Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
KR
1
5
Stjarnan
Ásdís Karen Halldórsdóttir '31 1-0
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '32
1-2 Agla María Albertsdóttir '54
1-3 Katrín Ásbjörnsdóttir '62
1-4 Agla María Albertsdóttir '82
1-5 Agla María Albertsdóttir '84
01.07.2017  -  12:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Ljómandi fínt fótboltaveður, létt gola og bjart
Dómari: Birkir Sigurðarson
Áhorfendur: Alltof fáir!
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('70)
Hólmfríður Magnúsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir (f) ('57)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('80)

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
8. Katrín Ómarsdóttir
11. Gréta Stefánsdóttir ('80)
18. Guðrún Gyða Haralz

Liðsstjórn:
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Sigríður María S Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Harpa Karen Antonsdóttir
Henrik Bödker
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR-stúlkur gáfu fá færi á sér í fyrri hálfleiknum og spiluðu þéttan varnarleik. En í seinni hálfleiknum gáfu þær gestunum alltof mikið pláss og sterkt sóknarlið Stjörnunnar lætur ekki bjóða sér svoleiðis tækifæri tvisvar án þess að taka það!

Ég þakka fyrir mig í bili en minni á viðtöl og skýrslu hér seinna í dag.
90. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Viktoría fer í hafsent fyrir Önnu Maríu.
89. mín
Dauðafæri!!

Harpa nálægt því að bæta við 6. marki Stjörnunnar eftir flotta sendingu frá Önu Cate úti hægra megin. Hún tekur hann með hælnum en Hrafnhildur sér við henni og kemur í veg fyrir enn stærra tap hérna í dag. Boltinn berst svo út á Láru sem á hörkuskot af löngu færi en rétt framhjá.
84. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Flott þríhyrningsspil hjá Hörpu og Öglu Maríu, en að sama skapi bara alltof einfalt! Varnarleikur KR er ekki uppá marga fiska hérna í lokin eins og þær lokuðu vel á allt svona í fyrri hálfleiknum!!
82. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
Agla María og Katrín eru að klára þetta fyrir Stjörnuna!!

Katrín með sendingu inná Öglu Maríu sem setur hann snyrtilega framhjá varnarmanni og svo framhjá Hrafnhildi í markinu.
82. mín
Ásdís Karen gerir virkilega vel og ver framhjá Önnu Maríu en Gemma Fay ver skotið frá henni.
80. mín
Inn:Gréta Stefánsdóttir (KR) Út:Mist Þormóðsdóttir Grönvold (KR)
79. mín
Anna María tekur aukaspyrnu nálægt miðlínunni inná kollinn á Önu Cate sem kemur með langt hlaup úr djúpinu. En skallinn ekki nægilega góður og fer framhjá.
78. mín
Heimaliðið er að gefa gestunum miklu meira pláss til að spila í hérna í seinni hálfleiknum og þær eru að nýta sér það. Þær eru mun liklegri til að bæta við marki en KR að minnka muninn þessa stundina.
74. mín
Inn:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan) Út:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Vinstri bakvörður út fyrir vinstri bakvörð. Kristrún búin að eiga fínan leik í dag.
72. mín
Sigríður María að koma sér í færi eftir mistök Gemmu Fay í markinu. En Gemma nær að verja í horn og bætir aðeins upp fyrir þessi mistök.
70. mín
Inn:Sigríður María S Sigurðardóttir (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Sigríður María tekur sér stöðu fremst á vellinum og mér sýnist Margrét María færa sig aðeins aftar á miðjuna í stað Önnu Birnu.
69. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Katrín fær boltann útí teiginn þar sem hún stendur alein á auðum sjó en þetta var greinilega of mikill tími sem hún fékk þar sem hún setti boltann bara beint í hendurnar á vinkonu sinni Hrafnhildi í markinu!
68. mín
Agla María á skot sem sleikir stöngina!

Flott sending frá Bryndísi á Öglu Maríu sem gerir vel en skotið rétt framhjá fjærstönginni.
66. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
62. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Agla María sendir boltann með jörðinni á nærstöngina þar sem Katrín tekur við honum með varnarmann í bakinu. Hún nær samt að snúa og setja boltann framhjá Hrafnhildi í markinu. Veit ekki hvort að Hrafnhildur hefði mátt gera betur þarna en skotið var af stuttu færi. Virkilega vel gert hjá Katrínu.
60. mín
Harpa dregur sig útá vinstri vænginn þar sem hún fær boltann og setur hann fyrir á Katrínu sem fær alltof mikinn tíma til að athafna sig en varnarmennirnir kveikja loksins á perunni og ná að hreinsa á síðustu stundu.
58. mín
Sláarskot!!

Ana Cate á hér skot í slánna, Hrafnhildur er aðeins í þessum bolta. Boltinn berst svo út í teiginn þar sem Katrín mætir og skallar hann í slánna og yfir. Þarna voru heimastúlkur heppnar að fá ekki á sig þriðja markið.
57. mín
Inn:Margrét María Hólmarsdóttir (KR) Út:Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Sóknarmaður inn fyrir varnarmann. Ingunn hefur spilað hafsent í leiknum, Þórunn færir sig í hafsentinn og Margrét María tekur sér stöðu fremst á miðjunni.
54. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Agla María gerir þetta snyrtilega!! Setur hann í stöngina fjær og inn eftir flotta sendingu frá Láru Kristínu.
53. mín
Þetta fer nokkuð rólega af stað hérna í seinni hálfleiknum. Bæði lið að berjast vel.

Harpa er búin að eiga eitt skot sem var æfingabolti fyrir Hrafnhildi í markinu.

Agla María var að skjóta hátt yfir af heldur löngu færi. Engin hætta.
46. mín
Leikur hafinn
Engar breytingar eru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Eftir ágætis byrjun KR-stúlkna fóru Stjörnustúlkur að sækja í sig veðrið þegar leið á. Heimaliðið er eflaust svekkt að hafa ekki nýtt sér færin sín hér í byrjun og komið sér þannig í betri stöðu og eins hljóta þær að vera svekktar að hafa ekki náð að halda einbeitingu eftir að hafa komist yfir. Þær hafa þó verið að spila ágætlega þéttan varnarleik gegn sterku sóknarliði Stjörnunnar sem hafa oft sýnt betri sóknartilburði.
45. mín
Katrín með frábæra aukaspyrnu á fjærstöngina en Hólmfríður vel með á nótunum og skallar þennan frá, boltinn berst aftur á Katrínu sem reynir fyrirgjöf með jörðinni inná Hörpu sem hittir boltann mjög illa og þetta rennur út í sandinn og Birkir dómari flautar svo hálfleikinn af.
44. mín
Agla María reynir langskot eftir ágætis snúning en Hrafnhildur ver frá henni. Reyndar virtist sem boltinn hafi haft viðkomu í olnboganum á henni í snúningnum, en dómarinn missti af því.
41. mín
DAUÐAFÆRI!
Stjarnan hársbreidd frá því að bæta við marki!!

Harpa reyndi sendingu inná Öglu Maríu sem Mist misreiknaði og missti yfir sig. Agla María þá komin ein gegn Hrafnhildi, fór framhjá henni og renndi honum í átt að markinu en Hugrún kemur á síðustu stundu og rennir sér fyrir þennan og bjargar í horn!
32. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Stjarnan var ekki lengi að svara fyrir sig!

Slök hreinsun útúr vörn KR sem berst á Öglu Maríu sem setur hann beint aftur inná markteiginn á Katrínu sem er óvölduð og setur þennan auðveldlega í markið. Slök dekkning inná teignum þar sem Harpa virtist líka vera ein og óvölduð nálægt Katrínu. Það er ekki tvíeyki sem þú vilt skilja eftir eitt og óvaldað inná markteignum þínum!!
31. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
Stoðsending: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Stjarnan var mjög nálægt því að setja fyrsta markið en KR-stúlkur brunuðu svo í sókn þar sem Ásdís Karen, eftir sendingu frá Guðrúnu Karítas, lék á varnarmann Stjörnunnar og setti hann snyrtilega yfir Gemmu Fay í markinu.
Ég set spurningarmerki við staðsetningu Gemmu í þessu marki!
28. mín
Guðmunda aftur að komast í færi. Nú fær hún fyrirgjöf frá Öglu Maríu, sem er aftur komin út til vinstri, en skallinn framhjá.
27. mín
Ingunn á slakan skalla útúr vörn KR og Guðmunda fær boltann beint fyrir fæturna og hleður í skot en skotið slakt og langt framhjá.
23. mín
2 á móti 1!!

Ásdís Karen og Guðrún Karítas komust í stöðuna 2 á 1 strax í kjölfar hornsins sem Stjarnan fékk en sending Ásdísar inná Guðrúnu heldur utarlega og Guðrún nær ekki að gera sér mat úr þessu! Þarna voru Stjörnustúlkur heppnar að fá ekki á sig mark.
22. mín
Stjarnan að fá horn.

Sókn Sjörnunnar er að þyngjast eftir fína byrjun KR-stúlkna sem hefðu betur nýtt sér góða byrjun.
21. mín
Katrín tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelming KR-stúlkna en Hrafnhildur gerir vel í að koma útúr markinu og kýla þennan í burtu.
20. mín
Agla María komin upp hægra megin, en hún byrjaði leikinn vinstra megin, setur boltann útí teiginn á Hörpu en varnarmenn KR bægja hættunni frá.

Agla María og Guðmunda hafa sem sagt skipt hér um kanta.
18. mín
Anna Birna togar hér í treyjuna hjá Öglu Maríu, aukaspyrna dæmd en Anna Birna sleppur hér við spjald samt. Dómarabókin segir að þetta eigi að vera gult.

Katrín tekur aukaspyrnuna, rennir honum á Hörpu sem á skot langt yfir markið.
14. mín
Agla María sendir háan bolta á fjær þar sem Gumma nær skallanum en nær ekki almennilegum krafti í þennan og hann er aldrei á leiðinni í áttinni að markinu. Útspark sem KR á.
11. mín
Stjarnan fær horn.

Kristrún tekur hornið en það svífur yfir allan pakkann. Stjarnan nær þó að halda pressunni og Kristrún kemur svo með langan bolta úr öftustu línu inn fyrir vörn KR en Hrafnhildur vel vakandi í markinu og kemur út á móti Katrínu or hirðir boltann áður en Katrín nær að reka ennið í hann.
7. mín
Guðrún Karítas!!!

Hér hefði hún heldur betur átt að gera betur! Var komin inná teiginn, var í fínni skotstöðu en skotið alls, alls ekki nógu gott og langt framhjá! Þetta þurfa KR-stúlkur að nýta!
6. mín
Harpa með fína sendingu uppí hornið á Öglu Maríu sem nær þó ekki að koma honum fyrir en boltinn berst til Láru sem reynir sendingu inná teiginn en hún er auðveld fyrir Hrafnhildi að handsama.
4. mín
Hólmfríður reynir skot utarlega í teignum en boltinn fer í varnarmann og í horn. KR tekur hornið stutt en Stjarnan kemur þessu svo frá.

KR-ingar eru að byrja ágætlega.
3. mín
KR á fyrstu marktilraun leiksins.

Ásdís Karen kemur sér í skotstöðu á vítateigslínunni og setur hann í hliðarnetið. Boltinn hafði greinilega viðkomu í Stjörnustúlku á leiðinni og KR fær horn, sem ekkert verður úr.
1. mín
Leikur hafinn
Harpa tekur upphafsspyrnuna og Stjarnan sækir í átt að KR heimilinu.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn.

Það verður að segjast að hér eru sorglega fáir í stúkunni! Hvet alla til að drífa sig af stað og mæta á völlinn en veðrið er alveg ljómandi fínt. Létt gola, bjart og fallegt veður!
Fyrir leik
Stjarnan gerir eina breytingu á sínu byrjunarliði frá síðasta leik en Gemma Fay tekur stöðu Berglindar Jónasdóttur í markinu.

KR gerir þrjár breytingar á sínu liði frá leiknum gegn ÍBV á þriðjudag. Þar eru einnig markmannsskipti frá síðasta leik en Hrafnhildur Agnarsdóttir tekur stöðu Ingibjargar Valgeirsdóttur í markinu. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir er ekki í leikmannahópi KR í dag eftir að hafa átt fínasta leik gegn ÍBV og Guðrún Gyða Haralz tekur sér sæti á bekknum en inní byrjunarliðið koma í staðinn Sara Lissy Chantosh og Jóhanna K. Sigurþórsdóttir.
Fyrir leik
Upprunalega átti þessi leikur að fara fram á morgun, sunnudag, en hefur verið flýtt til dagsins í dag vegna einhverra ástæðna. Leikið hefur verið mjög þétt undanfarið og finnst mér því athyglisvert að sjá að þessum leik hefur verið flýtt. En það hljóta að liggja góðar ástæður þar að baki.

Bæði lið þurfa nauðsynlega á stigum að halda hér í dag. Stjarnan er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og ÍBV sem situr í 4. sætinu, eða 6 stigum á eftir toppliði Þórs/KA og 2 stigum á eftir Breiðablik. En mjög athyglisvert verður að sjá hvernig málin þróast eftir þennan leik og leiki morgundagsins á toppnum þar sem efstu tvö liðin, Þór/KA og Breiðablik, eiga einmitt leik á morgun. Það er því mjög mikilvægt fyrir Stjörnuna að taka öll stigin úr leiknum í dag.

En það er ekki síður mikilvægt fyrir KR liðið að taka öll stigin hér í dag þar sem þær sitja í 8. sæti deildarinnar með 6 stig, aðeins 2 stigum frá fallsæti. Grindavík situr svo í 7. sætinu með 9 stig þannig að KR getur fært sig aðeins lengra frá botninum og upp að hlið Grindavíkur með sigri hér í dag. Það er því mikið undir hér í dag og við fáum vonandi spennandi og fjörugan leik.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Stjörnunnar í Pepsideildinni. Leikurinn er sá fyrsti í 11. umferð deildarinnar og leikið er í Frostaskjóli. Þetta er jafnframt síðasti leikur þessara liða fyrir langa pásu sem verður á deildinni vegna þátttöku Íslands á EM sem hefst síðar í mánuðinum. Það er því um að gera að nýta tækifærið og skella sér á völlinn þar sem næsta tækifæri á að sjá þessi tvö lið spila verður ekki fyrr en 10. ágúst!
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('74)
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('90)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('66)
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('74)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('66)
14. Donna Key Henry
16. María Eva Eyjólfsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: