Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man City
3
2
QPR
Pablo Zabaleta '39 1-0
1-1 Djibril Cisse '48
Joey Barton '55
1-2 Jamie Mackie '65
Edin Dzeko '90 2-2
Sergio Aguero '90 3-2
13.05.2012  -  14:00
Etihad-leikvangurinn
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Mike Dean
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
13. Willy Caballero (m) ('75)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
8. Samir Nasri
10. Sergio Aguero
15. Jesús Navas ('69)
21. David Silva
22. Gael Clichy
42. Yaya Toure ('45)

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
2. Micah Richards
7. James Milner
10. Edin Dzeko ('69)
13. Aleksandar Kolarov
18. Frank Lampard ('75)
34. Nigel De Jong ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
MANCHESTER CITY ENGLANDSMEISTARI 2012! ÞVÍLÍK DRAMATÍK!
90. mín
ÞETTA ER ÞAÐ ÓTRÚLEGASTA SEM ÉG HEF SÉÐ! MARIO BALOTELLI MEÐ STOÐSENDINGU OG SERGIO AGUERO SKORAR! ÉG Á EKKI TIL ORÐ!!!
90. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
90. mín
DZEKO SKORAR EFTIR HORNSPYRNU! HVAÐ GERIST UNDIR LOKIN?
90. mín MARK!
Edin Dzeko (Man City)
90. mín
BALOTELLI! Hann fékk dauðafrítt skallafæri, en Kenny varði frá honum. Hann er klárlega maður leiksins í dag!
86. mín
Er Manchester United að ná fram hefndum frá árinu 1968? Man City vann þá deildina eftir að hafa tekið Newcastle í lokaumferðinni, en Man Utd tapaði þá einmitt fyrir Sunderland!!
85. mín
Dzeko með góðan skalla, en Kenny ver þetta!
79. mín
Balotelli kemur sterkur inn! Nær skoti á markið, en Kenny ver aftur frábærlega!
78. mín
Dauðafæri!! Samvinna frá Aguero og Dzeko endar með því að Kenny ver frábærlega!
75. mín
Inn:Jay Bothroyd (QPR) Út:Bobby Zamora (QPR)
75. mín
Bjargar Balotelli málunum fyrir Man City?
75. mín
Inn:Frank Lampard (Man City) Út:Willy Caballero (Man City)
73. mín
QPR með ótrúlega varnarvinnu, þeir eru fyrir, en það er nóg. Þeir eru jú að berjast fyrir lífi sínu.
72. mín
Kenny ver glæsilega frá Tevez eftir hornspyrnu!
69. mín
Inn:Edin Dzeko (Man City) Út:Jesús Navas (Man City)
65. mín
Ljóst að Newcastle missir af Meistaradeildinni. John Heitingar var að koma Everton í 3-0.
65. mín
ÓTRÚLEGT! Armand Traore á sprettinum kláraði það vel og fyrirgjöfin en betri, þar var Jamie Mackie mættur og skallaði framhjá Joe Hart í markinu. QPR er uppi sem stendur og Man Utd örugglega meistari með þriggja stiga forskot!
65. mín MARK!
Jamie Mackie (QPR)
63. mín
Hálftími eftir og Man Utd stendur uppi sem sigurvegari sem stendur. QPR þó manni færri, svo þetta er allt opið.
59. mín
Inn:Armand Traore (QPR) Út:Djibril Cisse (QPR)
56. mín
Það er aukaspyrna á hættulegum stað fyrir utan, en það var spurning hvort þetta væri vítaspyrna áðan!
55. mín
Kemur ekki á óvart frá Barton, en þetta var réttur dómur!
55. mín
ÞAÐ ER ALLT AÐ GERAST! Joey Barton gaf Carlos Tevez olnbogaskot og fékk að líta rautt fyrir. Hann er að ganga af velli og hendir Sergio Aguero í jörðina. Hann lendir svo í rifrildi við Mario Balotelli á leiðinni af vellinum og Micah Richards þarf að fylgja honum útaf!
55. mín Rautt spjald: Joey Barton (QPR)
55. mín
WBA 2-3 Arsenal
2-3 Laurent Koscielny ('55)
51. mín
VÁ! Clint Hill nálægt því að skora sjálfsmark. Samir Nasri með gott hlaup og fyrirgjöf sem fer rétt framhjá.
48. mín
Man Utd á toppinn aftur, þetta er ótrúlegt!
48. mín
DJIBRIL CISSE AÐ JAFNA! Shaun Wright-Phillips sendi boltann hátt upp í loftið og Joleon Lescott gaf þetta á hrikalegan hátt. Hann hoppaði upp í skallan og það vildi ekki betur en svo að hann skallaði hann aftur á bak, þar var Cisse sem kláraði færið vel með þrumuskoti!
48. mín MARK!
Djibril Cisse (QPR)
47. mín
Samir Nasri reynir skot úr aukaspyrnu af 35 metrunum, en boltinn rétt yfir markið.
46. mín
Jæja síðari hálfleikur hafinn!
45. mín
Ef við eigum að fara yfir það sem er að gerast í hálfleik, þá er staðan þannig að QPR er fallið. Bolton er að leiða gegn Stoke á Britannia og er því uppi og svo vita allir að Man City er meistari sem stendur og Man Utd fylgir fast á eftir með því að vera 0-1 yfir gegn Sunderland.

Arsenal og Tottenham eru á leið í Meistaradeild Evrópu. Newcastle er að tapa fyrir Everton 2-0 á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru þá að gera markalaust jafntefli við Liverpool.
45. mín
Hálfleikur:

Manchester City leiðir leikinn og það verður erfitt fyrir Mark Hughes og félaga að snúa taflinu við.
45. mín
Stoke 1-2 Bolton
1-2 Kevin Davies ('44)

QPR er fallið sem stendur. Það breytist allt á örfáum mínútum í þessari deild!
45. mín
Inn:Nigel De Jong (Man City) Út:Yaya Toure (Man City)
44. mín
Sergio Aguero með skot fyrir utan teig, en Kenny heldur boltanum. Þeir eru að reyna að klára þennan leik bara í fyrri hálfleik.
42. mín
Það er ekki annað hægt en að dást að Toure í dag. Hann harkar af sér meiðslin, leggur upp markið og er að láta hlúa að sér núna. Hann vill meira en allt taka titilinn í dag, það er greinilegt!
41. mín
Stoke City 1-1 Bolton
1-1 Mark Davies ('41)
40. mín
City komið á toppinn á ný!
39. mín
Þvílíkt spil! David Silva lagði hann inn í teig á Yaya Toure, hann tók snöggan bolta á Zabaleta sem kom á ferðinni og skoraði. Paddy Kenny varði boltann yfir sig og í netið!
39. mín MARK!
Pablo Zabaleta (Man City)
39. mín
Honum tókst á endanum að harka þetta af sér, en ég sé skiptingu gerast í hálfleik og þá Nigel De Jong inn á, jafnvel Mario Balotelli og allt lagt í sölurnar. Það er aldrei að vita.
34. mín
Yaya Toure liggur eftir á vellinum, hann er sennilega tognaður.
32. mín
Það er allt lesið hjá QPR í dag, en þeir verjast samt sem áður vel. Þeir reyna að beita skyndisóknum en lítið að gerast þar.
30. mín
WBA 2-2 Arsenal
2-2 Andre Santos ('30)
27. mín
Everton 2-0 Newcastle
2-0 Nikica Jelavic ('27)
26. mín
Jahá Shaun Wright-Phillips tæpur! Hann hoppaði skallabolta við Yaya Toure, en höndin hans fór með og var boltinn rétt fyrir utan teig. David Silva neglir svo spyrnunni í vegginn.
24. mín
Cisse með hörkuskot! Hann tók hann niðri, en Joe Hart var vel á verði og hélt boltanum.
23. mín
Lítið sem ekkert að gerast í leik City og QPR. Gestirnir eiga þó aukaspyrnu fyrir utan teig núna, spurning hvað verður úr henni.
20. mín
Sunderland 0-1 Manchester United
0-1 Wayne Rooney ('20)

Það er komið mark hjá Man Utd! Liðið er á toppnum tímabundið og nú er pressan farin að aukast á nágranna þeirra í Man City. Þetta er rétt að byrja, þessi dagur!
16. mín
Everton 1-0 Newcastle
1-0 Steven Pienaar ('16)
16. mín
Aftur í leikinn! David Silva með hættulegt skot, en Paddy Kenny sér við honum!
15. mín
WBA 2-1 Arsenal
2-1 Graham Dorrans ('15)

Tottenham getur nú stolið þriðja sætinu og vinni Newcastle, þá missir Arsenal af sæti í Meistaradeild Evrópu í haust.
13. mín
Stoke City 1-0 Bolton Wanderers
1-0 Jonathan Walters ('13)

Þetta eru fréttir. Þetta þýðir að QPR er uppi, hvort sem liðið tapar eða ekki. En ef Bolton vinnur leikinn, þá fer QPR niður ef þeir fá ekki þrjú stig í dag!
12. mín
WBA 1-1 Arsenal
1-1 Shane Long ('12)
11. mín
Eins og flestir bjuggust við. Man City sækir að QPR í leiknum og eru að leita að glufu til þess að ná að brjóta múrinn, þetta verður eitthvað, þessi dagur!
4. mín
WBA 0-1 Arsenal
0-1 Yossi Benayoun ('4)
2. mín
Tottenham Hotspur 1-0 Fulham
1-0 Emmanuel Adebayor ('2)
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Mario Balotelli er á bekknum hjá Man City í dag, þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri á leið í sumarfrí. Vegabréfið gæti þá hafa verið fyrir ferðir hans með ítalska landsliðinu, en leikmenn þurfa að láta af hendi vegabréfsáritun og annað fyrir landsliðin.
Fyrir leik
Jæja það fer að styttast í að leikir dagsins hefjist. Það mæðir allt á Man City í dag, það er ljóst!
Fyrir leik
Byrjunarlið Sunderland: Mignolet (m), O'Shea, Bardsley, Turner, Bramble, Gardner, McClean, Colback, Vaughan, Sessegnon, Campbell.
Fyrir leik
Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Jones, Evra, Ferdinand, Evans, Valencia, Young, Scholes, Carrick, Giggs, Rooney.
Fyrir leik
Liðið hjá QPR komið einnig, hér til hægri!
Fyrir leik
Byrjunarliðin að detta inn hægt og rólega. Lið Man City má sjá hér til vinstri.
Fyrir leik
Skemmtileg staðreynd fyrir bæði stuðningsmenn QPR og Man Utd. City hefur einungis unnið þrjá leiki af fjórtán á síðasta leikdegi úrvalsdeildarinnar.
Fyrir leik
Ég mun þá að sjálfsögðu færa ykkur byrjunarliðin úr leiknum um leið og þau koma, sem og úr leik Sunderland og Manchester United. Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaða dagsins verður í deildinni, en allt getur gerst.
Fyrir leik
Við munum þá fylgjast með gang mála úr öðrum leikjum dagsins, þá sérstaklega leik Sunderland og Manchester United. Fleiri góðir leikir eru á dagskrá og munum við birta það helsta úr þeim einnig.
Fyrir leik
Mark Hughes, stjóri QPR, reynir þá að ná fram hefndum gegn sínu gamla félagi Manchester City, en hann var látinn taka poka sinn hjá félaginu á sínum tíma á ósanngjarnan hátt.
Fyrir leik
Ég hvet þá notendur samskiptavefsins Twitter að vera duglegir í færslunum, þar sem vel valdnar færslur verða birtar í lýsingunni. Hashtagið #fotbolti verður notað eins og oft áður.
Fyrir leik
Óhætt er að segja að allt sé undir í dag. Manchester City getur með sigri orðið enskur meistari á meðan QPR gerir allt til þess að bjarga sér frá falli, svo að okkar gæti ekki beðið meira spennandi leikur.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af leik Manchester City og QPR, en í dag fer fram lokaumferðin í enska boltanum.
Byrjunarlið:
1. Paddy Kenny (m)
3. Clint Hill
4. Shaun Derry
12. Jamie Mackie
17. Joey Barton
23. Djibril Cisse ('59)
32. Shaun Wright-Phillips
34. Taye Taiwo
35. Anton Ferdinand
42. Nedum Onuha
52. Bobby Zamora ('75)

Varamenn:
6. Danny Gabbidon
7. Adel Taarabt
9. D. J. Campbell
10. Jay Bothroyd ('75)
13. Armand Traore ('59)
14. Akos Buzsaky
24. Radek Cerny (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Joey Barton ('55)