Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
45' 2
1
Breiðablik
Stjarnan
3
2
Þór/KA
Kristrún Kristjánsdóttir '3 1-0
1-1 Sandra Mayor '10
1-2 Sandra María Jessen '29
Agla María Albertsdóttir '50 2-2
Harpa Þorsteinsdóttir '85 3-2
23.06.2017  -  18:00
Samsung völlurinn
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Heldur napur norðanvindur og rigning
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 124
Maður leiksins: Lára Kristín Pedersen
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('90)
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
12. Gemma Fay (m)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('90)
14. Donna Key Henry
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BÚIÐ AÐ FLAUTA AF! Þvílíkur leikur!

Stjarnan er komin í undanúrslitin eftir hörkuleik!!

Ég minni á skýrslu og viðtöl hér seinna í kvöld.
90. mín
Gestirnir að gera sig líklegar upp við mark Stjörnunnar en Berglind kemur út og slær hann frá og nær svo sjálf frákastinu.
90. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
90. mín
Gestirnir gera hvað sem þær geta til að jafna metin hérna í lokin en heimastúlkur gera vel í að loka á allar þeirra tilraunir. Þær eru greinilega staðráðnar í að klára þetta.
86. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
85. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
HARPA IS BACK!!!!

Agla María átti sendingu inná milli hafsenta inná Guðmundu en Bianca gerði vel í að renna sér fyrir og koma boltanum út. En þar lúrði engin önnur en Harpa og henni brást ekki bogalistin í þetta skiptið! Setti boltann yfir Bryndísi og varnarmann sem var komin niður á marklínuna.
75. mín
Inn:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Lára búin að vera fín í baráttunni inná miðjunni og Donni vill sennilega fá ferska fætur inn.
74. mín Gult spjald: Sandra Mayor (Þór/KA)
Annað spjaldið í þessum leik sem fer á loft fyrir að sparka bolta í burtu eftir að aukaspyrna er dæmd. Leiðinlegt að sjá og óþarfa spjald.
70. mín
Flott samspil hjá Stjörnunni!

Katrín sendir á Hörpu, sem skýlir boltanum vel við vítateigslínuna, framlengir hann á Önu Cate sem á fast skot en beint á Bryndísi í markinu og hún tekur enga séns og kýlir hann yfir.

Stjarnan fær horn en það er skallað frá.
65. mín
Guðmunda með flotta takta á hægri vængnum og kemur svo með fyrirgjöf þar sem Harpa er á nær, en Harpa fær lítinn tíma og nær ekki að koma fætinum í boltann og Bryndís Lára handsamar þennan.
64. mín
Sandra Stephany með hörkuskot utan af hægri vængnum og Berglind þarf að hafa sig alla við til að verja þetta, en hún gerir það vel. Sandra er stórhættuleg ef henni er gefinn smá tími! Maður veit aldrei hvað hún dregur uppúr hattinum sínum!!!
63. mín
Leikmennirnir eru ekki að gefa tommu eftir hérna frekar en í fyrri hálfleiknum og tæklingarnar fljúga hér um allan völl!!
62. mín
Harpa í færi!!

Katrín á sendingu inná Hörpu sem er komin í flott færi en þarna brást henni heldur betur bogalistin og skotið laust og beint á Bryndísi í markinu.
60. mín
Andrea Mist kemur á siglingunni á vörn Stjörnunnar og hafði sendingarmöguleika en ákvað að taka skotið sem er beint á Berglindi í markinu og hún grípur hann auðveldlega. Þarna hefði Andrea Mist getað gert mun betur.
55. mín
Sandra María á skot af löngu færi en heldur hátt og aldrei hætta. Í kjölfarið af útsparkinur kemur svo alltof laus sending til baka á Berglindi í markinu og sóknarmaður Þór/KA nálægt því að komast inní sendinguna!! Þarna voru Stjörnustúlkur heppnar að ekki fór verr!!
53. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Bianca sparkar boltann í burtu eftir að aukaspyrna er dæmd. Hárrétt dómgæsla.
52. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Guðmunda komin ein á móti Bryndísi Láru, sem ver enn og aftur!!! Nær að setja stóru tánna í boltann og heimastúlkur fá horn.

Lára Kristín á fínan skalla eftir hornið en rétt framhjá. Seinni hálfliekurinn byrjar alveg jafn hressileag og sá fyrri.
50. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Bryndís Björnsdóttir
Bryndís tekur utanáhlaup á hægri kantinum, Harpa setur boltann uppí hornið þar sem Bryndís á flotta sendingu útí teiginn á Öglu Maríu sem klárar þetta af stuttu færi. Virkilega vel gert.
48. mín
Dauðafæri hjá Stjörnunni!!

Enn og aftur ver Bryndís Lára frá sóknarmönnum Stjörnunnar! Boltinn vill bara ekki inn hjá þeim!

Varnarmaður setur fótinn fyrir skot frá Öglu Maríu, boltinn berst úr á Önu Cate sem á skot af stuttu færi sem Bryndís Lára ver með fótunum. Boltinn berst svo út á Láru Kristínu sem á skot fyrir utan teiginn en langt framhjá.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Katrín sparkar seinni hálfleiknum af stað fyrir heimaliðið.
45. mín
Hálfleikur
Bríet flautar til hálfleiks í þessum fjöruga leik! Við vonum bara að seinni hálfleikurinn verði jafn skemmtilegur og sá fyrri.
45. mín
Fínasta færi hjá Stjörnunni!!

Guðmunda nær ágætis skalla eftir fyrirgjöf frá Hörpu útá vinstri kantinu. Skallinn fer rétt framhjá.
44. mín
Harpa að koma sér í fína stöðu inní teignum en gestirnir komast fyrir skotið, boltinn berst útí teiginn en hann dettur ekki fyrir sóknarmenn Stjörnunnar, sem ná þó að fá horn en ekkert kemur útúr því.
43. mín Gult spjald: Zaneta Wyne (Þór/KA)
Zaneta togaði aftan í leikmann Stjörnunnar en Bríet gerir vel í að láta leikinn ganga og gefur henni svo gult spjald þegar boltinn fer úr leik.
41. mín
Bryndís að gera virkilega vel aftur!

Agla María kemst upp að endamörkum og leggur boltann útí teiginn en Bryndís Lára kýlir hann útí teiginn. Þar berst hann til Katrínar en Bryndís er ísköld og keyrir útí hana og lokar á hana. Katrín hefði samt mátt munda vinstri fótinn þarna, hefði hugsanlega geta gert betur með því. En Bryndís Lára er heldur betur að sjá til þess að sitt lið haldi forystunni hérna.
39. mín
Sandra Stephany á hérna fína stungusendingu....en ekki inná samherja sinn heldur mótherjana! Hún á fasta sendingu inn fyrir sína eigin vörn á Guðmundu sem kemst ein gegn Bryndísi, en utarlega í teignum. Hún tekur hárrétta ákvörðun og sendi boltann útí teiginn þar sem Harpa er í hlaupinu en Harpa nær ekki að koma sér fram fyrir varnarmanninn og þetta rennur útí sandinn. Þarna voru gestirnir heppnir!
35. mín
VÖRSLUR!!!

BRYNDÍS LÁRA!!

Agla María kemst upp að endamörkum og leggur hann út á Hörpu sem á fínt skot sem Bryndís Lára ver með fótunum, Harpa nær frákastinu og á einhvern ótrúlegan hátt nær Bryndís að standa upp og verja seinna skotið!! Þvílíkar vörslur!
29. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Andrea Mist Pálsdóttir
Þór/KA stúlkur komast inní mislukkaða sendingu útúr vörn Stjörnunnar, Andrea Mist setur hann inní hlaupalínu Söndru Maríu sem fer fer framhjá varnarmanni og setur hann snyrtilega í stöngina og inn!!! Berglind gat lítið gert í þessu.
28. mín
Harpa tekur hressilega rennitæklingu á Zaneta, sem er aðeins búin að fá að finna fyrir því síðustu mínúturnar! Gestirnir fá aukaspyrnu frá hliðarlínu vinstra megin, um miðjan vallarhelming Stjörnunnar.
26. mín
Frábær sending hjá Hörpu sem kemur Katrínu í góða stöðu en Agla María er ein í hlaupi og er ekki mætt nægilega snemma. Hérna hefði Stjarnan getað gert betur en sóknarmennirnir voru alltof seinir að taka við sér.
25. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Bryndís er hér í baráttu við Zaneta Wyne og Lára Kristín kemur henni til aðstoðar en gengur full vasklega til verks og uppsker réttilega gult spjald.
22. mín
Það er athyglisvert hversu fáir stuðningsmenn Stjörnunnar eru mættir í stúkuna. Það lítur út fyrir að stuðningsmenn gestanna séu fleiri og þeir láta mun meira í sér heyra! Þetta hefur byrjað virkilega fjörlega og ég hvet fólk til að mæta í stúkuna. Stúkan veitir fínasta skjól fyrir veðrinu!
19. mín
Leikurinn er aðeins að róast eftir fjörlega byrjun.

Bryndís Lára með slaka sendingu sem hún setur beint útaf í innkast sem Stjarnan fær. Bryndís ákveður að skjóta heldur langt utan af velli eftir innkastið en Bryndís Lára grípur hann, virkaði samt ekkert alltof örugg þarna.
15. mín
Agla María á flotta sendingu í gegnum vörn gestanna þar sem Katrín er komin ein gegn Bryndísi en Bryndís lokar markinu og Stjarnan nær ekki að gera sér mat úr þessu.
14. mín
Harpa var allt í einu komin ein inn fyrir vörn Þór/KA en dæmd rangstæð.
13. mín
Heimastúlkur reyna að spila sig útúr vörninni en gestirnir komast inní slaka sendingu og Sandra reynir stungusendingu inná nöfnu sína, Söndru Maríu, en Berglind kemur útúr markinu og handsamar þennan.
11. mín
Stjarnan fær hornspyrnu og hætta skapast upp við mark Þór/KA en þær ná ekki að nýta sér þetta og gestirnir koma þessu frá.
10. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra tekur sjálf aukaspyrnuna og setur hann beinustu leið í hliðarnetið fjær án þess að Berglind komi nokkrum vörnum við!! Glæsileg spyrna og greinilega planið hjá Söndru allan tímann!
9. mín
Sandra Stephany gerir vel, klobbar Önnu Maríu hérna á vinstri kantinu, fer svo framhjá Bryndísi en þá er Anna María mætt aftur og brýtur á henni og gestirnir fá aukaspyrnu!
7. mín
Það er klárt að hér ætla allir að selja sig dýrt í dag! Við erum búin að sjá nokkrar virkilega hressilegar tæklingar það sem af er þessum leik!!
6. mín
Anna Rakel tekur hornspyrnu fyrir gestina sem berst á Huldu Ósk á nærstönginni, eitthvað klafs í teignum og gestirnir vilja fá hendi, víti en ekkert dæmt.
4. mín
Kim Dolstra tekur fast á Söndru Stephany sem virðist eitthvað fara í taugarnar á Söndru og hún hrindir frá sér. Aukaspyrna dæmd á Kim og Bríet ákveður að láta það duga.
3. mín MARK!
Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Kristrún tekur nánast eins horn og það fyrsta og Bryndís Lára nær ekki að slá hann frá og hann svífur í innanvert hliðarnetið fjær!!!
2. mín
Dauðafæri!!

Katrín nær skalla eftir hornspyrnu Kristrúnar sem er varið, Guðmunda nær frákastinu en bjargað á línu og Kristrún á skot sem er varið í annað horn.
2. mín
Bæði lið byrja af krafti og ætla greinilega að selja sig dýrt. Stjarnan fær hér fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikurinn er hafinn!

Gestirnir byrja með boltann. Stjarnan sækir í átt að læknum.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn!

Flestir leikmenn gestanna eru grjótharðir og ganga hér inn í stuttermatreyjum í kuldanum, meira að segja Bryndís Lára markmaður sem lætur greinilega ekki smá rok og rigningu hafa áhrif á sig.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Stjarnan gerir 2 breytingar á sínu byrjunarliði frá leiknum gegnum Fylki í deildinni á þriðjudaginn. Inn koma Ana Victoria Cate og Guðmunda Brynja Óladóttir og á bekkinn fara Sigrún Ella Einarsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir.

Þór/KA gerir engar breytingar á sínu byrjunarliði frá leiknum gegn FH á þriðjudaginn.
Fyrir leik
Stjörnustúlkur hafa hampað bikarmeistaratitlinum þrisvar sinnum: árin 2012, 2014 og 2015. Norðanstúlkur hafa hins vegar aldrei staðið uppi sem bikarmeistarar, en komust þó í úrslitaleikinn árið 2013 þar sem þær töpuðu. Hungrið hlýtur því að vera mikið hjá gestunum og má fyrirfram búast við virkilega spennandi leik.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast fyrir tæpum mánuði síðan á þessum velli í Pepsideildinni þar sem gestirnir úr Þór/KA lögðu heimaliðið 1-3. Mér þykir mjög líklegt að heimakonur mæti dýrvitlausar inní þennan leik og vilji ná fram hefndum hér í dag!
Fyrir leik
Góðan dag!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Þórs/KA í Borgunarbikar kvenna. Það er óhætt að segja að hér sé um að ræða stórleik 8-liða úrslitanna þar sem hér mætast liðin í 1. og 3. sæti Pepsideildarinnar.
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir ('75)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('86)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Sara Skaptadóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
14. Margrét Árnadóttir ('86)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('75)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Natalia Gomez
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Zaneta Wyne ('43)
Bianca Elissa ('53)
Sandra Mayor ('74)

Rauð spjöld: