Gaman Ferða völlurinn
sunnudagur 02. júlí 2017  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Sól, 10 gráður og vindstrengur þvert á völlinn.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: Um 100
Maður leiksins: Rilany Aguiar Da Silva
Haukar 1 - 2 Grindavík
1-0 Marjani Hing-Glover ('13)
1-1 Rilany Aguiar Da Silva ('43)
1-2 Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('58)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir
12. Marjani Hing-Glover
13. Vienna Behnke ('87)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('59)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
7. Hildigunnur Ólafsdóttir
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir ('59)
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir ('87)

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('42)
Jóhann Unnar Sigurðsson ('65)

Rauð spjöld:

@ingimar90 Ingimar Bjarni Sverrisson


95. mín Leik lokið!
Nokkuð öruggt þegar allt kemur til alls. Viðtöl og skýrsla seinna í dag.
Eyða Breyta
94. mín Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
92. mín
Grindvíkingar áttu að klára þetta þarna! Rilany fór illa með tvo varnarmenn Hauka og komst að endalínu og gefur á Elenu, sem hittir ekki boltann.
Eyða Breyta
91. mín
Fimm mínútna viðbótartími.
Eyða Breyta
90. mín
Telma gerir vel í horninu, skutlar sér á boltann vel fyrir utan markteig og gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
89. mín
Alexandra reynir 30 metra skot og Telma ver í horn.
Eyða Breyta
87. mín Sólveig Halldóra Stefánsdóttir (Haukar) Vienna Behnke (Haukar)

Eyða Breyta
86. mín
María Sól á stórhættulegan skalla en hann er rétt yfir.
Eyða Breyta
85. mín
Gestirnir vinna horn
Eyða Breyta
82. mín
Sara Hrund liggur eftir höfuðhögg, dómarinn allt of lengi að stoppa leikinn.
Eyða Breyta
81. mín
Þórdís Elva vinnur boltann inn í teig Grindavíkur en reynir skot í þröngu færi í stað þess að gefa fyrir.
Eyða Breyta
80. mín
Nú er það Alexandra Jóhannesdóttir sem reynir skot utan teiginn, hátt yfir. Komin smá pirringur í spil Hauka.
Eyða Breyta
76. mín
Haukar mun meira með boltann síðustu mínúturnar en Grindavík virka hættulegri í skyndisóknum sínum.
Eyða Breyta
75. mín
Heyrði einhvern á bekk Grindavíkur segja: Maður vill ekki tapa forystunni.

Mikið til í því
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík)

Eyða Breyta
70. mín
Rilany kemst í boltann eftir hornið en hreinsar eiginlega út.
Eyða Breyta
69. mín
Grinavík tiki-takar kringum teig Hauka og vinna horn.
Eyða Breyta
68. mín
Allt annað að sjá til Hauka eftir markið. Miklu meiri grimmd og ákafi.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Jóhann Unnar Sigurðsson (Haukar)
Dómarinn dæmir ekki frekar augljósa hendi við teig Grindavíkur, ekki töff. Í kjölfarið nær Sara Hrund góðu skoti hinum megin og Jóhann Unnar fær spjald fyrir kjaft á bekk Hauka. Ekki sammála þessu
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
62. mín
Sæunn Björnsdóttir reynir langskot en Telma ver.
Eyða Breyta
59. mín Sara Rakel S. Hinriksdóttir (Haukar) Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
59. mín María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Lauren Brennan (Grindavík)

Eyða Breyta
58. mín MARK! Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)
Boltinn skopar manna á milli í teignum og að lokum nær Berglind að skila honum í netið. Gífurlega svekkjandi fyrir Haukana
Eyða Breyta
57. mín
Grindavík undirbýr skiptingu en taka fyrst horn, sem verður að öðru horni
Eyða Breyta
55. mín
Flott fyrirgjöf frá vinstri kanti Hauka, Margrét Björg átti að gera mun betur þarna, en hún skaut yfir.
Eyða Breyta
51. mín
Elena á fast skot úr þröngu færi eftir undirbúning Rilany, Tori ver vel.
Eyða Breyta
49. mín
Rilany dúndrar boltanum utan teigs og Tori þarf að hafa sig alla við að verja skotið.
Eyða Breyta
48. mín
Rilany nær þrususkoti sem skoppar af varnarmanni Hauka, beint í þyndina á henni. Þetta leit út fyrir að vera virkilega óþægilegt en hún er snögg á fætur.
Eyða Breyta
47. mín
Gestirnir vinna horn
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Búin að vera hörku leikur, leikmenn og áhorfendur mjög hressir en Haukar mega vera gífurlega svekktir með að hafa fengið þetta mark á sig á síðustu mínútum hálfleiksins.
Eyða Breyta
43. mín MARK! Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík), Stoðsending: Lauren Brennan
Þetta lá í loftinu, skömmu áður hafði Tori varið frábærlega frá Lauren, en Lauren komst aftur upp kantinn og gaf hann fyrir þar sem Rilany og kom á harðaspretti og skallaði hann í markið
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
40. mín
Hvað var þetta!?! Lauren fór upp kantinn og gaf hann fyrir, Kolbrún kemst í hann og var stálheppinn að skora ekki sjálfsmark, setti hann í slánna. Boltinn skopar til Elenu sem náði á einhvern ótrúlegan hátt að setja hann framhjá.
Eyða Breyta
38. mín
Elena með skemmtilega takta, fór á milli þriggja leikmanna Hauka áður en sá fjórði náði að pota tá í boltann og koma honum í innkast.
Eyða Breyta
34. mín
Eftir hornið myndaðist stórhætta hinum megin, Grindavík hreinsaði og Rilany brunaði fram, lék á varnarmenninnina og gaf yfir Elenu sem náði skoti sem var hársbreidd frá því að skríða inn í fjærvinkilinn.
Eyða Breyta
34. mín Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík) Anna Þórunn Guðmundsdóttir (Grindavík)
Meiðsla skipting.
Eyða Breyta
34. mín
Haukar vinna horn...
Eyða Breyta
29. mín
Margrét Björg kemst upp kantinn og gefur hann inn í teig, sem er hreinsað. Síðan gerir Þórdís Elva það sama á hinum kantinum. Haukar mun sterkari síðustu mínútur en Anna Þórunn er loksins komin aftur inná.
Eyða Breyta
28. mín
Stórhææta í teig Grindavíkur, en ekkert verður úr því. Tölvan komin í lag, vonandi þurfið þið ekki að heyra meira um hana í leiknum. Þetta er annars hörkuskemmtilegur leikur, mæli með að Hafnfirðingar skelli sér í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
27. mín
Nú er það Anna Þórunn sem þarf aðhlynningu. Er komin útaf í ísmeðferð.
Eyða Breyta
25. mín
Lauren fer útaf eftir heldur harða tæklingu Kolbrúnar. Í lagi með hana
Eyða Breyta
22. mín
Alexandra reynir langskot en Telma ver örruglega
Eyða Breyta
20. mín
Horn, Haukar. Ekkert úr því.
Eyða Breyta
18. mín
Gestirnir eiga stórhættulega aukaspyrnu en Tori grípur vel. Strax á eftir eiga Haukar góða stungusendingu í teiginn en Telma nær henni.
Eyða Breyta
17. mín
Færslurnar verða í styttri kantinum þangað til ég tölvudraslini aftur í gang. Ekki kaupa Lenovo.
Eyða Breyta
15. mín
Grindvíkingar stórhættulegir eftir markið, komu boltanum í netið eftir horn en dómarinn dæmdi réttilega brot á Tori
Eyða Breyta
13. mín MARK! Marjani Hing-Glover (Haukar)
Æðislega einfalt mark! Bolti frá miðju yfir varnarlínu Grindavíkur og Marjani langfljótust, nær honum og slúttar af öryggi.
Eyða Breyta
11. mín
Á meðan ég reyndi að koma blessaðri tölvunni aftur í gang áttu Grinvíkingar tvö horn og Haukar eina fína skyndisókn.
Eyða Breyta
6. mín
Hætta! Rilany komst bakvið varnarlínu Hauka inn í teignum en Elena var ekki nógu fljót að átta sig og lokasendinginn rann í gegnum marteiginn á engan.
Eyða Breyta
4. mín
Grinvíkingar komast í ágætisstöðu inn í teig Hauka en Kolbrún Tinna var vel staðsett og komst inn í lokaboltann. Skömmu síðar reyna gestirnir háa fyrirgjöf en Tori greip hana vel.
Eyða Breyta
3. mín
Hamagangur til að byrja með, liðin skiptast á boltanum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Grindavík byrjar með boltann og sækir í átt að Ásvöllum, á móti sól.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Telma Ívarsdóttir markmaður var lang síðust út af velli. Virkar vel peppuð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn farnir aftur inn í klefa fyrir lokaspjallið og inngöngu. Í stúkunni er komin hópur yngriflokks leikmanna Hauka með trommur og fána, vonast til að fá læti frá þeim.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta eru þau tvö lið sem hafa fengið flest mörk á sig í deildinni, Grindvíkingar 29 og Haukar 30. Í öðrum fréttum þá eru Haukarnir að blasta Limp Bizkit.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Einn leikmaður Grindavíkur er komin út á völl, Rilany Aguiar sem er byrjuð að hita upp án liðsfélaganna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík gerir eina breytingu eftir 2-1 sigurinn á Fylki, inn kemur Lauren Brennan fyrir Carolinu Mendes.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kjartan Stefánsson gerir tvær breytingar á liði frá 5-0 tapinu gegn Stjörnunni. Inn koma Sunna Líf Þorbjörnsdóttir og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir fyrir Söru Rakel Guðmundsdóttir og Sólveig Halldóru Stefánsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimaliðið mætt út á völl, það er svo nefnd bongó blíða á Völlunum, hvasst en heitt og sólríkt.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mætt 22 sinnum og Grindavík hafa tíu sinnum unnið, Haukar sex sinnum. Liðin mættust síðast í annari umferð mótsins í ár og þá unnu Grinvíkingar 2-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er síðasta umferð deildarinnar fyrir mánaðarpásu vegna EM. Grindavík er að slíta sig úr botnbaráttunni og gæti með sigri komið sér þægilega fyrir um miðja deild. Það hefur hins vegar ekkert gengið hjá Hafnfirðingunum, en þær eru bara með eitt stig eftir 10 leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og velkominn á Ásvelli, þar sem botnlið Hauka tekur á móti Grindavík í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir ('94)
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('34)
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
28. Lauren Brennan ('59)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('59)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('94)
21. Telma Lind Bjarkadóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('34)

Liðstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Tómas Orri Róbertsson
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Elena Brynjarsdóttir ('64)
Rilany Aguiar Da Silva ('75)

Rauð spjöld: