Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Valur
1
0
KA
1-0 Darko Bulatovic '2 , sjálfsmark
Bjarni Ólafur Eiríksson '61
18.06.2017  -  17:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('72)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('88)
16. Dion Acoff ('68)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson
9. Nicolas Bögild ('72)
13. Rasmus Christiansen ('68)
17. Andri Adolphsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
23. Andri Fannar Stefánsson ('88)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Kristinn Ingi Halldórsson ('41)
Bjarni Ólafur Eiríksson ('45)

Rauð spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('61)
Leik lokið!
Valur fer með sigur af hólmi hér á heimavelli. 1-0 sigur er raunin, þetta var furðulegur leikur en í heildina litið er þetta verðskuldað. Valur betri aðilinn í dag.
90. mín
Nú held ég að þetta sé komið.
90. mín
KRISTINN INGI Í DAUÐAFÆRI!! Hann var kominn í gegn en skot hans fór vel framhjá markinu vinstra megin. Þessi færanýting er alveg skelfileg hjá Völsurum.
90. mín
Bogild með sendingu inn fyrir á Sigurð Egil en hann reynir að vippa honum yfir Rajko. Slök ákvörðun þarna!
88. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Sveinn Aron var klár í að koma inn en Ólafur hætti við þá skiptingu og setur Andra Fannar inn fyrir Arnar Svein.
85. mín
Arnar Sveinn Geirsson liggur eftir á vellinum. Það eru nokkrir sérfróðir menn sem kalla þetta leikaraskap og töf á leiknum. Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við því.
85. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
80. mín
Bogild búinn að taka óvenjulega mikinn þátt í leiknum síðan hann kom inn. Hann er þó að skapa voðalega lítið.
78. mín
Sigurður Egill með skot rétt yfir markið. Leikurinn frekar rólegur annars. Maður hefði búist við því að KA væri að leggja meira púður gegn tíu mönnum en það vantar eitthvað upp á.
74. mín
Anton Ari í basli með bolta frá vinstri hjá KA. Gestirnir fá horn. Boltinn rann úr höndunum og yfir markið.
73. mín
Ólafur Jóhannesson með skemmtileg tilþrif. KA á innkast og Ólafur fékk boltann á hliðarlínunni en hann kastaði honum yfir Trninic að mér sýndist. Óviljaverk segir hann og allt verður vitlaust.
72. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
68. mín
Rasmus er kominn í vinstri bakvörðinn.
68. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Taktísk breyting.
67. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Ólafur Aron Pétursson (KA)
65. mín
Valsmenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að boltinn hafði viðkomu í hönd leikmanns KA. Guðjón Pétur tekur spyrnuna og boltinn beint í vegginn.
62. mín
Darko tekur spyrnuna en boltinn rétt yfir markið. Valsmenn undirbúa núna skiptingu. Rasmus kemur inn og Valsmenn ætla sér að þétta.
61. mín Rautt spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
BJARNI ER FOKINN AF VELLI!! Annað gula spjaldið á hann. Hann fór aftan í Emil Lyng rétt fyrir utan teig og þetta er hárréttur dómur. Valsmenn manni færri síðasta hálftímann.
60. mín
Emil Lyng með skot sem fer rétt yfir markið. KA-menn farnir að blása til sóknar.
58. mín
Valsmenn að sækja. Sýndist Kristinn Ingi eiga þarna slakan skalla upp í loftið og það var ekkert vesen fyrir Rajko.
52. mín
Róleg byrjun á síðari hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn leiða í hálfleik með einu marki. Liðið hefur átt nokkur ágætis færi en það hafa gestirnir átt líka. Valsmenn geta farið sáttir í hálfleikinn með eitt mark í forystu.
45. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
44. mín
Emil Lyng með skalla beint á Anton í markinu. Lyng var dauðafrír í teignum. Þarna á hann að gera miklu betur.
41. mín Gult spjald: Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
41. mín
Sigurður Egill með fyrirgjöf frá vinstri og Kristinn Ingi kemst í boltann en fer í Rajko. Markvörðurinn liggur eftir og Kristinn fær gult spjald.
36. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ KA-MÖNNUM!!! Ólafur Aron á skot sem Anton ver úr teignum. Það er vandræðagangur og KA nær öðru skoti frá Callum en það er varið á línu. Fannst Sigurður Egill vera á línunni þarna og sparka boltanum frá.
31. mín
Einar Karl með skot rétt fyrir utan vítateig en boltinn fer framhjá markinu. Ágætis tilraun hjá honum.
29. mín
Kristinn Ingi kom sér í þröngt færi eftir að Arnar Sveinn hafði átt góða sendingu inn fyrir. Rajko var þó kominn út í hlaupið og varðist þessu vel.
24. mín
ÁSGEIR SIGURGEIRS!!! Hann var kominn í gott færi þarna, fór framhjá Antoni og átti bara eftir að klára færið en Valsmenn náðu að hreinsa þetta frá. KA kallaði eftir vítaspyrnu en ekkert dæmt.
24. mín
Rajko búinn að vera í basli með háu boltana hjá Val.
17. mín
KA að spila svipaða taktík 4-2-3-1:
Rajko
Hrannar - Ólafur - Callum - Darko
Trninic - Almarr
Ásgeir - Lyng - Hallgrímur
Elfar Árni
12. mín
Valur spilar 4-2-3-1:
Anton Ari
Arnar Sveinn - Orri - Eiður - Bjarni
Haukur Páll - Einar Karl
Dion - Guðjón - Sigurður Egill
Kristinn Ingi
10. mín
Valsarar byrjað þennan leik betur. Eru ágætlega spilandi og að nýta vængina vel.
5. mín
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur á völlinn. Hann er að fylgjast með syni sínum sem byrjar að vísu á bekknum í dag.
5. mín
KA á aukaspyrnu á fínum stað alveg við hornfánann.
2. mín
Það var einhver umræða að Hrannar Björn hefði skorað sjálfsmarkið en það var Darko sem fékk hann í sig og í netið. Þvílík byrjun.
2. mín SJÁLFSMARK!
Darko Bulatovic (KA)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
VALSMENN ERU KOMNIR YFIR MEÐ MARKI EFTIR HORNSPYRNU! Einar Karl Ingvarsson á hornspyrnu sem ratar inn í teig og okkur sýndist í Darko og í netið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað.
Fyrir leik
Þetta er að byrja.
Fyrir leik
Það verður ansi áhugavert að fylgjast með því hvernig Eiður stimplar sig inn í dag. Hefur spilað lítinn fótbolta síðustu mánuði og þarf að koma sér í leikform.
Fyrir leik
Eiður Aron er að spila sinn fyrsta leik fyrir Val eins og flestum er kunnugt. Rasmus Christiansen er á bekknum, gæti verið að glíma við einhver smávægileg meiðsli.
Fyrir leik
Það heyrist vel í stuðningsmönnum KA. Þeir láta alltaf vel í sér heyra.
Fyrir leik
Hér eru menn á vegum spænska stórveldisins Barcelona. Það er knattspyrnuskóli á þeirra vegum hér á landi og auðvitað eru þeir mættir að fylgjast með þessum stórleik.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp og tilbúin í leikinn. Þetta verður væntanlega stál í stál. Tvö lið sem hafa verið að gera frábæra hluti á tímabilinu.
Fyrir leik
Eiður Aron byrjar
Valsmenn gera eina breytingu frá sigrinum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Eiður Aron Sigurbjörnsson kemur inn fyrir Rasmus Christiansen í hjarta varnarinnar.

Nicolaj Köhlert er enn utan hóps hjá Val og þá er Nikolaj Hansen einnig utan hóps.

KA er með óbreytt lið frá jafnteflinu gegn ÍA. Hallgrímur Mar Steingrímsson er áfram með fyrirliðabandið í stað Guðmanns Þórissonar sem er á meiðslalistanum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson spáir 2-1 sigri Vals:
Vel uppsettur leikur Norðanmanna mun ekki ná að skáka Valsmönnum að þessu sinni. Hallgrímur Mar skorar eitt glæsilegt úr aukaspyrnu. Bjarni Ólafur skorar annan leikinn í röð og Sveinn Aron kemur inn á af bekknum og skorar sigurmarkið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Valur og KA hafa ekki mæst í efstu deild síðan 2003. Valur vann 2-1 útisigur á Akureyri þar sem Sigurbjörn Hreiðarsson sem er nú aðstoðarþjálfari Vals skoraði sigurmarkið. Leiknum á Hlíðarenda lauk með 2-2 jafntefli þar sem Pálmi Rafn Pálmason, núverandi leikmaður KR, skoraði fyrra mark KA.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þrátt fyrir að hafa öfluga sóknarleikmenn tókst KA ekki að skora í síðustu umferð. Liðið gerði markalaust jafntefli við ÍA á Akureyri. Á meðan unnu Valsmenn dramatískan sigur gegn Breiðabliki þar sem Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði flautusigurmark.


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér verður bein textalýsing frá stórleik í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Topplið Vals tekur á móti KA.

Hið skemmtilega lið Vals trónir á toppi deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á undan nýliðum KA sem eru í fjórða sæti. Sigur KA myndi galopna þessa titilbaráttu enn meira!

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
4. Ólafur Aron Pétursson ('67)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
19. Darko Bulatovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('85)
28. Emil Lyng

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('67)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('85)
35. Frosti Brynjólfsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: