ÍA
3
1
Fjölnir
0-1 Birnir Snær Ingason '38
Hafþór Pétursson '41 1-1
Mario Tadejevic '58
Steinar Þorsteinsson '92 2-1
Þórður Þorsteinn Þórðarson '96 3-1
19.06.2017  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá gola, sól og 14 stiga hiti.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 759
Maður leiksins: Þórður Þorsteinn Þórðarson(ÍA)
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson ('59)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('77)
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('55)
18. Rashid Yussuff
20. Gylfi Veigar Gylfason

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel ('59)
10. Steinar Þorsteinsson ('77)
17. Ragnar Már Lárusson
19. Patryk Stefanski
32. Garðar Gunnlaugsson ('55)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Robert Menzel ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-1 sigri Skagamanna. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn en Fjölnir er að sogast í fallbaráttunar. Viðtöl og skýrlsa á leiðinni.
96. mín MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!!! ÞÞÞ með mark fyrir aftan miðju! Þórður Ingason fór fram í horninu sem Fjölnir fékk. Kale grýtti boltanum útá ÞÞÞ sem var hægra megin á vellinum og lyfti boltanum í tómt markið.
92. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
MAAAAAAAAARK!!!!!!! SKAGINN AÐ SKORA Á 92.MÍNÚTU!!! ÞÞÞ fær boltann í teignum og sendir fyrir og þar er Steinar mættur og skorar! Er þetta sigurmarkið?
91. mín Gult spjald: Þórður Ingason (Fjölnir)
91. mín
Sex mínútum bætt við leikinn!!
90. mín
Steinar aftur með góða sendingu en Tryggvi nær ekki valdi á boltanum. Fáum við sigurmark í leiknum?
89. mín
Tryggvi með skot framhjá!!! Steinar Þorsteins með sendingu inn fyrir en Tryggvi nær ekki nógu góðu skoti. Átti að gera betur.
87. mín Gult spjald: Robert Menzel (ÍA)
85. mín
Mikil reikistefna í teignum. Skagamenn vilja fá víti en ekkert dæmt. Helgi stoppar hins vegar leikinn þegar Skagamaður er í dauðafæri. Ekki alveg viss hvað var í gangi þarna en allt saman mjög furðulegt.
80. mín
Tíu mínútur eftir af leiknum. Ekki að sjá að Skagamenn séu manni fleiri.
77. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Siðasta skipting ÍA
77. mín Gult spjald: Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir)
74. mín
Varamaðurinn Ingibergur Kort í dauðafæri!! Ægir Jarl með flottann sprett og sendir á Inigberg en skotið beint á Kale í markinu.
72. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Síðasta skipting Fjölnis
69. mín
Albert Hafsteins með hörkuskot framhjá Fjölnismarkinu.
68. mín
Þarna mátti ekki miklu muna að Fjölnir kæmist yfir. Hornspyrna og Kale missir af boltanum en boltinn rétt framhjá.
66. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
64. mín
Þórir Guðjónsson með skot fyrir utan teig en framhjá.
62. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
59. mín
Inn:Robert Menzel (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
58. mín Rautt spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
RAUTT!!! Tadjevic tekur Tryggva niður þegar hann var að sleppa einn í gegbn. Hárréttur dómur hjá Helga.
57. mín
Fjölnir beint í sókn og Ingimundur með fína fyrirgjörf en Skagamenn hriensa í horn.
57. mín
Ólafur Valur með skot fyrir ÍA en það fór alveg svakalega hátt yfir.
55. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
53. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Fyrsta gula spjald leiksins.
51. mín
Tryggvi með fínan sprett fyrir ÍA. Fær boltann vinstra megin á kantinum og æðir upp að teig en skotið er vel yfir.
48. mín
Fyrsta skot seinni hálfleiks er Fjölnis. Þórir Guðjóns fær botlann utarlega í teingum og ætlar að skrúfa hann í fjær en vel framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og reglum samkvæmt byrjar Fjölnir með boltann og sækir í átt að höllinni.
46. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Skaganum. Allt í járnum
41. mín MARK!
Hafþór Pétursson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!!! Skagamenn eru búnir að jafna! ÞÞÞ tekur aukaspyrnu vinstra megin á vellinum, klafs í teignum og Hafþór tekur boltann á lofti og lyftir honum í fjær.
41. mín
Vá. Birnir með áhugaverða tilraun úr aukaspyrnu utarlega hægra megin á vellinum. Reynir bara skot þegar allir reiknuðu með fyrirgjöf en í hliðarnetið.
39. mín
Skagamenn fara beint í sókn og Tryggvi í þokkalegu færi og reynir að vippa yfir Þórð en boltinn fer yfir markið.
38. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
MAAAAAAAAAARK!!!! Þetta var ekki flókið. Birnir fær boltann á hægri kantinum. Rýkur inná teiginn og með slakt skot sem Kale nær ekki að verja. Fjölnismenn komnir yfir.
36. mín
Ofboðslega lítið að gerast í þessum leik. Fjölnismenn meira með boltann en engin færi síðustu mínútur.
29. mín
Skagamenn með hörku skyndisókn. Ólafur Valur fær boltann á miðjunni og fer að teignum. Sendir boltann á Tryggva Hrafn sem er með fínt skot en Þórður ver.
25. mín
Fjölnir fær hvert hornið á fætur öðru þessa stundina og núna átti Hans Viktor skalla að marki en Skagamenn hreinsa í horn. Liggur á heimamönnum þessa stundina.
24. mín
Fjölnismenn nálægt því að skora. Ægir Jarl með fyrirgjöf og Ingimundur nær skoti en Kale ver í horn.
23. mín
Þarna komu Fjölnismenn í hörkufæri. Ingimundur Níels við það að komast einn á móti Kale en nær ekki að klára. Einhverjir í stúkuni heimta víti en ekkert dæmt.
19. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ! HVernig var hægt að klúðra þessu? Skagamenn fengu horn og Hafþór Péturs skallar hann á Stefán Teit sem þrumar í slánna!! Átti að skora þarna!
12. mín
Þarna mátti ekki miklu muna. Hafþór Péturs með með skalla eftir horn en í varnarmann og yfir. Ekkert verður úr seinna horninu.
11. mín
Sk Kári stuðningsmannalið Fjölnis er mætt. Ekki margir en láta vel í sér heyra.
8. mín
Skagamenn liggja til baka og leyfa Fjölnismönnum bara að koma fram að miðju vallarsins.
5. mín
Birnir að byrja vel á hægri kantinum hjá Fjölni. Búinn að koma með tvær fyrirgjafir sem Skagamenn hafa náð að heinsa.
4. mín
Lítið að gerast fyrstu mínúturnar. Fjölnir með boltann en ekki skapað sér alvöru færi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað og það eru heimamenn sem byrja með botlann og sækja í átt að höllinni. Heimamenn í gulu og svörut að venju og gestirnir úr Grafarvoginum nánast alsvartir.
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á hjá okkur á Akranesi. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Áhorfendur mættir og allt klárt.
Fyrir leik
Rétt um hálftími í leik á Akranesi og bæði lið mætt útá völl að hita upp. Létt yfir mönnum í sólinni á Skaganum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús hjá okkur og þau má sjá hér til hliðar. Ekki mikið um breytingar hjá þjálfurunum frá síðustu umferð.
Fyrir leik
Nú fer að styttast í byrjunarliðin hjá okkur en þau ættu að birtast rétt um klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Liðin skiptu stigunum jafnt á milli sín í fyrra en ÍA vann 1-0 á Skaganum en Fjölnir vann hins vegar 4-0 stórsigur í Grafarvoginum. Vonandi fáum við bara fullt af mörkum og mikið fjör í kvöld.
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson spáir 3-2 heimasigri ÍA:
Leikur umferðarinnar fer fram á Akranesvelli.
Liðin munu skiptast á að komast yfir en svo mun annað hvort Tryggvi eða Garðar skora flautumark og tryggja stigin þrjú. ÍA er alltof flottur klúbbur til þess að falla.
Fyrir leik
Umferðin hófst hins vegar í gærkvöldi með tveimur leikjum. Topplið Vals vann KA 1-0 í Hlíðarenda með sjálfsmarki, á meðan spútnik lið Grindavíkur vann 3-1 heimasigur á ÍBV þar sem heitasti maður deildarinnar Andri Rúnar Bjarnason var sjóðandi og skoraði tvö og lagði upp eitt.
Fyrir leik
Þetta er alls ekki eini leikur dagsins í dag. Á sama tíma og þessi leikur hefst mætast FH og Víkingur R í Kaplakrika og Víkingur Ó fær Stjörnuna í heimsókn. Svo klukkan 20 mætast KR og Breiðablik í Vestubænum.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Helgi Mikael Jónsson og honum til aðstoðar eru Gylfi Tryggvason og Adolf Þorberg Andersen. Varadómari er Elías Ingi Árnason og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ragnarsson.
Fyrir leik
Það er ekkert hægt að kvarta yfir aðstæðum hér á Akranesi. Smá gola og sólin heiðrar okkur með nærveru sinni að mestu leyti.
Fyrir leik
Þessi lið eiga marga leiki innbyrðis í keppnum á vegum KSÍ en samtals eru þeir fjórtan og þar hefur Fjölnir vinninginn. Þeir hafa unnið 6 á meðan ÍA hefur unnið 3 og 5 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er 32-25 Fjölni í hag.
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð þegar ÍA fór til Akureyrar og gerðu 0-0 jafntefli en það var í fyrsta skipti í sumar sem Skagamenn héldu hreinu. Á sama tíma gerðu Fjölnir og Víkingur Ó 1-1 jafntefli í Grafarvoginum.
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að báðum þessum liðum hefur ekki gengið vel uppá síðkastið. Skagamenn hafa ekki unnið í deildinni síðan 27.maí þegar þeir unni 1-4 í Eyjum en Fjölnir hefur ekki unnið leik eftir frábæran 1-2 sigur í Kaplakrika 22.maí.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og Fjölnis í 8.umferð Pepsi-deildar karla.


Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic ('62)
9. Þórir Guðjónsson ('66)
10. Ægir Jarl Jónasson
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('72)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Igor Taskovic
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('72)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('62)
13. Anton Freyr Ársælsson
18. Marcus Solberg ('66)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Igor Jugovic ('53)
Bojan Stefán Ljubicic ('77)
Þórður Ingason ('91)

Rauð spjöld:
Mario Tadejevic ('58)