Stjarnan
2
2
ÍA
Guðjón Baldvinsson '22 1-0
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '43
Hilmar Árni Halldórsson '49 2-1
2-2 Arnar Már Guðjónsson '84
24.06.2017  -  17:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Góðar, léttur blástur og 12 stiga hiti
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 684
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson ('82)
8. Baldur Sigurðsson ('67)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('71)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
17. Ólafur Karl Finsen
20. Eyjólfur Héðinsson ('67)
27. Máni Austmann Hilmarsson ('82)
77. Kristófer Konráðsson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik Lokið, Gunnar Jarl flautar til leiksloka.

Skagamenn ná hér í frábært útivallarstig gegn sterku liði Stjörnunnar

Þetta er áhyggjuefni fyrir heimamenn aðeins 1 stig af síðustu 12 mögulegum og þeir eru að fjarlægjast toppbaráttu hægt og rólega.

Ég þakka fyrir mig Skýrsla og viðtöl koma innan skamms!
90. mín
Stjarnan fær en eitt hornið en gestirnir ná að hreinsa lítið eftir og stuðningsmenn Stjörnurnar eru staðnir upp
90. mín
Sirkus Kale með tilþrif kemur löng sending í átt að teig Skagamanna en Kale kassar boltan bara í rólegheitum og neglir honum svo í burtu
90. mín
Þrjár mínútur í Uppbótartíma
88. mín
SVO NÁLAGT ÞARNA ! Skagamenn með flotta sókn Tryggvi Haraldsson keyrir upp hægri kantinn og leggur boltan fyrir þar sem Garðar kemur á fleygiferð en hittir ekki boltan í dauða dauða færi !
87. mín
Kristófer kemur nær skoti fyrir utan teig en það er ekki gott og boltin fer yfir markið.
85. mín
Inn:Ragnar Már Lárusson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Fyrsta skipting gestanna Steinar Þorsteinsson fer út og inn kemur Ragnar Már
84. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Skagamenn eru búnir að jafna! ÞÞÞ með frábæra aukaspyrnu frá miðlínu og Arnar Már svífur manna hæst og á geggjaðan skalla sem Sveinn ræður ekki við! 2-2
82. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Gaui virðist vera smá þjáður er hann situr á miðjum vellinum búin að vera flottur hér í dag inná kemur Máni Austmann
81. mín
Mikill hraði í leiknum núna og Tryggvi með óvænt skot utan af velli sem fer rétt yfir markið frábær tilraun
80. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Fær spjald fyrir brotið á Gaua í sókninni á undan
80. mín
Gaui Baldvins keyrir hér upp vllinn það virðist brotið á honum en leikurinn heldur áfram á flotta sendingu á Kristófer sem kemst á móti Kale sem gerir sig stóran og ver frá honum
79. mín
Albert á skot í varnarmann og boltin fer í horn en Skagamenn eru ekki nýta föstu leikatriðin nógu vel
76. mín
Skagamenn kalla eftir víti en fá ekkert
75. mín
Það skapast alltaf hætta í föstum leikatriðum hjá heimamönnum ! En Gunnar Jarl var búinn að dæma brot.
74. mín
Frábær sókn hjá Stjörnumönnum, halda boltanum vel innan liðsins, færa hann milli kanta sem endar á því að Heiðar Ægisson setur hann fyrir markið á Hilmar Árna sem hælar hann á Jósef en Kale lokar vel á hann og boltinn fer í horn.
72. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan D boga heimamanna en ÞÞÞ skýtur langt yfir markið.
71. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Hólmbert hefur fengið smá högg hérna og haltrar útaf önnur skipting heimamanna í leiknum.
70. mín
Gestirnir við það að komast í gott færi en missa hann klaufalega frá sér, boltinn fer af varnarmanni og endar hjá Sveini í markinu .
68. mín
Mikill darraðardans inn í vítateig skagamanna eftir aukaspyrnu frá Hilmari Árna en þeir ná á ótrúlegan hátt að koma boltanum í burtu .
67. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Fyrsta skipting leiksins fyrirliða skipting Baldur Sigurðsson fer hér útaf og inná kemur Eyjólfur Héðinsson
66. mín Gult spjald: Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Fær hér gult spjald fyrir brot.
65. mín
Brynjar Gauti heppinn þarna ! setur boltan hátt upp í loft kringum eigin teig þar sem Garðar Gunnlaugs kemst í fínt færi er aleinn en hittir ekki boltan
65. mín
Gott færi hjá Stjörnunni ! Hilmar Árnason tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Skagamanna og Gaui baldvins á að gera betur þarna en á skot sem kale grípur
63. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Verðskuldað spjald fyrir brot
62. mín
Smá líf og barátta í Skaganum þessa stundina komast í álitlega sókn sem endar með hornspyrnu þar sem Arnór Snær fínum skalla en´hann fer yfir markið .
57. mín
Heiðar Ægisson er búin að spila vel í þessum leik á hér ágætis skot með vinstri fyrir utan teig en boltin fer framhjá markinu .
56. mín
Eftir kröftuga byrjun í síðari hálfleik þar sem þeir skapa sér tvö fín færi þá virðist þetta annað mark Stjörnunnar hafa slökkt aðeins í gestunum.
54. mín
Þeir eru svo sterkir í föstum leikatriðum ! Stjarnan skorar hér eftir hornspyrnu en markið er dæmt af vegna brots í teignum . Vel dæmt hjá Jarlinum.
53. mín
Boltin fer hér fram og til baka á milli vallarhelminga sem endar með því að Stjarnan fær en eitt hornið í þessum leik !
51. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Brot á miðjum velli.
Elvar Geir Magnússon
49. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
HILMAR ÁRNI skorar hér beint úr aukaspyrnunni setur hann yfir veggin algjörlega óverjandi fyrir Kale í markinu þvílik spyrnutækni . Siggi Dúlla fagnaði þessu innilega á hliðarlínunni skellti sér á hné og allur pakkinn ! 2-1
47. mín
Aukaspyrna ! Guðjón Baldvinsson er búin að fá þær nokkra í dag þessi er á stórhættulegum stað á vítateigsboganum !
46. mín
Skagamenn koma sér aftur í gott færi vel spilað hjá þeim sem endar á því að ÞÞÞ kemst í fínasta færi en skot hans er máttlaust . Gestirnir byrja síðari hálfleik af krafti
45. mín
Tryggvi Haraldsson kemur sér í gott færi strax í byrjun síðari hálfleiks en skot hans fer rétt fram hjá markinu.
45. mín
Síðari hálfleikur er komin af stað Stjörnumenn byrja með boltan.
45. mín
Hálfleikur
Það er steggjun og skemmtiatriði í hálfleik á Samsung vellinum þar sem Sigurður Balan peppar stúkuna og gefur allt í þetta mjög skemmtileg viðbót fyrir áhorfendur meðan þeir bíða eftir síðari hálfleik .
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Jarl flautar hér til hálfleiks staðan er 1-1 .

Stjörnumenn eru búnir að liggja á Skagamönnum og ættu að vera búnir að skora annað mark en þess í stað jafna Skagamenn rétt fyrir hlé.

Flottur fyrri hálfleikur að baki
45. mín
Skagamenn skapa sér annað færi hérna allt í einu smá líf hjá þeim ,
43. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Hvað gerðist þarna! Það var ekkert að gerast, slæm mistök hjá Herði Árna sem er étinm á miðjunni. Allir leikmenn Stjörnunnar á vallarhelmingi gestanna. Boltinn er settur í gegn þar sem Tryggvi Haraldsson er fyrstur á boltann á miðlínu, notar allan hraða þann sem hann hefur, setur í 6 gír og Daníel Laxdal ræður ekki við hann. Sveinn stendur framarlega í markinu og Tryggvi lætur vaða með jarðarbolta og boltinn endar í netinu . Þetta var alls ekki í spilunum 1-1 !
40. mín
Gaui fær frítt skot fyrir utan teiginn en skotið hans fer framhjá hann virðist kveinka sér aðeins eftir skotið en vonum að hann sé í lagi .
35. mín
Hilmar Árni virðist alltaf vera frír á vallarhelming gestanna hann er mikið í boltanum og er að skapa flottar sóknir og opnanir fyrir heimamenn .
33. mín
Frábær spilamennska hjá Stjörnunni halda boltanum vel sem endar á góðri sendingu út á hægri kantinn þar sem Heiðar Ægisson mætir og rennir boltanum fyrir en Skagamenn rétt ná að hreinsa boltanum burt . Það liggur annað mark í loftinu hérna
30. mín
Stjarnan er að skapa sér fín færi sóknarleikurinn verið virkilega flottur hérna fyrsta hálftíman og Skagamenn ráða lítið við 3-4-3 kerfið hjá heimamönnum
27. mín
Það liggur annað mark í loftinu Hilmar Árni er hársbreidd frá því að setja Gaua í gegn en gestirnir ná að tækla boltan í horn .
25. mín
Skagamenn eru að spila gamla góða 4-4-2 með Garðar Gunnlaugs og Tryggva Hrafn upp á topp en þeir eru að taa miðjubaráttunni og virðast ráða illa sem ekkert við kraftinn og hraða Stjörnu liðsins á vellinum .
22. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
MARK !!! Hver annar en Guðjón Baldvinsson skorar fyrsta mark leiksins, flott sókn Stjörnumanna þar sem Alex Þór vippar boltanum inn fyrir vörn skagamanna á assist kónginn Jósef Kristinn sem leggur hann út á Gaua sem nær góðu skoti og það syngur í netinu 1-0 !
19. mín
Tryggvi Hrafn nálægt því að komast í boltann eftir slakan skalla til baka frá Brynjari Gauta en Sveinn í markinu handsamar hann á síðustu stundu.
17. mín
Hólmbert með frábæra móttöku og er við það að komast í skotið en er flaggaður rangstæður . Stjarnan mun líklegri fyrstu mínúturnar
15. mín
ÍA fær hornspyrnu en Stjörnumenn hreinsa því frá keyra upp en Gaui með slæma sendingu og sóknin rennur út í sandinn
14. mín
Stjarnan er að spila 3-4-3 í þessum leik. Fer út úr 4-3-3 kerfinu eftir slakan árangur síðustu leikja. Hörður, Danni Lax og Brynjar Gauti eru miðverðir. Jósef Kristinn og Heiðar Ægis vængbakverðir.

Baldur og Alex á miðjunni. Hólmbert og Hilmar utan um Guðjón Baldvins sem er fremstur.

Hörður Árnason er að spila sinn fyrsta deildarleik í sumar. Verið geymdur á bekknum.
Elvar Geir Magnússon
12. mín
Stjarnan fær en eitt hornið þeir ætla vera áskrifendur af þeim í dag. Fín spyrna frá Hilmari Árna skagamenn eiga í vandræðum með að hreinsa frá og boltin endar hjá Alexi þór í ágætis færi en hann skýtur yfir markið .
10. mín
Skagamönnum gengur illa að halda boltanum innan liðsins alltaf mættir tveir til þrír Stjörnumenn í pressu á boltamann
8. mín
Silfurskeiðin syngur og syngur hafa greinilega náð í góða orku á Dúllubarnum fyrir leik .
6. mín
Þriðja hornspyrna Stjörnumanna á fyrstu 6 mínútum leiksins . mikil pressa á gestunum hérna fyrstu mínúturnar .
5. mín
Albert Hafsteinsson liggur hér á vellinum ég sá ekki hvað gerðist en það virðist vera í lagi með hann.
3. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins sem að Jósef tekur flottur bolti inn í teig þar sem Gaui Baldvins nær skallanum en gestirnir bjarga á síðustu stundu á línu . Þetta byrjar vel hjá Stjörnunni
1. mín
Gaui Baldvins er augljóslega mættur og fær aukaspyrnu á hægrin kantinum sem að Hlmar Árnason tekur en gestirnir hreinsa eiga ekki í vandræðum með hana .
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað , Skagamenn byrja með boltan
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og vallarþulurinn þylur upp byrjunarliðin .
Fyrir leik
10 mínútur í leik og liðin ganga hér til búningsherbergja , Silfurskeiðin er mætt og heitasta umræðan í stúkunni er nýjasta klipping Bjarna Ben .
Fyrir leik
Leikmenn rölta hérna einn og einn út á völl og gera sig klára í upphitun .

Stjarnan hefur fengið 0 stig af 12 mögulegum í Júní og það er ekki ásættanlegt í Garðabænum . Sóknarleikur liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska en innkoma Gaua Baldvins í dag gæti breytt því.

Skagamenn hafa verið að sanka að sér stigum í undanförnum leikjum eftir erfiða byrjun og eru komnir með 7 stig .
Liðið hefur spilað ágætlega í síðustu umferðum og með spilamennskunni sem þeir sýndu á móti Fjölnir virðast þeir vera að finna réttan takt í sinn leik .
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Guðjón Baldvinsson er kominn til baka úr meiðslum og er í byrjunarliði Stjörnumanna. Haraldur Björnsson markvörður sem hefur einnig verið glíma við meiðsli er á bekknum í dag.

Hjá Skagamönnum er Garðar Gunnlaugsson aftur mættur í byrjunarliðið en hann var á bekknum í síðasta leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Klukkutími í leik . Vallarstarfsmenn mættir til að vökva gervigrasið, það eru fínustu aðstæður til knattspyrnu iðkunar í Garðabæ í dag . Sólskin , blæs aðeins og tveggja stafa hitatala .
Fyrir leik
Stjörnumenn halda væntanlega áfram í sömu taktík en margt verður að breytast og það er spurning hvort Rúnar geri ekki einhverjar breytingar á liðinu. Liðið herjaði vel á Víking Ó. í síðasta leik en varnarvinnan var þó slök.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Gulli Jóns, þjálfari ÍA, eftir leikinn gegn Fjölni
,,Ég er ekki sérstaklega sáttur við spilamennskuna en ég er að sjálfsögðu sáttur við úrslitin,"sagði Gulli.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Þórður Þorsteinn Þórðarson, leikmaður ÍA, eftir góðan leik gegn Fjölni
,,Mér fannst ég vera að spila einn minn lélegasta leik en það er ágætt að bæta það upp á síðustu þremur mínútunum," sagði Þórður.

Þórður var flottur í leiknum gegn Fjölni og ef honum fannst þetta slakur leikur, þá verður gaman að sjá hvað hann telur gott gegn Stjörnunni. Hann vill gera betur og fær tækifæri til þess í dag.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn gegn Víking Ó.
,,"Við stjórnuðum leiknum alveg frá A-Ö en vissum það alveg að Víkingarnir væru sprækir í skyndisóknum og við náðum ekki að stöðva þær sem er mjög dapurt af okkar hálfu," sagði Rúnar eftir leikinn.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Stjörnunnar eftir síðasta leik
,,Við þurfum bara að fara rífa okkur í gang. Við erum ekki að mæta nógu klárir og við þurfum bara að fara endurskoða okkur sjálfa og rífa okkur upp af rassgatinu," sagði Brynjar.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Skagamenn vilja væntanlega fá Garðar Bergmann Gunnlaugsson í gang en hann hefur aðeins gert tvö mörk í sjö leikjum. Hann hefur verið á bekknum undanfarið en hann kom inn í síðari hálfleik gegn Fjölni. Garðar var markahæsti maður Pepsi-deildarinnar á síðasta ári.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Eyjólfur Héðinsson kom ekkert við sögu í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann var á bekknum í síðustu umferð en spilaði ekki. Það er því spurning hvort hann verður klár í leikinn á eftir.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Skagamenn unnu síðasta leik 3-1 gegn Fjölni og þá gerði liðið markalaust jafntefli við KA. Ungu leikmennirnir í ÍA hafa heldur betur verið að stíga upp og eru því mikið undir fyrir bæði lið.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Stjarnan hefur misst flugið í síðustu leikjum en fjarvera Guðjóns Baldvinssonar hefur haft mikið að segja. Árangur liðsins byrjaði að hrapa eftir 3-0 tapið gegn FH en síðan þá hefur liðið tapað fyrir bæði Víking R. og Víking Ó.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Stjörnumenn eru í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig en Skagamenn eru í ellefta sæti með 7 stig.
Brynjar Ingi Erluson
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍA í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('85)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff
20. Gylfi Veigar Gylfason
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
8. Hallur Flosason
17. Ragnar Már Lárusson ('85)
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Patryk Stefanski

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Guðmundur Sigurbjörnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('63)
Arnór Snær Guðmundsson ('66)
Steinar Þorsteinsson ('80)

Rauð spjöld: