Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Þór/KA
5
0
Grindavík
Sandra Mayor '11 1-0
Sandra María Jessen '15 2-0
Sandra María Jessen '43 3-0
Sandra María Jessen '84 4-0
5-0 Linda Eshun '89 , sjálfsmark
16.06.2017  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Sól smá skýjað , léttur úði og 15 stiga hiti
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Sandra María Jessen
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('78)
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('63)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('78)
3. Sara Skaptadóttir
14. Margrét Árnadóttir ('63)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Natalia Gomez
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik Lokið ! Þór/Ka Með sannfærandi 5-0 sigur og þar með áttundi sigur þeirra í röð !


Ég þakka fyrir mig skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld !
89. mín SJÁLFSMARK!
Linda Eshun (Grindavík)
Æi Æi Æi Linda Eshun setur boltan í eigið mark eftir fyrirsendingu frá hægri kantinum frá Huldu björg sem hefur verið flott í dag 5-0
86. mín
Flottur skalli eftir góða hornspyrnu hjá Grindavík , þær eru sterkar í föstum leikatriðum en haf aeinungis fengið tvær hornspyrnur hér í dag
84. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Hún er bara ekki hægt!!! Sandra María Jessen skorar aftur!! Þrenna hjá þessum frábæra leikmanni og þvílik fjölbreytni. Eitt með vinstri, eitt með hægri og eitt með skalla: Fullkomin þrenna! 4-0!
82. mín Gult spjald: Sara Hrund Helgadóttir (Grindavík)
Ljót tækling frá Söru þarna fer með takkana á undan sér og beint í Zanetu sem fann fyrir þessu
81. mín
Þetta er of auðvelt fyrir Þór / Ka mikill gæðamunur á þessum tveimur liðum hér í dag . Ég vil sjá gestina pressa meira en þær sitja mikið aftur og reyna beita skyndisóknum
80. mín
Flott fyrirgjöf frá Söndru Mayor en varnamaður gestanna rétt nær að setja höfuðið í boltan og skalla hann frá
79. mín
Rilany Da Silva er búin að vera skeinuhætt þegar hún kemst á ferðina , á góðan sprett upp vinstri kantinn gefur hann fyrir en Grindavíkur stelpur eru bara ekki að mæta í boxið og sóknin rennur út í sandinn.
78. mín
Inn:Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík) Út:Anna Þórunn Guðmundsdóttir (Grindavík)
78. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Lokaskipting heimamanna í dag . Anna Rakel fær kærkomna hvíld enda búin að hlaupa eins og veðhestur í allan dag
76. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu sem að Kristín Mcmillan tekur og lætur vaða af 35 metrum og lætur sannalega reyna á Bryndísi Láru sem að slær boltan yfir markið í horn.
Fyrsta horn gestanna kemur á 76 mínútu
73. mín
Flott aukaspyrna frá Kristínu Mcmillan en Bryndís Lára kýlir boltan frá og fær um leið leikmann í sig og aukaspyrna dæmd huguð þarna hún Bryndís
72. mín
Ég fer að fá þetta nafn á heilan Sandra María Jessen að koma sér í en eitt færið á góðan skalla eftir sendingu frá Biöncu en skallinn fer yfir markið
71. mín
Þór/Ka eru að senda skýr skilaboð á alla sem að efuðust um að þær gætu orðið meistarar í ár .
Það stefnir allt í áttunda sigurinn þeirra í jafnmörgum leikjum í sumar mikil gæði í þessu liði
70. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Út:Lauren Brennan (Grindavík)
Lauren Brennan tekin af velli hér , hún hefur verið ein af skæðari leikmönnum gestanna í dag
69. mín
Inn:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Önnur skipting heimamanna í dag Flottur leikur hjá Andreu Mist
67. mín
Sandra Mayor með létta samba takta og setur varnarmann gestanna á rassinn en á svo arfaslakt skot framhjá
65. mín
Kross númer sirkað 13 hjá Önnu Rakel í dag , vinstri vængur heimamanna verið mjög hættulegur með Önnu og Söndru Jessen ógnandi í hvert sinn sem þær sækja þar upp
63. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta skipting heimamanna hin unga og efnilega Margrét Árnadóttir kemur hér inn , mjög tækniskur góður leikmaður
62. mín
Gestirnir reyna að beita löngum sendingum inn fyrir á Carolinu Mendes en alltof oft klaufi og fyrir innan
61. mín
Váá ! þvílik markvarsla hjá Emmu Mary eftir skalla frá Söndru Mayor ! Grindavík undir mikilli pressu núna
60. mín
Frábær tækling hjá leikmanni Grindavíkur Sandra María er nálagt því að skora þriðja markið sitt hérna en þær komast fyrir á seinustu stundu !
59. mín
Carolina Mendes kemst í ágætis stöðu upp við teig Þór/Ka en varnarmenn heimamanna stoppa hana áður en hún kemst í skotið
57. mín
Þvílík sókn , Sandra María Jessen er allt i öllu í liði heimamanna keyrir upp vinstri vænginn á frábæra fyrirgjöf eftir grasinu sem að að borgarstjórinn rétt missir af .
Grindavík heppnar þarna
55. mín
Inn:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík) Út:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)
Fyrsta skipting leiksins Ísabel kemur inn fyrir Elenu
54. mín
Þór þær hafi fengið á sig 21 mark í sumar þá virðist Emma Mary vera ágætis markmaður , hún hefur gripið vel inn í fyrirsendingar heimamanna í dag
54. mín
Grindvíkingar kalla eftir víti !! En þær fá ekkert , boltin virðist fara í hönd Lillý Rutar en erfitt að sjá það héðan frá fjömiðlabásnum
53. mín
Þór / Ka með góða sókn sem endar með flottu skoti en boltin fer rétt framhjá markinu , allt í einu kominn hraði í þetta á ný
51. mín
Stórhætta við mark heimamanna , Rilany Da silva kemst ein í gegn eftir mistök í vörn heimamanna á sendingu fyrir markið en Lillý Rut með frábæra tæklingu og bryndis handsamar knöttinn
49. mín
Frábær kross fyrir mark Grindavíkur en þær hreinsa í horn fimmta hornspyrna Þór /Ka
48. mín
Seinni hálfleikur byrjar rólega , en þá poppar Sandra María Jessen upp með skot sem fer rétt framhjá .
46. mín
Við erum byrjuð aftur Þór/Ka byrja með boltan . Merkilegt en Grindavíkur liðið létt aðeins bíða eftir sér í hálfleik , Róbert þjálfari greinilega ræða nokkra punkta
45. mín
Hálfleikur
Eftir gott smakk mæli ég með Pítsunum frá Jón Spretti ( Þeir mega endilega hafa samband við mig ef þeim vantar auglýsingar ég er til í það )

Seinni hálfleikur hefst innan skamms
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur þetta lítur ekki vel út fyrir gestina , heimamenn með öll völd á vellinum og og fer þar fremst í flokki Fröken Akureyri Sandra María Jessen 2 mörk og 1 stoðsending í fyrri hálfleik .

Meðan leikmenn þurrka sér og hlýja þá ætlum við blaðamenn að skella í okkur Pítsu sjáumst í seinni
44. mín
Sandra Mayor á hér aukaspyrnu rétt fyrir utan teig gestanna en skotið hennar fer í þverslánna !
43. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Hún er ótrúleg! Sandra María Jessen með sitt annað mark í dag.

Hún sleppur ein í gegn, sýnir hraða sinn og á frábæra afgreiðslu í nærhornið. Þarna sá maður vel gæðin sem að hún býr yfir, frábær leikmaður!
38. mín
Þvílik gæði ! Svindlkallinn Sandra Mayor leikur á leikmann grindavíkur og fer svo auðveldlega framhjá annari leggur boltan fyrir markið en Grindavík bjargar á seinustu stundu !
36. mín
Grindvíkar reyna að skapa sér færi en það gengur illa , þær virðast ekki ná þessari lykill sendingu á seinasta þriðjung vallarins
34. mín
Liðin eiga í smá erfiðleikum með að halda boltanum það er algjör úrhellir þessa stundina og rigninginn farinn að hafa áhrif á leikinn .
31. mín
Frábær sókn hjá Grindavík kemur frábært utan á hlaup á hægrin katninum góð fyrirsending en enginn leikmaður Grindavíkur gerir áras á boltan
29. mín
Grindvíkingar virðast aðeins vera að vakna en sóknir þeirra eru ekki vel úfærðar og Bryndís Lára í engum teljandi vandræðum í markinu
28. mín
Það er mikill hraði í þessum leik við fögnum því ! Rigninginn gerir þetta einnig mjög áhugavert enda grætur himininn þessa stundina
27. mín
Sandra María í fínu færi en skotið hennar fer rétt yfir , hún skapar alltaf usla þegar hún kemst í boltan
26. mín
Bryndís Lára með smá sirkus atriði upp við teiginn en sleppur með það . Þór / Ka bruna í sókn en léleg sending á seinasta þriðjung gefur Grindavík möguleika á skyndisókn en þær ná ekki að nýta sér það
25. mín
Tækifæri Grindavíkur liggur í hraða sóknarmanna þeirra , þær ná að ógna lítilega þegar Carolina Mendes og Rilany Da silva komast á ferðina
23. mín
Hættulegur skalli hjá Þór/Ka sá ekki hver átti hann en dekkninginn var ekki góð hjá gestunum
23. mín
Þrjár hornspyrnur á stuttum tíma hjá Þór/Ka þriðja markið liggja í loftinu .

22. mín
ÚFF ! Þarna munaði litlu að Kristín Mcmillan hefði sett boltann í eigið net, hitti boltann illa undir pressu frá leikmönnum Þór/Ka og boltinn fer rétt yfir markið. Hornspyrna.
21. mín
Það er ekki mikið að gerast hjá Grindavík þessa stundina , miðju og sóknarmenn ná engum takti við leikinn og þetta virðist mjög auðvelt fyrir Þór/Ka
19. mín
Anna Rakel kemst í fína stöðu en á slakan kross sem endar ofan á þaknetinu.
17. mín
Enn og aftur Þór/KA í sókn, Sandra Mayor með skot sem fer langt yfir.
15. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir
Það er 2-0! Þór/KA er með öll völd á vellinum þessa stundina.

Frábær fyrirsending frá Huldu sem markmaðurinn Emma Mary missir af og þvílík afgreiðsla frá Söndru Jessen, lobbar boltanum í fjærhornið á lofti, frábær afgreiðsla.

Stoðsending og mark frá Söndru Jessen á fyrstu 15 mínútum leiksins!
12. mín
Íslenska veðrið er fljótt að breytast, sólin er farin og það er byrjað að rigna! Þetta gæti gert leikinn enn skemmtilegri!
11. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Þór/Ka með frábæra sókn , Anna Rakel með frábæra stungusendingu á Söndru Jessen sem að keyrir upp vænginn rúllar boltanum fyrir og hver önnur en Borgarstjórinn Sandra Mayor kemur á ferðinni á markteiginn og leggur boltan í netið 1-0 !
9. mín
Þór/KA tekur hornspyrnu, boltinn fer yfir allan pakkann. Grindavík vinnur boltann, breikar fram og Lauren Brennan kemst í fínasta færi en skýtur boltanum yfir. Flott sókn hjá Grindavík.
8. mín
Hættuleg sókn hjá Þór/KA , Sandra María snýr á varnarmann keyrir að endalinu gefur fyrir en Grindavík kemst fyrir boltan hornspyrna
5. mín
Grindavík hefur byrjað fyrstu mínúturnar af krafti og eru að koma sér í fínar stöður en til að skapa alvöru færi þurfa þær að gera betur í kringum teiginn.
2. mín
Grindavík við það að sleppa í gegn en Bryndís Lára kemur út úr markinuog nær að sparka boltanum frá.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað, Grindavík byrjar með boltann.

Þetta gæti orðið erfiður leikur fyrir Grindavíkurstúlkur enda virðist fátt geta stoppað Þór/KA í deildinni. Þær hafa unnið alla sína 7 leiki í sumar.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl til að hita upp, frábært sumarveður fyrir norðan og vallarþulurinn hendir að sjálfsögðu í Despacito í tilefni þess!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Þór/KA gerir eina breytingu frá síðasta leik gegn Breiðabliki: Natalía Gomez er meidd og Lára Einarsdóttir kemur inn.

Grindavík gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn FH, í liðið koma Kristín Anítudóttir Mcmillan, Lauren Brennan og Elena Brynjarsdóttir en út fara Berglind Kristjánsdóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Ísabela Jasmín.

Hægt er að sjá liðin hér til hliðar.
Fyrir leik
Það er gaman að sjá að fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, virðist vera klár og 100% fit eftir erfið meiðsli. Hún er sterkur karakter, góður leikmaður og mjög mikilvæg þessu Þór/Ka liði.

Þær hafa skorað 16 mörk í sumar og einungis fengið á sig 3, Donni er að gera frábæra hluti fyrir norðan.

Grindavík hefur átt erfitt með að skora í sumar og hefur einungis skorað 6 mörk en fengið á sig 18.

Þær verða að bæta sinn leik sóknarlega og varnarlega ætli þær sér ekki að falla í sumar. Ég vil sjá og ætlast til þess að Rilany Aguiar Da Silva og Lauren Brennan stigi upp fyrir Grindarvík.
Fyrir leik
Það er frábært veður á Akureyri heiðskírt, logn og 15 stiga hiti.

Hvað gæti gert þennan dag betri Jú dömur mínar og herrar það er föstudagskvöld það er komin helgi, 17 júní á morgun og það eru Bíladagar á Akureyri, eitt orð: VEISLA!
Fyrir leik
Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir. Grindavík er hins vegar með sex stig í sjöunda sætinu.

Bæði lið hafa fengið góða hvíld að undanförnu út af landsleikjahléinu.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Þórs/KA og Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir ('55)
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('78)
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
19. Carolina Mendes
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
28. Lauren Brennan ('70)

Varamenn:
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('55)
17. María Sól Jakobsdóttir ('70)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('78)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Sara Hrund Helgadóttir ('82)

Rauð spjöld: