. mín
Frábær sókn hjá Stjörnunni. Sigrún hljóp upp kantinn og renndi boltanum fyrir markið þar sem Agla var aðeins og gráðug og klúðraði. Harpa, í mikið betra færi, hefði tekið hann ef hún hefði látið hann fara.
89. mín
Ásdís Karen maður leiksins hjá KR-ingum. Enginn vafi þar á. Hún fær gjafabréf í mat á Burro. Til hamingju Ásdís.
88. mín
Ingunn Haralds með klaufalegt brot við teigshorn KR. Katrín tekur spyrnuna. Spyrnan fín en rangstaða dæmd á Hörpu.
85. mín MARK!
Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Harpa með frábæra fyrirgjöf inn á Sigrúnu Ellu sem nær að koma löppinni í boltann sem hafnar í slánni og inn.
84. mín MARK!
Þórunn Helga Jónsdóttir (KR)
Eftir langan sóknarkafla Stjörnunnar fara KR-stúlkur í skyndisókn sem endar með broti fyrir framan teig. Þórunn Helga setti boltann örugglega í markmannshornið úr spyrnunni. Vel gert.
77. mín
Boltinn hefur verið mikið á miðjunni síðustu mínútur.
74. mín
Agla María reynir skot af löngu færi en skotið lélegt.
70. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Góðar og slæmar fréttir fyrir Stjörnuna. Guðmunda sem kom inná í hálfleik fer út fyrir Hörpu Þorsteins sem er að koma aftur til leiks eftir barneign.
67. mín
Til að hrósa KR-ingum eitthvað líka þá er Ásdís Karen einskonar ljós í myrkrinu hjá þeim í dag. Mikill kraftur í henni. Í raun sú eina sem nær eitthvað að bíta á sterka vörn Stjörnunnar.
65. mín
Inn:Harpa Karen Antonsdóttir (KR) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (KR)
Harpa Karen Antonsdóttir kemur inn fyrir Guðrúnu Karitas.
59. mín
Inn:Margrét María Hólmarsdóttir (KR) Út:Mist Þormóðsdóttir Grönvold (KR)
Skipting hjá KR. Spurning hvort það nái að draga úr Stjörnunni sem virðist óstöðvandi sem stendur.
58. mín
Guðmunda stingur inn á Sigrúnu Ellu sem reynir vippu en hún fer framhjá. Glæsilegt spil og Stjörnustúlkur búnar að skipta um gír.
57. mín Mark úr víti!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Fyrirliðinn skorar örugglega úr vítinu. Hrafnhildur fór í vitlaust horn.
56. mín
VÍTI! Hugrún Lilja hrindir í bakið á Sigrúnu Ellu sýndist mér. Klárt víti.
55. mín
Meiri kraftur í KR núna. Gef þeim það.
54. mín
Frábært samspil Öglu og Guðmundu upp vinstri vænginn sem endaði með fyrirgjöf á Sigrúnu Ellu sem átti gott skot en Hrafnhildur varði glæsilega.
51. mín
Katrín fær aukaspyrnu af 30 metrum en á lélegt skot sem Hrafnhildur grípur.
46. mín
Ásdís með frábært skot af teigshorninu sem Berglind ver glæsilega í horn.
45. mín
Inn:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Mér sýnist Gumma hafa komið inná í hálfleik fyrir Láru Kristínu. Vonandi fyrir Stjörnuna nær hún sér á strik.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Stjörnukonur með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik.
45. mín Gult spjald: Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Klaufalegt sóknarbrot hjá Sigríði, fer aftan í varnarmann Stjörnunnar eftir sú síðarnefnda vann af henni boltann.
43. mín
Hólmfríður fær boltann mitt á milli teigs og miðju en reynir lélegt skot sem Berglind grípur. Það fyrsta sem sést frá Hólmfríði í leiknum.
41. mín
KR-ingar fá aukaspynu rétt fyrir framan miðju sem er hreinsuð á Öglu Maríu sem þeysist upp allan völlinn og er straujuð fyrir framan teigsbogann en ekkert dæmt.
38. mín
Löng skipting frá Írunni yfir á Sigrúnu Ellu en Hrafnhildur mætir í úthlaup vel út fyrir teig og tæklar í innkast. Neuer taktar þar á ferðinni.
36. mín
Agla María með enn einn sprettinn upp vinstri og rennir honum inní miðjuna á Katrínu sem á skot í varnarmann.
35. mín
Miðjan hjá KR er mikið vandamál. Þær missa boltann um leið og hann kemur inn í miðjuna.
30. mín
Agla María þeysist hér um allan völl með boltann í löppunum og KR-ingar hafa fá önnur ráð en að taka hana niður. Greinilegt að Agla er í góðu stuði og stefnir á EM. Agla er fædd árið 1999 og hefur spilað tvo A-landsleiki. Mikið efni hér á ferðinni.
29. mín
Liðin skiptast á að sækja en Stjörnusóknirnar mikið hættulegri.
24. mín
Inn:Sara Lissy Chontosh (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Anna Birna fer útaf og Sara Lissy kemur inn. Mér sýndist Anna Birna eitthvað kveinka sér á leiðinni útaf. Vonum að það séu ekki meiðsli að plaga hana.
22. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Agla fær boltann á vinstri kantinum, hleypur með hann inn að miðju og tekur skot af boganum upp í vinstra hornið. Glæsilega gert hjá henni.
20. mín
Ásdís Karen á flottan sprett upp kantinn fyrir KR en nær ekki góðri fyrirgjöf.
16. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Enn ein klaufahreinsunin hjá KR og Sigrún Ella kemur boltanum fyrir og hann hröklast af tveimur varnarmönnum áður en Katrín Ásbjörns fyrirliði nær skoti úr markteignum.
15. mín Gult spjald: Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)
Agla María stingur boltanum framhjá Jóhönnu á hægri kantinum og Jóhanna alltof sein í tæklinguna.
13. mín MARK!
Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Ana Victoria fær boltann í lappirnar fyrir framan teig KR-inga eftir lélega hreinsun. Skelfileg varnarvinna hjá KR og hún tók einn mann á og skaut hnitmiðuðu skoti í hægra hornið. Vel gert hjá henni.
12. mín
Agla María vinnur boltann rétt fyrir framan teig og kemst í gegn en Hrafnhildur með fína vörslu.
11. mín
Stjarnan fær hornspyrnu eftir klaufalega vörn KR-inga en brot dæmt í teignum.
8. mín
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er mættur í stúkuna. Það eru nokkrir mögulegir EM-farar að keppa leikinn.
7. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna Key liggur eftir sókn Stjörnunnar. Fær smá aðhlynningu en þarf að fara útaf. Slæmar fréttir fyrir Stjörnuna. María Eva kemur inná.
5. mín
Það er fátt íslenskara en að mæta nokkrum mínútum of seint á völlinn. Eitthvað að þéttast í stúkunni.
2. mín
Sigrún Ella með fyrirgjöf sem Hrafnhildur nær ekki að halda en Mist hreinsar í innkast eftir smá klaufagang.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrja nær félagsheimilinu. Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
7 mínútur í leik og c.a. 10 manns í stúkunni. Maður ætlast til meira af stuðningsmönnum.
Fyrir leik
Liðin byrjuð að hita upp. Bæði lið mjög einbeitt, enda til mikils að vinna. Dómararnir sprækir líka.

Völlurinn er blautur og boltinn rúllar hratt. Það bendir oftar en ekki til skemmtilegs leiks svo bíð spenntur uppi í stúku.
Fyrir leik
Breytingar frá síðustu leikjum:

KR - Guðrún Karitas og Jóhanna K koma inn en Ólína og Guðrún Gyða koma út.

Stjarnan - Bergling Hund fer í markið fyrir Gemmu, Ana Victoria kemur aftur inn og Bryndís Björns fer á bekkinn.
KR-ingar byrjaðir að peppa á twitter. Gaman af því.

Fyrir leik
Það er þó alveg ljóst að allt getur gerst í bikarnum og ég hvet fólk til að mæta í Frostaskjól og kíkja á leikinn.
Fyrir leik
Þá eru bæði lið með leikmenn sem hafa ekki fengið marga sénsa í byrjunarliði í upphafi móts eða verið frá vegna meiðsla.

Hjá KR er kannski helst að nefna Hörpu Kareni Antonsdóttur og Grétu Stefánsdóttur sem hefur þó verið að glíma við meiðsli.

Hjá Stjörnunni verður áhugavert að sjá hvort Nótt Jónsdóttir fái sénsinn og hvort að Guðmunda Brynja Óladóttir, sem fór á kostum í byrjun móts en er að jafna sig á meiðslum, fái spilatíma.
Fyrir leik
Það verður spennandi að sjá hvort Harpa Þorsteinsdóttir spilar þennan leik en hún kom af bekknum í síðasta leik Stjörnunnar í fyrsta sinn eftir barneign. Það eru góðar fréttir fyrir Stjörnuna ef hún nær sér á strik á næstunni.

Hjá KR-ingum er líka margt spennandi að gerast en Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli og byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð Pepsi. Þar skoraði hún tvö mörk. Góðar fréttir þar fyrir KR.
Fyrir leik
Liðin mættust í 2. umferð Pepsi í ár á Samsungvellinum þar sem Stjarnan vann 2-0.
Stjarnan vann líka báða leiki liðanna í fyrra.

KR féll úr leik í 16-liða úrslitunum í fyrra gegn ÍBV, sem náðu í úrslit, en Stjarnan fór í undanúrslit og töpuðu þar gegn Breiðablik, sem eru ríkjandi bikarmeistarar.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur beggja liða í bikarnum í ár.

KR hafa farið rólega af stað í sumar og eru í 9. sæti í Pepsi með 3 stig. Þær unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Fylki.

Stjarnan ríkjandi meistarar eru í 2. sæti með 16 stig, 5 stigum á eftir Þór/KA sem verma toppsætið. Þær töpuðu einmitt fyrir Þór/KA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru fótboltaaðdáendur!
Í kvöld fara fram 7 leikir af 8 í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna. Hér í Frostaskjóli fer fram leikur KR og Stjörnunnar.
Ég reikna með mjög skemmtilegum leik.
Byrjunarlið:
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Kim Dolstra
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('45)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry ('7)
17. Agla María Albertsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
12. Gemma Fay (m)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('45) ('70)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('7)
22. Nótt Jónsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: