Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur R.
2
0
Víkingur Ó.
Alex Freyr Hilmarsson '50 1-0
Alex Freyr Hilmarsson '84 2-0
26.06.2017  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Gola. Völlurinn í toppstandi
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 840
Maður leiksins: Alex Freyr Hilmarsson - Víkingur R.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('66)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic ('72)
25. Vladimir Tufegdzic ('84)

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('66)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('84)
10. Muhammed Mert
12. Kristófer Karl Jensson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
24. Davíð Örn Atlason ('72)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('45)
Ivica Jovanovic ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Víkings R. Mörkin frá Alexi Frey skildu liðin að. Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín
Hvernig endaði þetta ekki með marki? Kwame í dauðafæri en hann ákveður að senda boltann frekar á Guðmund Stein. Hann hittir ekki boltann og þaðan ratar hann á fjærstöngina á Pape. Pape með fyrirgjöf eða skot úr þröngri stöðu en Davíð Atla bjargar á línu! Mikill darraðadans þarna. Hættulegasta upphlaup Ólsara í leiknum.
90. mín
Ívar Örn með sprett og hörkuskot sem Cristian ver.
89. mín
Þorsteinn Már með fyrirgjöf sem Róbert nær að handsama rétt á undan Guðmundi Steini.
84. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
Game over! Alex Freyr bætir við öðru marki sínu. Ívar Örn Jónsson tók aukaspyrnu nálægt varamannabekk Víkinga við miðlínu. Ólafsvikingar voru steinsofandi í vörninni þegar Ívar spyrnti boltanum inn á teiginn. Alex Freyr tók boltann laglega á kassann áður en hann skoraði framhjá Cristian.
84. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
76. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Of seinn í Arnþór Inga. Arnþór liggur meiddur eftir og fær aðhlynningu.
72. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
Davíð fer í hægri bakvörðinn og Dofri tekur stöðu Jovanovic á hægri kantinum.
70. mín
Kwame Quee áfram að gera sig líklegan. Skemmtilegur leikmaður.
Núna leikur hann á Dofra og á skot fyrir utan teig en það er langt framhjá.
69. mín
Þetta er taktísk breyting hjá Ejub. Hann er núna kominn í 4-2-3-1

Cristian
Alfreð - Nacho - Luba - Dokara
Gunnlaugur - Kwakwa
Kwame - Pape - Þorsteinn
Guðmundur Steinn
68. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Pape að mæta gömlu félögunum. Spilaði með Víkingi R. 2013 og 2014.
66. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.)
Fyrsta skipting dagsins.
65. mín
Kwame leikur á varnarmann og á þrumuskot af 25 metra færi sem Róbert Örn ver í horn. Ólsarar taka við sér í stúkunni. Besta tilraun þeirra í seinni hálfleiknum.
62. mín
Guðmundur Steinn Hafsteinsson með skalla eftir fyrirgjöf Alfreðs. Skallinn er máttlítill og beint á Róbert. Sóknaraðgerðir Ólsara ekki hættulegar í síðari hálfleik.
57. mín
840 áhorfendur á leiknum í dag.
55. mín
Víkingur Reykjavík byrjar síðari hálfleikinn af krafti. Sókn eftir sókn. Ólsarar í basli.
50. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
Alex Freyr skorar úr aukaspyrnunni. Setur boltann lágt í markmannshornið. Cristian ver boltann í netið. Þarna átti spænski markvörðurinn að gera betur!

Alex fagnar. Þriðja mark hans í sumar!
49. mín
Víkingur Reykjavík fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Vandræðagangur í vörn Ólsara og Aleix brýtur á Arnþóri þegar þeir voru hlaupandi í átt að marki. Boltinn var samt víðsfjarri!
47. mín
Kwame Quee með stórskemmtilega takta á vinstri kantinum. Leikur á þrjá heimamenn áður en för hans er stöðvuð inni í vítateignum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Óbreytt liðsskipan.
46. mín
Ragnar Bragi Sveinsson leikmaður Víkings er mættur út að skokka. Nennir ekki að hanga lengur inni í klefa.
45. mín
Þessi fyrri hálfleikur verður ekki gefinn út á safndisk um jólin. Afskaplega tiðindalítið. Alex Freyr átti besta færið fyrir heimamenn. Mesta fjörið var þegar þrjú gul spjöld fóru á loftið hér undir lok hálfleiksins. Köllum eftir mörkum í síðari hálfleik!
45. mín Gult spjald: Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Sjá að neðan. Luba og Jovanovic fara í bókina eftir lætin.
45. mín Gult spjald: Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
45. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Það er allt að sjóða upp úr! Arnþór fer í bókina fyrir hörku tæklingu á Emir Dokara út við hornfána. Í kjölfarið fara leikmenn liðana að rífast og Ivica Jovanovic og Tomasz Luba eru alveg brjálaðir. Helgi Mikael róar mannskapinn.
43. mín
Arnþór Ingi með fyrirgjöf á fjærstöngina en Ragnar Bragi skallar hátt yfir eftir baráttu við Alfreð Má.
38. mín
Besta færi leiksins! Vladimir Tufegdzic á gott hlaup upp í hornið vinstra megin. Hann sendir boltann út í teiginn á Alex Frey en Cristian ver skot hans úr góðu færi!
37. mín
Víkingar taka aukaspyrnu inn á teiginn og Arnþór Ingi skallar fyrir markið. Cristian Martinez kýlri boltann burt og Ólsarar komast í skyndisókn. Þorsteinn Már á hörkusprett en Halldór Smári stöðvar för hans með stórkostlegri tæklingu.
37. mín Gult spjald: Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Ein fullorðins tækling á Ragnar Braga. Aleix veit upp á sig sökina og kvartar ekkert í Helga þegar spjaldið fer á loft.
35. mín
Hættulegasta sókn Ólafsvíkinga. Þorsteinn Már ógnar inni á teig en heimamenn loka á hann. Boltinn berst út til vinstri á Kwame Quee og hann lætur vaða úr þröngu færi. Róbert Örn er vandanum vaxinn en hann ver boltann aftur fyrir endamörk. Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.
30. mín
Logi Ólafs hefur gert smá breytingu. Tufegdzic er mættur í fremstu víglínu en Jovanovic tekur stöðu hans á hægri kantinum.
23. mín
Víkingur Reykjavík er meira með boltann en Ólsarar verjast vel. Fimm manna vörnin stendur af sér alla storma ennþá.
19. mín
Ólsarar fá hornspyrnu en þá opnast vörnin þeirra! Víkingur Reykjavík á hættulega skyndisókn eftir hornið. Spilið upp völlinn er gott og það endar á skoti frá Jovanovic úr vítateigsboganum. Skotið hins vegar beint á Cristian í markinu.
17. mín
Það er að lifna yfir þessu. Arnþór Ingi með fyrirgjöf sem Jovanovic skallar framhjá. Vinkillinn var erfiður og Serbinn náði ekki að stýra boltanum á markið.
16. mín
Ólsarar fá aukaspyrnu af 25 metra færi. Gunnlaugur Hlynur Birgisson tekur spyrnuna en hún er hættulítil og fer yfir markið.
13. mín
Stuðningsmenn Víkings mjög háværir í byrjun. Tromma og láta vel í sér heyra. Til fyrirmyndar.
12. mín
Ólsarar eru í fimm manna vörn líkt og í síðustu tveimur leikjum.

11. mín
Aleix harkar þetta af sér og er mættur inn á.
10. mín
Aleix Egea haltrar meiddur af velli. Hörður Ingi Gunnarsson er byrjaður að hita upp.
7. mín
Jafnræði í byrjun leiks. Rólegt yfir þessu.
4. mín
Byrjunarlið Víkings R.

1. mín
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl. Hér er spáin úr fréttamannastúkunni.

Gaupi, Stöð 2 Sport
Víkingur R. 2 - 1 Víkingur Ó.

Ingvi Þór Sæmundsson, Vísir
Víkingur R. 3 - 1 Kwame Quee
Fyrir leik
Minni á #fotboltinet fyrir Twitter vangaveltur um leikinn.
Fyrir leik
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum borgarstjóri, stendur vaktina í miðasölunni í Víkinni í dag.
Fyrir leik
Fyrstu stuðningsmenn Ólsara mættir í stúkuna 35 mínútum fyrir leik. Vopnaðir trommum. Gíraðir!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út í upphitun og DJ-in í Víkinni spilar lög með Áttunni. Tvær stelpur mættar í stúkuna með salat. Enginn annar áhorfandi mættur ennþá.
Ólsarar eru peppaðir fyrir leik. Sigur kemur þeim úr fallsæti.


Fyrir leik
Bæði lið eru löngu búnin að stilla upp keilum fyrir upphitun. Verið er að laga nokkur auglýsingaskilti á vellinum og leikmenn ættu að mæta fljótlega út í upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og það er lítið um breytingar þar frá því í síðustu umferð.

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, stillir upp sama byrjunarliði þriðja leikinn í röð. Liðið í dag er það sama og í útisigri á Stjörnunni og jafntefli gegn FH.

Kenan Turudija er í leikbanni hjá Víkingi Ólafsvík og Emir Dokara kemur inn í hans stað.

Athygli vekur að Ólafsvíkingar eru einungis með fimm leikmenn á bekknum en ekki sjö eins og leyfilegt er. Spænski miðjumaðurinn Alonso Sanchez er ennþá á meiðslalistanum þar.

Fyrir leik
24. júní í fyrra mættust þessi lið á þessum sama velli. Þá hafði Víkingur R. betur 2-0.

Í síðari leiknum í Ólafsvík varð niðurstaðan 1-1 jafntefli í pollaleik.
Fyrir leik
Víkingur R. hefur verið á góðu róli síðan Logi Ólafsson tók við þjálfun liðsins. Logi er ennþá taplaus í sumar.

Leikirnir undir stjórn Loga
KA 2 - 2 Víkingur R.
Víkingur R. 2- 1 Fjölnir
Stjarnan 1 - 2 Víkingur R.
FH 2 - 2 Víkingur R.
Fyrir leik
Egill Ploder í Áttunni er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

Víkingur R. 3 - 1 Víkingur Ó. (19:15 á mánudag)
Víkingur Ólafsvík er ekki að fara stoppa Loga Ólafs. 3-1 sigur. Davíð Atla kemur af bekknum og skorar þrennu. #freeDavíðAtla
Fyrir leik
Kenan Turudija verður ekki með Ólsurum í dag en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í síðasta leik gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Kvöldið!

Hér ætlum við að fylgjast með Víkingaslag þar sem Víkingur Reykjavík og Víkingur Ólafsvík eigast við. Ég verð illa svikinn ef Víkingaklappið verður ekki tekið í stúkunni í kvöld!

Víkingur R. er í 6. sæti Pepsi-deildarinnar fyrir leikinn með 11 stig en Víkingur Ólafsvík er í botnsætinu með 7 stig.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea ('68)
2. Ignacio Heras Anglada
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
10. Kwame Quee
13. Emir Dokara
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
25. Þorsteinn Már Ragnarsson
32. Eric Kwakwa

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
4. Egill Jónsson
5. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Pape Mamadou Faye ('68)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Alexis Egea ('37)
Tomasz Luba ('45)
Kwame Quee ('76)

Rauð spjöld: