Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Leiknir R.
0
0
Haukar
Gunnar Gunnarsson '85
23.06.2017  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Örlítil gola og smávegis rigning.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Halldór Kristinn Halldórsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Ósvald Jarl Traustason
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
17. Aron Fuego Daníelsson ('66)
80. Tómas Óli Garðarsson ('75)

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
2. Ísak Atli Kristjánsson
4. Bjarki Aðalsteinsson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('75)
8. Árni Elvar Árnason
9. Kolbeinn Kárason ('66)
10. Sævar Atli Magnússon
14. Birkir Björnsson

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Garðar Gunnar Ásgeirsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik er lokið hér í Breiðholti. Ekki skemmtilegasti leikur í heimi og markalaust jafntefli staðreynd.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Ég þakka fyrir mig.
96. mín
DAUÐAFÆRI!

Frábær varsla hjá Trausta í markinu. Nú kom fyrirgjöf frá vinstri og Ingvar var aleinn á fjærstönginni. Trausti náði á eitthvern ótrúlegan hátt að blaka boltanum yfir markið en skot Ingvars var af meters færi.
95. mín
Liggur vel á gestunum, sem endar á fyrirgjöf en Alexander bjargar á línu. Gestirnir heppnir þarna.
92. mín
Það var fimm mínútum bætt við þennan leik. Þrjár mínútur til stefnu.
92. mín
Inn:Harrison Hanley (Haukar) Út:Björgvin Stefánsson (Haukar)
90. mín
Leiknismenn eiga hornspyrnu hér þegar klukkan slær í 90. mínútur. En eins og saga leiksins hefur verið eru Haukar fyrstir á boltann og skalla burt.
88. mín
Þarna munaði engu að Elvar Páll kæmi heimamönnum yfir! Fyrirgjöf frá hægri sem að Trausti missir af en skalli Elvars er hárfínt framhjá samskeytunum.
85. mín Rautt spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Gunnar Gunnarsson er fokinn út af. Á gulu spjaldi og er alltof seinn í Ingvar. Réttur dómur þrátt fyrir innistæðulaus mótmæli af bekk Hauka.
85. mín
Kolbeinn Kárason mokar boltanum yfir úr ágætis færi eftir góðan undirbúning Ragnar Leóssonar. Kolbeinn var með hann á hægri ég gef honum það.
82. mín
Haukar ná að breika og Björgvin tekur skrýtna ákvörðun þegar hann reynir að chippa boltanum yfir Eyjólf af löngu færi. Haukur Ásberg var í góðu hlaupi með honum og það hefði líklegra verið skynsamlegra að renna boltanum út á hann.
80. mín
Tíu mínútur eftir af leiknum. Fáum við sigurmark í þetta?
76. mín
Stuttu áður en Aron fékk spjaldið, fékk Björgvin annað tækifæri en skýtur aftur beint á Eyjólf. Boltinn hrökk til Daníels Snorra sem var í litlu jafnvægi og skot hans slakt einnig beint á Eyjólf sem handsamaði knöttinn nokkuð þægilega.
76. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Haukar)
Stöðvar hraða sókn Leiknis.
75. mín
Björgvin Stefánsson að fara illa með DAUÐAFÆRI. Haukur Ásberg keyrir upp að endamörkum og rennir boltanum út í teiginn. Björgvin fær hann á markteig en þrumar boltanum beint í Eyjólf.

Þaðan fer boltinn til Halldórs sem virtist gefa boltann á Eyjólf sem tekur knöttinn upp með höndum. Ég sá ekki hvort um vísvitandi sendingu var að ræða eða ekki en gestirnir voru allt annað en sáttir og vildu fá óbeina aukaspyrnu dæmda. En ekkert dæmt.

Loksins eitthver hasar.
75. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Hafnfirðingurinn Ingvar kemur hér inn fyrir Tómas Óla.
73. mín
Tómast Óli reynir hér að klippa eina af þúsund fyrirgjöfum Leiknis í leiknum. En hittir ekki boltann, þetta hefði verið eitthvað markið ef að þessi hefði verið inni. Skemmtileg tilraun
71. mín
Gæðin þessa stundina eru engin. Því miður, klaufalegar móttökur og sendingar hjá báðum liðum og hvorugt liðið að finna taktinn.
66. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar út Haukur Ásberg inn.
66. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Kolbeinn inn Aron út.
64. mín
Aðeins deyfð yfir þessu þessa stundina. Mikið um stöðubaráttu og lítið að frétta, hrikalegur jafnteflisfnykur af þessu ef þetta heldur svona áfram.
57. mín
Þarna skapaðist hætta, Kristján Páll með hárfínan bolta í gegnum vörn Hauka. Tómas Óli náði fyrirgjöf en hann var í litlu jafnvægi, fyrirgjöfin var nokkuð góð en Alexander Freyr náði að komast fyrir skot Arons.
54. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Fyrsta spjald leiksins fer hér á loft Gunnar Gunnarsson teigar Elvar Pál þegar Leiknismenn reyna að breika.
50. mín
Aron Jóhannsson hér með ágætt skot af 25 metrunum. En Eyjólfur slær það þó nokkuð þægilega í horn. Fyrsta horn gestanna ef mér skjátlast ekki.
46. mín
Seinni hálfleikur er hér með hafinn og heimamenn byrja með knöttinn, vonandi fáum við mark ef ekki mörk í þennan hálfleik.
45. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
Haukar gera eina breytingu í hálfleik en Haukur Björnsson kemur hér inn fyrir Alexander Helgason.
45. mín
Hálfleikur
Hér er hætt að rigna og vindurinn svo gott sem enginn. Ég hvet enn og aftur alla til að mæta á völlinn í seinni hálfleik.

Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi, horfa á fótbolta og fá sér grillaðann Breiðholtsborgara en ég sé reykjarmökkinn frá sjoppunni héðan úr blaðamannaskúrnum. Ég ábyrgist að borgarinn verði ætur.
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn flautar hér til hálfleiks og staðan er enn markalaus. Leiknir hafa verið ívið sterkari aðilinn en Haukar þó hættulegir.

Saga fyrrihálfleiks í nokkrum setningum er sú að Leiknir nota kantana mikið og eru að dæla inn fyrirgjöfum en Haukar reyna að finna Björgvin fram á við og vinna út frá því.
43. mín
Aron Jóhannsson með stórhættulega aukaspyrnu inná teig Leiknis, Eyjólfur kýlir knöttinn en hann fer ekki langt. Sindri Scheving fær boltann skoppandi í óþægilegri hæð og setur knöttinn yfir tómt markið.
40. mín
Boltinn hrekkur Björgvins kemst hér í gott færi inni á vítateig heimamanna. Eyjólfur gerir vel og ver skot hans. Þarna hefðu gestirnir hæglega getað komist yfir.

Leiknismenn ósáttir með að ekki var dæmt brot í aðdraganada færisins.
33. mín
Leiknir eru örlítið sterkari þessa stundina í annars jöfnum og fjörugum leik. Þeir hafa mikið sótt upp vængina þar sem að bakverðir þeirra eru eins og rennilásar upp og niður völlinn en Haukavörnin er í litlum vandræðum með að verjast fyrirgjöfum heimamanna.
31. mín
Skúli lætur Björgvin stíga inn í sig í skallabaráttu og Björgvin tekur boltann niður og skeiðar inn á teigin en Hallór Kristinn gerir vel, setur boltann í Björgvin og í innkast.
25. mín
Brynjar Hlöðvers hristir hér tæklingu Daníels af sér og kemur boltanum á Ragnar Leósson sem á gott skot á mark Hauka, Trausti sér boltann seint en nær að gera vel og slá boltann til hliðar.

Það hlýtur að fara að koma mark í þennan leik bráðlega!
23. mín
Björgvin hirðir hér boltann af Skúla fyrir framan teig Leiknis, skot hans er ekki nógu gott og á mitt markð. Aðeins mínútu síðar lætur Skúli, Björgvin aftur vinna boltann af sér en ekkert verður úr því.

Skúli í smávegis vandræðum með Björgvin þessa stundina.
21. mín
Leiknir eiga aukaspyrnu á hættulegum stað boltinn kemur fyrir og Haukar skalla í horn. Þessi sena er búin að endurtaka sig þónokkrum sinnum hér í fyrri hálfleik.
17. mín
Leikurinn er að opnast, Leiknir nú í sókn þar sem að hægri bakvörður þeirra Kristján kemur með fyrirgjöf en Gunnar Gunnars skallar boltann í horn.
16. mín
Arnar Aðalgeirsson skilur Kristján Pál eftir í reyk og Kristján bregður á það ráð að sparka hann niður. Arnar liggur eftir og þarf aðhlynningu sjúkraþjálfara. Aðalbjörn dómari gefur Kristjáni tiltal. Ekkert verður úr aukaspyrnunni.
13. mín
Ragnar fær sendingu frá Daða Bærings út á kantinn, Hann á síðan fyrirgjöf sem á Tómas Óla sem nær skoti af stuttu færi en Trausti er vel á verði í markinu og blakar boltanum framhjá. Hættulegasta færi leiksins hingað til.
10. mín
Ragnar Leósson á hér skot að marki gestanna en skot hans er rúmum tveimur metrum framhjá markinu.
6. mín
Ósvald tapar hér boltanum á hættulegum stað og boltinn berst til Björgvins Stefánssonar en hann missir knöttinn of langt frá sér og Skúli hirðir af honum boltann, þarna voru gestirnir komnir í álitlega sókn en hún rennur út í sandinn.
3. mín
Haukar fá hér aukaspyrnu fyrir utan teig, Aron Jóhannson tekur hana og eftir klafs í teignum fær Gunnar Gunnarsson skotfæri en skot hans yfir markið.
1. mín
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson flautar hér þennan slag í gang. Nú vitna ég í þá ágætu mynd Hunger Games og segi ,,Let the games begin!"
Fyrir leik
In the Ghetto með kónginum Elvis Presley ómar hér í græjunum á Leiknisvelli. Leikmenn takast í hendur og nú ert allt til reiðu!
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin inn í klefa og eru að gera sig klár í að labba út á völl. Fimm mínútur í leik og ég óska eftir að fólk geri sér ferð upp í hingað á Leiknisvöll. Ófáar hræður mættar í stúkuna en mér sýnist þó fólk vera að tínast inn.
Fyrir leik
Ég vil nýta tækifærið og hvetja alla sem eiga færi á, að skunda upp í Breiðholt og byrja þetta föstudagskvöld á því að njóta alvöru Inkasso-ástríðu.

Veðrið er nokkuð gott en ég hvet þó áhorfendur að mæta klædda eftir veðri, góð úlpa, vettlingar og húfa er lykill. Regnhlíf eða poncho fyrir lengra komna.
Fyrir leik
Bæði lið mætt út á völl og byrjuð að sprikla, nú þegar þrjú korter eru í leik.

Mér sýnist völlurinn vera nokkuð góður, blautur og rennisléttur. Það er búið að lægja hér í Breiðholti vonandi að það haldist þannig. Nú fer að styttast í veisluna!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Leiknir gerir eina breytingu frá því í síðustu umferð þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Þrótt. Bjarki Aðalsteinsson er ekki í leikmannahópnum en inn í liðið kemur hinn ungi og efnilegi Skúli E. Kristjánsson Sigurz.

Haukar gera hinsvegar tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 2-1 sigurleiknum gegn HK í síðustu umferð. Arnar Aðalgeirsson og Björgvin Stefánsson koma aftur inn í liðið en Haukur Ásberg og Harrison Hanley fá sér sæti á varamannabekknum en þeir voru teknir út af í hálfleik í síðasta leik.

Fyrir leik
Bæði lið eru búin að leika sjö leiki í deildinni á þessu tímabili og er uppskera liðanna áþekk. En bæði lið eru með 9 stig. Leiknir eru þó ofar í töflunni en þeir sitja í sjötta sæti deildarinnar. Þeir hafa betra markahlutfall en Haukar sem sitja í níunda sætinu.

Því má reikna með jöfnum og skemmtilegum leik ef taflan lýgur ekki.

Leiknir gerði 3-3 jafntefli við Þrótt í Laugardalnum í síðustu umferð en Haukar sigruðu HK í Hafnarfirði með tveimur mörkum gegn einu.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið ætli þau sér að minnka bilið í toppbaráttu liðin.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu frá leik Leiknis Reykjavíkur og Hauka 8. umferð Inkasso-deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hér verða gerð ítarleg skil á öllu því helsta sem mun eiga sér stað á Leiknisvellinum í Breiðholti á þessu ágæta föstudagskvöldi.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
8. Þórhallur Kári Knútsson
11. Arnar Aðalgeirsson ('66)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
21. Alexander Helgason ('45)
22. Björgvin Stefánsson ('92)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('66)
8. Ísak Jónsson
12. Þórir Jóhann Helgason
13. Viktor Ingi Jónsson
28. Haukur Björnsson ('45)
33. Harrison Hanley ('92)

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon
Jón Erlendsson

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('54)
Aron Jóhannsson ('76)

Rauð spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('85)