Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
HK
0
1
Þróttur R.
0-1 Sveinbjörn Jónasson '39
Birkir Valur Jónsson '81
08.06.2017  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Hlynur Hauksson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
8. Ingimar Elí Hlynsson ('46)
9. Atli Fannar Jónsson ('56)
9. Brynjar Jónasson
14. Grétar Snær Gunnarsson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('79)

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
8. Viktor Helgi Benediktsson
10. Ásgeir Marteinsson ('56)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
11. Ísak Óli Helgason
19. Arian Ari Morina ('79)
29. Reynir Már Sveinsson ('46)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Oddur Hólm Haraldsson
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Tómas Gunnar Tómasson

Gul spjöld:
Arnar Freyr Ólafsson ('38)
Grétar Snær Gunnarsson ('61)
Brynjar Jónasson ('64)

Rauð spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('81)
Leik lokið!
Rosalegur leikur að baki, Þróttarar sækja gífurlega mikilvæg 3 stig í toppbaráttuni!
90. mín
HA?!?

HK-ingar fá hornspyrnu, Ásgeir með geggjaðan bolta á fjær þar sem Ingiberg Ólafur kemur á ferðinni og skallar boltann í stöngina! Rosalegar loka mínútur hér í Kórnum!
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna, HK-ingar þjarma að Þróttururm hér í lokin.
89. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.)
87. mín
Geggjaður sprettur!

Daði Bergsson fær boltan á sínum eigin vallarhelming og keyrir fram á völlin, stingur alla af og er einn á einn gegn Grétari Snæ, fer á hægri löppina en Grétar kemst rétt svo fyrir skotið!
85. mín
Arian nálægt því að jafna!

Boltinn lagður út í teiginn þar sem Arian kemur með hörkuskot en Arnar Darri ver glæsilega!
84. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Þróttur R.) Út:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
82. mín
Rafn Andri hinsvegar með lélega spyrnu.
81. mín Rautt spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
HVAÐ ER AÐ GERAST???!!

Daði Bergsson kemst hér í gegn og Birkir Valur kemur með sýnist mér frábæra tæklingu beint í boltann og er sendur í sturtu!


Þróttarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
79. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
Seinasta skipting HK-inga.
70. mín
Hörkuskot!

Ágúst Freyr með gott skot en Arnar Darri ver vel!
69. mín Gult spjald: Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Sigurður heldur áfram að spjalda.
67. mín
Inn:Viktor Jónsson (Þróttur R.) Út:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Fyrsti leikur Viktors í sumar! Þróttarar fagna því.

Sveinbjörn er hinsvegar búinn að eiga mjög góðan leik.
64. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
Sigurður Óli er byrjaður að veifa spjöldunum eins og enginn sé morgundagurinn.
61. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (HK)
Fyrir peysutog.
57. mín
Þarna átti Ágúst að gera betur!

Ágúst keyrir upp vinstri kantinn, kemst framhjá Aroni Þórði, keyrir inn á teiginn og kemur svo með glórulaust skot langt framhjá, illa gert hjá Ágústi.
56. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Atli Fannar Jónsson (HK)
Atli Fannar hefur átt betri leiki en þennan.
56. mín
Ekkert að gerast þessa stundina, HK-ingar að reyna að finna réttu tækifærin fyrir jöfnunarmark en Þróttarar mjög sterkir.
48. mín Gult spjald: Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Sveinbjörn fær hér gult spjald fyrir að hoppa upp í skallabolta, mjög skrítið.
46. mín
Inn:Reynir Már Sveinsson (HK) Út:Ingimar Elí Hlynsson (HK)
Skrítið að þessi skipting hafi ekki komið í hálfleik.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar leiða 1-0 í hálfleik
45. mín
Stuðningsmanna hópur HK-inga sem skipa drengjum úr 5.flokk henda hér í eitt gott víkingaklapp, gaman af því.
40. mín
Þróttarar skjóta í stöng!

Allt í einu er Víðir kominn einn gegn Arnari markverði HK-inga, setur hann hinsvegar í stöngina úr dauðafæri!
39. mín MARK!
Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.)
Sveinbjörn skorar! Arnar Freyr er í þessum bolta!
38. mín Gult spjald: Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Fyrir brotið á Hlyn.
38. mín
ÞRÓTTARAR FÁ VÍTI!

Hlynur Hauksson með frábært hlaup inn fyrir vörn HK-inga og er komin upp að endamörkum þar sem Arnar Freyr markvörður HK-inga mætir og straujar Hlyn!
30. mín
Fyrsta færi HK-inga!

Leifur Andri með flotta fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Bjarni Gunnarsson skallar framhjá.
26. mín
Þróttur að taka hér hægt og rólega yfir leikinn.

Víðir geysist upp vinstri kanntinn ''cuttar,, inn á hægri löððina og neglir honum á markið en beint á Arnar í markinu.
23. mín
Þróttarar fá hér aukaspyrnu á s´torhættulegum stað, Rafn Andri með boltann á fjær, Ingiberg varnarmaður HK-inga skallar boltann út í teiginn þar sem Sveinbjörn klippir hann í varnarmann, fínasta færi.
15. mín
Atli Fannar Jónsson leikmaður HK er í geggjuðum skóm hér í kvöld, Adidas Pretador frá 2006, alvöru iðnaðar skór!
13. mín
DAUÐAFÆRI!

Þróttarar spila upp hægri vænginn, Aron Þórður kemur með sendingu inn á miðjuna þar sem boltinn dettur fyrir Sveinbjörn við vítateigslínuna en skot hans fer rétt framhjá!

Þarna sluppu HK-ingar.
8. mín
Þróttarar fá fyrstu hornspyrnu leiksins, Hlynur Hauksson með hættulegan bolta á fjær sem Arnar markvörðu nær að slá í burtu.
7. mín
Leikurinn byrjar frekar rólega, HK-ingar meira með boltann en ekki að skapa sér neitt.
2. mín
Uppstilling HK-inga:

Arnar
Leifur - Guðmundur - Ingiberg - Birkir
Ágúst - Grétar - Ingimar - Atli
Brynjar - Bjarni
1. mín
Uppstilling Þróttara í kvöld:

Arnar
Aron - Hreinn - Grétar - Hlynur
Daði - Oddur - Finnur - Rafn - Víðir
Sveinbjörn
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað hér í Kórnum.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, HK leika í sínum röndóttu hvítu og rauðu búningum en Þróttarar spila í geggjuðum svörtum búningum.
Fyrir leik
Liðin byrjuð að hita upp og fólk farið að týnast inn, stefnir allt í skemmtilegt kvöld hér í Kórnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin koma hér inn innan skamms, áhugavert verður að sjá liðin sem þjálfararnir stilla upp í dag.
Fyrir leik
HK-ingar hafa byrjað mótið ágætlega og sitja í 6. sæti deildarinnar með sex stig, Þróttarar hafa hinsvegar byrjað vel og sitja í 2. sæti með 12 stig, 1 stigi á eftir toppliðinu Fylki.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og Þróttar R í 6. umferð Inkasso deildarinnar.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
3. Finnur Ólafsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson
10. Rafn Andri Haraldsson ('84)
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson ('89)
21. Sveinbjörn Jónasson ('67)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
9. Viktor Jónsson ('67)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('89)
11. Emil Atlason
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
19. Karl Brynjar Björnsson
28. Heiðar Geir Júlíusson ('84)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Sveinbjörn Jónasson ('48)
Rafn Andri Haraldsson ('69)

Rauð spjöld: