Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
39' 0
0
Valur
Þróttur R.
1
0
Fylkir
Viktor Jónsson '1 1-0
03.07.2017  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Iðagrænt og rennislétt gervigras, milt og gott mánudagsveður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Glæsilegir margir hverjir, fjöldi rétt undir 800 manns.
Maður leiksins: Grétar Sigfinnur
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
3. Finnur Ólafsson ('62)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason ('82)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Viktor Jónsson ('78)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson ('62)
7. Daði Bergsson ('82)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('78)
19. Karl Brynjar Björnsson
28. Heiðar Geir Júlíusson

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington
Sveinn Óli Guðnason

Gul spjöld:
Hlynur Hauksson ('25)
Vilhjálmur Pálmason ('73)
Arnar Darri Pétursson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar hér leikinn af!

Gríðarlega sterkur sigur Þróttar staðreynd. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Ég þakka fyrir mig.
93. mín
Fylkir fær hér hornspyrnu þegar þrjár mínútur eru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Grétar Sigfinnur skallar frá.

Boltanum er spyrnt inná teig og Arnar Darri missir boltann í annað horn. Ekkert verður úr því.

92. mín
Þarna fengum við næstum jöfnunar mark. Góð sókn Fylkis endar með að boltinn berst til Daða Ólafssonar á fjærstönginni en skot hans er í hliðarnetið.
90. mín Gult spjald: Arnar Darri Pétursson (Þróttur R.)
Leiktöf.
88. mín
Andrés Már með fínan snúning inni á teig heimamanna en skot hans er ekki nógu gott og Arnar Darri handsamar knöttinn auðveldlega.
87. mín
Ásgeir Eyþórs skallar hér knöttinn yfir markið eftir að Arnar Darri hafði misst af honum.
82. mín
Átta mínútur til leiksloka, fáum við eitt mark í viðbót?
82. mín
Inn:Daði Bergsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
80. mín
Pressa Fylkis að aukast til muna þessa stundina.
78. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Markaskorarinn tekinn af velli. Ólafur Hrannar kemur inn.
77. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
76. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
73. mín Gult spjald: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Spjaldaður fyrir tæklingu á Ásgeir Börk.
71. mín
Inn:Ari Leifsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Helgi segir nú er komið nóg og tekur Orra Svein af velli, Ari Leifsson kemur inn í hans stað.
70. mín
Orrri Sveinn tapar hér boltanum í þriðja skiptið ansi klaufalega, Þróttarar komust í 2 á 2 stöðu sem að Oddur Ingi bjargar með frábærri tæklingu.
68. mín
Varamaðurinn Valdimar skólfar boltanum yfir í góðu færi. Þetta er að opnast.
66. mín
Leikurinn er mun opnari þessa stundina. Ég spái marki hjá öðru hvoru liðinu bráðlega. Svo er kominn smá hiti í bæði lið sem er aldrei verra.
62. mín
Ásgeir Börkur hendir í eina hraustlega og stúkan er ekki ánægð þegar Helgi Mikael sleppir honum við spjald.
62. mín
Inn:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.) Út:Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
Létt bíó í kringum skiptingu Þróttara, skiltið hjá fjórða dómara fór á loft en Birkir Þór Guðmundsson var enn þá í upphitunargallanum við litla hrifningu Fylkismanna. Helgi Mikael hafði lítinn húmor fyrir þessu og flautar leikinn aftur á.

Skiptingin kemur svo mínutu síðar, Birkir kemur inn fyrir Finn.
60. mín
Andrés Már með lúmska tilraun sem að Arnar Darri nær að blaka yfir horn Fylkismanna rennur svo út í sandinn.
58. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir)
Fyrsta skipting leiksins er í boði Helga Sig. Arnar Már fer af velli og Valdimar kemur inn í hans stað.
56. mín
Albert Brynjar á hér fína rispu en skot hans er himinhátt yfir.
53. mín
Það er heldur betur að færast harka í þennan leik, Oddur Björns heldur um höfuð sitt eftir viðskipti við Ásgeir Börk og í kjölfarið fylgja tvær hraustlegar tæklingar Þróttara á Fylkismenn.
50. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Ásgeir Börkur tekur viktor niður. Aukaspyrnan er góð á fjærstöngina og þar lúrir Hreinn Ingi sem á fínan skalla en Aron Snær er vel á verði í markinu.
45. mín
Þá er síðari hálfleikur kominn af stað. Hvorki Greg né Helgi sáu sig knúna til að gera breytingar í hálfleik og því eru liðin óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks.

Saga leiksins, Þróttur byrjaði leikinn af krafti og náði marki strax eftir um 20 sekúndur. Það tók Fylkismenn sirka 10 mínútur að jafna sig af markinu og þeir hafa verið mun meira með boltann. En þéttur varnarleikur Þróttara hefur haft svör við nánast öllum tilraunum Fylkis.
44. mín
Andrés Már og Albert Brynjar með fallegt spil sem endar á því að Andrés kemst í ágætis færi, skot hans er ágætt en hárfínt framhjá, þetta er í itt af mjög fáum skiptum sem að Fylkir nota vinstri vænginn til að sækja, þeir hafa nánast eingöngu keyrt upp hægri vænginn.
38. mín
Víðir fer í bakið á Ásgeiri Erni sem hittir knöttinn illa en Helga fannst eki vera nóg í þessu til að dæma brot, Þróttur fær hornspyrnu í kjölfarið við litla hrifningu Fylkismanna.

Hornið finnu kollinn á Hreini Inga sem að skallar yfir í ágætis færi.
36. mín
Hákon snýr með Hlyn Hauks í bakinu, þeir falla báðir og Hákon vill fá vítaspyrnu. Ég er sammála Helga þarna í að flauta ekki.

Kominn smávegis pirringur í leikmenn Fylkis þessa stundina.
35. mín
Viktor Jónsson hársbreidd frá því að tvöfalda forystu Þróttar!

Langur bolti fram sem hann tekur snyrtilega niður, leikur svokallaðan einn, tvo við Odd Björns og lætur vaða á markið, skot hans smellur í stönginni!
33. mín
Fylkir eru mun meira með boltann en þéttur pakki Þróttar til baka gerir vel í að verjast, Fylkir hafa skapað sér fá opin færi.
25. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Uss.. Hlynur Hauksson fær hér gult spjald fyrir að vera alltof seinn í tæklingu á Ásgeir Örn. Klárt gult.
23. mín
Vilhjálmur Pálmason á frábæra fyrirgjöf á kollinn á Viktori á fjærstönginni, hann skallar knöttinn í bakið á Ásgeiri og boltinn dettur niður dauður í teignum, Víðir Þorvarðar fer auðveldlega niður og Helgi Mikael veifar burt allar raddir um vítaspyrnu. Hárrétt ákvörðin sýndist mér.
20. mín
Gregg Ryder vill sína menn ofar á völlinn þegar Fylkir eiga innkast út við eigin hornfána, Þróttarar hafa legið aðeins til baka eftir markið og Fylkir hafa nánast eingöngu verið með boltann á vallarhelmingi heimamanna.
16. mín
Fylkismenn eru að finna taktinn, fyrirgjöf frá vinstri finnur kollinn á Hákoni sem nær fínum skalla á markið, Arnar Darri er vel á verði og blakar boltanum yfir. Hákon var flaggaður rangstæður í kjölfarið. Þetta er betra frá Fylki.
12. mín
Mikil átök eru inni á teig Þróttara, og alls þrír leikmenn falla. Helgi dómari stöðvar leikinn og segir mönnum að slaka á.
9. mín
Hlynur Hauksson stálheppinn þarna, Átti slæma sendingu til baka sem að Hákon komst inn í en Hreinn Ingi var vel á verði og stöðvaði Hákon áður en hann komst í almennilegt skotfæri.
5. mín
Þróttarar byrja leikinn af miklum krafti en Fylkismenn virðast slegnir eftir þennan skell strax á fyrstu mínútu.
1. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Já blessaður!! Langt innkast finnur kollinn á Viktori Jónssyni sem flikkar boltanum inn á teig, ég sá ekki hvaða Þróttari reyndi hjólhestaspyrnu, en hún olli miklu klafsi inn á teig Fylkis, Viktor fyrstur að átta sig og rennir knettinum í netið.

Alveg spurning hvort þetta toppi mark Vegan-Bjögga í fyrradag sem kom eftir 22. sekúndur í leik Hauka og Leiknis F. Þetta var eitthvað svipað að minnsta kosti!
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur byrjar með knöttinn, og þeir sækja í átt að Skautahöllinni.
Fyrir leik
Nú koma liðin arkandi inn á völl og Þróttaraútgáfan af Red Nation með The Game og Lil' Wayne ómar í græjunum.

Nú fara leikar að hefjast!
Fyrir leik
Það virðist stefna í ágætis mætingu hér í Laugardalnum, hér er boðið upp á glóðvolga hamborgara og ég gat ekki betur séð en að í tjaldinu í horninu geti menn svalað sér á einum Budweiser (*léttöl).

Veðrið er milt og gott en ég mæli þó með að fólk taki með sér úlpurnar ef að allt fer á versta veg.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, Þróttarar gera breytingu á liði sínu frá 3-2 tapleiknum gegn Leikni Fáskrúðsfirði í síðustu umferð. Oddur Björnsson kemur inn í liðið á kostnað Sólmundar Arons.

Gestirnir gera fimm breytingar á sínu liði frá bikarleiknum, Andri Þór Jónsson fær sér sæti á bekkinn ásamt Daða Ólafs og Valdimari Þór og Davíð Ásbjörns, Emil Ásmunds er ekki í hóp en hann byrjaði leikinn gegn FH.

Oddur Ingi Guðmundsson, Andrés Már, Albert Brynjar, Elís Rafn og Ásgeir Örn snúa allir aftur í byrjunarlið Fylkis eftir að hafa byrjað á bekknum í Krikanum.
Fyrir leik
Heimamenn eru í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir 8 umferðir. Þeir hafa unnið fimm, gert eitt jafntefli en tapað tveimur leikjum það sem af er móti.

Gestirnir úr Árbænum eru hinsvegar á toppi deildarinnar með þremur stigum meira eða 19 stig, þeir hafa unnið sex, gert eitt jafntefli og tapað aðeins einum leik.

Því má búast við hörkuleik í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar hér í kvöld.
Fyrir leik
Gleðilegan mánudag og verið velkomin á beina textalýsingu frá toppslag Inkasso-deildarinnar. Á Eimpskipsvellinum í Laugardal fá heimamenn í Þrótti Reykjavík, topplið Fylkis í heimsókn.

Leikurinn hefst á slaginu 19:15 og hér mun ég reyna að greina frá öllu því helsta sem gerist í leiknum þráðbeint úr Laugardalnum.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson ('71)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Arnar Már Björgvinsson ('58)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
24. Elís Rafn Björnsson ('77)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('58)
23. Ari Leifsson ('71)
29. Axel Andri Antonsson
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('76)

Rauð spjöld: