Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
2
1
Stjarnan
Kwame Quee '16 1-0
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '49 2-0
2-1 Hilmar Árni Halldórsson '86 , víti
19.06.2017  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 485
Maður leiksins: Þorsteinn Már Ragnarsson
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('71)
10. Kwame Quee
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('89)
32. Eric Kwakwa ('64)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
5. Hörður Ingi Gunnarsson ('89)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('71)
11. Alonso Sanchez ('64)
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Eric Kwakwa ('8)
Kenan Turudija ('15)
Alonso Sanchez ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

ÞETTA ER BÚIÐ!!
Loks ná Víkingar sigri á heimavelli.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms
90. mín
+3

Víkingssveitin heimtar lokaflaut
90. mín
+2

Smá hik í vörninni en Alexis kom boltanum svo frá
90. mín
+1

FIMMTÁNDA HORN STJÖRNUNNAR.

AFTUR.... Ekkert úr þessu horni
89. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Víkingur Ó.) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Park the bus!

Rútunni lagt á góðri Íslensku. Ejub vill heimasigur.
88. mín
SJÓNVARPSVARSLA HJÁ CRISTIAN!

Hólmbert með flikk og Brynjar Gauti með skallan að marki af stuttu færi. Cristian blakar boltann yfir

Hornspyrnan endaði með skalla rétt framhjá frá Danna Lax
87. mín
Vikingar eru orðnir þreyttir. Ná þeir að halda þessu út?

Fyrir mér sem áhorfanda þá er þetta búið að vera LANG besti leikur Víkings í sumar
86. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Öruggt. Við erum komin með leik!
85. mín
VÍTASPYRNA TIL STJÖRNUMANNA

Ég sá ekki hvað gerðist.
82. mín
Flott sókn hjá Víking endar með skoti fyrir utan teig frá Gunnlaugi Hlyn.
80. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Ungur inn fyrir ungann
79. mín Gult spjald: Alonso Sanchez (Víkingur Ó.)
Tæklaði boltann en sólinn á undan sér. Heiðar allt annað en sáttur og ýtur í Alonso
77. mín
Hólmbert búinn að vinna mjög mörg skallaeinvígi í dag en ekkert hefur náð að skapast út frá því
74. mín
Brynjar Gauti fer í tæklingu við Þorstein Má uppeldisbróður sinn í fótboltanum. Víkingssveitin ekki sátt með sinn gamla fyrirliða en boltinn var tekinn fyrst og réttilega ekkert dæmt
73. mín
Sést vel að Þorsteinn og Kwame eru orðnir mjög þreyttir. Svosem ekkert skrítið. Búnir að hlaupa eins og ég veit ekki hvað allan leikinn
71. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Guðmundur Steinn búinn að vera mjög góður í dag
69. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Óli Kalli ekki fundið sig í dag
67. mín
ELLEFTA HORNSPYRNA SJÖRUNNAR!

Hvernig eru þeir ekki búnir að notfæra sér amk eina þeirra
65. mín
SKYNDISÓKN HJÁ STJÖRNUNNI

Hólmbert kom boltanum fram eftir að Alex vann boltann. Finnur Jósef á harðaspretti vinstramegin við sig sem var einn á einn. Cristian snöggur út og varði vel
64. mín
Inn:Alonso Sanchez (Víkingur Ó.) Út:Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Frábær leikur hjá Kwakwa
63. mín
Víkingar ná loks að koma boltanum frá og róa aðeins í vörninni eftir brot Baldurs á G.Stein
62. mín
Þung sókn hjá gestunum núna. Jósef að taka horn...

Cristian í "no mans land" Nacho kemur honum samt frá í annað horn
59. mín
Flott sókn gestanna!

Heiðar Ægis er kominn hægra meginn í mjög sókndjarfann hægri bak. Fékk boltann innfyrir og reyndi lágann bolta fyrir markið. Luba réttur maður á réttum stað
57. mín
Inn:Hörður Árnason (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Rúnar skiljanlega ósáttur með stöðuna
56. mín
Þorsteinn liggur eftir á miðjum vellinum. Heldur um hnakkann. Væri ekki gott ef hann þyrfti að fara útaf
54. mín
Stjörnumenn ætla að mér sýnist að sækja meira upp hægra megin í síðari hálfleik. Reyna að nýta sér það að Kenan sé á spjaldi
52. mín
Enn sækja heimamenn.

Alfreð með fyrirgjöfina á kollinn á G.Stein. Skalli hans rétt framhjá
51. mín
Kwame setur Baldur Sig í grasið!

Snýr á Baldur sem rennur í grasið. Stuðningsmönnum Víkinga til mikillar gleði
49. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
ÞVÍLIK SNILLD HJÁ ÞORSTEINI

Hár bolti fram á Þorstein sem var alveg við hliðarlínuna. Mögnuð móttaka með tánni til að taka boltann niður og í annari snertingu kom hann boltanum frábærlega framhjá Brynjari Gauta. Gaf fyrir markið á G.Stein sem setti boltann í slánna og inn
47. mín
Rúnar Páll tók "the Celtic huddle" á miðjum vallarhelming síns liðs áður en allir leikmenn Víkings voru komnir inná völlinn áður en leikurinn hófst
45. mín
Leikur hafinn
Alex Þór byrjar miðjuna. Hólmbert er á kantinum. Tekur væntanlega hlaupið upp
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Ólafsvíkurvelli. 1-0 er staðan. Mikill hiti í mönnum á leið inní klefa. Stuðningsmenn Víkings hella sér yfir Vilhjálm þegar hann gengur til klefa. Heimta að hann fylgji sínum eigin línum.

Mér finnst Vilhjálmur persónulega búinn að hafa fullkomna stjórn á þessum leik og það sást á því hvernig hann kaus að leysa málin í lok fyrri hálfleiks þegar menn fóru að hitna töluvert
45. mín
GSteinn brýtur á Brynjari Gauta út við hliðarlínu. Rúnar Páll er alveg brjálaður en það var Davíð Snorri liðstjóri sem fór algjörlega yfir línuna. Hann fór að 4. dómaranum og hellti sér yfir hann. Ejub heimtar að hann sé sendur upp í stúku. Vilhjálmur mætir á staðinn og róar menn niður.
43. mín
Baldur Sig með skot hátt yfir markið úr ákjósanlegri stöðu. Hitti boltann vel en náði ekki að halda honum niðri
40. mín
Stjörnumenn halda áfram að spila ágætlega á milli sín á vallarhelmingi Víkinga. Hilmar Árni allt í öllu
38. mín
Enn reyna Víkingar að beita skyndisóknum. Kwame vann boltann af Baldri og keyrði með hann upp. Sendingin ekki alveg nógu góð en GSteinn rangur hvort eð er
34. mín
Stjörnumenn heimta brot og spjald á Cristian markmann. Handlék knöttinn og sparkaði svo boltanum í burtu. Ég þori ekki að segja til um það hvort hann hafi verið inní boxinu eður ey.
33. mín
Eric Kwakwa er búinn að brjóta tvisvar núna eftir að hafa fengið gula spjaldið. Hann þarf að fara passa sig
29. mín
Hætta við mark gestanna!

Enn er það Þorsteinn sem á fyrirgjöfina. G.Steinn skallaði boltann áfram að markinu þar sem Kwame var á fjær en skalli hans yfir markið.
26. mín
Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann hingað til og meirihlutann á vallarhelmingi andstæðinganna þá hafa Stjörnumenn ekki enn náð góðu skoti á markið.

Skot á markið VÓ 1-0 Stjarnan
24. mín
Sjöunda hornspyrna Stjörnunnar...7!

Enn og aftur verður ekkert úr hornum gestanna
21. mín
En aftur að leiknum.. Stjörnumenn fá mikið að stjórna spilinu og eru að spila mjög hátt á vellinum.

Víkingar reyna svo að beita skyndisóknum líkt í markinu áðan
19. mín
Þess má til gamans geta að Kwame Quee var nýlega í landsliðsverkerfni með landi sínu Sierra Leone þar sem liðið sigraði Kenýa 2-1 í undankeppni fyrir Afríkukeppnina. Ég hef ekki fengið það staðfest en ég heyrði að Kwame hafi verið maður leiksins þar í þeim sigri
16. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
Vel útfærð skyndisókn

Gegn gangi leiksins. Gunnlaugur Hlynur vann boltann á miðjunni, leit upp og kom strax með háann á Þorstein á hægri kantinum. G.Steinn var eini Víkingurinn í boxinu í gæslu Brynjars Gauta. Sending Þorsteins fyrir aftan hann en beint í hlaupið hjá Kwame sem lagði boltann snyrtilega í fjær. Vel slúttað
15. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Annað spjaldið á Víking fyrstu 15... ekki gott

Tók Brynjar Gauta niður á vinstri kantinum.
11. mín
Fjórða hornspyrna Stjörnunnar á fyrstu 11 mínútunum. Allar komið vinstra megin. Það segir sitt því þeir leita mikið til Hilmars Árna enda einn besti knattspyrnumaður deildarinnar
10. mín
Sé strax að Eric Kwakwa á að vera einn í þessu djúpa róli á miðjunni. Hann fer lítið sem ekkert fram með í sóknir og Kwame og Gulli eru svolítið frjálsir. Verður erftitt að spila þessa stöðu í 82 minútur á gulu spjaldi
8. mín Gult spjald: Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
FULLORÐINS TÆKLING!

Hefði hann tekið hann alveg niður og Stjarnan ekki náð að halda leik áfram þá hefði getað verið annar litur á þessu. Báðar lappir af jörðinni. Fyrst í boltann en hann fylgdi svo sannarlega á eftir í manninn
6. mín
Heimamenn virka svolítið taugaóstyrkir til að byrja með. Mikið um feilsendingar hér í byrjun
4. mín
Uppst. Stjörnunar
Sveinn
Jói Lax-Brynjar-Danni Lax-Jósef
Heiðar-Alex
Óli Kalli-Baldur-Hilmar Árni
Hólmbert
3. mín
FYRSTA HÆTTAN!
Hornspyrna sem Stjarnan uppskar eftir þrjú innköst í röð á sama staðnum. Boltinn skallaður frá og Heiðar kom á ferðinni til að freista þess að negla á markið. Skot hans slapt en það munaði engu að Brynjar Gauti næði að setja boltann á markið. Rétt framhjá
2. mín
Uppst. Víkings
Cristian
Alexis-Nacho-Tomasz
Alfreð-Eric-Gulli-Kenan
Kwame
Þorsteinn-G.Steinn
1. mín
Það eru Víkingar sem byrja með knöttinn og sækja þeir í átt að Gilinu í fyrri hálfleik. Stjarnan sækir því að Sundlaug Ólafsvíkur
Fyrir leik
Leikmenn fara að ganga brátt inn á völlinn. Hef fengið það staðfest að Víkingar stilla fram 5 manna varnarlínu en í þeirri uppstillingu kom eini sigur liðsins í ár til þessa.
Fyrir leik
Sorgleg staðreynd fyrir mig sem Ólsara að vera að skrifa upp, en Víkingar hafa einungis unnið 1 leik í deildarkeppni frá 28. júní en það var á móti Grindavík í þriðju umferð. Það er einmitt dagurinn sem síðasti heimasigur kom á Ólafsvíkurvelli
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Ólafur Karl Finsen er í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Ævar Ingi Jóhannesson er á bekknum í fyrsta sinn í sumar en hann hefur verið meiddur. Þá snýr Eyjólfur Héðinsson einnig aftur í leikmannahópinn.

Guðjón Baldvinsson fór meiddur af velli í tapinu gegn Víkingi Reykjavík í síðustu umferð og er ekki með í kvöld. Þó þau meiðsli hafi ekki verið alvarleg.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson spáir því að Stjarnan vinni 2-0 útisigur í dag:
Stjarnan nær sér aftur á strik eftir tvo tapleiki í röð. Þeir munu fá baráttuleik í Ólafsvík sem hentar vel í ljósi stöðunnar og þar verða þeir ofan á. Mörkin munu koma úr föstum leikatriðum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það voru fimm mörk þegar Stjarnan heimsótti Víkinga í fyrra. 3-2 útisigur Stjörnunnar þar sem Baldur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarsor og Arnar Már Björgvinsson skoruðu fyrir Garðbæinga. Hrvoje Tokic og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu fyrir Ólsara.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í kvöld en aðstoðardómarar eru Gylfi Már Sigurðsson og Bjarki Óskarsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stjarnan hefur tapað tveimur leikjum í röð en verður aðeins þremur stigum frá toppliði Vals með því að vinna leikinn í kvöld.

Meiðsli hafa verið að gera Garðbæingum grikk en einhverjir póstar ættu að snúa aftur í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ólsarar eru í neðsta sæti deildarinnar en heimavöllurinn hefur ekki gefið liðinu eitt einasta stig í sumar. Það verður að fara að breytast ef liðið ætlar að halda sæti sínu í deildinni.

Í síðustu umferð fóru þeir í Grafarvoginn og sóttu eitt stig, 1-1 jafntefli varð niðurstaðan þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði fyrir Ejub og lærisveina.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð! Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings Ó. og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, áttunda umferð.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('57)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
17. Ólafur Karl Finsen ('69)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('80)

Varamenn:
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason ('57)
16. Ævar Ingi Jóhannesson
20. Eyjólfur Héðinsson
27. Máni Austmann Hilmarsson ('80)
77. Kristófer Konráðsson ('69)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: