Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
66' 2
1
Breiðablik
Ísland
0
0
Írland
08.06.2017  -  18:45
Tallaght Stadium í Dublin
Vináttulandsleikur kvenna
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m) ('45)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir ('45)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('66)
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('80)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('68)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m) ('45)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('68)
5. Lára Kristín Pedersen
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('80)
10. Dagný Brynjarsdóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('45)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('66)
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Sigríður Lára Garðarsdóttir ('37)
Glódís Perla Viggósdóttir ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með markalausu jafntefli.

Baráttuleikur við erfiðar aðstæður og svosem ekkert óeðlileg úrslit miðað við allt og ekkert.

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslur í kvöld.
93. mín
Ingibjörg tekur aukaspyrnuna en snýr boltann framhjá!
93. mín
Soft en ágætt að við fáum að njóta vafans. Írar brjóta á Öglu Maríu sirka 22 metrum frá marki og Ísland fær aukaspyrnu. Líklega síðasti séns kvöldsins.
92. mín
Það eru 3 mínútur í uppbótartíma.
91. mín
BERGLIND BJÖRG!

Berglind er nálægt því að skora! Fær fína fyrirgjöf og skallar boltann niður og á milli fóta á Hourihan markverði sem nær að redda sér og kemur í veg fyrir að boltinn fari yfir marklínuna.
90. mín
Sandra!

Gerir vel í að verja skot frá O'Gorman.
89. mín
McCabe reynir fyrirgjöf en Sandra gerir vel í að kýla boltann frá.

Írar hafa valið Karen Duggan sem mann leiksins.
88. mín
Vel gert Agla María!

Á flott hlaup framhjá tveimur varnarmönnum og í gegnum tvo polla en Írar ná að stoppa hana áður en hún nær skoti á mark.
86. mín
Sókn hjá Írunum. Ég hélt tvisvar að þetta væri að renna út í sandinn þegar boltinn stoppaði í polli en þær djöfluðust áfram og voru nálægt því að ná fyrirgjöf.
84. mín
Díses kræst! Það er brotið á Öglu Maríu en hún er dæmd brotleg! Ég er auðvitað hlutlægur stuðningsmaður Íslands og allt það en þetta er tómt bull.
83. mín Gult spjald: Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Glódís fer í bókina fyrir litlar sakir. Dómgæslan ekkert til að hrópa húrra fyrir hér í kvöld.
82. mín
Gleymdi mér í hasarnum en Rakel Hönnudóttir er komin í hægri vængbakvörð og Gunnhildur Yrsa á miðjuna.
81. mín
Frábært Gunnhildur Yrsa!

Enn og aftur er hún að vinna vel til baka og stoppa sóknir Íranna.
80. mín
Inn:Claire O'Riordan (Írland) Út:Megan Campbell (Írland)
Írar skipta. Campbell búin að vera spræk í leiknum.
80. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland)
Berglind Björg fer í framlínuna síðustu 10 mínútur leiksins.
79. mín
Völlurinn er orðinn afar erfiður viðureignar. Boltinn rúllar hægt en bæði lið reyna að spila með jörðinni um þessar mundir. Það svoleiðis hellirignir!
77. mín
Ingibjörg flott í sínum fyrsta A-landsleik!

Skrokkar þarna sóknarmann Íra og vinnur markspyrnu.
75. mín
Þarna reddaði einn pollurinn okkur. O'Sullivan var komin á hlaupið í skyndisókn en boltinn varð eftir í polli.
73. mín
Inn:Niamh Fahey (Írland) Út:Megan Conolly (Írland)
Heimakonur skipta.
72. mín
Vel gert Glódís! Stígur fyrir sóknarmann Íra og snýr vörn í sókn.

Það er þéttur pakki sem íslenska liðið þarf að komast í gegnum en Hallbera er að fá svolítið pláss vinstra megin.
70. mín
Frábær tækling hjá Fríðu! Kemur í veg fyrir að Írar nái að búa eitthvað til.

Vallarþulurinn tilkynnir okkur að það séu 862 áhorfendur á vellinum. Töluvert minna en búist var við. Rigningin mögulegur áhrifavaldur.
68. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Svava Rós kemur inn fyrir Fanndísi.
67. mín
Íslensk hornspyrna. Góð samvinna Fanndísar og Hallberu endar á því að Marie markvörður grípur boltann en heldur á honum aftur fyrir endalínu svo Ísland fær réttilega dæmda hornspyrnu.

Fanndís tekur fína spyrnu á fjær þar sem Gunnhildur Yrsa er mætt en skallar rétt framhjá.
66. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Ísland) Út:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Rakel kemur inná fyrir Sísí.
65. mín
Ísland brunar í skyndisókn. Flott sókn sem endar á því að Sara Björk mætir í seinni bylgjunni og neglir í varnarmann.
65. mín
Írar fá horn. Málfríður Erna tekur enga sénsa og skallar fyrirgjöf McCabe aftur fyrir. McCabe tekur hornið og Sandra kýlir boltann upp í loft. Boltinn dettur fyrir írskan sóknarmann sem skýtur að marki og mér sýnist það vera Hallbera sem bjargar á marklínu!
64. mín
"Ási, NÚNA!" öskrar Freyr ákveðinn þegar Sísí brýtur aftur af sér. Hún er að komast á hálan ís. Rakel Hönnudóttir er að gera sig klára í að koma inná.
62. mín
Það rignir og rignir og enn ein aukaspyrnan er dæmd úti á miðjum vellinum.

Í þetta skiptið eiga Írar aukaspyrnuna og McCabe setur háan bolta inn a teig. Boltinn endar aftur fyrir eftir svolítinn barning og Sandra tekur útspark.
60. mín
Fín sókn hjá Íslandi og Fanndís vinnur horn hægra megin. Hallbera skokkar yfir og tekur hornið.

Nú raða íslensku leikmennirnir sér flestir í kringum vítapunktinn og boltinn kemur utarlega í teiginn. Gunnhildur skallar boltann á Katrínu sem á fínt skot sem Hourihan gerir vel í að verja.

Þarna munaði litlu!
57. mín
Ingibjörg missir boltann frá sér en gerir vel í að vinna til baka og hægja á sókn Írlands. Hallbera kemur henni til aðstoðar og nær boltanum áður en brotið er á henni.
54. mín
Írska liðið heldur áfram að verjast aftarlega. Með alla leikmenn fyrir aftan miðjuboga.

Írar brjóta á Gunnhildi Yrsu úti hægra megin. Hallbera setur boltann í átt að teignum en Írar skalla frá. Það er svo Gunnhildur sem er komin alla leið yfir til vinstri sem stöðvar sókn Íranna með snyrtilegu broti.
52. mín
Horn!

Fanndís vinnur hornspyrnu fyrir Ísland. Hún tekur spyrnuna sjálf og aftur er þéttur pakki á markteig.

Í þetta skiptið kýlir Hourihan boltann út í teig og í áttina að Ingibjörgu sem nær ekki góðu skoti á markið.
51. mín
Ágæt sókn hjá Íslandi. Ingibjörg gerir vel í að taka á móti háum bolta og spila honum út á Hallberu. Hallbera finnur Katrínu en hún er heldur lengi með boltann og Agla María er orðin aðþrengd þegar hún fær loksins sendingu út til vinstri. Agla María bregður á það ráð að reyna að vippa boltanum yfir varnarmenn Íra en það tekst ekki og heimakonur vinna boltann.
49. mín
Nú rignir eins og hellt sé úr fötu.

Katrín Ásbjörns brýtur á leikmanni Írlands við miðlínu. Þær reyna háan bolta fram en Glódís vinnur boltann og kemur honum á Söndru.
47. mín
Hallbera reynir fyrirgjöf á nærstöng en þar er enginn samherju og Marie Hourihan grípur boltann.
46. mín
Inn:Marie Hourihan (Írland) Út:Emma Byrne (Írland)
Írar breyta líka um markmann.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Málfríður fer beint í hjarta varnarinnar þar sem Sif lék í fyrri hálfleik og hefur þær Ingibjörgu og Glódísi við hlið sér.
45. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Ísland) Út:Sif Atladóttir (Ísland)
Þá kemur Fríða inn fyrir Sif sem virtist haltra útaf í hálfleiknum.
45. mín
Inn:Sandra Sigurðardóttir (Ísland) Út:Guðbjörg Gunnarsdóttir (Ísland)
Það verða gerðar tvær íslenskar skiptingar í hálfleik. Sandra er að koma í markið fyrir Guðbjörgu.
45. mín
Hálfleikur
Það er eitthvað af íslendingum á vellinum en þeir hafa ekki lagt í víkingaklappið ennþá. Ánægð með fólk að mæta.

Annars verður að hrósa vallarþulinum sem að las öll íslensku nöfnin upp aftur í hálfleiknum, enn betur en áðan. Svo er hann líka að spila The Cure og það er alltaf jákvætt.
45. mín
Hálfleikur
Það hefur verið jafnræði með liðunum en leikurinn er að spilast nokkurn veginn eins og við var búist. Hann einkennist af hörku og baráttu og ekkert hefur verið um opin færi ef undan er skilið þegar boltinn datt fyrir Hallberu eftir hálftímaleik.

Völlurinn virkar þungur og það eru pollar á honum sem hafa verið að stoppa sendingar beggja liða og hægja á leiknum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og enn er markalaust hér á Tallaght leikvanginum.
44. mín
Íslenska liðið lætur boltann ganga vel í öftustu línu og leitar að svæðum til að sækja í. Írarnir eru hinsvegar mjög fljótar til baka og verjast aftarlega með allt liðið sitt þannig að það er lítið pláss fyrir sóknarmennina okkar að athafna sig í.
38. mín
Úps. Sísí þarf að passa sig. Er nýkomin með spjald og brýtur heldur klaufalega af sér strax á eftir.
37. mín Gult spjald: Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Sísí fær gult fyrir að mótmæla dómnum.
37. mín
Ísland fær sína fyrstu hornspyrnu. Fanndís tekur hornið frá vinstri. Það er þéttur pakki fyrir framan Emmu Byrne og Fanndís snýr boltann inn að marki.

Það verður þó ekkert úr þessu þar sem að Paula Brady dæmdi sóknarbrot um leið og Fanndís sparkaði í boltann. Eins og hún hefði verið búin að ákveða það fyrirfram enda nýbúin að veita Ingibjörgu tiltal fyrir einhvern barning í markteignum.

Fáránleg ákvörðun og Freyr þjálfari er brjálaður.
37. mín
Fín varnarvinna hjá Íslandi. Glódís þarf að fara út úr stöðu til að pressa en Gunnhildur Yrsa og Sara Björk eru snöggar til baka og loka svæðinu sem hafði opnast. Sara vinnur boltann og Ísland heldur af stað í sókn.
32. mín
Hallbera!!

Boltinn dettur óvænt fyrir Hallberu sem er mætt inná teig vinstra megin. Það er eins og hún hafi ekki átt von á boltanum og neglir hátt yfir.

Þarna átti hún að gera betur. Langbesta færi Íslands í leiknum.
30. mín
Fín sókn hjá Írum.

Campbell á góða fyrirgjöf til vinstri og inná teig þegar sem Conolly skallar framhjá.
29. mín
Glódís á frábæra skiptingu úr vörninni hægra megin og yfir til Hallberu á vinstri. Hallbera finnur Fanndísi sem leikur upp í horn og reynir fyrirgjöf. Ágætis sóknaruppbygging en Írar koma fyrirgjöfinni í burtu.
27. mín
Megan Conolly kemst framhjá Sísí og setur stórhættulegan bolta inn á teig. Guðbjörg er vel með á nótunum og handsamar hann.

Gunnhildur Yrsa er búin að jafna sig og komin aftur inná.
26. mín
Rugl er þetta!

Harriet Scott er alltof sein í tæklingu á Gunnhildi Yrsu. Þær liggja báðar eftir og Gunnhildur þarf aðhlynningu.

Paula Brady dæmir ekkert.
25. mín
Agla María dugleg! Kemst næstum því inn í sendingu til baka á Emmu Byrne.
21. mín
Írar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Campbell tók langt innkast inn á teig og Sara Björk skallaði aftur fyrir.

O'Gorman tekur hornið og setur boltann á nærstöng en þar er Sísi sem tekur enga sénsa og skallar aftur fyrir.

Írar fá því annað horn og í þetta skiptið vinnur Campbell skallann en boltinn er beint á Guðbjörgu.
18. mín
Fín pressa hjá Fanndísi. Lokar á Emmu markmann og Ísland fær innkast ofarlega á vellinum vinstra megin. Hallbera kastar í átt að teignum en Írar vinna boltann.
16. mín
Gott úthlaup hjá Guðbjörgu. Er fljót út í teiginn og handsamar stungusendingu Íranna.
14. mín
Agla María fær tiltal frá dómaranum. Var of sein í tæklingu. Flott að okkar konur séu að láta finna fyrir sér.

Frábær varnarvinna hjá Gunnhildi Yrsu. Hljóp Conolly uppi þegar hún var að komast á ferðina.
12. mín
Bæði lið búin að lenda í smá basli með sendingar með jörðinni en boltinn hefur tvívegis stoppað í grasinu.

Ísland var að eiga sitt fyrsta markskot. Það er Fanndís sem tekur hlaup aðeins inn á völlinn frá vinstri og lætur vaða. Staða sem við sjáum hana oft í en skotið er því miður beint á Emmu í markinu.
8. mín
Sísí Lára brýtur kröftuglega á einum Íranna. Stelpurnar virðast ætla að fylgja fyrirmælum þjálfarans og mæta ákveðnar og baráttuglaðar til leiks eftir doðann í síðasta leik.
7. mín
Ágætis sóknaruppbygging hjá Írum. Þær eru að koma sér í hættulega stöðu þegar Sara Björk kemur á fleygiferð til baka og stoppar þær.

4. mín
Gunnhildur Yrsa fær högg á höfuðið eftir að hafa stokkið upp í skallaeinvígi. Þetta var sem betur fer ekki mikið og hún harkar af sér.
2. mín
Campbell tekur gríðarlangt innkast inn á íslenska teiginn. Okkar konur koma boltanum frá en þetta hefði getað orðið hættulegt. Minnti á Sif okkar þarna.
1. mín
Leikurinn er ekki gamall þegar Megan Conolly er alltof sein í tæklingu á Söru Björk út á miðjum velli. Ljót tækling en Sara er grjóthörð og harkar af sér.

Fanndís tekur aukaspyrnuna og setur háan bolta inn á teig en Emma Byrne kemur út í teiginn og kýlir boltann frá.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar. Fanndís sparkar þessu af stað.
Fyrir leik
Jæja. Þetta er að skella á. Þjóðsöngvarnir hafa verið sungnir og fyrirliðarnir Sara Björk og Emma Byrne heilsast.
Fyrir leik
Korter í leik. Vallarþulurinn er að lesa upp íslenska liðið. Gerir það mjög vel, sjarmerandi með írska hreimnum.

Íslenska liðið var að ljúka upphitun og er farið inn í klefa í lokaundirbúning. Fín einbeiting í upphituninni sem okkar konur taka vonandi með sér inn í leikinn.

Það er eins og einhver sé að leika sér á krana og skrúfi rigninguna af og á til skiptis. Ætlaði að fara að skrifa að það væri stytt upp í bili en þá byrjaði að rigna. Ætli þetta verði ekki bara svona.. Og rétt í þessu heyrast þrumur og eldingar sjást á himni.
Fyrir leik
Það vekur athygli að tvær úr dómaratríói leiksins eru frá Írlandi. Heimakonan Paula Brady kemur til með að flauta og henni til aðstoðar verða þær Sinead Forde sem einnig er írsk og Laura Griffiths sem kemur frá Wales.

Fjórði dómarinn, Emma Cleary, er líka frá Írlandi.
Fyrir leik
Írska knattspyrnusambandið gefur út veglega leikskrá fyrir leikinn og þar er Dagný Brynjarsdóttir tekin út sem lykilleikmaður Íslands. Dagný er því miður enn ekki orðin alveg heil af meiðslum en er á meðal varamanna og gæti tekið einhvern þátt í leiknum.

Annars virðist leikskráin ekki sérlega vel uppfærð hjá Írunum. Markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru tilgreindar í leikmannahópi Íslands en þeirra skór hafa verið uppi í hillu í nokkur ár.

Í leikskránni eru þær í góðum félagsskap annarra leikmanna sem ekki taka þátt í þetta skiptið. Þeirra Dóru Maríu, Elísu, Ásgerðar Stefaníu, Örnu Sifjar, Sigrúnar Ellu, Hörpu Þorsteins og Guðmundu Brynju. Gefum Írunum það þó að tíu af leikmönnunum eru rétt skráðir hjá þeim.
Fyrir leik
Ísland og Írland hafa mæst fjórum sinnum og sagan er með okkar konum sem hafa unnið tvisvar og gert tvö jafntefli.

Langt er þó orðið síðan að liðin mættust síðast en það var í október 2008 í eftirminnilegum umspilsleikjum um sæti á EM 2009.

Liðin gerðu jafntefli í fyrri viðureign þeirra, 1-1 í Írlandi, en mættust svo á ísilögðum Laugardalsvelli þann 30. október. Þar höfðu okkar konur betur, 3-0 og tryggðu sér þátttöku í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íra er klárt eins og sjá má hér til hægri.

Það svoleiðis hellirignir hér í Dublin, líkt og hellt sé úr fötu. Það hafa verið miklar sveiflur í veðri og vindum í dag og síðustu daga og það gæti allt eins stytt upp fyrir leik.

Völlurinn verður þó alltaf rennandi blautur. Það er á hreinu.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net!

Hér verður bein textalýsing frá vináttuleik Íslands og Írlands sem spilaður verður á Tallaght leikvanginum í Dublin kl. 18.30.

Byrjunarlið Íslands er klárt en Ísland stillir upp í 3-4-3. Mesta athygli vekur að ungu leikmennirnir Agla María, Ingibjörg og Sigríður Lára fá allar tækifæri í byrjunarliðinu.

Guðbjörg
Glódís - Sif - Ingibjörg
Gunnhildur Yrsa - Sigríður Lára - Sara Björk - Hallbera
Agla María - Katrín - Fanndís
Byrjunarlið:
1. Emma Byrne (m) ('46)
2. Sophie Perry
3. Harriett Scott
4. Louise Quinn
6. Karen Duggan
7. Diane Caldwell
9. Megan Conolly ('73)
10. Denise O'Sullivan
12. Megan Campbell ('80)
13. Aine O'Gorman
15. Katie McCabe

Varamenn:
16. Marie Hourihan (m) ('46)
23. Amanda Budden (m)
5. Niamh Fahey ('73)
14. Roma McLaughlin
15. Claire O'Riordan ('80)
17. Dearbhaile Beirne
18. Alex Kavanagh
19. Heather Payne

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: