Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
Víkingur Ó.
1
4
KA
0-1 Emil Lyng '3
0-2 Emil Lyng '21
0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson '48
Gunnlaugur Hlynur Birgisson '86 1-3
1-4 Emil Lyng '88 , víti
05.06.2017  -  17:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: sólin kemur og fer. Hitinn er á bilinu 5-8°C.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 450
Maður leiksins: Emil Lyng
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
5. Hörður Ingi Gunnarsson
7. Tomasz Luba ('61)
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
10. Kwame Quee
11. Alonso Sanchez ('44)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson
32. Eric Kwakwa ('65)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('61)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('65)
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('44)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Leik lokið!
Markatala hjá Víking í síðustu tveim leikjum er því orðin 1-7. Ekki gott
90. mín
+2

Ásgeir slapp einn í gegn og setti boltann rétt framhjá markinu en það var búið að flagga hann rangstæðann
90. mín
90 komið á klukkuna. Sá ekki viðbótina. Trúi ekki að hún sé neitt rosalega mikil
89. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (KA) Út:Emil Lyng (KA)
Síðasta sem hann gerir er að kóróna þrennu sína
88. mín Mark úr víti!
Emil Lyng (KA)
Setti boltann vel út við stöng. Cristian var nálægt boltanum
87. mín
VÍTASPYRNA! Nacho Heras tekur Ásgeir niður í teignum
86. mín MARK!
Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
ÞVÍLÍKT MARK!

Hammer frá 30 metra færi í slánna og inn
85. mín
Leikar farnir að róast mjög mikið núna undanfarið
81. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Darko Bulatovic (KA)
Darko er búinn. Maður leiksins contender, hjá mér að minsta kosti
81. mín
Darko liggur eftir. Virðist hafa fengið krampa sem er vel skiljanlegt. Búinn að hlaupa úr sér lungun í þessum leik. Ekki í mikilli leikæfingu
78. mín
ÞVÍLIKT KLÚÐUR!!

Ég skil ekki hvernig Steinþóri Frey mistókst að skora úr þessu færi. Þeir komstu þrír á móti einum eftir mistök hjá Kenan. Emil Lyng bar boltann upp og gaf svo snilldarlega á fjær þar sem Steinþór var aleinn en setti boltann í stöngina
76. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Fyrsta breyting gestanna. Elfar kemur af velli. Hann hefur átt góðan dag
73. mín
Víkingar með boltann við vítateig gestanna en ná enn og aftur ekki að koma sér í skotið. Sóknin endar með slakri fyrirgjöf frá Herði
71. mín
Gengur eitthvað erfiðlega hjá Víkingum að koma sér í ákjósanlegt skotfæri í þessum leik
68. mín
Hvað var að gerast þarna!!

Mikill darraðadans í teig Víkinga. Cristian sló boltann frá Emil og Elfar ætlaði að vera mjög casual og setja boltann rólega í netið en Cristian fékk boltann beint í fangið þar sem hann lá á jörðinni
66. mín
Er búinn að vera reyna átta mig á þessari uppstillingu heimamanna. Sýnist að Nacho sé kominn í miðvörðinn með Aleix. Alfreð í hægri bak. Gunnlaugur og Kenan eru í djúpum með Pape fyrir framan sig. Þorsteinn og Kwame áfram á köntunum með Guðmund Stein fremstann
65. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Síðasta skipting heimamanna. Það á að blása til sóknar greinilega
61. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Tomasz hlýtur að vera meiddur
58. mín
Gunnlaugur og Ólafur skalla saman en standa báðir mjög fljótt upp. Halda báðir um höfuðuð sér en vilja báðir halda áfram og harka af sér
56. mín
Stórsókn hjá KA!!

Frábær sending hjá Hallgrími innfyrir á Elfar sem var einn á Luba. Náði að koma skoti frá sér sem small í slánni. Emil Lyng náði frákastinu og fast skot hans var vel varið af Cristian. Boltinn aftur á Emil en seinna skotið hans yfir markið
55. mín
Lítið í gangi núna síðustu 5. Mikið um miðjumoð
50. mín
Fyrsta mark Emils og mark Elfars komu eftir 3 mínútur í sitthvorum hálfleiknum
48. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Darko Bulatovic
þvílik byrjun á seinni hálfleiknum!

Mjög vel spilað hjá gestunum. Hár bolti í svæðið á Darko. Nacho var hársbreidd frá boltanum og Darko kom boltanum fyrir þar sem Elfar mætti á nær
45. mín
Engin breyting á liðunum í hálfleik en Víkingar hafa nú þegar notað eina skiptingu þegar Alonso Sanchez fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Gerðist mjög lítið í þessum uppbótartíma. KA 2-0 yfir í leikhléi
45. mín
2 mín bætt við
44. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.) Út:Alonso Sanchez (Víkingur Ó.)
Ekki góðar fréttir fyrir Víkinga. Alonso Sanchez fékk eitthvað högg á síðuna fyrr í leiknum og bað um skiptinu. Um leið og stöðvað var leikinn núna þá lagðist Alonso niður og fékk hjálp frá Antonio útaf vellinum
42. mín
RISAFÆRI HJÁ VÍKING!
Guðmundur Steinn fékk boltann í lappir og gaf út á Kwame sem plataði Hrannar uppúr skónum en skotið aaaarfaslakt og hátt yfir. Þetta liggur í loftinu
41. mín
Hörður Ingi nálægt því að koma sér og sínu liði í mikla hættu. Sneri til baka og ætlaði að senda á Aleix sem var með Emil og Elfar í bakinu en Aleix náði að bjarga mjög vel og koma boltanum frá
38. mín
Báðir menn heilir að húfi og geta sem betur fer haldið leik áfram
37. mín
Pása gerð á leiknum. Þorsteinn og Rajko skullu saman og lágu báðir eftir. Þorsteinn fer útaf fyrir aðhlynningu frá Antonio Grave á meðan hugað er að Rajko
36. mín
Alonso með GEEEEEÐVEIKA sendingu innfyrir á Guðmund Stein. Steini tók sér aaaaðeins og mikin tíma og Rajko náði að loka á hann og verja.
34. mín
Ólafur Aron með skot fyrir utan teig en framhjá markinu
32. mín
Víkingar að spila mjög vel núna. Nú þurfa þeir bara að pota inn marki og þá erum við með þrælskemmtilegan leik í höndunum
30. mín
Bæði lið dugleg að loka á hvort annað núna
27. mín
Víkingar eru að sækja mikið á fyrirgjöfum og háum boltum til þess að nýta styrki Guðmunds Steins sem mest
24. mín
Vörn Víkinga hefur ekki verið nægilega vel samstillt til þessa og er það að sýna sig í þessum mörkum sem þeir hafa fengið á sig
21. mín MARK!
Emil Lyng (KA)
Stoðsending: Darko Bulatovic
KA-menn eru búnir að bæta við!

Mikið ofboðslega var þetta nú einfalt mark.
Langt innkast hjá Darko og Emil stökk manna hæst og skallaði yfir Cristian
18. mín
Hallgrímur Mar eða Haxgrímur Mar eins og hann er kallaður við það að sleppa í gegn. Nacho Heras sýndi hraða sinn og náði að elta hann uppi og vinna af honum boltann. Vel varist hjá Nacho
15. mín
Víkingar eru að sækja vel núna síðustu mínútur. Kwame er allt í öllu í sóknarspili heimamanna og nú rétt í þessu átti hann fyrirgjöf á kollinn á Guðmundi Stein en skalli hans beint á Rajkovic
12. mín
SVAKALEG HÆTTA VIÐ MARK VÍKINGA!

Almarr fékk að fara mjög auðveldlega upp völlinn með boltann. spilaði þríhyrning við Ásgeir og var alltíeinu kominn með mikið pláss á hægri kantinum. Fyrirgjöfin góð á Elfar sem var aaaaaaleinn í teignum. Náði ekki að fóta sig og Luba kom boltanum frá í tæka tíð
11. mín
Akureyringar leyfa Víkingm svolítið að leika sér með boltann bara og þegar tækifærið gefst þá ráðast þeir á þá með þungri pressu
9. mín
Víkingar eru búnir að vera meira með boltann og mikið í kringum vítateig gestanna en KA er með mjög þykkann og góðan varnarmúr. Víkingar leita ennþá af fyrsta skoti sínu á markið. KA eru búnir að vera góðir í að beita skyndisóknum
5. mín
Þá get ég loksins komið með uppstillingu KA-manna
Rajko
Hrannar-Ólafur-Callum-Darko
Trninic-Almarr
Ásgeir-Lyng-Hallgrímur
Elfar Árni
3. mín MARK!
Emil Lyng (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!!!!!

Sending í gegn á Ásgeir. það var rangstöðulykt af þeirr sendingu en erfitt að sjá. Cristian út á móti en Ásgeir var sneggri. Chippaði yfir hann og Emil mætti á fjær og potaði boltanum inn

2. mín
uppstilling Víkings
Cristian
Nacho-Luba-Aleix-Hörður
Eric-Kenan
Þorsteinn-Alonso-Kwame
G.Steinn
1. mín
Tók Víkinga heilar fimm sekúndur að koma boltanum inní teig gestanna og heimta vítaspyrnu. Hárrétt að dæma ekki að mér sýndist
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Víkingar sem byrja með boltann og sækja í átt að sundlauginni í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Þá fer óðum að styttast í að leikar hefjist og eru leikmenn farnir inní klefa að gera sig klára. Við blaðamenn heimtum gleði og skemmtun í þessum leik og helst nóg af mörkum
Fyrir leik
hvorugu liðinu hefur tekist að sigra deildarleik síðan í 3. umferð Pepsi deildarinnar en þá sigruðu KA menn Fjölni 2-0 og Víkingar sigruðu Grindavík 3-1 en það eru hins vegar einu stigin sem Víkingar hafa náð að safna í ár
Fyrir leik
Gestirnir í dag frá Akureyri hafa farið aðeins betur af stað í deildinni á þessari leiktíð en fyrir þennan leik situr liðið í 5. sæti, einu stigi fyrir neðan FH sem hafa leikið sinn leik í 6. umferðinni.
Fyrir leik
já góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á leik Víkings Ólafsvíkur og KA í þriðja leik sjöttu umferðar pepsi-deildar karla 2017
Byrjunarlið:
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
4. Ólafur Aron Pétursson
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('76)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
19. Darko Bulatovic ('81)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Emil Lyng ('89)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Ívar Örn Árnason ('81)
7. Daníel Hafsteinsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('76)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: