Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
5' 0
0
Valur
Valur
1
2
Domzale
0-1 Jan Repas '23
Sigurður Egill Lárusson '36 , víti 1-1
1-2 Senijad Ibricic '73 , víti
13.07.2017  -  20:00
Valsvöllur
Evrópudeildin
Aðstæður: Hægur andvari að markinu Öskjuhlíðarmegin, skýjað og 12 stiga hiti. Gengur á með smá skúrum og teppið er á góðu róli sem fyrr.
Dómari: Tore Hansen
Maður leiksins: Einar Karl Ingvarsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('65)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('75)
11. Sigurður Egill Lárusson ('77)
13. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
5. Sindri Björnsson
9. Nicolas Bögild ('75)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('77)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('65)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('63)
Sigurður Egill Lárusson ('72)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5

Flautað af. Erfiður róður framundan hjá Völsurum.

Slóvenagaurinn sem tippaði 300 Evrurnar sennilega glaður. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+5

Uppúr horninu annað horn.
90. mín
+4

Valsarar fá horn...síðasti séns.
90. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur)
+3

Vildi fá horn og henti boltanum duglega frá þegar það var ekki dæmt.
90. mín
Uppbótartíminn verður 5 mínútur hér í kvöld.
86. mín
Inn:Tilen Klemencic (Domzale) Út:Ivan Firer (Domzale)
Fjölgað varnarmönnum - fara í 5 manna öftustu línu.
84. mín
Aftur komast Valsarar upp vinstra megin, nú leggur Andri á Bjarna Ólaf sem vinnur sig inn í teiginn en skýtur boltanum vel yfir.

Gæti orðið í morgunverðarhlaðborðinu á Nordica hotel í fyrramálið...
83. mín Gult spjald: Jan Repas (Domzale)
Tekur dýfu á lokaþriðjungnum.
82. mín
Flott upphlaup Valsara, Haukur Páll með langa sendingu upp á Andra sem kemst inn í teiginn en skotið er of laust og Milic fer létt með það.
79. mín
Haukur Páll með skalla yfir eftir horn.
77. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Andri fer beint í stöðu Sigurðar.
76. mín
Dion kominn í fínt færi í teignum en beint á Milic.
75. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Hrein skipting.

Guðjón ekki náð tökum á leiknum í kvöld.
73. mín Mark úr víti!
Senijad Ibricic (Domzale)
Setur Anton í öfugt horn.
72. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fyrir brotið sem gefur þetta víti.
72. mín
Víti fyrir Slóvenana.

Vetrih fær sendingu frá Bizjak og Sigurður Egill renndi sér í það sem mér sýndist ansi góð tækling og tekur boltann.

Norðmaðurinn hins vegar flautar víti. Önnur stór ákvörðun sem fellur gegn Völsurum á stuttum tíma!
69. mín
Hér steinliggur Haukur Páll eftir rosalega tæklingu frá Firer en dómarinn einfaldlega dæmdi ekki neitt.

Ólafur Jóhannesson var bara alls ekki sammála þessu og ég deili hans skoðun. Hér var Firer meira en stálheppinn!!!
69. mín
Breyttar aðstæður.

Alvöru rigning og flóðljós.
68. mín
Inn:Alen Ozbolt (Domzale) Út:Jure Matjasic (Domzale)
Firer fer á kantinn og Ozbolt upp á topp.
66. mín Gult spjald: Ivan Firer (Domzale)
Sparkaði Hauk niður hérna. Hárrétt hjá dómaranum.
65. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Fer upp á topp, hrein skipting.
63. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Braut á Ibricic á miðjum velli.

Atvinnumannsbrot eins og við köllum.
62. mín
Við sjáum orðið gestina taka sér mikinn tíma í allt sem þeir geta.
58. mín
Áhlaup Valsara er aðeins að linast.

Ibricic er settur undir senter, Vetrih er kominn djúpt á miðjuna með Husmani.
55. mín
Inn:Senijad Ibricic (Domzale) Út:Lovro Bizjak (Domzale)
Fyrsta skiptingin er gestanna.

Þeir hafa svissað í 4-2-3-1 og eru að styrkja það að sögn sessunauts míns sem er að lýsa fyrir opinberu síðu þeirra.
53. mín
Fyrsta sókn Domzale er lin og klárt mál að þeir hafa hrokkið við yfir byrjun seinni hálfleiks.
50. mín
Valsmenn byrja þennan seinni hálfleik mjög vel, aggressívir í pressunni og eru bara að gera Domzale mjög erfitt fyrir.
47. mín
Geggjað upphlaup hjá Dion sem kemst á bakvið vörnina og sendir á fjær en Milic kemst inn í þessa sendingu á frábæran hátt og slær frá.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað, óbreytt lið.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða í hálfleik.

Valsmenn áttu erfiðan kafla fyrstu 20 mínúturnar en eftir það verið á góðum stað og verðskulda það að vera með jafna stöðu hérna!
45. mín
Uppbótartíminn er ein mínúta.
43. mín
Eftir yfirvegun á gestabekknum í upphafi leiks er augljóst að Rozman þjálfari er ekki sáttur við sína menn.

Vill fá þá ofar á völlinn.
41. mín
Valsarar að eflast heilmikið með þessu marki!

Gestirnir mjög pirraðir yfir dómaranum þessa stundina.
38. mín Gult spjald: Jure Matjasic (Domzale)
Missti Acoff framhjá sér á miðjunni og greip í hann.

Atvinnumannsbrot eins og það er kallað held ég.
36. mín Mark úr víti!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Fádæma öryggi að venju!

Fast niðri vinstra megin við markmanninn sem fór í öruggt horn.

Game on!
35. mín
Víti fyrir Val!!!

Hauki Pál haldið í hornspyrnu...gestirnir brjálaðir!

Dobrovoljc var sá brotlegi og hann er næstum því að rífast á norsku sýnist mér. En dómarinn var beinlínis við hliðina á þeim þarna!
33. mín
Slóvenarnir hafa hægt verulega á tempóinu eftir að þeir skoruðu, enda uppskeran ágæt.
31. mín
Enn fara gestirnir upp vinstra megin, þar ætla þeir sér greinilega að sækja meira.

Balkovec með aðra fína sendingu en Anton kýlir þessa frá.
27. mín
Skemmtilegur moli, Ivan Firer lék árið 2007 með Grindavík í 1.deild!

Skoraði þá 4 mörk í 14 leikjum 23ja ára gamall peyji. Lék m.a. í 2-3 sigri í Ólafsvík þar sem þessi ákveðni fréttaritari var í liðsstjórn heimaliðsins.

Ekki stór heimur.
23. mín MARK!
Jan Repas (Domzale)
Stoðsending: Jure Balkovec
Fyrsta alvöru sóknin og það er mark.

Balkovec kemst á bakvið Arnar og sendir inní þar sem minnsti maður vallarins stakk sér fram á nærstöng og skallaði óverjandi fyrir Anton í markið.

Ansi hart fyrir Valsmenn.

20. mín
Firer á skot yfir úr teignum í ágætu færi.

Þetta er stór og sterkur framherji sem er að láta hafa virkilega fyrir sér hér í upphafinu.
18. mín
Eftir bardaga á miðjunni fellur Vetrih við og ákveður bara að grípa boltann. Sleppur við spjald en upp úr aukaspyrnunni fá Valsarar horn sem Domzale ná að hreinsa frá.
16. mín
Fín sending frá Sigurði innfyrir á Kristin Inga sem hittir boltann ekki nægilega vel utarlega í teignum.

Hraði Kristins verður auðsjáanlegt vandamál fyrir gestina!
14. mín
Valsarar fljótir að flytja boltann út á kanta þegar þeir geta og bæði Dion og Sigurður eru áræðnir í þeirri stöðu en hafa ekki alveg náð að gera sér mat úr neinu enn.
11. mín
Fyrsta hápressa Slóvena bjó til vænlega sókn, Matjasic komst framhjá Arnari og átti sendingu á fjær en Eiður komst fyrir skalla Firer og hreinsaði svo frá.
10. mín
Slóvenarnir verjast alveg á fimm mönnum og lágpressa hér í byrjun, félagarnir Repas og Vetrih eru svo snöggir að stinga sér fram þegar færi gefst.
8. mín
Fyrsta skot að marki eiga gestirnir.

Einar missir boltann á miðsvæðinu, hann berst til Firer sem æðir upp völlinn og á lélegt skot beint á Anton.
6. mín
Slóvenar fá fyrsta hornið en Valsarar koma þessum frá.
5. mín
Slóvenar stilla upp í 4-1-4-1

Milic

Sirok - Dobrovoljc - Blazic - Belkovec

Husmani

Bizjak - Repas - Vetrih - Matajasic

Firer
3. mín
Valsarar byrja sterkt hér fyrstu mínúturnar.
2. mín
Valsarar stilla upp í 4-2-3-1

Anton

Arnar - Orri - Eiður - Bjarni

Einar - Haukur

Dion - Guðjón - Sigurður

Kristinn.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað á Valsvelli.

Fyrir leik
Domzale unnu hlutkestið og völdu að sparka í átt að Öskjuhlíð.

Valsarar hefja leik.
Fyrir leik
Slóvenarnir fá sérstakt kúdos frá mér þar sem markvörður þeirra er fyrirliðinn.

Það er alltaf þroskamerki á liði!!!
Fyrir leik
Valsarar eru í sínum hefðbundna lit, Domzale í sínum sem er algulur búningur.
Fyrir leik
Sérstaklega vill ég óska vallarþulnum hjartanlega til hamingju með frammistöðuna í upplestrinum, hér voru margir tungubrjótar en hann fór skítlétt með þetta.

Sérstaklega gott moment með Dobrovoljc.
Fyrir leik
Domzale ættu ekki að lenda í neinum vanda með gervigrasið, þeir eru alvanir því og heimaleikurinn þeirra fer fram á nýlögðu teppi.

Heimamenn stóla á að Valsarar eigi erfitt með aðstæður, reiknað er með 32ja - 34ra stiga hita.
Fyrir leik
Liðin farin til búningsklefa í lokaundirbúninginn.

Það er að tinast í stúkuna en það er enn pláss fyrir rassa til að fela auð sæti. Valsarar þurfa stuðning krakkar...koma nú!
Fyrir leik
Dómarinn kemur frá Noregi, Tore Hansen heitir sá.

Honum til aðstoðar með flöggin eru Jon-Michael Knutsen og Oystein Ytterland. Sá fjórði er Espen Eskås, allt eru þetta samlandar hans.

Eftirlitsdómarinn er írskur, John Ward heitir sá og eftirlitsmaður UEFA er Pólverji, sá heitir Kazimierz Olezek.
Fyrir leik
Einn fyrsti sem ég þekki í stúkunni er Zoran Miljkovic...

Ég hefði sett inn mynd en maðurinn er svoddan gangandi svalheit að maður fær minnimáttarkennd. Sólbrillurnar toppa allt í rigningarskúrinni sem er á Valsvelli núna.
Fyrir leik
Nokkrir aðdáendur Domzale mættir í stúkuna...og henda strax pressu í sína menn.

Einn labbaði niður að hliðarlínunni og gargaði á ensku að það væri eins gott að þeir ynnu þar sem hann hefði hent 300 Evrum á þeirra sigur með stuðulinn 2,8. Alvöru stuðningur hér á ferð!

Fyrir leik
Anton Ari veit hvað þarf í kvöld!

"Það þarf auðvitað margt að ganga upp. Við þurfum að mæta vel gíraðir og spila toppleiki."

Nánar hér:

http://www.fotbolti.net/news/13-07-2017/anton-ari-thad-tharf-margt-ad-ganga-upp
Fyrir leik
Valsmenn freista þess að ná betri úrslitum en KR náðu í dag, þó vissulega þeir eigi enn ágætan möguleika.

Lykillinn sennilega að fá ekki á sig útimark og helst skora eitt.
Fyrir leik
Slóvenska deildin er ekki hafin svo að Valsmenn ættu að hafa leikæfinguna fram yfir mótherja sína.

Slóvensk lið eru hærra "rönkuð" en íslensk eftir betri árangur í Evrópu á liðnum árum. Hæst reis frægð þeirra þegar Maribor komst inn í riðlakeppni meistaradeildarinnar leiktíðina 2014 - 2015 eftir að slá út Celtic í lokaumferð forkeppninnar.

Svo Valsarar eru klárlega "litla liðið" í þessari viðureign!
Fyrir leik
Hvernig sem fer í kvöld verða bæði þessi lið í hattinum þegar dregið verður í næstu umferð.

Drátturinn sá fer fram næstkomandi föstudag og þá verða í hattinum lið sem við þekkjum, s.s. AC Milan, Atletico Bilbao, PSV Eindhoven, Zenit, Marseille, Everton, Fenerbahce og Freiburg.
Fyrir leik
Reikna má með fullskipuðum Valshóp, Eiður Aron ætti að vera orðinn góður eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leiknum gegn Stjörnunni.

Vænta má þess að sjá Patrik Pedersen í stúkunni í dag, hann verður ekki löglegur fyrr en í næsta leik liðsins sem er gegn Víkingum á sunnudag.
Fyrir leik
Domzale var stofnað 1921 en eyddi lengst af ferlinum í neðri deildum júgóslavnesku deildarinnar.

Við stofnun slóvensku deildarinnar eftir uppbrot Júgóslavíu hófu þeir leik í næstefstu deild en unnu sig þaðan upp árið 2003. Frá þeim tíma hafa þeir unnið deildina tvisvar auk bikarsigranna og verið í toppbaráttu.

Bikarsigurinn var fyrsti titill þeirra í sex ár. Liðið hefur ágæta reynslu af Evrópukeppni og hafa gefið út að þeir ætli að gera atlögu að riðlakeppni Evrópudeildarinnar að þessu sinni.
Fyrir leik
Bæði þessi lið unnu sér þátttökurétt í keppninni með því að sigra bikarkeppni sinna landa.

Valsarar unnu ÍBV í úrslitaleik en Domzale lögðu nágranna sína í Olimpia með einu marki gegn engu. Það er annar bikarsigur í sögu slóvenska liðsins.
Fyrir leik
Valsarar eiga enn eftir að fá á sig mark í keppninni en hafa einungis skorað eitt, markatala Domzale er 5-2 hingað til.
Fyrir leik
Valsmenn slógu út Ventspils frá Lettlandi í fyrstu umferð keppninnar en Slóvenarnir slógu út eistneska liðið Flora Tallinn 5-2 samanlagt, unnu báðara viðureignir liðanna.

Svo bæði lið búin að slá út Eystrasaltslið hingað til.
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein lýsing frá leik Vals og Domzale frá Slóveníu í 2. umferð Evrópudeildarinnar. Um er að ræða fyrri leik liðanna.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
1. Dejan Milic (m)
4. Amedej Vetrih
7. Ivan Firer ('86)
8. Mateja Sirok
9. Lovro Bizjak ('55)
10. Jan Repas
11. Jure Matjasic ('68)
25. Miha Blazic
27. Gaber Dobrovoljc
29. Jure Balkovec
90. Zeni Husmani

Varamenn:
22. Ajdin Mulali (m)
5. Luka Volaric
6. Tilen Klemencic ('86)
13. Zan Zuzek
17. Senijad Ibricic ('55)
23. Luka Zinko
31. Alen Ozbolt ('68)

Liðsstjórn:
Simon Rozman (Þ)

Gul spjöld:
Jure Matjasic ('38)
Ivan Firer ('66)
Jan Repas ('83)

Rauð spjöld: