Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Þróttur R.
2
1
Fram
0-1 Guðmundur Magnússon '17
Viktor Jónsson '39 1-1
Viktor Jónsson '57 2-1
11.07.2017  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
3. Finnur Ólafsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason ('89)
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Viktor Jónsson ('83)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson ('74)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('89)
19. Karl Brynjar Björnsson
21. Sveinbjörn Jónasson ('83)
27. Oddur Björnsson ('74)
28. Heiðar Geir Júlíusson

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington

Gul spjöld:
Hreinn Ingi Örnólfsson ('33)
Hlynur Hauksson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið í Laugardalnum. Þróttur er áfram í þriðja sæti með 23 stig þar sem Keflavík og Fylkir unnu bæði sína leiki. Viðtöl og skýrslan koma innan skamms.
90. mín Gult spjald: Simon Smidt (Fram)
90. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
89. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
86. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
83. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
78. mín
Brynjar Kristmundsson með aukaspyrnu sem fer rétt yfir markið, ágætis tilraun þarna.
75. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
74. mín
Það er ekkert í kortunum sem segir mér það að Fram sé að fara að jafna leikinn. Þróttarar líklegri til að bæta við þriðja markinu ef eitthvað er. Það getur þó allt gerst í þessum blessaða fótbolta.
74. mín
Inn:Oddur Björnsson (Þróttur R.) Út:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.)
67. mín
Inn:Högni Madsen (Fram) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram)
66. mín
ATLI Í VANDRÆÐUM!!! Markvörður Fram í allskonar vandræðum, kom fyrirgjöf fyrir markið og hann sló hann út. Þróttarar voru hársbreidd frá því að koma svo frákastinu í netið. Atli á hálum ís þarna.
65. mín
Viktor með skot úr teignum en Atli heldur þessu. Hann er að leita að þrennunni.
57. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Hlynur Hauksson
VIKTOR JÓNSSON AÐ SKORA ÚR TEIGNUM!!! Hlynur Hauksson átti skot fyrir utan teig sem hafnaði í stönginni og út í teig. Viktor reyndi að skjóta en Framarar vörðust því, hann fékk þó aftur boltann og skoraði þá af stuttu færi. Virkilega vel gert.
51. mín
Rafn Andri með ágætis aukaspyrnu sem fer rétt yfir markið. Heimamenn koma ferskir inn í síðari hálfleikinn.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur.
44. mín
GRÉTAR SIGFINNUR MEÐ SKALLA!!! Það kom aukaspyrna frá vinstri sem fór langt inn í teiginn, þar var Grétar mættur í skallafærið en Atli rétt nær að halda boltanum.
42. mín
Vilhjálmur Pálma með hörkuskot rétt framhjá markinu. Þetta var líkelga af 25-30 metra færi.
39. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Hlynur Hauksson
VIKTOR JÓNSSON AÐ SKORA MEÐ SKALLA!!! Þetta var geggjuð uppskrift. Hlynur Hauks fékk boltann vinstra megin við teiginn og átti þessa frábæru fyrirgjöf beint á hausinn á Viktori sem átti fastan skalla í vinstra hornið.
38. mín
Arnór Daði liggur eftir á vellinum eftir skallaeinvígið áðan. Hann hoppaði upp með Viktori og Atla.
36. mín
ÞRÓTTARAR SKORA EN ÞAÐ ER DÆMT AF!!! Það kom frábær fyrirgjöf frá vinstri hátt upp. Viktor Jóns stekkur upp í einvígi við Atla og nær skallanum í átt að marki. Boltinn rúllar hægt á Víði sem skorar en hann var rangstæður. Spurning hvort Viktor hefði ekki bara átt að klára þetta sjálfur.
34. mín
Guðmundur í hættulegu færi!! Aukaspyrna sem Brynjar tekur og boltinn fer beint á hausinn á Guðmund en Arnar Darri sér enn og aftur við þessu.
33. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
31. mín
HLYNUR ATLI!! Hann fékk boltann í tvígang fyrir utan teig, fyrra skiptið fer hann í varnarmann en í síðara setur hann boltann í hægra hornið niðri. Arnar Darri tókst þó að verja þennan!
30. mín
Sigurður Þráinn selur sig þarna. Vilhjálmur Pálmason leikur á hann og reynir skot á markið en Atli er vel á verði.
26. mín
ATLI GUNNAR VER ÓTRÚLEGA!! Viktor Jónsson var sloppinn í gegn eftir einstaklingsmistök frá Sigurði og Dino. Viktor ætlaði framhjá Atla í markinu en hann sá þó við honum.
17. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Brynjar Kristmundsson
GUMMI MAGG ER AÐ KOMA FRAM YFIR!!! Brynjar Kristmunds með laglega fyrirgjöf frá hægri vængnum beint á kollinn á Gumma Magg sem kom sér fram fyrir varnarmann og markvörð og stangaði boltann örugglega í netið.
15. mín
FRAMARAR Í HÆTTULEGU FÆRI!! Brynjar tekur aukaspyrnu frá hægri og teiknar hann vel inn í teig. Þar dettur boltinn fyrir menn en enginn nær að hamra hann almennilega á markið. Ágætis hugmynd samt.
13. mín
Viktor Jónsson með ágætis skallafæri eftir hornspyrnu en hann stangar hann framhjá. Hreyfir sig eins og Fernando Torres og með nákvæmlega sömu klippingu og hann þegar sá spænski var upp á sitt besta.
6. mín
Uppstilling Fram:
Atli Gunnar
Sigurður Þ. - Gavric - Arnór D.
Sigurpáll
Brynjar K. - Indriði Áki - Hlynur Atli - Smidt.
Bubalo - Gummi Magg.
2. mín
Hipolito virðist vera að spila sama leikkerfi og hann gerði með Atletico CP í Portúgal. Þetta er 5-3-2 þegar þeir verjast og svo 3-5-2 þegar þeir sækja.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað.
Fyrir leik
Þetta er að hefjast hérna. Vallarþulurinn er gjörsamlega geggjaður!
Fyrir leik
Oddur Björnsson og Birkir Þór Guðmundsson detta út og inn koma þeir Finnur Ólafsson og Daði Bergsson.
Fyrir leik
Brynjar Kristmundsson kemur inn í liðið hjá Fram en Orri Gunnarsson dettur út vegna meiðsla.
Fyrir leik
Fram er í sjötta sæti með 15 stig og missir svo sannarlega af lestinni ef liðið nær ekki í einhver stig í dag.
Fyrir leik
Fram ákvað að ráða portúgalska þjálfarann Pedro Hipolito á dögunum en hann hefur þjálfað liðið í einum leik og var það í tapinu gegn Keflavík á dögunum, 1-0.
Fyrir leik
Þróttarar eru í bullandi toppbaráttu með 20 stig og geta með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum, komist á toppinn í dag, fari svo að liðið taki öll stigin gegn Fram.
Fyrir leik
Þróttur R. og Fram eigast við í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikið er á heimavelli Þróttara í Laugardalnum.
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f) ('67)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Brynjar Kristmundsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
14. Hlynur Atli Magnússon (f) ('86)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
21. Indriði Áki Þorláksson ('75)
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric
26. Simon Smidt

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
9. Helgi Guðjónsson ('86)
9. Ívar Reynir Antonsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Axel Freyr Harðarson ('75)
25. Haukur Lárusson
32. Högni Madsen ('67)

Liðsstjórn:
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Pedro Hipólító (Þ)
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Jón Aðalsteinn Kristjánsson

Gul spjöld:
Simon Smidt ('90)

Rauð spjöld: