Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
SJK Seinajoki
0
2
KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason '51
0-2 Tobias Thomsen '83
06.07.2017  -  16:00
Úrslit fyrri leiks: 0-0
Evrópudeildin
Aðstæður: 16 stiga hiti og topp aðstæður
Dómari: Irfan Peljto (Bosnía/Hersegóvína)
Byrjunarlið:
33. Mihkel Aksalu (m)
3. Marc Vales ('78)
5. Dani Hatakka
7. Timo Tahvanainen
8. Johannes Laaksonen
10. Billy Ions
11. Thomas Hradecky ('58)
18. Jarkko Hurme
21. Facundo Guichon ('73)
58. Mehmet Hetemaj
80. Erfan Zeneli

Varamenn:
31. Paavo Valakari (m)
15. Matti Klinga ('73)
19. Obed Malolo ('78)
22. Diego Bardanca
25. Elias Ahde
26. Jesse Sarajärvi
37. Aristote Mboma ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mehmet Hetemaj ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið með glæsilegum sigri KR. Næsti andstæðingur er Maccabi Tel Aviv frá Ísrael!
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
90. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Hinn 18 ára gamli Óliver spilar sinn fyrsta Evrópuleik.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Þremur mínútum bætt við
Magnús Már Einarsson
84. mín Gult spjald: Mehmet Hetemaj (SJK Seinajoki)
Pirringur í Finnunum.
Magnús Már Einarsson
84. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Magnús Már Einarsson
83. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
KR er að tryggja sætið í 2. umferðinni.

Tobias hótaði fyrirgjöfinni og plataði Aksalu í markinu með því að skora með lúmsku skoti.

KR er að fara að mæta Maccabi Tel Aviv í 2. umferðinni en fyrri leikurinn verður í næstu viku.
Magnús Már Einarsson
80. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Fyrsta skipting KR.
Magnús Már Einarsson
78. mín
Inn:Obed Malolo (SJK Seinajoki) Út:Marc Vales (SJK Seinajoki)
Síðasta skipting hjá heimamönnum. Willum ekki að gera neinar breytingar ennþá.
Magnús Már Einarsson
78. mín
Billy Ions með skot framhjá.
Magnús Már Einarsson
77. mín
Kennie Chopart með skot rétt framhjá. Finnarnir eru ekki líklegir til að jafna eins og staðan er.
Magnús Már Einarsson
73. mín
Inn:Matti Klinga (SJK Seinajoki) Út:Facundo Guichon (SJK Seinajoki)
Magnús Már Einarsson
70. mín
20 mínútur eftir og SJK þarf ennþá tvö mörk til að fara áfram. KR í toppmálum.
Magnús Már Einarsson
64. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
,,Spjald á eiginlega ekki neitt." - Segir Jónas Kristins í KR útvarpinu.
Magnús Már Einarsson
61. mín
Óskar Örn með hörkuskot sem Aksalu ver til hliðar.
Magnús Már Einarsson
58. mín
Inn:Aristote Mboma (SJK Seinajoki) Út:Thomas Hradecky (SJK Seinajoki)
Mboma er framherji frá Kongó. Hann var fjarri góðu gamni í fyrri leiknum.
Magnús Már Einarsson

Magnús Már Einarsson
56. mín
Facundo Guichon með skot hátt yfir. Finnarnir eiga erfitt með að skapa góð færi gegn þéttum varnarmúr KR.
Magnús Már Einarsson
52. mín
Ljóst er að KR mætir Maccabi Tel Aviv ef liðið fer áfram. Maccabi sigraði Tirana 3-0 í dag og samanlagt 5-0.

Viðar Örn Kjartansson leikur með Maccabi Tel Aviv en hann var hvíldur í dag.
Magnús Már Einarsson
51. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
KR kemst yfir!! Morten Beck sendi boltann upp kantinn á Óskar Örn. Hann átti fyrirgjöf á Pálma sem skoraði.

Þetta er risa mark. Nú þurfa Finnarnir að skora tvö til að komast áfram!
Magnús Már Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
Magnús Már Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð tíðindalítill fyrri hálfleikur. Allt í járnum ennþá og liðin hafa ekki ennþá náð að skora.

Tölfræðin í hálfleik
SJK - KR
Skot: 3 - 5
Skot á markið: 2 - 3
Horn: 2 - 1
Magnús Már Einarsson
45. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Fyrsta gula spjaldið. Brot fyrir utan teig. Finnarnir eiga skot úr aukaspyrnunni en boltinn framhjá.
Magnús Már Einarsson
43. mín
Enski framherjinn Billy Ions með skot sem Stefán Logi ver.
Magnús Már Einarsson
39. mín
SJK sækir meira í augnablikinu.
Magnús Már Einarsson
34. mín
Finnur Orri Margeirsson með skalla yfir. Hættulítið. Finnur er ekki þekktasti markaskorarinn í bransanum.
Magnús Már Einarsson
32. mín
Lítið um dauðafæri ennþá. Liðin hafa nú spilað rúmlega 120 mínútur án marks í einvíginu.

,,Þetta er skallatennis og ping-pong leikur," segir Jónas Kristinsson í KR útvarpinu.
Magnús Már Einarsson
25. mín
Finnarnir byrjuðu betur en KR-ingar hafa hert tökin og verið öflugri síðustu mínúturnar.
Magnús Már Einarsson
20. mín
KR fær aukaspyrnu á hægri kantinum. Aukaspyrnan er skemmtilega útfærð og Óskar Örn á þrumuskot en Aksalu ver vel.
Magnús Már Einarsson
14. mín
Tobias Thomsen með skalla eftir langt innkast en Mihkel Aksalu ver nokkuð auðveldlega.
Magnús Már Einarsson
12. mín
Mehmet Hetemaj brýtur á Kennie Chopart. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Finnana.
Magnús Már Einarsson
8. mín
Heimamenn eru örlítið meira með boltann í augnablikinu.
Magnús Már Einarsson
4. mín
Johannes Laaksonen á hörkuskot sem Stefán Logi ver aftur fyrir endamörk. Hornspyrna.
Magnús Már Einarsson
2. mín
KR fær hornspyrnu eftir hættulega sókn.
Magnús Már Einarsson
1. mín
Leikur hafinn
SJK byrjar með boltann.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl. Þetta er að bresta á.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Matti Klinga og Elias Ahde detta út úr liðinu hjá SJK en þeir voru báðir teknir af velli í fyrri leiknum gegn KR.

Erfan Zeneli og Facundo Guichon koma inn í þeirra stað. Facundo er vinstri kantmaður frá Úrúgvæ en hann lék með Alaves í spænsku B-deildinni á þarsíðasta tímabili.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hefur lítið verið að gera breytingar á byrjunarliði sínu að undanförnu.

Í dag stillir Willum upp sama liði og gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum á sunnudaginn. Eina breytingin frá því í fyrri leiknum gegn SJK í síðustu viku er sú að Stefán Logi Magnússon er mættur aftur í markið eftir meiðsli á kostnað Beitis Ólafssonar.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
KR-ingar voru mun betri aðilinn í fyrri leiknum og voru óheppnir að ná ekki að skora. Manuel Roca, þjálfari SJK, segir að sitt lið verði að spila betur í leiknum á morgun.

Manuel Roca, þjálfari SJK
Við þurfum að spila betur eins og við erum vanir að gera á heimavelli. Við þurfum að treysta á okkar styrkleika, við þurfum að halda einbeitingu og hugsa um okkur sjálfa.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
SJK leikur heimaleiki sína á gervigrasi en KR spilaði einmitt á gervigrasi í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins gegn Stjörnunni á sunnudaginn.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR
Fyrri leikurinn var hörkuleikur en ég reikna með því að SJK spili meiri sóknarbolta í þessum leik. Þeir breyttu leikskipulaginu í hálfleik gegn okkur í fyrri leiknum, færðu sig til baka og vörðu markið sitt vel. Ég býst við að bæði lið verði öguð í sinni spilamennsku, þetta verður jafn leikur.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir væntanlega Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Maccabi Tel Aviv í 2. umferðinni. Maccabi er 2-0 yfir gegn Tirana frá Albaníu eftir fyrri leik liðanna.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan daginn!

Klukkan 16:00 að íslenskum tíma verður flautað til leiks hjá SJK Seinajoki og KR í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni.

Fyrri leikurinn fá KR-velli endaði með markalausu jafntefli í síðustu viku. Sigurvegarinn í dag kemst því áfram en markajafntefli kemur KR einnig áfram.

Hægt verður að hlusta á lýsingu í KR-útvarpinu 98,3 en hér verður bein textalýsing frá leiknum.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('90)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('80)
11. Tobias Thomsen ('84)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
9. Garðar Jóhannsson
20. Robert Sandnes ('80)
23. Atli Sigurjónsson
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('84)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('45)
Kennie Chopart ('64)

Rauð spjöld: