Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Haukar
1
1
Grótta
Elton Renato Livramento Barros '24 1-0
1-1 Ásgrímur Gunnarsson '48
02.06.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Fínasta veður. Blautt gervigras
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('83)
7. Davíð Sigurðsson
8. Þórhallur Kári Knútsson ('70)
9. Elton Renato Livramento Barros ('61)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
11. Arnar Aðalgeirsson ('70)
17. Gylfi Steinn Guðmundsson
19. Baldvin Sturluson
21. Alexander Helgason ('83)
28. Haukur Björnsson
33. Harrison Hanley ('61)

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Alexander Freyr Sindrason ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan á Gaman Ferða vellinum í kvöld.

Skýrsla og viðtöl væntanleg.
90. mín
Uppbótartíminn er hafinn.

Fáum við mark?
89. mín
Arnar Aðalgeirsson á skot fyrir utan teig, en það er laust og fram hjá.
88. mín
Þarna skapaðist hætta! Pétur Steinn kemst í skotfæri, en skot hans fer í varnarmann.
87. mín
Þetta stefnir í jafntefli. Lítil hætta að skapast þessa stundina.
83. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
82. mín
Frábært hlaup hjá Daníeli Snorra. Hann kemur boltanum á Björgvin, en skot hans er yfir.
81. mín
Góður sprettur hjá Hauki sem nær fyrirgjöf fyrir markið. Hann finnur Björgvin, en skalli hans fer yfir markið.
78. mín
Harrison aftur kominn í færi, en skot hans er varið.
77. mín
Ingólfur skýtur beint á Trausta úr aukaspyrnunni og Haukarnir eru fljótir að koma honum í leik. Harrisson Hanley er fremstur á hinum helmingnum, en hann er of lengi að athafna sig.
75. mín Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Grótta sækir hratt og Alexander brýtur af sér rétt fyrir utan teig.
73. mín
Haukarnir sækja á mörgum og það getur reynst hættulegt á hinum endanum. Darri Steinn, sem er nýkominn inn á, nær skoti sem Trausti ver.
70. mín
Það eru hér 20 mínútur eftir, fáum við annað mark?
70. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Grótta) Út:Agnar Guðjónsson (Grótta)
70. mín
Inn:Arnar Aðalgeirsson (Haukar) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Haukar)
69. mín
Alexander Kostic er brjálaður! Leikmaður Gróttu liggur eftir og Alexander er allt annað en sáttur með það að Haukarnir skyldu ekki setja hann út af.

Haukarnir svara og segja að Gróttumenn hafi sjálfir fengið tækifæri til þess.
68. mín
Terrance liggur eftir og fær aðhlynningu. Leikurinn er stopp.
66. mín
Inn:Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta) Út:Ásgrímur Gunnarsson (Grótta)
Nú kemur markaskorari Gróttu út af.
64. mín
Björgvin með skot sem fer af varnarmanni og fram hjá.

Liðin skiptast á sækja núna.
61. mín
Inn:Harrison Hanley (Haukar) Út:Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Markaskorarinn farinn af velli.
61. mín
Inn:Enok Eiðsson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
56. mín
Boltinn færðist af hægri kantinum og inn á miðjuna þar sem Björgvin er. Hann reynir skemmtilega sendingu inn fyrir vörnina og Þórhallur Kári nær að skalla til hans, en skallinn er laus og fram hjá markinu.
53. mín
Björgvin gerir þarna stórkostlega. Prjónar sig í gegnum vörn Gróttu og sendir hann á Þórhall Kára sem klárar vel, en rangstæða er dæmd.

Þriðja rangstöðumarkið í dag, en ég var ekki viss um þetta. Þetta var býsna tæpt.
51. mín
Það varð ekkert úr þessu horni. Trausti grípur.
49. mín
Þórhallur Dan sagði það rétta við sína menn í hálfleiksræðu sinni. Þeir eiga nú horn.
48. mín MARK!
Ásgrímur Gunnarsson (Grótta)
Stoðsending: Ingólfur Sigurðsson
ÞETTA BYRJAR MEÐ HVELLI. Loksins nær Grótta uppspili. Ingólfur Sigurðsson á ruglaða laumusendingu inn fyrir vörn Hauka og Ásgrímur Gunnarsson klárar vel.

Hvernig bregðast heimamenn við þessu?
46. mín
Leikur hafinn
Grótta byrjar seinni hálfleikinn. Ná þeir að taka eitthvað út úr þessum leik?
45. mín
Leikmenn koma aftur inn á völlinn. Það fer að styttast í seinni hálfleikinn.
45. mín
Astæður hér á Ásvöllum eru eins og best er á kosið. Vindur er í lágmarki og sólin hefur látið sjá sig. Það væri gaman að sjá fleiri í stúkunni þegar seinni hálfleikurinn hefst.
45. mín
Grótta hefur verið í vandræðum með skiptingarnar og löngu sendingarnar hjá Haukum. Haukarnir eru með Barros og Björgvin framarlega á vellinum og þeir eru stórhættulegir. Haukur Ásberg hefur einnig verið öflugur á hægri kantinum.
45. mín
Gestirnir byrjuðu betur og voru mjög kraftmiklir til að byrja með. Eftir um tíu mínútur eða svo tóku Haukarnir stjórnina og þeir hafa verið með hana síðan.

Þeir skoruðu eitt mark og hefðu hæglega getað sett fleiri.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Haukar eru sanngjarnt yfir.
45. mín
Agnar Guðjónsson, ungur leikmaður Gróttu, reynir að þræða sig í gegn, en vörn Hauka er sterk og hann kemst ekki mjög langt.
44. mín
Aron Jóhansson vinnur boltann og kemur honum á Björgvin, sem athafnar sig og kemur honum síðan á Barros sem er einn og yfirgefin. Barros nær skoti, en varnarmenn Gróttu hendar sér fyrir skotið og ná svo að hreinsa. ÞARNA SKALL HURÐ NÆRRI HÆLUM!
40. mín
Þetta hefur verið frekar rólegt síðustu mínúturnar. Haukar halda áfram að stjórna og pressa á meðan Gróttumenn liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum.
34. mín
Heimamenn hafa verið að stjórna leiknum og hafa ekkert gefið eftir þrátt fyrir að hafa skorað. Þeir ætla sér að skora meira!
33. mín
Björgvin skorar eftir sendingu frá Barros, en það er dæmt af vegna rangstöðu.
32. mín
Haukur Ásberg kominn í fínt færi, en skot hans er tiltölulega beint á Terrance í marki Gróttu.
32. mín
Haukar eru að spila 4-2-3-1/4-3-3 og Grótta er sýnist með að spila 4-4-2 eða 4-2-3-1.
30. mín
Trausti er staðinn á fætur og leikurinn hefst að nýju.
29. mín
Ingólfur Sigurðsson með fasta aukaspyrnu sem Trausti missir, þarna skapast hætta sem Trausti bjargar þó að lokum. Trausti liggur eftir og þarf aðhlynningu.
28. mín
Varnarmenn Gróttu ráða lítið við Barros. Hann er líkamlega stekur og dregur mikið til sín.
24. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
ÞARNA KOM ÞAÐ! Aron Jóhannsson með frábæran bolta upp kantinn á Hauk Ásberg sem nær honum fyrir og þar fær Barros boltann og nú skorar hann!

Þetta hefur legið í loftinu síðustu mínúturnar.
20. mín
Haukar að sækja í sig veðrið.
19. mín
HVERNIG SKORAÐI HANN EKKI? Björgvin á harðarspretti upp hægri kantinn og sendir boltann fyrir. Daníel Snorri skallar hann niður fyrir Barros sem fær tvær tilraunir til að koma boltanum í netið. Honum tekst það hins vegar ekki, seinna skotið fór í stöngina!
16. mín
Það varð ekkert úr hornspyrnunni. Hornspyrnunrnar lítið að skila sér hjá báðum liðum hér til að byrja með.
15. mín Gult spjald: Andri Þór Magnússon (Grótta)
Hélt í Barros og hægði á för hans í áðurnefndri sókn.
15. mín
Barros er snöggur og var þarna kominn einn í gegn eftir góða sendingu. Varnarmenn Gróttu gera vel og ná að hægja á honum. Horn sem Haukar fá.
14. mín
DAUÐAFÆRI! Björgvin gerir vel, nær skoti sem Terrance ver. Í kjölfarið dettur boltinn út í teiginn fyrir Daníel Snorra sem á skot fram hjá úr opnu færi. Hann hitti hann illa, en í þessari stöðu verður hann að gera betur!
12. mín
Lítið um hættuleg færi fyrstu mínúturnar. Meiri kraftur í gestunum þessa stundina.
8. mín
Sending inn fyrir vörn Hauka og Alexander Freyr, fyrirliði, heppinn að skalla hann ekki yfir sinn eigin makrvörð. Grótta heldur áfram að pressa.
7. mín
Mér sýnist Björgvin spila í holunni frægu. Hann lúrir fyrir aftan Barros.
6. mín
Ingólfur Sigurðsson með skot sem fer af varnarmanni. Grótta fær sína þriðju horspyrnu í leiknum. Þeir hafa byrjað af krafti!
4. mín
Þórhallur Dan er ekki eini fyrrum Haukamaðurinn sem er á skýrslu hjá Gróttu í kvöld. Terrance Dietrich, markvörður Gróttu, spilaði lengi hjá Haukum og Enok Eiðsson, sem er á bekknum í kvöld, er einnig fyrrum leikmaður Hauka.

Til þess að bæta við þetta er Alexander Kostic sonur Luka Kostic, fyrrum þjálfara Hauka.
2. mín
Sindri Scheving með hættulega sendingu í gegn á Barros sem er rangstæður. Þarna hefði getað skapast mikil hætta!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn eiga upphafssparkið.
Fyrir leik
Bæði lið taka "pepphring" áður en leikurinn hefst! Hefðbundið.
Fyrir leik
Það mættu alveg fleiri vera á áhorfendapöllunum! Allir á völlinn!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn og liðin eru lesin upp. Þetta er að skella á!
Fyrir leik
Það er spurning hvort Haukarnir spili Björgvini og Barros saman frammi. Stefán, þjálfari liðsins, ætlaði sér að gera það þegar hann tók við, en það virkaði ekki.

Gerir hann aðra tilraun í kvöld, eða er Björgvin á kantinum?
Fyrir leik
Hvet alla til þess að gera sér ferð hér á Gaman Ferða völlinn í kvöld. Það er stundarfjórðungur í leik og það vantar fólk í stúkuna.
Fyrir leik
Aðstæður eru mjög góðar. Það er búið að rigna í dag, en nú hefur stytt upp. Völlurinn er blautur og fínn. Vonandi fáum við skemmtilegan fótboltaleik!
Fyrir leik
Það eru 20 mínútur í upphafsflaut og hér hita menn upp. Leikmenn beggja liða og dómarar út á velli að hreyfa sig.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Haukar TV.

Ef þú kemst ekki á völlinn, þá geturðu fylgst með útsendingu af leiknum hérna: https://www.youtube.com/watch?v=sJyulE81RkM
Fyrir leik
Hjá Gróttu gerir Þórhallur Dan þrjár breytingar frá bikartapinu gegn ÍA í miðri viku.

Guðmundur Marteinn Hannessson, Andri Þór Magnússon og Ásgrímur Gunnarsson koma inn fyrir Arnar Þór Helgason, Darra Stein Konráðsson og Bjarna Rögnvaldsson.
Fyrir leik
Heimamenn gera tvær breytingar frá tapinu gegn Þór um síðastliðna helgi.

Björgvin Stefánsson og Þórhallur Kári Knútsson koma inn í liðið fyrir Arnar Aðalgeirsson og Hauk Björnsson sem fá sér báðir sæti á bekknum.

Björgvin hefur verið að glíma við meiðsli, en hann er klár í slaginn í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og þau má sjá hér efst til hliðar.
Ég hvet alla til þess að tísta um leikinn með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Haukar hafa núna verið í fríi í tæpa viku. Grótta spilaði hins vegar 120 mínútur í miðri viku í Borgunarbikarnum gegn ÍA.

Gróttumenn töpuðu leiknum eftir framlengingu, en þeir verða væntanlega með nokkrar þreyttar lappir inn á vellinum í kvöld.
Fyrir leik
Þórhallur Dan Jóhannsson er að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. Hann var aðstoðarþjálfari Hauka á síðasta tímabili, en núna er hann þjálfari Gróttu.
Fyrir leik
Grótta er nýliði í Inkasso-deildinni. Seltyrningar eru með fjögur stig í 9. sæti eins og staðan er núna, en það er betra en margir hefðu búist við.

Þeir töpuðu síðasta leik sínum gegn Þrótti R., 3-0, en áður hafði liðið unnið óvæntan sigur á Selfossi. Hvað gera þeir í kvöld?
Fyrir leik
Haukar, sem eru á heimavelli hér á gervigrasinu að Ásvöllum, hafa byrjað ágætlega. Þeim var ekki spáð sérstöku gengi fyrir mót, en eftir fjóra leiki er liðið með fimm stig í 8. sætinu.

Haukarnir unnu sinn fyrsta leik gegn Þrótti áður en þeir gerðu tvö jafntefli. Þeir töpuðu síðan gegn Þór á Akureyri í síðustu umferð og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir rauðklæddu bregðast við í kvöld.
Fyrir leik
Liðin tvö sitja í 8. og 9. sæti deildarinnar og því má búast við hörkuviðureign hér í kvöld.
Fyrir leik
Verið velkomin í beinta textalýsingu frá leik Hauka og Gróttu í Inkasso-deildinni. Leikurinn fer fram á Gaman Ferða vellinum.

Leikurinn hefst kl. 19:15, en ég mun hér færa ykkur helstu fregnir frá því sem á sér stað í honum. Endilega fylgist með!
Byrjunarlið:
12. Terrance William Dieterich (m)
Guðmundur Marteinn Hannesson
Pétur Theódór Árnason
Dagur Guðjónsson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('61)
8. Aleksandar Alexander Kostic (f)
11. Andri Þór Magnússon
14. Ingólfur Sigurðsson
16. Kristófer Scheving
17. Agnar Guðjónsson ('70)
21. Ásgrímur Gunnarsson ('66)

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
6. Darri Steinn Konráðsson ('70)
10. Enok Eiðsson ('61)
24. Andri Már Hermannsson
30. Bessi Jóhannsson

Liðsstjórn:
Þórhallur Dan Jóhannsson (Þ)
Pétur Már Harðarson
Pétur Steinn Þorsteinsson
Bjarni Rögnvaldsson
Björn Valdimarsson
Sigurður Brynjólfsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Andri Þór Magnússon ('15)

Rauð spjöld: