Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Þór
2
1
Leiknir F.
Gunnar Örvar Stefánsson '21 1-0
1-1 Jesus Guerrero Suarez '71
Kristján Örn Sigurðsson '89 2-1
Viðar Jónsson '90
11.07.2017  -  19:15
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Kristján Örn Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson
4. Gauti Gautason
4. Aron Kristófer Lárusson ('90)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
21. Kristján Örn Sigurðsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('93)

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson
11. Kristinn Þór Björnsson ('90)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Jakob Snær Árnason
18. Alexander Ívan Bjarnason
25. Jón Björgvin Kristjánsson ('93)
26. Númi Kárason

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Sigurður Marinó Kristjánsson ('79)
Ármann Pétur Ævarsson ('84)
Gunnar Örvar Stefánsson ('90)
Orri Freyr Hjaltalín ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Þrastarson flautar til leiksloka. Þórsarar ná að sigla sigrinum heim að lokum en þetta hefði getað verið mun öruggara. Þórsarar fara því upp í 18 stig enn í 4.sæti en Leiknismenn eru áfram með 7 stig í næstneðsta sæti.
95. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Orri fer í bókina fyrir tuð. Vildi fá annað gult spjald á Almar Daða Jónsson sem fór í stórfurðulega tæklingu á Kristján Örn. Orri hafði nokkuð til síns máls.
93. mín
Inn:Jón Björgvin Kristjánsson (Þór ) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Jón Björgvin kemur inn fyrir markaskorarann Gunnar Örvar.
90. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Aron Kristófer Lárusson (Þór )
Kristinn kemur inn fyrir Aron á vinstri kantinn.
90. mín Gult spjald: Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Gunnar Örvar fær gult spjald fyrir brot á Valdimari Inga.
90. mín Rautt spjald: Viðar Jónsson (Leiknir F.)
Viðar Jónsson þjálfari Leiknis er sendur upp í stúku eftir ummæli.
89. mín
Ármann Pétur nálægt því að bæta við þriðja markinu. Flott spil hjá Gunnari Örvari og Jónasi sem leggur boltann fyrir Ármann sem skýtur yfir.
89. mín MARK!
Kristján Örn Sigurðsson (Þór )
Stoðsending: Sigurður Marinó Kristjánsson
Kristján Örn kemur boltanum í markið! Sigurður Marínó á skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann. Boltinn dettur fyrir Kristján Örn sem snýr á teignum og smellir honum í fjærhornið.
88. mín
Orri Sigurjónsson með flotta sendingu inn fyrir á Gunnar Örvar en Valdimar Ingi nær að komast í boltann og hreinsar í hornspyrnu.
87. mín
Orri Hjaltalín skallar boltann á fjærstönginni en þarf að teygja sig í boltann sem fer yfir markið.
87. mín
Þórsarar þyngja sóknina hér síðustu mínúturnar. Aron Kristófer gerir sig tilbúinn að taka hornspyrnu.
84. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann fær gult spjald.
83. mín
Allt að sjóða upp úr hér á Þórsvelli. Arkadiusz liggur eftir samskipti við Ármann Pétur.
82. mín
Spyrnan frá Aroni Kristófer mjög léleg í fyrsta varnarmann.
82. mín Gult spjald: Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
Sigurður Marínó á flottann sprett upp völlinn en brotið á honum. Valdimar Ingi Jónsson fær gult spjald fyrir brotið.
79. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Sigurður Marínó fær gult spjald, ekki veit ég fyrir hvað en Sigurður Þrastarson lyfti spjaldinu eftir að línuvörðurinn kallaði hann til sín.
74. mín
Orri Sigurjónsson með geggjaða utanfótarsendingu inn á Jónas Björgvin á teignum en Guðmundur Arnar Hjálmarsson kemst fyrir áður en Jónas nær skotinu. Frábær varnarleikur.
71. mín MARK!
Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Vá! Jesus Guerrero smellhittir boltann af mjög löngu færi við miðjubogann og jafnar metinn! Boltinn svífur yfir Aron Birki í markinu og dettur í netið. Þetta var sleggja!
69. mín
Aron Kristófer með sendingu fyrir markið og Ármann Pétur hársbreidd frá því að komast í boltann. Fráleitt að staðan sé enn bara 1-0.
68. mín
Kristinn Justiniano er sterkari í baráttu við Gauta og kemst inn á teiginn en á svo sendingu út í teiginn þar sem enginn Leiknismaður er og Orri Sigurjónsson kemur boltanum í burtu.
66. mín
Þórsarar halda áfram að sækja án þess að skapa sér nein úrvalsfæri.
60. mín
Aron Kristófer tekur aukaspyrnuna sem fer á kollinn á Ármanni Pétri en skalli hans framhjá.
60. mín Gult spjald: Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Almar Daði fær gult spjald fyrir brot á Gunnari Örvari.
55. mín
Kristinn tekur spyrnuna sjálfur en skýtur vel yfir markið.
54. mín
Gauti brýtur á Kristni og Leiknismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað við vítateigsbogann.
54. mín
Þórsarar halda áfram að sækja upp hægri vænginn. Loftur Páll með sendingu sem Robert grípur og er fljótur að spyrna fram.
51. mín
Jónas Björgvin með skot yfir af teignum eftir að Loftur Páll renndi boltanum inn á teiginn.
50. mín
Leiknismenn sækja hratt upp völlinn en Kristján Örn tekur boltann af Hilmari Frey með glæsilegri tæklingu inn á teignum.
49. mín
Loftur Páll í fínu færi eftir að Orri Hjaltalín sendi boltann á hann inn í teiginn en skot hans framhjá markinu.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Kristinn Justiniano byrjar með boltann fyrir Leikni.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Þrastarson flautar til hálfleiks. Gunnar Örvar með eina mark fyrri hálfleiks fyrir Þór. Þórsarar hefðu sennilega viljað vera með stærra forskot í hálfleik miðað við hvernig leikurinn hefur spilast.
41. mín
Aron Kristófer rennir boltanum upp kantinn á Jónas en sendingin er afleit og fer útaf vellinum.
41. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu á hægri kantinum. Smá hiti í mönnum en Sigurður róar menn. Sigurður Marínó og Aron Kristófer standa yfir boltanum.
41. mín
Sigurður Marínó með frábæra sendingu inn á Aron Kristófer sem á skot eða sendingu inn á teiginn sem Robert ver vel.
39. mín Gult spjald: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Unnar Ari fær fyrsta gula spjald leiksins, brýtur á Jónasi Björgvin. Mikið mætt á Unnari í leiknum og þetta var ekki hans fyrsta brot.
38. mín
Kristinn Justiniano vinnur boltann af Gauta og tekur af stað en Gauti nær honum og hreinsar í horn áður en mikil hætta skapast. Kristján Örn skallar hornið í burtu.
35. mín
Aron Kristófer með geggjaða spyrnu inn á teiginn frá miðjulínunni. Orri Freyr á skalla framhjá. Vill fá vítaspyrnu en Sigurður var aldrei að fara að dæma á þetta.
32. mín
Inn:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.) Út:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.)
Fyrsta skipting leiksins. Sólmundur Aron haltrar útaf. Almar Daði Jónsson kemur inn á í hans stað.
30. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni og Þórsarar hefja sókn.
29. mín
Leiknismenn með hættulega sókn. Loftur Páll kemst fyrir sendingu Hilmars Freys inn á teignum og Leiknismenn fá hornspyrnu sem Þórsarar skalla aftur fyrir, annað horn.
28. mín
Í þetta skipti tekur Sigurður Marínó hornspyrnuna sem er beint á kollinn á Orra Sigurjónssyni sem á fínan skalla framhjá.
27. mín
Þórsarar líklegir til að bæta við. Fá fimmtu hornspyrnu sína eftir hættulega fyrirgjöf frá Aroni Kristófer.
24. mín
Jónas Björgvin á aðra góða fyrirgjöf fyrir markið en Ármann Pétur skallar framhjá.
21. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Jónas Björgvin Sigurbergsson
Mark! Gunnar Örvar Stefánsson með fyrsta mark leiksins. Leggur boltann í netið eftir frábær tilþrif og fyrirgjöf frá Jónasi Björgvin. 1-0.
18. mín
Leikurinn róast eftir fjörugar fyrstu 10.
16. mín
Leiknismenn aðeins að ranka við sér eftir einstefnu frá Þór fyrstu mínúturnar. Fá fyrstu hornspyrnu sína sem Orri Hjaltalín skallar frá.
10. mín
Aron Kristófer með frábæra aukaspyrnu á fjærstöng þar sem Orri Freyr Hjaltalín á góðan skalla sem Robert ver frábærlega. Þórsarar ná ekki að nýta frákastið og að lokum dæmir Sigurður Þrastarson brot.
7. mín
Ármann Pétur kemst í úrvals færi eftir skalla frá Gunnari Örvari. Ármann lagði boltann líklega fyrir sig með hendinni en Sigurður dæmdi ekkert. Ármann hitt boltann hinsvegar afleitlega úr teignum og hann lekur framhjá.
5. mín
Þírsarar byrja leikinn af krafti. Jónas Björgvin á fínan sprett upp kantinn en fyrirgjöf hans endar í varnarmanni og útaf. Aron Kristófer tekur hornspyrnuna sem fer beint útaf.
4. mín
Gunnar Örvar sleppur í gegn en skot hans framhjá markinu úr mjög góðu færi.
3. mín
Þórsarar fá hornspyrnu í upphafi leiks. Sigurður stoppar leikinn eftir að Ármann Pétur fellur innan teigs. Þegar Aron Kristófer fær að taka spyrnuna skallar Gunnar Örvar boltann yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar Örvar Stefánsson tekur fyrstu spyrnu leiksins fyrir Þórsara sem sækja að Glerárskóla.
Fyrir leik
Þórsarar leika í hvítum treyjum og rauðum stuttbuxum. Leiknismenn eru í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum en það er einmitt akkúrat öfugt við Þór.
Fyrir leik
Ármann Pétur Ævarsson er fyrirliði Þórs í dag í fjarveru Sveins Elíasar. Björgvin Stefán Pétursson er með fyrirliðabandið hjá Leiknismönnum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn að hita upp. Það er sól og blíða á Akureyri.
Fyrir leik
Kristófer Páll Viðarsson er enn frá í liði Leiknis F.
Fyrir leik
Jóhann Helgi Hannesson markahæsti leikmaður Þórs tekur út leikbann í þessum leik. Fyrirliði liðsins Sveinn Elías Jónsson er frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Þórsarar tilkynntu í gær kaup á miðjumanninum Stipe Barac frá Króatíu. Hann er ekki í leikmannahóp liðsins í dag.
Fyrir leik
Eftir óvæntan sigur Leiknis F. á Þrótti Reykjavík 24. júní 3-2 hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig 7 mörk án þess að skora.
Fyrir leik
Þórsarar hafa fengið 12 stig úr síðustu 5 leikjum sínum eftir að hafa aðeins náð í 3 stig úr fyrstu 5 leikjum sumarsins.
Fyrir leik
Nú þegar deildin er tæplega hálfnuð sitja Leiknismenn í 9. og næst neðsta sæti deildarinnar með 7 stig en Þór í 4. sætinu með 15. stig.
Fyrir leik
Velkominn í textalýsingu fyrir leik Þórs og Leiknis F. í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
4. Javier Angel Del Cueto Chocano
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
16. Unnar Ari Hansson
18. Valdimar Ingi Jónsson
18. Jesus Guerrero Suarez
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('32)

Varamenn:
12. Bergsveinn Ás Hafliðason (m)
5. Almar Daði Jónsson ('32)
6. Jón Bragi Magnússon
11. Sæþór Ívan Viðarsson
15. Kristófer Páll Viðarsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Dagur Ingi Valsson

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Stefán Sigurður Ólafsson
Magnús Björn Ásgrímsson

Gul spjöld:
Unnar Ari Hansson ('39)
Almar Daði Jónsson ('60)
Valdimar Ingi Jónsson ('82)

Rauð spjöld:
Viðar Jónsson ('90)