Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
3
1
KR
Andri Ólafsson '8 1-0
Sindri Snær Magnússon '40 2-0
2-1 Tobias Thomsen '42
Sindri Snær Magnússon '47 3-1
15.06.2017  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn þurr en í ágætu standi. Veðrið gott.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 742
Maður leiksins: Sindri Snær Magnússon
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Ólafsson ('59)
Matt Garner
3. Felix Örn Friðriksson
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('90)
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('71)

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('71)
16. Viktor Adebahr ('90)
18. Alvaro Montejo
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
30. Atli Arnarson ('59)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Gunnar Þór Geirsson

Gul spjöld:
Mikkel Maigaard ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skalli yfir. Búið.

Flottur sigur Eyjamanna á döpru KR liði. ÍBV komnir með 10 stig og hendast upp í 6. sæti á meðan KR fara niður í 10. sæti eins og staðan er.

Takk fyrir mig.
90. mín
Horn. KR.
90. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Garðar Jó. skorar eftir sendingu Atla. Rangstæður.

Pálmi nælir sér í gult fyrir kjaft.
90. mín
Inn:Viktor Adebahr (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
90. mín
Pablo brýtur á Garðari. Aukaspyrna á hættulegum stað.
90. mín
Kaj Leo liggur í teig KR-inga. Búinn að liggja þar vel lengi. Leikurinn heldur áfram.
90. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Brot á Sigurði Grétari. Svipað og Mikkel fékk áðan.
90. mín
Garðar Jóhannsson með skalla úr fínu færi eftir aukaspyrnu Atla Sig. en beint á Halldór.
89. mín Gult spjald: Mikkel Maigaard (ÍBV)
Atvinnumannabrot á Kennie.
88. mín
Atli Sigurjónsson með skot úr aukaspyrnu. Langt framhjá.
85. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
84. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (KR)
Peysutog.
83. mín
KR að undirbúa sína þriðju skiptingu. Atli Sigurjónsson að gera sig til.
82. mín
Matt Garner með frábæran varnarleik í tvígang. Markspyrna.
81. mín
Í þeim töluðu fær Tobias fínasta færi inni í teig eftir sendingu Morten Beck. Skotið laust og beint á Halldór.
81. mín
Þetta virðist vera að fjara út hjá KR-ingum.
77. mín
Halldór Páll liggur á jörðinni eftir hornspyrnu. Verið er að hlúa að honum.
76. mín
Kennie Chopart orðinn aftasti maður.
74. mín
KR engan veginn líklegir þessar mínúturnar.
71. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Arnór Gauti verið virkilega duglegur. Sinnt skítavinnunni uppi á topp og skilað henni upp á 10.
67. mín
Kaj Leo með slaka fyrirgjöf sem endar næstum á því að vera gott skot. Boltinn ofan á þverslánna og afturfyrir.
67. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
Loksins.
66. mín
Pablo í hörkufæri. Mikkel lagði boltann á Pablo en skot hans úr teig framhjá.
66. mín
Boltinn fer ekki úr leik svo Guðmundur Andri bíður enn.
62. mín
Guðmundur Andri er að gera sig kláran.
61. mín
Nú finnst mér að Pétur ætti að flauta leikinn af. Víkingaklappið er mætt.
61. mín
Avni staðinn upp. Þetta var ekki mikið.
60. mín
Nú er það Avni sem leggst niður. Halldór kastar boltanum af velli.
59. mín
Inn:Atli Arnarson (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
Sindri tekur stöðu Andra í vörninni.
58. mín
Andri Ólafsson liggur eftir. Hann er að fara af velli.

Atli Arnarsson er að gera sig klárann.
57. mín
Ótrúlegt að gestirnir séu ekki búnir að minnka muninn. Önnur stórsókn sem vantar að binda enda á.
55. mín
Annað dauðafæri KR-inga. Nú er það Óskar Örn. Skot hátt yfir úr teig eftir fína sókn.
54. mín
Lítið kom úr henni og boltinn afturfyrir.
53. mín
Pablo með klaufalegt brot á Kennie, eftir að Daninn hafði fíflað vörn ÍBV. Aukaspyrna á hættulegum stað.
52. mín
Kennie Chopart í dauðafæri! Óskar Örn með flotta sendingu inn á Kennie sem er einn gegn Halldóri en skotið himinhátt yfir.
52. mín
Pirringur yfir gestunum.
50. mín
Boltinn frá Óskari slakur, en berst einhvernveginn til Indriða sem á skot langt, langt framhjá.
49. mín
Aukaspyrna, KR, á hættulegum stað. Arnór brýtur á Kennie. Óskar Örn tekur.
47. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Vesenisgangur á vörn KR-inga eftir aukaspyrnu Mikkels utan af kanti. Boltinn berst til Sindra sem skorar með vinstri fæti í hornið fjær.

3-1!
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Virkilega líflegar fyrstu 45.

Staðan 2-1 fyrir ÍBV.

Sjáumst eftir 15.
45. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Fyrir atvinnumanna brot á Mikkel á miðjum vellinum. Hárrétt.
45. mín
Óskar Örn með tilraun langt fyrir utan. Innkast.
42. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
Stoðsending: Gunnar Þór Gunnarsson
KR svara um hæl! Fallegt mark. Gunnar Þór með fyrirgjöf utan frá vinstri, beint á Tobias sem skallar boltann hárfínt út við stöng. Halldór Páll kom engum vörnum við.
41. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (KR) Út:Michael Præst (KR)
Garðar inn fyrir Præst.
40. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
Hooly mama! Þvílíkt mark! Mikkel leggur boltann á Sindra, langt fyrir utan teig. Sindri lætur vaða og boltinn syngur í netinu.

Bein. Rist.

Þetta kom algjörlega upp úr engu.
39. mín
Præst er ekki að fara að halda leik áfram. Sýnist það vera nokkuð ljóst. Virðist sárþjáður.
39. mín
Liggur nú utan vallar og verið er að hlúa að honum.
38. mín
Præst staðinn upp og gengur af velli. Vonandi fyrir KR að hann geti haldið áfram leik.
37. mín
Nú liggur Michael Præst og heldur um hnéð á sér. Leikurinn stöðvaður.
36. mín
Bolti í leik aftur. Veit ekkert hvað gekk á þarna á undan.
35. mín
Pétur stöðvar leikinn eftir að Pálmi Rafn tekur um höfuð sér. Sjúkraþjálfari kallaður inn og Pálmi útaf.
34. mín
Gestirnir halda áfram að beita löngum boltum.
32. mín
Andri fær boltann beint í trýnið frá Skúla. Þetta hefur ekki verið gott.
32. mín
Horn. KR.
31. mín
KR mun líklegri þessa stundina. Horn.
25. mín
Arnór Gauti liggur eftir eftir viðskipti við Skúla Jón. Pétur dæmir ekkert og stúkan bilast. Flautar svo brot á Pablo 5sekúndum síðar.
24. mín
Ágætis sókn gestanna endar með fyrirgjöf frá Gunnari Þór en skallað í burtu. KR öflugri þessa stundina.
22. mín
Tobias brýtur á Matt. Þá vaknar stúkan. Pétur ræðir lauslega við Tobias. Att bú.
21. mín
Arnór Gauti er að valda usla með löngum innköstum. Fær hér annan séns. Boltinn inn í teig, skoppar og beint í hendurnar á Beiti.
20. mín
Óskar Örn með fínann sprett. Kemur boltanum inn á Pálma sem nær ekki að taka boltann niður.
19. mín
Það er að lifna aðeins yfir Kr-ingum þessa stundina. Farnir að færa sig framar á völlinn.
17. mín
Pálmi með skalla í slá! Morten Beck fékk boltann út á hægri frá Óskari Erni, fyrirgjöfin góð beint á Pálma sem skallar í slá og yfir. Færi.
15. mín
Óskar Örn með spyrnuna, beint á höfuðið á Kennie en skalli hans þægilega framhjá markinu.
15. mín
Horn. KR.
14. mín
Andri með tilraun úr teig með vinstri en boltinn yfir markið.
13. mín
KR virðast nokkuð stefnulausir. Mikið af löngum boltum og eiga erfitt með að halda boltanum.
12. mín
Heimamenn byrja þennan leik af miklum krafti. Leikurinn fer nánast bara fram á vallarhelmingi KR-inga.
8. mín MARK!
Andri Ólafsson (ÍBV)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
Jahérna! Mikkel með flottan bolta inn í teig, Kaj Leo flikkar boltanum á Andra Ólafsson sem er ALEINN(!). Andri tekur boltann niður og leggur hann framhjá Beiti í markinu.

1-0.
7. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Brotið á Arnóri. Mikkel stendur yfir boltanum.
6. mín
Ágætis sókn Eyjamanna endar með virkilega lélegri fyrirgjöf frá Jónasi. Beint aftur fyrir.
4. mín
ÍBV halda sig við 5-3-2 uppstillinguna með Arnór Gauta og Kaj Leo fremsta. Mikkel, Pablo og Sindri Snær þar fyrir aftan. Andri, Avni og Matt mynda þriggja manna vörn með Felix og Jónas úti.
2. mín
Kennie staðinn upp. Leikur hefst að nýju.
1. mín
Kennie liggur eftir samstuð við eigin liðsfélaga/Sindra Snæ. Pétur stöðvar leikinn.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völl. Áhorfendur standa upp og klappa. Vonandi að við fáum hörkuleik.
Fyrir leik
Liðin ganga til herbergja. Prodigy fær að hljóma úr stúkunni. Allt eins og það á að vera.
Fyrir leik
Tæpar 10 mínútur til stefnu.
Fyrir leik
Liðin eru úti á velli að fara í gegnum drillurnar sínar.

Sólin skín enn og aðstæður mjög fínar, eeeeeen mér sýnist ætla að demba á okkur innan skamms.
Fyrir leik
KR í 4-3-3:
Michael Præst byrjar sinn fyrsta leik í sumar en hann tekur stöðu Arnórs Sveins Aðalsteinssonar.

KR skiptir þar með yfir í 4-3-3 leikkerfið en liðið hefur spilað 3-4-3 í upphafi tímabils. Stigasöfnunin hefur gengið illa og hefur Willum Þór Þórsson ákveðið að breyta um kerfi. KR-ingar eru í áttunda sæti deildarinnar.

Avni Pepa snýr einnig aftur í lið Eyjamanna eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.

Fyrir leik
Nú fer að styttast allsvakalega í fregnir af byrjunarliðum. Maður lifandi hvað ég iða í skinninu.
Fyrir leik
Sem stendur er veðrið prýðisgott og sólin skín á lofti. Vindur í lágmarki og allir glaðir, þá sérstaklega þátttakendur á TM-mótinu sem hófst í morgun og stendur yfir þessa helgina.
Fyrir leik
Sem stendur eru bæði lið með 7 stig en gestirnir úr Vesturbænum sitja í 8.sæti á meðan Eyjamenn verma það 10.

Það sem skilur liðin af er markatalan en KR hafa skorað 8 mörk og fengið á sig 9 en ÍBV skorað 6 og fengið á sig 11.

Búast má við hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og KR á Hásteinsvelli.

Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Michael Præst ('41)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('67)
11. Kennie Chopart (f)
11. Tobias Thomsen
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('85)

Varamenn:
12. Jakob Eggertsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Garðar Jóhannsson ('41)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Robert Sandnes
23. Atli Sigurjónsson ('85)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('67)

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Óðinn Svansson

Gul spjöld:
Gunnar Þór Gunnarsson ('45)
Tobias Thomsen ('84)
Atli Sigurjónsson ('90)
Pálmi Rafn Pálmason ('90)

Rauð spjöld: