Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Ísland
1
0
Króatía
Hörður Björgvin Magnússon '90 1-0
11.06.2017  -  18:45
Laugardalsvöllur
A-karla HM 2018
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason ('81)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('77)
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
20. Emil Hallfreðsson

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason ('90)
6. Hjörtur Hermannsson
8. Arnór Sigurðsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
19. Rúrik Gíslason ('81)
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Jón Daði Böðvarsson
22. Björn Bergmann Sigurðarson ('77)
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bíðið róleg, það kemur nóg af viðtölum og hressandi efni inn á Fótbolta.net á næstunni!! Af nógu að taka.
Leik lokið!
LEIKNUM ER LOKIÐ MEÐ 1-0 SIGRI ÍSLANDS!!! HÖRÐUR BJÖRGVIN MAGNÚSSON TRYGGÐI STRÁKUNUM OKKAR ÓTRÚLEGAN SIGUR!! ÉG TRÚI ÞESSU EKKI, ÞVÍLÍK GEÐBILUN! ÞVÍLÍK ÚRSLIT!!!! ÞETTA ERU EIN STÆRSTU ÚRSLITIN SEM NÁÐST HAFA HÉR Á LAUGARDALSVELLI!!!!

ÍSLAND ER NÚNA SAMHLIÐA KRÓATÍU Á TOPPI RIÐILSINS MEÐ 13 STIG!! ÞETTA ER EKKI HÆGT, ÞETTA ER EINFALDLEGA EKKI HÆGT!! ÉG Á EKKI ORÐ!!!! HM 2018 ER EKKERT SVO FJARLÆGUR DRAUMUR LENGUR!!!!
90. mín
Brozovic missir boltann út af!!! Ísland fær markspyrnu og getur aðeins tafið!! Dómarinn ýtir á eftir Hannesi en honum liggur nú ekkert á!!
90. mín
Króatar eru með boltann. Þetta verða erfið ein og hálf mínúta sem eru eftir.
90. mín
ERUÐ ÞIÐ ÁN GRÍNS AÐ GRÍNAST Í MÉR??? ÍSLAND ER SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ VINNA ÞENNAN LEIK!!! ÞETTA VÆRU HREINT ÚT SAGT STÓRKOSTLEG ÚRSLIT, ÉG ER EKKI AÐ NÁ ÞESSU!!!
90. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Raggi Sig bað um skiptingu vegna meiðsla. Sverrir Ingi kemur inn. ÞRJÁR MÍNÚTUR Í UPPBÓTARTÍMA!!!
90. mín MARK!
Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
MAAAAAAAAAARK!!! HÖRÐUR BJÖRGVIN MAGNÚSSON ER AÐ TRYGGJA ÍSLANDI SIGURINN!!! ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!!! GYLFI ÞÓR TÓK HORNSPYRNU EFTIR SKALLA JÓA BERGS OG HÖRÐUR SKALLAR/AXLAR BOLTANN Í NETIÐ!!! ERTU EKKI AÐ GRÍNAST!!! HÖRÐUR AÐ KÓRÓNA FRÁBÆRAN LEIK!!!!!
89. mín
ÞARNA ÁTTI ÍSLAND AÐ SKORA!!!! FRÁÁÁBÆR SÓKN, BOLTINN BERST Á BIRKI MÁ SEM KEMUR MEÐ FULLKOMNA FYRIRGJÖF Á JÓHANN BERG!! JÓHANN BERG MEÐ SKALLA SEM ER VARINN!!!! KALINIC SKÓFLAR BOLTANUM SÍÐAN Í HORN!!!
89. mín
Inn:Ivan Santini (Króatía) Út:Mario Mandzukic (Króatía)
Þetta var síðasta verk Mandzukic í leiknum. Hann fer af velli fyrir Ivan Santini.
88. mín
Stórhætta!! Boltinn berst á Mandzukic sem tekur boltann í fyrsta og ætlar framhjá Hannesi, en tekur boltann of langt og hann fer út af.
87. mín
FÍNT FÆRI HJÁ ÍSLANDI!!! Rúrik kemur upp kantinn og kemur með frábæra fyrirgjöf á Gylfa sem lætur vaða í fyrsta, en Domagoj Vida kemst fyrir boltann. Ísland fær horn, ekkert verður úr því og Króatar bruna í skyndisókn sem Ísland stöðvar.
86. mín
Áhorfendur eru 9.775.
85. mín
Aron Einar tekur innkastið STUTT!! Hver sá þetta gerast?? Hendir á Emil sem kemur með flotta fyrirgjöf sem þó fer framhjá öllum. Björn Bergmann ekki fjarri á fjærstönginni.
84. mín
Langt innkast frá Aroni Einari, boltinn dettur inn í teiginn og þar er klafs. Rúrik fær boltann en Króatar koma honum í innkast. Þá kemur Aron Einar aftur á skokkinu.
81. mín
Ísland fær hornspyrnu sem ekkert verður úr, Króatar geysast upp í skyndisókn en hver annar en Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til baka til að hreinsa upp.
81. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Ísland gerir aðra skiptingu. Rúrik Gísla kemur inn fyrir Birkki Bjarna.
80. mín
Mjög skemmtileg skyndisókn hjá íslenska liðinu! Gylfi vinnur boltann, kemur honum á Jóhann Berg sem keyrir á varnarmennina, Gylfi kemur í hlaupinu utanverðu í teignum og fær boltann frá Jóa. Skot Gylfa er hins vegar slakt. Hann er líka eitthvað tæpur, fékk högg fyrir skömmu og hefur ekki jafnað sig.
77. mín
Inn:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Jæja, fyrsta skitping Íslands. Ferskir fætur í framlínuna þar sem Björn Bergmann kemur inn á fyrir Alfreð Finnbogason. Ég hefði mögulega leyft Alfreð að vera áfram inná, tekið Emil útaf, sett Gylfa inn á miðjuna. En ég er enginn Heimir Hallgrímsson. Í þokkabót hefur Gylfi verið að færa sig aðeins aftar á völlinn.
75. mín
Perisic er með fínan bolta fyrir sem Raggi ætlar að hreinsa í burtu en endar á að skófla aftur fyrir. Króatar fá horn.
74. mín
Ísland kemst í fína stöðu!! Aron Einar vinnur boltann á hættulegum stað, geysist áfram og leggur hann á Emil sem er fyrir framan teiginn. Emil gat rennt boltanum áfram út á kantinn en snýr þess í stað við og reynir skotið sem fer í varnarmann.
71. mín
Ég ætla bara að segja ykkur það í fullri hreinskilni að ég er SKÍTHRÆDDUR við Króatana þessa stundina...
70. mín
Langt innkast á stórhættulegum stað. Ekkert verður úr því, því miður.
68. mín
Í fyrsta skiptið í langan tíma náði íslenska liðið fínum spilkafla en Króatar vinna boltann síðan aftur. Menn verða að hafa aðeins meiri trú á því að þeir geti látið boltann fljóta á milli manna.
67. mín
Brozovic tekur hornspyrnuna og Lovren nær skallanum en hann fer yfir.
66. mín
Brozovic strax farinn að skapa stórhættu. Fer framhjá Emil fyrir utan teiginn, kominn í stórhættulega skotstöðu og lætur vaða. Skotið er gott en Hannes ver í horn.
64. mín
Króatar með þunga sókn, fyrirgjöf berst og Hörður skallar boltann í horn. Brozovic tekur hornspyrnuna, Lovren nær skallanum en hann er slakur og Hannes ekki í vandræðum með að grípa boltann.
63. mín
Inn:Marcelo Brozovic (Króatía) Út:Nikola Kalinic (Króatía)
Fjandinn. Króatar henda inn á Marcelo Brozovic, sem skoraði bæði mörkin gegn Íslandi í 2-0 sigri Króata síðast. Út af fer Kalinic sem klúðraði besta færi leiksins áðan.
61. mín
Fínir taktar hjá Króatíu og þeir fá hornspyrnu. Modric tekur spyrnuna, boltinn dettur fyrir Mandzukic sem missir hann frá sér og Íslendingar dúndra boltanum fram. Króatar eru með tögl og hagldir þessa stundina.
55. mín
Sótt endanna á milli!!! Birkir Bjarnason kemst í fínt skotfæri og lætur vaða og skot hans fer rétt framhjá!!!
55. mín
DAUÐAFÆRI!!! IVAN PERISIC með banvæna fyrirgjöf inn í teiginn og þar er Nikola Kalinic í markteignum og lætur vaða, en skot hans fer rétt framhjá!!
50. mín
Hornspyrnan frá Gylfa fín en Króatar bægja hættunni frá.
49. mín
Íslenska liðið á fína sókn, boltinn berst á Alfreð sem keyrir upp hægri kantinn og vinnur hornspyrnu. Var svolítið einn og yfirgefinn þarna.
47. mín
Ágætis hornspyrna frá Gylfa en því miður verður ekkert úr henni.
46. mín
Aftur byrjum við hálfleikinn af krafti! Stórhættuleg fyrirgjöf frá Jóa Berg og Hörður Björgvin nálægt því að ná skallanum en varnarmaður Króata skallar frá. Ísland fær hornspyrnu.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný! Ísland byrjar með boltann.
45. mín
Strákarnir eru mættir aftur inn á völlinn og nú fer fjörið að byrja á ný!
45. mín
Eiður segir jákvætt að alltaf þegar Ísland komi vaðandi að markinu sé hætta á ferðum. Hann trúir því að það geti komið mark.
45. mín
Eiður Smári, Pétur Marteins og Einar Örn ræða málin á RÚV. Eiður segir að okkar menn hafi átt leikinn fyrstu fimm mínúturnar og síðustu fimm, en annars hafi Króatar verið með völdin án þess að skapa mikið. Eiði finnst Gylfi heldur ekki hafa komist nógu mikið inn í leikinn, utan við föst leikatriði.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til leikhlés í Laugardalnum. Alls ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu strákanna okkar til þessa, þeir hafa verið að spila boltanum vel á milli sín og hafa að mestu leyti varist vel. Króatar hafa í raun ekki skapað sér nein dauðafæri þó svo að það hafi nokkrum sinnum skapast smá hætta. Að sama skapi fékk Ísland eitt til tvö mjög fín færi sem tókst því miður ekki að nýta. Á heildina litið fínasti fyrri hálfleikur og okkar menn eru alveg jafn líklegir til að taka stigin þrjú og gestirnir.
44. mín
Ágætis spil fyrir framan teiginn, Emil fær boltann og kemur sér í skotstöðu og lætur vaða, en boltinn framhjá.
43. mín
Annað langt innkast. Aron Einar dúndrar boltanum inn, Kári nær að fleyta honum en ekki á samherja.
41. mín
Jóhann Berg með baneitraða sendingu inn í teig á Gylfa, Gylfi ætlar að taka snúninginn og halda áfram en missir boltann allt of langt frá sér. Var með algerlega opinn aðgang að markinu!
39. mín
DAUÐAFÆRI!!! GYLFI með frábæran bolta inn í teiginn á Ragnar Sigurðsson sem bara nær ekki skotinu!!!! Króatar bægja hættunni frá en þá fær Jói Berg boltann, kemst í kjörið skotfæri en er of lengi að skjóta og þetta rennur út í sandinn.
38. mín
Ísland fær aukaspyrnu á fínum stað hægra megin á vellinum, kjörið tækifæri fyrir Gylfa til að bomba boltanum inn í teiginn.
37. mín
Modric með hættulegan bolta í teiginn sem endar í hrömmum Hannesar.
37. mín
Króatar sóttu hratt eftir aukaspyrnu Gylfa, léku vel á milli sín og hætta skapaðist við teiginn, sem endaði á því að Hörður Björgvin komst í veg fyrir fyrirgjöf og boltinn fór útaf. Áfram hélt sókn Króata og þeir fengu aukaspyrnu á fínasta stað.
35. mín
USSS!!! Gylfi með aukaspyrnuna, lætur vaða en boltinn fer rétt yfir markið! Sleikir þaknetið!
34. mín
Íslendingar vinna boltann af Króötum, Gylfi kemst inn í sendingu og kemur boltanum á Emil. Emil rennir boltanum út á Birki sem kemur hlaupandi upp vinstri kantinn. Birkir kemur á sprettinum, ætlar að gefa á Gylfa sem kemur á hlaupinu inn í teig en Lovren brýtur á honum. Ísland fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ!
31. mín
Króatar geysast upp í skyndisókn. Modric byrjar sóknina, fær boltann aftur og lætur vaða. Skotið fer framhjá.
31. mín
Króatarnir með fínt spil, Kovacic leikur boltanum á Modric sem reynir að þræða hann inn í teig. Boltinn endar aftur fyrir endamörk.
27. mín
Jóhann Berg með banvæna fyrirgjöf sem Birkir nær næstum því að skalla, Króatar bægja hættunni frá. Aron Einar fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn fer framhjá. Strákarnir okkar gefa ekki þumlung eftir hérna!
27. mín
Ágætis sókn hjá okkar mönnum, boltinn flæðir vel á milli og Gylfi kemur síðan með hættulega fyrirgjöf sem smýgur framhjá mönnum í teignum og út fyrir hliðarlínuna. Fín tilraun!
24. mín
Flott sending inn á Birki og hann er flaggaður rangstæður.. manni sýndist ekki en jæja, við verðum að treysta aðstoðardómaranum.
21. mín
Ágætis rispa hjá Íslendingum frammi. Gylfi laumar boltanum á Alfreð við teiginn sem missir boltann of langt frá sér.
18. mín
Hörður Björgvin með ágætis langan bolta fram sem er þó örlítið of langur fyrir Alfreð í teignum og Kalinic hremmir hann.
16. mín
SÆLL!! Emil heppinn þarna, stekkur í tveggja fóta tæklingu á miðjum velli beint fyrir framan dómarann. Sem betur fer ekkert dæmt. Að vísu beitt hagnaði, en úr því sem komið er fær hann allavega ekki rautt.
14. mín
Því miður fór innkastið aðeins of langt, sveif yfir hausinn á Kára sem er svo vanur að "flikka" boltanum á hættusvæði eins og honum einum er lagið.
14. mín
Jess, langt innkast á hættulegum stað!!! Aron mættur.
12. mín
Aron Einar liggur meiddur á vellinum eftir skallaeinvígi, virtist detta illa. Ekkert dæmt og Króatar halda áfram í sókn. Þegar Ísland nær boltanum er Aron staðinn aftur upp. Vonandi er ekkert að kapteininum okkar.
11. mín
Þetta má ekki... Modric fær allt of mikið pláss á miðjunni, geysist áfram og lætur vaða, en skot hans sem betur fer slappt og vel framhjá markinu. Að gefa þessum manni svona mikið pláss er ekki góð hugmynd.
8. mín
Einhver steypa í varnarleiknum hérna! Modric með baneitraða sendingu og íslenska liðið lendir í bullandi vandræðum í teignum, en á endanum brýtur Króati af sér og hættan er úti. Þetta var samt sem áður STÓRHÆTTULEGT!
7. mín
Króatarnir eru að halda boltanum ágætlega sín á milli þessa stundina en lítið að gerast hjá þeim. Endar með löngum bolta fram á Hannes.
4. mín
EMIL HALLFREÐSSON með svakalegasta sprett sem hann hefur tekið á ferlinum!! Fíflar menn á leið upp vinstri kantinn, kemur með flotta fyrirgjöf í átt að Jóhanni Berg sem nær ekki að koma í boltann. Fer aftur fyrir endamörk, aðstoðardómarinn segir að hann hafi farið af Jóhanni en ég er ekki viss.
1. mín
Þetta byrjar af krafti!! Jóhann Berg stelur boltanum af Króata á hættulegum stað, er kominn upp að hlið teigsins, leggur boltann út á Emil Hallfreðsson sem er aleinn með nóg pláss fyrir framan teiginn. Tekur hins vegar of margar snertingar áður en hann lætur vaða og skot hans fer í varnarmann.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Króatar sem byrja með boltann!
Fyrir leik
Gæsahúð - tékk!! Þvílík stemning í þjóðsöngnum og nú styttist í að Alberto Undiano Mallenco flauti leikinn á!
Fyrir leik
Þá er komið að þjóðsöngvunum. Aldrei þessu vant er stúkan nærri því full á þessum tímapunkti, greinilegt að fyrirmæli lögreglu og KSÍ um að mæta snemma skiluðu sér, allavega að mestu leyti. Kannski hjálpaði FanZone-ið. Allavega, bravó!
Fyrir leik
Þá koma leikmennirnir inn á völlinn við dynjandi lófatak!
Fyrir leik
Þess má geta að Úkraína vann 2-1 sigur gegn Finnlandi á útivelli fyrir skömmu. Þannig Úkraínumenn fara upp í 2. sætið. Finnar hefðu nú mátt gera okkur smá greiða í dag.
Fyrir leik
Þá er "Ég er kominn heim" komið á fóninn og allir í góðum gír.
Fyrir leik
Friðrik Dór er vallarþulur í dag. Páll Sævar Guðjónsson, Röddin, er fjarri góðu gamni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Gaman að segja frá því að maðurinn sem skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu í Zagreb í síðasta leik er kominn á bekkinn, hann Marcelo Brozovic. Við grátum það bara alls ekki.
Fyrir leik
Hér til hliðar má nú sjá byrjunarliðin. Líklega það óvæntasta að Emil komi inn á miðjuna og að Gylfi fari fram, sem og að Hörður Björgvin byrji í vinstri bakverðinum fram yfir Ara Frey Skúlason.
Fyrir leik
Byrjunarlið Króata er einnig komið. Líkt og menn héldu kemur Mateo Kovacic inn fyrir Ivan Rakitic.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið í hús. Hörður Björgvin Magnússon byrjar í vinstri bakverði á kostnað Ara Freys Skúlasonar. Emil Hallfreðsson kemur inn á miðjuna og Gylfi Þór Sigurðsson spilar frammi ásamt Alfreð Finnbogasyni.
Fyrir leik
Króatískir stuðningsmenn halda áfram að tínast inn í sitt afgirta hólf. Ég rakst á nokkra í miðbænum í dag og þeir virtust bara vera hressir og í góðu skapi. Eins og einhverjir vita þurftu Ísland og Króatía að mætast fyrir luktum dyrum í Zagreb í síðasta leik vegna óláta stuðningsmannanna. Við vonum að þeir verði bara prúðir og góðir í dag.
Fyrir leik
Fólk streymir inn á FanZone og þá styttist í að Tólfan komi í skrúðgöngu á völlinn, en hún ætlar að vera mætt klukkutíma fyrir leik og keyra upp stemninguna. Þvílík veisla.
Fyrir leik
Það er kominn tími á að við vinnum Króatana. Hver man ekki eftir því þegar þeir mölbrutu hjörtu okkar Íslendinga með því að slá okkur úr leik í umspili um sæti á HM 2014 í Brasilíu? Þá unnu þeir okkur 2-0 í Zagreb, manni færri eftir að Mario Mandzukic hafði verið rekinn út af. Þeir unnu okkur svo aftur 2-0 í Zagreb fyrr í þessari keppni.

Síðast þegar liðin mættust á Laugardalsvelli urðu lokatölur 0-0, sem var fín niðurstaða. Sérstaklega miðað við að Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið í þeim leik.
Fyrir leik
Nú fer vonandi að styttast í byrjunarliðin. Einn og hálfur tími í að veislan hefjist í Laugardalnum.
Fyrir leik
Þvílík og önnur eins veðurblíða hefur varla sést á landsleik. Hversu geðveikt veður fyrir svona frábæran leik milli frábærra liða. Samkvæmt mínum heimildum eru menn í virkilega góðu yfirlæti í sólinni fyrir utan Ölver og þá er stemning að myndast á FanZone-inu fyrir utan Laugardalsvöll.
Fyrir leik
Annars hvet ég þig eindregið, ef þú vilt koma þér almennilega í gírinn, að tékka á þeim aragrúa af upphitunarefni sem má finna á vefnum. Ef þú ferð í "Flokkar" fyrir ofan efstu fréttir á forsíðu (appelsínugulur flipi) og velur þar "Íslenska landsliðið", þá sérðu bara landsliðsfréttir og getur farið í gegnum þetta frábæra efni.
Fyrir leik
Björn Bergmann Sigurðarson er vel stemmdur fyrir leiknum gegn Króötum og er ánægður með að vera byrjaður að spila með landsliðinu á ný.

,,Það var algjörlega kominn tími á það (að byrja aftur) og svo sér maður hvað þetta er frábært, ég get ekki sagt það að ég sjái eftir því að hafa ekki verið með, en það er bara rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn hress.

Menn virðast almennt vera búnir að fyrirgefa honum eftir að hann tók sér frí frá landsliðinu í þjálfaratíð Lars Lagerback. Að minnsta kosti Einar Örn og Bjössi Hreiðars.
Fyrir leik
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands hefur litlar áhyggjur af stórstjörnunum Luka Modric og Mario Mandzukic í leiknum, en þeir spiluðu báðir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.

,,Það var allt annar leikur, þeir eiga eftir að koma hingað og eiga varla eftir að nenna þessu, þannig að ég er ekkert að spá í því."
Fyrir leik
,,Eins og við tölum af virðingu um Modric þá er ég viss um að þeir tali um Gylfa á sama hátt,"segir Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðsmaður, um skærustu stjörnu íslenska landsliðsins í dag. Króatar þurfa heldur betur að vara sig á Gylfa, sem var sjóðheitur með Swansea á nýafstöðnu tímabili og átti mjög stóran þátt í því að liðið bjargaði sér frá falli. Okkar menn þurfa sömuleiðis að passa sig á Modric.
Fyrir leik
Helgi Kolviðsson vonast til að fólk mæti snemma á völlinn, en KSÍ býður upp á Fanzone fyrir utan Laugardalsvöll fyrir leikinn og vonandi myndast góð stemning þar!
Fyrir leik
Emil Hallfreðsson í viðtali fyrir leik:
,,Ég missi ekki svefn yfir því hvort ég sé í liðinu eða ekki. Það sem skiptir máli er að liðið nái stigum og árangri, þá er maður sáttur að vera partur af þessu."
Fyrir leik
Heimir segir að allir séu klárir, glaðir og tilbúnir í leikinn gegn Króötum. Vissulega er áhyggjuefni að þeir Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson hafa ekkert spilað undanfarið vegna meiðsla, en Heimir metur þá tilbúna í slaginn.
Fyrir leik
Talandi um Heimi Hallgrímsson, þá átti hann stórafmæli í gær, er hann varð fimmtugur. Ég hefði giskað á fertugur, maðurinn eldist greinilega betur en Andrea Pirlo!
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson heldur að sjálfsögðu í hefðina og heimsækir stuðningsmenn Íslands á Ölver fyrir leik. Frábær hefð sem erlendir fjölmiðlar botna ekkert í, en er svo einstaklega sjarmerandi!
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Íslands að mati Tryggva Guðmundssonar má sjá með því að smella hér. Tryggvi spáir því að við stillum upp gamla góða EM-liðinu sem reyndist okkur svo vel í Frakklandi, nema að Alfreð Finnbogason komi inn fyrir Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur alla undankeppnina.
Fyrir leik
Þú getur smellt hér til að sjá líklegt byrjunarlið Króatíu. Við spáum því að hinn ágæti Mateo Kovacic komi inn fyrir Rakitic. Annar möguleiki í stöðunni er að Marcelo Brozovic fari af kantinum inn á miðjuna og Mario Mandzukic fari þá úr fremstu víglínu á kantinn. Nikola Kalinic myndi þá byrja frammi. Við teljum fyrri möguleikann líklegri.
Fyrir leik
Króatía hefur unnið fjóra síðustu leiki sína eftir að hafa byrjað keppnina með jafntefli gegn Tyrklandi.
Fyrir leik
Ísland er með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Liðið byrjaði á hálf svekkjandi jafntefli á útivelli gegn Úkraínu og fylgdi því eftir með ótrúlegum 3-2 sigri heima gegn Finnlandi. Því næst kom stórgóður 2-0 sigur gegn Tyrkjum áður en strákarnir okkar töpuðu 2-0 í Zagreb. Í síðasta leik vannst svo sigur gegn Kósóvó í Albaníu, en sá leikur var tæpari en menn hefðu viljað.
Fyrir leik
Það verða að teljast ágætis fréttir fyrir okkur Íslendinga að tveir lykilmenn Króatíu eru fjarri góðu gamni. Um er að ræða Ivan Rakitic, miðjumann Barcelona, og Danijel Subasic, markvörð Mónakó. Króatar eiga þrátt fyrir það nóg af góðum leikmönnum, t.d. Spánar- og Evrópumeistarann Luka Modric. Hann á eftir að reynast erfiður.
Fyrir leik
Þessa stundina berjast Ísland og Króatía um toppsæti riðilsins. Króatía vann fyrri leik liðanna í Zagreb 2-0 og Ísland getur nánast gleymt toppsætinu ef Króatar hafa betur í kvöld. Ef Ísland vinnur eru hins vegar bæði lið jöfn að stigum, með 13 stig hvort, og þá getur allt í ósköpunum gerst!
Fyrir leik
Komið þið sælir kæru lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45, en hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
Byrjunarlið:
12. Lovre Kalinic (m)
6. Dejan Lovren
10. Luka Modric (f)
13. Tin Jedvaj
17. Mario Mandzukic ('89)
18. Nikola Kalinic ('63)
21. Domagoj Vida
22. Josip Pivaric

Varamenn:
1. Dominik Livakovic (m)
2. Mario Pasalic
9. Ivan Santini ('89)
11. Marcelo Brozovic ('63)
14. Filip Bradaric
14. Duje Cop
15. Marko Rog
20. Franko Andrijasevic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: