Fylkir
2
0
Haukar
Valdimar Þór Ingimundarson '70 1-0
Oddur Ingi Guðmundsson '87 2-0
07.07.2017  -  19:15
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Ransin N. Djurhuus
Maður leiksins: Oddur Ingi Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('61)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('78)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
24. Elís Rafn Björnsson ('61)

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson ('61)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('61)
11. Arnar Már Björgvinsson ('78)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Albert Brynjar Ingason ('16)
Elís Rafn Björnsson ('55)
Orri Sveinn Stefánsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Fylkismanna hér á Floridana vellinum. Ekkert gríðarlega skemmtilegur leikur framan af en Fylkismenn alltaf líklegri og þeir kláruðu svo leikinn á síðustu 20 mínútunum.

Skýrsla og viðtöl detta inn fljótlega.
90. mín
Við erum dottin í uppbótartíma hér í Árbænum. Fátt sem getur komið í veg fyrir Fylkissigur.
87. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Andri Þór Jónsson
MAAAARK! FYLKISMENN ERU AÐ KLÁRA ÞETTA!! Andri Þór Jónsson aftur með fyrirgjöf, þessi var há og á fjærstöng þar sem Oddur Ingi hoppaði upp með Trausta og vann boltann og boltinn lak í netið. Trausti ekki sáttur, spurning hvort það hefði verið hægt að dæma þarna. Dæmir hver fyrir sig.
85. mín
Enn og aftur hætta upp við mark Hauka. Albert Brynjar þræðir boltann á Arnar Má sem á sendingu fyrir sem Haukar hreinsa. Annað markið liggur í loftinu.
83. mín
Fylkismenn mun líklegri að bæta við heldur en Haukar að jafna leikinn.
81. mín
AFTUR DAUÐAFÆRI HJÁ FYLKI! Haukar í veseni með að spila boltanum aftast, Valdimar kemst inn í hann og setur Albert Brynjar í gegn, hann á góða fyrstu snertingu og reynir svo að hamra hann með vinstri en boltinn svífur rétt yfir.
80. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ FYLKI! Fyrirgjöf frá vinstri og boltinn dettur niður dauður í teignum fyrir Arnar Má sem skýtur framhjá. Hefði getað drepið leikinn þarna!
78. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Síðasta skipting Fylkismanna. Arnar Már kemur á hægri kantinn.
77. mín
Haukar hafa eðlilega ýtt liðinu sínu framar. Fá núna hornspyrnu.
73. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Haukar) Út:Haukur Björnsson (Haukar)
Tvöföld skipting hjá Stefáni Gísla. Hann ætlar að hrista aðeins upp í þessu.
73. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
72. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Orri Sveinn með eina hraustlega tæklingu á Aron á miðjunni.
70. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Stoðsending: Andri Þór Jónsson
MAAAAARK!! FYLKISMENN ERU KOMNIR YFIR!! Varamaðurinn Andri Þór Jónsson með fyrirgjöf sem Hauki Björnssyni mistekst að hreinsa og boltinn dettur á vítateigslínuna á Valdimar sem leggur boltann snyrtilega í hornið fram hjá Trausta í marki Hauka.
69. mín
Hætta í teig Haukamanna. Boltinn dettur niður í teignum og Andrés Már mokar honum inn fyrir en Ásgeir Eyþórsson rétt missir af honum.
65. mín
Lítið að gerast í þessu eins og er. Leikurinn dettur mikið niður inn á milli.
61. mín
Inn:Andri Þór Jónsson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Helga. Elís Rafn á spjaldi, Andri kemur beint í bakvörðinn. Hákon Ingi kemur út og Albert fer upp á topp og Valdimar fer á vinstri vænginn og Andrés Már kemur á þann hægri.
61. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
56. mín
Upp úr aukaspyrnunni sem var dæmd á Elís, kemur Aron Jóhannsson með boltann fyrir á fjærstöng þar sem Þórhallur Kári rétt missir af honum. Munaði litlu þarna.
55. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Annað brotið hans á stuttum tíma, bæði á Arnari Aðalgeirs þegar hann er að sleppa fram hjá honum. Hárrétt hjá Færeyingnum.
53. mín
Ágætis færi hjá heimamönnum. Hornspyrna tekin frá vinstri þar sem Albert Brynjar mætir á nærstöng og skallar boltann yfir.
49. mín
Fylkismenn byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti. Haukar liggja til baka og reyna að sækja hratt eins og oft áður.
46. mín
Oddur Ingi með gott skot fyrir utan teig og boltinn fer rétt fram hjá. Trausti virtist ekki vera með þetta alveg á hreinu.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Ekki skemmtilegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð, lítið um gæði. Fylkismenn fengið hættulegri færi en Haukar þó líka fengið sín færi.
45. mín
Rólegt yfir þessu hérna, ekkert að gerast í þessu hérna.
39. mín
Oddur Ingi liggur sárkvalinn hérna á vellinum. Sé ekki hvort hann heldur um hné eða ökkla. Lítur samt út fyrir að þetta sé búið hjá honum í dag alla vega.
36. mín
SLÁARSKOT HJÁ FYLKISMÖNNUM! Emil Ásmundsson vinnur seinni bolta á miðjunni og keyrir upp, finnur Hákon Inga í teignum sem á skot með hægri í þverslánna. Hákon örvfættur og það sást þarna.
34. mín
Boltinn gengur hér liðanna á milli. Mikið um misheppnaðar sendingar.
31. mín
Ágætis færi hjá Fylkismönnum. Fyrirgjöf frá hægri á kollinn á Andrési Má sem er tilturlega ódekkaður í teignum en hann nær ekki að setja neinn kraft í skallann.
28. mín
Færi hinu megin! Upp úr hornspyrnu dettur boltinn fyrir Orra Sveinn sem snýr og á skot sem er ekki ýkja langt fram hjá. Það er að lifna aðeins við!
26. mín
Fínt upphlaup hjá Haukum. Björgvin með sendingu upp í horn á Arnar Aðalgeirs sem keyrir á Elís í bakverðinum, leggur boltann svo út fyrir teig þar sem Aron Jóhannsson mætir og á skot sem fer af varnarmanni og beint í lúkurnar á Aroni í marki Fylkis. Hættulegt!
22. mín
Haukar ná góðri skyndisókn eftir aukaspyrnu Fylkis hinu megin. Boltinn fer til Daníels Snorra sem á slaka sendingu fyrir aftan Björgvin Stefánsson og Fylkismenn hreinsa. Þarna verður Daníel að gera betur!
21. mín
Hætta í vítateig Hauka. Elís Rafn með hættulega fyrirgjöf með jörðinni á nærstöng var mættur Andrés Má sem mokar honum í Trausta og fær hann aftur í sig þaðan fer boltinn aftur fyrir.
20. mín
Þetta gengur endana á milli hérna án þess að eitthver teljandi færi skapist.
16. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Færeyingurinn ekki lengi að þessu. Albert Brynjar sparkar boltanum í burtu eftir að hafa fengið dæmt á sig. Æj ég veit það ekki.
15. mín
Fylkismenn meira með boltann og Haukar liggja til baka.
12. mín
Annars er það Færeyingurinn Ransin Djurhuus sem dæmir leikinn hér í dag.
10. mín
Netið dottið inn loksins í hérna í Árbænum. Bæði lið fengu ágætis færi. Sindri Scheving átti fínan skalla eftir horn hjá Haukum og stuttu seinna átti Albert Brynjar góðan sprett upp hægri vænginn átti fyrirgjöf sem Trausti sló út í teiginn þar sem Haukar hreinsuðu.
3. mín
Ágætis sókn hjá Haukum. Arnar Aðalgeirs fær stungu upp vinstri vænginn sendir boltann fyrir þar sem boltinn dettur fyrir Þórhall Kára sem á laust skot beint á Aron í marki Fylkis.
1. mín
Fylkismenn í færi strax í upphafi , Hákon Ingi í færi en Trausti varði vel í markinu. Fylkir fékk horn sem Trausti greip.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast , byrjunarliðin standa eitthvað á sér hér að ofan. Unnið að viðgerð. Netið hérna í Árbænum er heldur ekki í toppstandi en við klórum okkur fram úr þessu.
Fyrir leik
Hjá Fylki er það Albert Brynjar Ingason sem er markahæstur með 5 mörk í níu leikjum, næstur kemur Emil Ásmundsson með 3 mörk. Hjá Haukum er það Björgvin Stefánsson sem er markahæstur og jafnframt markahæstur í deildinni ásamt Ivan Bubalo með 6 mörk. Næsti maður hjá Haukum er Elton Renato Livramento Barros með 3 mörk en þau verða ekki fleiri hjá honum í ár þar sem hann er meiddur út tímabilið og líklega næsta árið eftir að hafa slitið og brotið flest í kringum hnéið á sér.
Fyrir leik
Fylkismenn koma inn í þennan leik eftir tap gegn Þrótti í síðustu umferð, 1-0. Það var annar tapleikur liðsins í sumar en áður höfðu þeir tapað fyrir austan gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði. Haukarnir koma hins vegar inn í þennan leik eftir 5-0 stórsigur gegn títt nefndum Leiknismönnum frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð.
Fyrir leik
Fylkir missti toppsæti deildarinnar í hendur Keflvíkinga í gær þegar Suðurnesjamenn lögðu Fram af velli í gærkvöldi og Fylkismenn sitja því í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn. Haukar eru hins vegar í 7.sæti deildarinnar en geta með sigri í kvöld blandað sér verulega í baráttuna um sæti í Pepsi deildinni.
Fyrir leik
Marg blessuð og sæl og verið velkomin í þessa beina textalýsingu frá Floridana vellinum í Árbænum. Það eru Haukar frá Hafnarfirði sem heimsækja heimamenn í Fylki hér í dag.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
8. Þórhallur Kári Knútsson
11. Arnar Aðalgeirsson ('73)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
28. Haukur Björnsson ('73)

Varamenn:
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('73)
7. Davíð Sigurðsson
8. Ísak Jónsson
12. Þórir Jóhann Helgason ('73)
21. Alexander Helgason
33. Harrison Hanley

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: