Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
0
1
ÍA
0-1 Ólafur Valur Valdimarsson '77
15.05.2012  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fallegt veður en kalt og napurt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1542
Maður leiksins: Árni Snær Ólafsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson ('56)
Kristján Hauksson
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson ('80)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Hinrik Atli Smárason ('56)
4. Finnur Ólafsson ('80)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('45)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og ÍA í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Liðin hafa farið misjafnlega af stað á þessu Íslandsmóti en Fylkismenn eru í sjöunda sæti deildarinnar með tvö stig eftir jafntefli í báðum sínum fyrstu leikjum. Skagamenn hafa aftur á móti verið á blússandi ferð sem nýliðar í deildinni og unnið báða sína fyrstu leiki og eru í efsta sæti ásamt Valsmönnum.
Fyrir leik
Merkileg staðreynd að þessi lið hafa mæst 36 sinnum í opinberum leikjum á vegum KSÍ frá árinu 1989. Staðan í þessum innbyrðis viðureignum er sú að ÍA hefur unnið 18 leik, Fylkir hefur unnið 12 leiki og 6 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 66-52 ÍA í hag.
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast í efstu deild keppnistímabilið 2008. Þá unnu Fylkismenn á Skipaskaga 3-2 en 2-2 jafntefli varð niðurstaðan þegar liðin mættust í Árbænum. Síðasti sigurleikur ÍA á Fylki í Árbænum kom árið 2005 þegar ÍA vann 3-2 en þá kom sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu sem Hjörtur Hjartarson fiskaði.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hérna sitt hvoru megin við við textann.

Hjá Fylki er gerð ein breyting frá leiknum við Stjörnuna en Ásgeir Eyþórsson fer út og inn kemur Kristján Valdimarsson.

Hjá ÍA er gerð ein breyting frá leiknum við KR en út fer Andri Adolphsson og inn kemur Garðar Gunnlaugsson.
Fyrir leik
Áhorfendur eru byrjaðir að streyma inn á völlinn og stefnir í góða mætingu þrátt fyrir að frekar kalt sé í veðri. Slíkt á samt ekki að hindra fólk í að koma og horfa á góða knattspyrnu.
Fyrir leik
Liðin eru nú að ganga inn á völlinn og leikurinn fer brátt að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn og Fylkismenn byrja með boltann.
5. mín
Einar Logi Einarsson á sendingu utan af kanti sem fer rétt framhjá stönginni á marki Fylkis.
9. mín
Aron Ýmir Pétursson á sendingu að marki Fylkis sem Bjarni Þórður Halldórsson markvörður mátti hafa sig allan við að slá yfir þverslánna og í horn.
14. mín
Jón Vilhelm Ákason á frábært skot að marki Fylkis en boltinn fer rétt framhjá stönginni.
22. mín
Það er lítið að gerast í leiknum þessa stundina. Leikurinn einkennist af miðjuþófi og löngu sendingum fram völlinn sem ekkert verður úr.
25. mín
Jóhann Þórhallsson með góða sendingu inn í vítateig ÍA og þar var Ingimundur Níels Óskarsson vel staðsettur en skalli hans var slakur og Páll Gísli Jónsson átti ekki í erfiðleikum með að verja.
26. mín
Jóhann Þórhallsson á gott skot að marki ÍA en Páll Gísli ver af öryggi í markinu.
30. mín
Inn:Árni Freyr Guðnason (Fylkir) Út:Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
34. mín
Mark Doninger tekur hornspyrnu fyrir ÍA og Garðar Gunnlaugsson skallar boltann rétt framhjá.
43. mín
Farið að líða að lokum fyrri hálfleiks og frekar lítið í gangi eins og er.
45. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
45. mín
Búið er að flauta til hálfleiks og staðan 0-0. Tilþrifalitlum fyrri hálfleik er þar með lokið.
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn og Skagamenn byrja með boltann.
48. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (ÍA)
50. mín
Skagamenn byrja seinni hálfleik af krafti og hafa verið hættulegir uppi við mark Fylkis án þess að skapa sér dauðafæri.
53. mín
Inn:Árni Snær Ólafsson (ÍA) Út:Páll Gísli Jónsson (ÍA)
Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þarf að víkja af leikvelli, líklega vegna meiðsla. Árni Snær Ólafsson varamarkvörður kemur inn á í hans stað.
56. mín
Inn:Hinrik Atli Smárason (Fylkir) Út:Kristján Valdimarsson (Fylkir)
63. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
65. mín
Magnús Þórir Matthíasson með skot að marki ÍA nokkuð fyrir utan teig og boltinn fer töluvert framhjá.
66. mín
Tómas Þorsteinsson með gott skot að marki ÍA. Árni Snær Ólafsson ver vel í markinu. Boltinn fer til Árna Freys Guðnasonar og Aron Ýmir Pétursson brýtur á honum. Vítaspyrna dæmd en Árni Snær Ólafsson varði vítaspyrnu Ingimundar Níels Óskarssonar glæsilega.
67. mín Gult spjald: Kári Ársælsson (ÍA)
68. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
77. mín MARK!
Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Andri Adolphsson á skot að marki Fylkis en boltinn fer í varnarmann og hrekkur utarlega í vítateiginn. Þar er Ólafur Valur Valdimarsson einn og yfirgefinn og skorar með góðum skalla í fjærhornið.
80. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Fylkir) Út:Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
86. mín
Fylkismenn sækja stíft að marki ÍA en ná ekki að brjóta varnarmúr Skagamanna niður.
90. mín
Davíð Þór Ásbjörnsson með skot að marki ÍA en boltinn fer framhjá markinu.
90. mín
Þrjár mínútur í viðbótartíma.
90. mín
Leikurinn er búinn með 0-1 sigri gestanna í ÍA. Sigurganga Skagamanna heldur áfram með þriðja sigrinum í röð.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson ('53)
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('68)
32. Garðar Gunnlaugsson ('63)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m) ('53)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('63)
17. Andri Adolphsson ('68)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Ársælsson ('67)
Aron Ýmir Pétursson ('48)

Rauð spjöld: