Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur R.
2
1
Fjölnir
0-1 Þórir Guðjónsson '19
Ivica Jovanovic '59 1-1
Vladimir Tufegdzic '70 , víti 2-1
05.06.2017  -  20:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Lítils háttar gola á hlið, sólin að brjótast reglulega út og 14 stiga hiti. Hreint geðveikislega mergjaðar aðstæður í Víkinni!
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1035
Maður leiksins: Alex Freyr Hilmarsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson
11. Dofri Snorrason ('80)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic ('89)
25. Vladimir Tufegdzic ('76)

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('76)
10. Muhammed Mert
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('89)
24. Davíð Örn Atlason ('80)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('42)
Ragnar Bragi Sveinsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar sigra!

Skýrsla og viðtöl eru á leiðinni.
90. mín
+3

Fjölnismenn reyna að dæla hátt og langt en Víkingsvörnin skallar allt í burtu.
90. mín
Hér verða 4 mínútur í uppbót.
89. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
88. mín
Hér fær forráðamaður Fjölnis reisupassann frá tríóinu...sá ekki hver en þó enginn af titluðum þjálfurum.
87. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.)
Stöðvar skyndisókn Fjölnis á miðjunni.
86. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Igor Taskovic (Fjölnir)
85. mín Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir)
Viðskipti hér úti á velli þegar boltinn var ekki nálægt.
84. mín
Víkingar virðast vera að falla aftar á völlinn.
80. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Hrein skipting hér.

Dofri sárþjáður...rifbeinsbrot?
79. mín
Dofri liggur hér og heldur um rifbeinin...leik virðist lokið hjá honum.
78. mín
Dauðafæri hjá heimamönnum.

Erlingur er kominn á hægri kantinn, kemst framhjá Bojan og leggur inn í teig á Alex sem skýtur framhjá!
76. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Hrein skipting.
74. mín
Fjölnismenn komnir í 4-4-2 kerfið.

Þórir uppi á topp með Solberg, Birnir er á vinstri kanti. Anton og Taskovic inni á miðjunni, Ingimundur Níels á hægri. Vörnin sú sama.
71. mín
Inn:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
71. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
70. mín Mark úr víti!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Öruggt!

Sendir Þórð í vitlaust horn og klínir í hliðarnetið.
69. mín Gult spjald: Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
Brotið á Alex
69. mín
VÍTI SEM VÍKINGUR FÆR!

Skyndisókn Víkinga þar sem Alex kemst í gegn vinstra megin, Torfi hleypur inní hann og nú dæmir Pétur víti.

Hárréttur dómur.
68. mín
Enda á milli!memeð ú

Jovanovic fékk skotfæri sem Þórður greip, Fjölnismenn beint upp völlinn með hraði en Róbert bjargaði með úthlaupi.
66. mín
Skotið beint í tveggja manna vegg...ekki nægilega vel gert.
65. mín
Klaufabrot hjá Torfa...hér á Ívar skotfæri!
63. mín
Stanslaus pressa heimamanna, Jovanovic vinnur boltann af Bojan og sendir á fjæar þar sem Siers nær að bjarga naumlega með Ragnar tilbúinn að setja þennan.
61. mín
Aftur hætta úr horni, nú sendir Ívar á fjær þar sem Alex skallar framhjá.
59. mín MARK!
Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
Vel útfærð hornspyrna, skallað í miðjan teiginn þar sem Alex lagði boltann á Ragnar sendi fastan bolta inn á markteiginn þar sem Jovanovic stýrði boltanum í netið.
57. mín
Viktor Bjarki leggst hér niður á miðjan völlinn og heldur um hné sér...lítur ekki vel út.
55. mín
Jovanovic með skalla yfir eftir sendingu frá vinstri.
51. mín
Fín sókn Víkinga sem endar með lausu skoti frá Alex sem Þórður grípur örugglega.
50. mín
Sá seinni byrjar eins og sá fyrri.

Víkingar pressa stíft.
46. mín
Leikur hafinn
Farið af stað aftur í Víkinni.

Heimamenn sækja á móti sól í átt að félagsheimilinu.
45. mín
Hálfleikur
Fjölnismenn leiða hér.

Víkingar að pressa stíft fyrstu 20 mínúturnar en þá stela Fjölnismenn marki og hafa bætt sig verulega eftir því sem á hefur liðið leikinn.

Fleiri mörk og fjör framundan.
45. mín
Fjölnismenn að ná yfirhönd hér undir lok hálfleiksins.
42. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Nokkur peysutog á Ljubicic
41. mín
Frábærlega afgreitt hjá Gunnari Má.

Taskovic með aukaspyrnu sem að fer á vítapunktinn þar sem Gunnar tekur hann örsnöggt niður og skýtur á markið en Róbert ver.
39. mín
Jovanovic fær boltann inn í teiginn en dettur þegar hann teigir sig í boltann, þetta var færi.
35. mín Gult spjald: Igor Taskovic (Fjölnir)
Fjölnismenn fá aukaspyrnu eftir brot frá Alex.

Taskovic kemur aðvífandi og töluverður atgangur var um stund. Að honum loknum kallar Pétur á Taskovic og dregur spjaldið upp.
33. mín
Darraðadans heitir víst þetta!

Alex með flotta spyrnu á markteiginn fjær og þar ná Víkingar tveimur skotum að marki, það fyrra ver Þórður og síðan kemst Torfi fyrir það seinna. Stúkan taldi að um hendi væri þar að ræða...en ennþá ekkert víti.
32. mín
Ingimundur brýtur hér á Ragnari á hættulegum stað.
28. mín
Fjölnismenn að fá sjálfstraustið eftir markið, komnir framar á völlinn og eiga séns á að koma sér í færi...og farnir að spila boltanum á milli sín mun betur en í upphafi.
23. mín
Bíddu nú!

Stór ákvörðun hjá Pétri. Misheppnuð hreinsun kemur Tufa í færi, Þórður kemur út fyrir teiginn og Tufa vippar yfir hann og inn í teig. Þar lendir hann í klafsi við Hans Viktor og dettur...stúkan albiluð að ekki hafi verið dæmt víti þarna. Þarf að skoða betur.
19. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Marcus Solberg
Þessi íþrótt!

Fyrsta sókn Fjölnis, Víkingar slökkva á sér í innkasti sem ratar á Solberg, hann einhvern veginn þvælist inn í boxið og leggur á Þóri sem setur hann undir Robba. Komið mark...og hin alkunna klisja um að það sé gegn gangi leiksins á svo sannarlega við!
18. mín
Þakka Sverri Einars fyrir að benda mér á mína vitleysu. Igor Taskovic var auðvitað í Fjölnisherbúðum um stund...sem fyrirliði!!!

Sló mig utanundir fyrir þessa vitleysu...bara nokkuð fast!
15. mín
Jovanovic við það að sleppa í gegn en fékk rangstöðuflagg...og í næstu sókn er Alex klaufi að sleppa ekki í gegn.

Bara eitt lið á vellinum í bili.
12. mín
Pressa heimamanna er að þyngjast hér.
11. mín
Tufa vill hér fá hendi og aukaspyrnu á hættulegum stað en Pétur ekki á því - sem er hárrétt.
9. mín
Frábær sókn heimamanna endar með því að Alex stingur á Tufa sem stakk sér milli bakvarðar og hafsents og afgreiddi boltann í markið.

EN...flaggið fór upp. Þetta var tæpt!
7. mín
Fyrstu merkin eru að Víkingar ætli að fara mikið upp hægra megin og keyra á Bojan í vinstri bakrverðinum.

Þessar fyrstu mínutur hafa heimamenn verið mun sterkari.
6. mín
Fjölnir eru í sama kerfi.

Þórður

Siers - Hans - Torfi - Bojan

Jugovic - Taskovic

Ingimundur - Gunnar - Þórir

Solberg

5. mín
Víkingar spila 4-2-3-1

Robbi

Dofri - Lowing - Halldór - Ívar

Arnþór - Viktor

Tufa - Alex - Ragnar

Jovanovic
1. mín
Víkingar byrja ferskt, fá strax horn.
1. mín
Leikur hafinn
Off we go!!!
Fyrir leik
Einstaklega gleðileg sjón!

Hanskafólkið er aðalfólkið, fyrirliðar beggja liða í kvöld eru markmenn.

Doddi vann hlutkestið og ætlar að sparka í átt að víkinni. Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Loksins grillir í liðin.

Fremstir bláklæddir hinir huggulegustu dómarar. Liðin eru í sínum hefðbundnu litum í kvöld, ekkert varavesen!!!
Fyrir leik
Þetta er rétt að bresta á...farið að týnast vel í stúkuna, Pepsi-fáninn er í höndum krakkana, innleiðarar og boltaguttar klárir, nú er bara beðiða eftir liðunum.
Fyrir leik
Í ljósi twitterfærslunnar hér að neðan, endilega skellið myllumerkinu #fotboltinet við færslurnar ykkar sem fylgist með leiknum.

Hver veit nema að þær endi hér í leiklýsingunni!

Fyrir leik
Það verður nú vart fundin öllu leikreyndari þjálfarakvartett en hér í kvöld þegar kemur að efstu deild.

Gústi Gylfa og Gummi Steinars áttu fjölda tímabila í lykilhlutverkum í deildinni og hjá heimamönnum eru á sama hátt einhver hundruð leikja að baki þeirra Loga og Bjarna!
Fyrir leik
Það er býsna óalgengt en okkur hér sýnist enginn leikmaður vera hér að mæta sínu fyrra félagi...nokkuð sem er nú ekki algengt að komi upp milli tveggja Reykjavíkurliða.
Fyrir leik
Fjölnismenn unnu Víkinga í Víkinni í fyrra, 1-2 með mörkum Martin Lund. Mark heimamanna gerði Bjarni Runólfsson.

Í Grafarvoginum urðu sömu tölur, 2-1 Fjölnissigur þar sem Þórir Guðjóns og Igor Jugovic skoruðu fyrir Fjölni en Alex Freyr Hilmarsson fyrir Fjölni.

Síðasti Víkingssigur á Fjölni var sumarið 2015, 2-0.
Fyrir leik
Þetta verður leikur hins íslenska tanara!

Þeir sem ætla sér að verða þeldökkir geta vart fundið betri stað en Víkingsstúkuna í kvöld. Sólin skín glatt og dauðalögn.

Sól og sæla á ekki breik í dæmið!
Fyrir leik
Auk Péturs sem blæs í flautuna eru í dómaratríóinu þeir Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason sem flagga og svo er Einar Ingi Jóhannsson til vara og fjórði maður.

Eftirlitsmaður er Ólafur Kjartansson.
Fyrir leik
Víkingar hafa enn ekki unnið heimaleik í deildinni í sumar og í raun ekki unnið leik síðan í fyrstu umferðinni.

Fjölnismenn biðu lægri hlut heima fyrir Stjörnunni í síðustu umferð en unnu frækinn sigur í Kaplakrika umferðina þar á undan.
Fyrir leik
Leikurinn er fyrsti heimaleikur Víkinga undir stjórn Loga Ólafssonar frá því seint á síðustu öld þegar hann gerði þá að Íslandsmeisturum og tók þátt í toppbaráttunni reglulega.

Heilmikil nostalgíufílingur sem svífur yfir vötnum.
Fyrir leik
Góðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá lokaleik 6.umferðar PEPSI-deildarinnar, þegar Víkingar úr Fossvogi keppa við annað vogs-lið, Fjölnismenn úr Grafarvogi.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('71)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Igor Taskovic ('86)
7. Bojan Stefán Ljubicic
8. Igor Jugovic ('71)
9. Þórir Guðjónsson
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Birnir Snær Ingason ('71)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('86)
13. Anton Freyr Ársælsson ('71)
22. Kristjan Örn Marko Stosic
25. Þorgeir Ingvarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford
Ísak Leó Guðmundsson

Gul spjöld:
Igor Taskovic ('35)
Torfi Tímoteus Gunnarsson ('69)
Anton Freyr Ársælsson ('85)

Rauð spjöld: