Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Breiðablik
1
3
Þór/KA
0-1 Sandra Mayor '24
0-2 Sandra Mayor '43
Svava Rós Guðmundsdóttir '51 1-2
1-3 Sandra Mayor '73
03.06.2017  -  16:00
Kópavogsvöllur
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 267
Maður leiksins: Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
5. Samantha Jane Lofton ('78)
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('83)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('72)

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('78)
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('72)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir ('83)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!

Þór/KA slær bikarmeistarana út og heldur áfram í 8-liða úrslit. Þetta lið er ótrúlegt og virðist gjörsamlega óstöðvandi með Mayor-inn fremsta í flokki!

Ég þakka fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
92. mín
Síðasti séns hjá Blikum sem fá horn eftir misheppnaða hreinsun Biöncu. Fanndís spyrnir fyrir en fyrirliðinn Sandra María rís hæst og skallar frá.
92. mín
"Haldiði boltanum" kallar Bryndís Lára á meðan Donni öskrar á sína leikmenn að "keyra sig út".

Þetta er að hafast hjá norðanstúlkum.
89. mín
4 mínútum bætt við.
88. mín
Dauðafæri!! Berglind rennir boltanum fyrir markið en Arna Dís rétt missir af honum af markteig.
87. mín
Inn:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Natalia Gomez (Þór/KA)
Þriðja skipting gestanna.
85. mín
Natalia brýtur á Rakel rétt utan teigs vinstra megin. Fanndís tekur aukaspyrnuna fyrir Breiðablik. Hún reynir að snúa boltanum niður í fjærhornið en Bryndís Lára er vel á verði og handsamar boltann.
84. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Fyrir óíþróttamannslega hegðun. Kastar boltanum í burtu.
83. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Varnarmaður fyrir varnarmann. Sérstakt að Blikar séu ekki að bæta við sóknarmönnum.
82. mín
Natalia er komin aftur inná.
79. mín
Úff. Natalia liggur sárþjáð eftir tæklingu Rakelar.

Donni er brjálaður þar sem Gunnar Jarl dæmdi ekkert og Jarlinn þarf að róa hann niður.

Vonandi ekkert alvarlegt. Natalia búin að vera fantagóð í sumar.
78. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Jane Lofton (Breiðablik)
Arna fer í vinstri bakvörðinn fyrir Samönthu.
73. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Margrét Árnadóttir
ÞRENNA!

Töfrakonan Sandra Mayor er búin að skora þrennu!

Fékk sendingu frá Margréti Árnadóttur, lék framhjá Samönthu og tók svo skot niðri á nærstöng. Skotið hnitmiðað en laust og Sonný á að gera betur!
72. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Djúp fyrir djúpa.
70. mín
Ágæt Blikasókn. Rakel Hönnudóttir lyftir boltanum upp í horn á Svövu sem kemst inn í teig og upp að endalínu en er stöðvuð af Zanetu og Bryndísi áður en hún nær að munda skotfótinn.
68. mín
Samantha með fínan bolta upp í vinstra horn á Berglindi Björg. Hún þarf að hægja á leiknum þar sem liðsfélagar hennar eru alltof lengi á leiðinni upp völlinn. Afar sérstakt þar sem Blikar ÞURFA að setja mark!
68. mín
Natalia hatar ekki langskotin. Lætur vaða af 30 metra færi en setur boltann hátt yfir.
64. mín
Bianca er komin hægra megin í varnarlínu Þórs/KA en henni er ætlað að stöðva Fanndísi sem hefur verið hættulegust á vellinum í síðari hálfleik.
63. mín
Lillý!!!

Lillý fórnar sér þarna algjörlega. Fanndís var að komast í fína stöðu inn í teig en Lillý henti sér fyrir skotið og fær boltann að mér sýnist í magann. Þvílíkur baráttujaxl!
60. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
60. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
57. mín
Seinni hálfleikur byrjar svipað og sá fyrri. Blikar meira með boltann. Spurningin er bara hvort þeim takist að skora!
56. mín
Flott varnarvinna hjá Rakel Hönnudóttur. Rennir sér í boltann og vinnur hann af Nataliu. Finnur Fanndísi á vinstri kantinum. Fanndís reynir skot en Bryndís ver með lærunum!
54. mín
Blikar sækja áfram. Voru að vinna hornspyrnu eftir skot Ingibjargar.

Fanndís tók hornið. Fékk boltann aftur og lék af stað inn í teig. Hún hékk of lengi á boltanum og missti hann aftur fyrir. Hefði getað rennt honum út í stútfullan teiginn.
51. mín MARK!
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Við gætum verið að fá leik!

Svava Rós var að minnka muninn eftir GE-HEGGJAÐA sendingu frá Selmu Sól.

Selma var á eigin vallarhelmingi, sá fullt af plássi fyrir framan Svövu og flengdi boltanum í hlaupaleiðina hennar.

Þar kom markaskorarinn á fleygiferð, brunaði inn á teig og skoraði örugglega framhjá Bryndísi Láru.
49. mín
Stórhætta við mark Þórs/KA. Fanndís rennir boltanum fyrir opið mark á Svövu sem er dæmd rangstæð. Þarna munaði litlu!
46. mín
Gestirnir byrja betur. Sandra María gerir vel í teignum en Heiðdís nær að komast fyrir skot hennar.

Í kjölfarið reynir Natalia vinstri fótar "chippu" svipað og í síðasta leik en skotið ekki nógu gott og Sonný grípur boltann. Hún er ekkert á leiðinni að fá boltann yfir sig hvort sem er.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Engar breytingar hafa verið gerðar á skipan liðanna.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Kópavogi.

Þessi íþrótt er mögnuð. Blikar búnar að sækja mun meira en miðverðir Breiðabliks hafa gert sitt hvor mistökin og þeim hefur verið refsað í bæði skiptin.

Staðan orðin ansi erfið fyrir bikarmeistarana á meðan allt gengur upp hjá Þór/KA.
43. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Sandra Mayor settur boltann þéttingsfast í vinstra hornið. Óverjandi.

Gestirnir komnar með tveggja marka forystu.
43. mín
VÍTÍ!

Þvílíkur klaufagangur. Heiðdís brýtur á Huldu Ósk í vítateigshorninu. Ekki mikil hætta á ferð og kjánalegt brot. Klárt víti.
41. mín Gult spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Andrea Rán er fyrst í bókina. Stöðvar skyndisókn Þórs/KA með því að toga í Söndru Maríu.
40. mín
Blikar leita að jöfnunarmarkinu. Rakel Hönnudóttir var að komast upp að endalínu og leggja hættulegan bolta út í teig en þar var enginn samherji mættur.
39. mín
FANNDÍS!

Þvílíkur sprettur hjá landsliðskonunni. Kemst á fleygiferð að vítateig Þórs/KA en setur boltann svo rétt framhjá.
37. mín
Svava með háa fyrirgjöf yfir til vinstri. Hulda Björg missir af boltanum en Fanndís er klár. Tekur á móti og reynir skot en það er yfir.
35. mín
Þór/KA með aukaspyrnu af 40 metra færi. Natalia setur boltann inn á teig en Sonný kemur vel út og grípur hann.

32. mín
Fín sókn og geggjuð stunga frá Fanndísi. Berglind Björg er hinsvegar réttilega dæmd rangstæð.

Ná Blikar að svara?
29. mín
Dómaratríóið búið að skikka Donna í appelsínugult vesti. Hann er svartklæddur eins og liðið sitt og gæti því truflað aðstoðardómara 2 af hliðarlínunni.

Ekki allir sem púlla appelsínugulan en Donni er flottur.
27. mín
Ingibjörg reynir að svara fyrir mistökin. Er sterkust í teignum eftir langa aukaspyrnu Fanndísar. Nær að snúa að marki en færið er þröngt og Bryndís Lára vinnur boltann.
24. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir
Gestirnir ná forystunni!

Blikar búnar að vera miklu meira með boltann en það er ekki spurt að því!

Hulda Björg sendir boltann fyrir. Ingibjörg stígur út til að vinna boltann en missir af honum og hann berst til Söndru Mayor sem tekur glæsilega á móti og klárar af fagmennsku.
19. mín
Val gert hjá Berglindi Björg. Snýr laglega á Biöncu á teignum og reynir að búa sér til færi. Bryndís Lára kemur út á móti og bjargar í horn.

Fanndís tekur hornið sem Zaneta skallar aftur fyrir.

Horn hinum megin sem Samantha Lofton tekur eftir að Bryndís Lára er búin að reima skóna sína. Ágætt horn en gestirnir koma boltanum burt.
18. mín
Mayorinn með sitt fyrsta skemmtiatriði. Laumar boltanum utanfótar aftur fyrir sig og á Söndru Maríu sem reynir skot sem misheppnast. Sandra María hefði getað farið nær markinu.
17. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu á miðjum vellinum. Natalia setur háan bolta inn á teig en Blikar hreinsa.
16. mín
Fyrsta marktilraun Þórs/KA er í metnaðarfyllri kantinum. Sandra Mayor lætur vaða af miðjum vallarhelmingi Blika en skotið lélegt og vel framhjá.
15. mín
Fín varnarvinna hjá Heiðdísi. Miðjan var horfin hjá Blikum en Heiðdís náði að stíga fyrir Huldu Ósk áður en hún gat nýtt sér plássið og komist á ferðina.
13. mín
Blikar fá aukaspyrnu aftarlega á vallarhelmingi Þórs/KA. Fanndís setur háan bolta inn á teig þar sem Ingibjörg skallar að marki en það þarf meira en þetta til að sigra Bryndísi Láru sem gerir vel í að grípa boltann.
11. mín
Aftur þarf Bryndís Lára að taka á því!

Zaneta missir boltann klaufalega til Andreu Ránar sem lætur vaða utarlega í teignum en Bryndís Lára nær að slá boltann yfir.

Ingibjörg gerir sig líklega í horninu en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir. Heiðdís vinnur skallann í hornspyrnu númer tvö en hann er vel framhjá.
7. mín
BRYNDÍS LÁRA!!

Tvær mega vörslur í röð frá Bryndísi Láru sem hefur verið framúrskarandi í sumar!

Fyrst á Berglind Björg góðan skalla eftir fyrirgjöf Fanndísar en Bryndís sýnir snörp viðbrögð og mikinn styrk og nær að verja.

Örstuttu síðar reynir Fanndís skot utarlega úr teignum sem Bryndís Lára ver út í teig. Þar er Selma Sól mætt en þrumar yfir.

Stórhættulegt!
5. mín
Ingibjörg lætur "borgarstjórann" finna fyrir því og skrokkar henni í burtu þannig að Sonný á greiða leið að boltanum.

Það á að berjast fyrir þessu!
4. mín
Þetta byrjar af miklum krafti. Svava búin að eiga tvær ágætar fyrirgjafir frá hægri en Lillý hefur verið vel staðsett í teignum.

Hinum megin hafa Sandra Mayor og Hulda Ósk hlaupið á Blikavörnina án árangurs.
2. mín
Þór/KA svona:

Bryndís
Bianca - Lillý - Wyne
Hulda Björg - Natalia - Andrea Mist - Anna Rakel
Hulda Ósk - Sandra Mayor - Sandra María
1. mín
Breiðablik stillir svona upp:

Sonný
Ásta - Ingibjörg - Heiðdís - Samantha
Selma Sól - Rakel
Svava - Andrea Rán - Fanndís
Berglind Björg
Fyrir leik
Leikur hafinn
Berglind Björg sparkar þessu af stað fyrir Breiðablik sem leikur í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl. Fyrir leik fær Blikinn Ásta Eir Árnadóttir viðurkenningu en hún hefur náð þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks.
Fyrir leik
Það styttist í "kick off" og byrjunarliðin eru klár.

Þorsteinn Halldórsson gerir tvær breytingar á liði Breiðabliks frá 2-0 tapinu gegn ÍBV í síðasta deildarleik. Þær Samantha Jane lofton og Selma Sól Magnúsdóttir koma inn fyrir Guðrúnu Arnardóttur og Hildi Antonsdóttur sem fara á bekkinn.

Donni heldur áfram að spila á sömu leikmönnum Þórs/KA og gerir engar breytingar frá síðasta leik.
Fyrir leik
Það er toppmaðurinn Gunnar Jarl Jónsson sem flautar leikinn hér á eftir en honum til aðstoðar verða þeir Ottó Sverrisson og Sigursteinn Árni Brynjólfsson.

Það sást til Gunnars í lazertagi í gær þar sem hann átti erfitt uppdráttar gegn sprækum nemendum og samstarfsfólki sínu í Langholtsskóla en hann mætir klár til leiks á eftir. Töluvert betri á flautunni en geislabyssunni.
Fyrir leik
Breiðablik hefur orðið bikarmeistari 13 sinnum en gestirnir í Þór/KA aldrei.

Besti árangur þeirra var annað sætið árið 2013 en þá mætti liðið einmitt Breiðablik í úrslitaleik sem fór 2-1 fyrir Blikum. Guðrún Arnardóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Breiðabliks í þeim leik en þær leika auðvitað ennþá með liðinu. Það var hinsvegar Katrín Ásbjörns sem skoraði mark Þórs/KA.

Í liði Breiðabliks í dag eru sex leikmenn sem spiluðu þann leik en öllu meiri breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs/KA á þessum fjórum árum og aðeins þrír leikmenn enn í liðinu sem tóku þátt í úrslitaleiknum 2013.
Fyrir leik
Fróðlegt verður að sjá hvernig liðin nálgast leikinn í dag en bæði hafa þau á markmiðaskránni að vinna Borgunarbikarinn og hafa alla burði til.

Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari en liðið vann ÍBV 3-1 í úrslitaleik þann 12. ágúst síðastliðinn.

Þór/KA datt hinsvegar úr leik í undanúrslitum í fyrra þegar liðið tapaði fyrir ÍBV með einu marki.
Fyrir leik
Þór/KA hefur farið á kostum í Pepsi-deildinni í sumar og unnið alla leiki sína.

Breiðablik hefur hinsvegar hikstað og tapað tveimur leikjum, þar á meðal útileik gegn Þór/KA fyrir norðan í annarri umferð.

Þá vann Þór/KA 1-0 sigur en það var líklega naumasti sigur liðsins á tímabilinu þar sem að Breiðablik átti fín tækifæri til að setja mörk og fá eitthvað út úr leiknum.

Það er engin ástæða til að búast við öðru en hörkuspennandi og skemmtilegum leik. Síðustu 5 viðureignir liðanna hafa verið æsispennandi. Þór/KA hefur unnið einn leik, Breiðablik tvo og tvisvar hafa liðin skilið jöfn.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur Fótbolta.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá riiiisa bikarslag Breiðabliks og Þórs/KA!

Um er að ræða lokaleik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum voru spilaðir í gær og úrslitin eftirfarandi:

Þróttur R. 0-3 Haukar
Sindri 2-5 Grindavík
Selfoss 0-1 ÍBV
KR 1-5 Stjarnan
FH 0-4 Valur
HK/Víkingur 2-1 Fjölnir
Tindastóll 2-1 Fylkir
Byrjunarlið:
Natalia Gomez ('87)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('60)
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('60)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir ('60)
14. Margrét Árnadóttir ('60)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
Hlynur Birgisson

Gul spjöld:
Bianca Elissa ('84)

Rauð spjöld: