Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
2
1
Sindri
Heba Björg Þórhallsdóttir '7 1-0
Heba Björg Þórhallsdóttir '40 2-0
2-1 Shameeka Fishley '42
Heba Björg Þórhallsdóttir '80
02.07.2017  -  14:00
Hertz völlurinn
1. deild kvenna
Aðstæður: Glampandi sól og logn aðstæður verða ekki mikið betri en þetta
Dómari: Kristján Már Ólafs
Maður leiksins: Heba Björg Þórhallsdóttir
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Andrea Magnúsdóttir
7. Selma Rut Gestsdóttir
9. Klara Ívarsdóttir
10. Ástrós Eiðsdóttir ('90)
13. Mykaylin Rosenquist
18. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('84)
19. Rebekka Katrín Arnþórsdóttir ('87)
20. Heba Björg Þórhallsdóttir
24. Bryndís María Theodórsdóttir
24. Sonja Björk Guðmundsdóttir ('70)

Varamenn:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
8. Elín Huld Sigurðardóttir
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('84)
15. Sigríður Guðnadóttir
22. Ragna Björg Kristjánsdóttir ('90)
23. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('70)
26. Anna Bára Másdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Tara Kristín Kjartansdóttir
Magnús Þór Jónsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Karen Rut Ólafsdóttir
Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Heba Björg Þórhallsdóttir ('80)
Leik lokið!
Dómarinn er búin að flauta leikinn af .

Fremur bragðdaufur leikur en samt 3 mörk og rautt spjald en dómarinn fær ennþá að heyra það úr stúkunni.

Sterkur Sigur ÍR í dag !

Takk fyrir
90. mín
Inn:Ragna Björg Kristjánsdóttir (ÍR) Út:Ástrós Eiðsdóttir (ÍR)
90. mín
Klara Ívarsdóttir hefur heldur betur fengið færin hér í dag fær langan bolta innfyrir en nær ekki teygja sig nógu langt til að setja skotið á ramman
88. mín
Það er allt að verða brjálað í stúkunni . Dómarinn er að fá að heyra það úr öllum áttum ! Hvet fólk til að passa hvaða orð þau nota það eru lítil börn á svæðinu.
87. mín
Inn:Anna Bára Másdóttir (ÍR) Út:Rebekka Katrín Arnþórsdóttir (ÍR)
85. mín
Inn:Alexandra Sæbjörg Hearn (Sindri) Út:Logey Rós Waagfjörð (Sindri)
84. mín
Inn:Guðrún Ósk Tryggvadóttir (ÍR) Út:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (ÍR)
80. mín Rautt spjald: Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
Mér sýndist Shameeka stíga á ökklan hennar Hebu og hún liggur eftir og virðist sárþjáð . Hún er borinn af velli og Kristján Már með fáranlega ákvörðun og gefur Hebu Rautt spjald . KSÍ ég hvet ykkur til að taka þetta spjald fyrir þvílik steypa hjá dómara leiksins
79. mín
Rebekka með gott skot fyrir utan teig og Sara Suzanne þarf hafa sig alla við að verja það vel varið
75. mín
STULLU VONBRIGÐI ! Magnús Þór aðstoðarþjálfari ÍR virðist ekki hafa mætt í stullum í dag heldur mætti hann í kvartbuxum ! Kannski er þetta nýtt trend hjá honum en vonbrigði fyrir okkur stullu aðdáendur Magga .
70. mín
Inn:Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir (Sindri) Út:Erla Dís Guðnadóttir (Sindri)
Ættarmótið er formlega hafið þriðja systirinn í liði Sindra er kominn inná
70. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (ÍR) Út:Sonja Björk Guðmundsdóttir (ÍR)
Fyrsta skipting Heimaliðs
66. mín
Þessi hraði á Phoenetia er hættulegur ! Hún fer auðveldlega framhjá varnarmanni ÍR þær komast í 3 á 2 stöðu en hún fer hrikalega illa með þetta tækifæri og tekur skot fyrir utan teig sem fyr vel yfir og framhjá markinu
64. mín
Inn:Freyja Sól Kristinsdóttir (Sindri) Út:Laufey Lára Höskuldsdóttir (Sindri)
Fyrsta skipting gestanna
61. mín
Andrea Magnúsdóttir sýnir gífurlegan styrk þegar hún keyrir framhjá varnarmanninum leggur boltan fyrir en Sara nær að slá hann út í teig þar kemur Ástrós og tekur skot sem virðist fara í höndina á varnarmanninum en ekkert er dæmt Heba fylgir því eftir en á skot i hliðarnetið
60. mín
Fyrir áhugasama þá hefur kólnað og bætt aðeins í vind en sólarvörnin er en mikilvæg ef þú ætlar á völlinn.
58. mín
Sama uppskrift og áðan ÍR fær horn frábær spyrna og núna á Klara skalla en en hann fer rétt yfir markið
56. mín
KLARA KLARA KLARA ! Hverig fórstu að þessu ?? ÍR fær hornspyrnu spyrnan er frábær og Klara er alein á markteignum en hún setur boltann yfir . Hún er hundsvekkt út í sjálfan sig og skiljanlega hún á að klára þetta
55. mín
Flott pressa hjá ÍR setja Söru Suzanne í erfiða stöðu en hún nær að bjarga sér fyrir horn og setur boltann í innkast
54. mín
Hann dæmir aukaspyrnu ! Já þið lásuð rétt það er dæmd aukaspyrna í þessum leik
51. mín
Þetta er hrikalega bragðdauft ekkert að gerast .
47. mín
ÍR kalla eftir víti ég sá þetta ekki nógu vel en Móníka keyrir inn í teig hún er felld og boltin fer aftur fyrir endalínuna og dómarinn dæmir markspyrnu.
46. mín
Sindri fær horn skapast mikil usli inn í teig ÍR þær ná ekki koma boltanum burt og að lokum ná Sindra stúlkur veiku skoti sem að Eva Ýr grípur auðveldlega
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn við skulum vona að hann verði líkt og fyrri hálfleikur endaði !
45. mín
Hálfleikur
Ja hérna hér hann bætti ekki einu sinni við sekúndu í uppbótartíma hann Kristján svo bragðdaufur hefur þessi fyrri hálfleikur verið .

Staðan er hinsvegar 2-1 sem er hálf ótrúlegt .
Ég ætla í Prinsinn í 2 fyrir 1 tilboð af Orku í tilefni þess !

Sjáumst í seinni
42. mín MARK!
Shameeka Fishley (Sindri)
Hvað er í gangi hérna skoraði Shameeka beint úr horni !
Það er bókstaflega ekkert búið að vera gerast í 40 mínútur og svo koma 2 mörk á 2 mínútum ! Meira svona ! 2-1
40. mín MARK!
Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
Stoðsending: Ástrós Eiðsdóttir
BÍDDU ! Það kom færi í þennan leik Andrea með flotta sendingu inn fyrir á Ástrósu sem á að gera mun betur Sara slær boltan af löppunum hennar Sindra stúlkur eiga misheppnaða hreinsun Ástrós setur hann á Hebu Björg sem að smellir honum yfir allan skaran og í netið af 35 metrunum ! 2-0
40. mín
Ég held svei mér þá að Kristján Már dómari hafi þurft að flauta í mesta lagi eina aukaspyrnu í fyrri hálfleik og það eru komnar 40 mínútur á klukkuna
35. mín
Ég auglýsi eftir mark tækifærum í þennan leik.
33. mín
Sindra stúlkur geta betur en þær hafa sýnt fram á við það vantar aðeins upp á loka þriðjungnum en þær hafa mjög snögga og góða sóknarlínu.
30. mín
Trúi ekki öðru en að Guðmundur Guðjónsson þjálfari ÍR sé ánægður með spilamennsku ÍR fyrsta hálftíma . Þær berjast fyrir öllum boltum og eru að spila flottan hraðann sóknarbolta með fáum snertingum .
26. mín
Ekki mikið um færi síðustu mínútur en ÍR hafa ógnað meira og verið sterkari þar sem af er leik
24. mín
Það er gaman að sjá hversu góð mæting er í dag á Hertz velli.
Ég hvet alla til að fjölmenna á vellina og styðja sitt lið
21. mín
Smá líf í gestunum spila sig vel í gegn en línuvörðurinn flaggar rangstöðu þær þurfa gera meira af þessu
20. mín
Getur eitthver hringt á Lögregluna það þarf að sekta Phoenetia leikmann Sindra fyrir hraðakstur þessi hraði sem hún býr yfir er ómennskur !
16. mín
ÍR- Stúlkur eru búnar að vera mjög öflugar eftir markið sem þær skora og eru ógnandi í hverri sókn
14. mín
Heba er allt í öllu í sóknarleik heima stúlkna ! Á núna flotta sendingu inn fyrir á Móníku sem nær ekki góðu skoti og það fer beint á Söru sem að grípur boltann auðveldlega
12. mín
Mikið líf þessa stundina ! Chestley Strother er svo nálagt því að komast framhjá Evu en Eva Ýr gerir frábærlega í markinu og nær að hirða boltan af tánum hennar Chestley
11. mín
Andrea Magnúsdóttir svo nálagt að koma ÍR í 2-0 fær flotta sendinga frá Hebu og tekur skot sem fer rétt yfir markið
7. mín MARK!
Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
Stoðsending: Ástrós Eiðsdóttir
Fyrsta færi ÍR-stúlkna og það endar í netinu ! Frábærlega spilað einna snertinga fótbolti og fyrrum leikmaður Sindra Heba Björg kemst ein í gegn og klárar færið eins og hún hafi aldrei gert neitt annað ! 1-0
5. mín
Lítið að gerast fyrstu 5 mínúturnar
2. mín
Sindri á fyrsta skotið í leiknum en það fer yfir markið
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað Sindri byrjar með boltann
Fyrir leik
Athyglisvert ! Sindrastúlkur fóru ekki inn í klefa fyrir leik ætla njóta sólarinnar út á vellinum .
Velkomnar í Costa Del Breiðholt
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og ganga til búningsklefa . Fyrir þá sem ætla á völlinn í dag en tækla ekki sólarljós mjög vel þá mæli ég með +30 sólavörn frá Nivea
Fyrir leik
Það er geðveikt veður í Breiðholti , það verður gaman að sjá hvaða stullur Magnús Þór aðstoðarþjálfari ÍR-inga tekur í dag . Ég veit ekki um neinn sem á jafn mikið af stuttbuxum og þessi maður en ef þú hefur kálfanna þá er um að gera sýna þá !
Fyrir leik
Skemmtilegar staðreyndir um þessi tvö lið

Fyrirliði ÍR liðsins Heba Björg er uppalin í Sindra og spilaði þar upp alla yngriflokkana ásamt því að spila í nokkur ár með mfl.

Það er gott ættarmót framundan hjá liði Sindra í dag því systurnar 3 þær Inga Kristín fyrirliðinn , Siggerður og Guðrún Ása eru allar í hóp.
Fyrir leik
ÍR-Stúlkur sitja í 8 sæti með 10 stig en geta laumað sér upp í 4 sæti með sigri í dag á Sindra

Sindra stúlkur sitja einmitt í sæti númer 4 með 12 stig og þurfa sigur í dag til þess að halda í við efstu þrjú liðin en HK/Víkingur og Þróttur R sitja í efstu tveimur sætunum með 18 stig
Fyrir leik
Góðan dag ! Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍR og Sindra í 1 deild kvenna
Byrjunarlið:
91. Sara Suzanne Small (m)
2. Inga Kristín Aðalsteinsdóttir
2. Laufey Lára Höskuldsdóttir ('64)
4. Siggerður Aðalsteinsdóttir
6. Erla Dís Guðnadóttir ('70)
8. Shameeka Fishley
11. Ólöf María Arnarsdóttir
13. Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir
16. Phoenetia Browne
18. Chestley Strother
24. Logey Rós Waagfjörð ('85)

Varamenn:
3. Freyja Sól Kristinsdóttir ('64)
14. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('70)
21. Nanna Guðný Karlsdóttir
22. Alexandra Sæbjörg Hearn ('85)
23. María Hjördís Karlsdóttir

Liðsstjórn:
Ingvi Ingólfsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: