Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Víkingur Ó.
1
0
ÍA
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '16 1-0
Patryk Stefanski '43
17.07.2017  -  18:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: vel skýjað. létt rigning og smá gola
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Tomasz Luba
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
10. Kwame Quee ('90)
13. Emir Dokara
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('90)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('49)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
4. Egill Jónsson ('90)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('49)
18. Leó Örn Þrastarson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
22. Vignir Snær Stefánsson ('90)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('45)
Emir Dokara ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+6

Mjög sterkur sigur hjá Víkingum
90. mín
+5

Aftur brýtur Pape klaufalega af sér á hættulegum stað. Hraunar yfir Tryggva fyrir "dýfu"
Klárt brot í minni bók
90. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
+4

Sagði það síðast þegar þessi drengur kom inn. Segi það aftur

Fallegasti maður deildarinnar að koma inná
90. mín
+4

Brot á miðlínunni. Klaufalegt hjá Pape
90. mín
+2

HÆTTA VIÐ MARK VÍKINGA EN EMIR NÆR AÐ HREINSA Á SÍÐUSTU STUNDU
90. mín
FIMM MÍNÚTUM BÆTT VIÐ! Spennandi lokamínútur
90. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
Stór maður inn fyrir Albert sem var minnsti maður vallarins
90. mín
Inn:Egill Jónsson (Víkingur Ó.) Út:Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Önnur skipting hjá heimamönnum
88. mín
Bæði lið eru að undirbúa skiptingu. Annað liðið undirbýr varnarsinnaða og hitt sóknarsinnaða. Leyfi ykkur að giska á hvor er hvað
85. mín
Guðmundur Steinn er algjörlega búinn á því þarna fremst. Hann er látinn elta alla lausa bolta
82. mín
Mikill hraði í leiknum núna. Ég finn það á mér að það liggur mark í loftinu. Hvort sem það verða Skagamenn sem ná loksins að brjóta ísinn eða Víkingar með hraða sókn veit ég ekki. Gæti farið báða vegu
79. mín
Skiptingin að koma með Garðar inn hefur hleypt lífi í sóknarleik Skagamanna. Þeir eru að sækja stíft núna síðustu mínútur. Víkingar eru of passívir. Liggja of aftarlega
76. mín
ÞÞÞ með hornið sem Garðar vinnur í loftinu. Kenan kom boltanum frá en beint á ÞÞÞ aftur sem tók bara skotið. Þéttingsfast. Cristian varði vel
75. mín
Hvað var Nacho að gera!!!

Léleg fyrirgjöf frá Steinari rataði á engann. Nacho ætlaði að senda niðri á Cristian í fyrsta og var nálægt því að setja boltann í eigið net
73. mín
Alexis Egea með stórskemmtilega tilraun. Ekki var hún góð en gaman að sjá að hann hafi haldið að hann gæti skorað úr þessu. Volley af 30+ metra færi langt framhjá markinu
70. mín
Glæsileg vinnsla hjá Guðmundi Stein. Vann boltann af Gylfa Veigari á miðjum vellinum og keyrði upp völlinn. Komst ekki framhjá Arnóri Snæ og missti boltann áður en hann náði skoti á markið
69. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
Allt lagt í sölurnar þessar síðustu mínútur
68. mín
Ingvar Þór Kale liggur eftir í miðjum vítateignum
65. mín
Nacho búinn að vera dæmdur brotlegur þrisvar núna í síðari hálfleik
61. mín
Alfreð Már með fallegan fljótandi bolta fyrir markið þar sem Guðmundur Steinn er einn á auðum sjó. Skallar hann í stöngina og fylgir svo eftir í autt markið en það var löngu búið að flagga rangstöðu
58. mín
Afskaplega lítið að gerast. Víkingar sækja á mjög fáum mönnum til þess að freista þess að halda hreinu. Skagamenn þora ekki að sækja á of mörgum mönnum einum færri
53. mín
Það eru komin 10 brot á fyrstu 8 mínútunum
49. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Þorsteinn haltrar af velli. Ekki gott fyrir Ólsara
48. mín
Þorsteinn Már liggur eftir á miðjum vellinum. skipting í vændum? heldur um nárann
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Skipting í hálfleik hjá Skagamönnum
45. mín
Hálfleikur
Mjög mikill hiti í þessum leik. Nóg af sjöldum og eitt mark
45. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
+3

Þorsteinn er brjálaður út í Þórodd!!

Þorsteinn var eltingaleik við Hall Flosa. Þorsteinn náði að sparka boltanum framfyrir Hall sem tók hann niður sem aftasti varnarmaður. Þóroddur mat það svo að ekki hafi verið brot og Þorsteinn gjörsamlega trylltist
45. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
+2

Fyrsta spjald heimamanna. Beint fyrir framan varamannabekk Skagamanna. Þeir trylltust allir saman
43. mín Rautt spjald: Patryk Stefanski (ÍA)
LJÓTT BROT!!
HVAÐ PATRYK VAR AÐ HUGSA VEIT ÉG HREINLEGA EKKI!

50/50 bolti meðfram jörðinni sem Cristian renndi sér út og greip. Patryk hins vegar fylgdi á fullri ferð og fór með sólann beint í andlitið á Spánverjanum! Glórulaust hjá Patryk
41. mín Gult spjald: Patryk Stefanski (ÍA)
Braut á Kwame. Víkingar voru að sækja hratt upp og Patryk kippti honum niður. Stuðningsmenn Víkings brjálaðir út í Arnór Snæ sem negldi boltanum í Kenan
38. mín
Ingvar Þór Kale nálægt því að gera stór mistök!!

Þorsteinn pressaði langa sendingu hátt. Ingvar ætlaði að negla fram og negldi beint í Þorstein. Boltinn rétt framhjá markinu
35. mín
Svipað mikill hiti í stúkunni. Skagamenn og Ólsarar ekki þekktir fyrir að vera miklir mátar oft á tíðum
32. mín
Víkingar virka svolítið stressaðir á boltanum núna. Pressa hátt og negla svo boltanum í burtu þegar þeir fá hann í lappir
30. mín
Enn ein hornspyrna Skagamanna. Boltinn hár á fjær og datt fyrir Arnar Már sem á skot sem Cristian ver úr stuttu færi
27. mín
Mikill hiti í þessum leik. Menn láta vel finna fyrir sér
24. mín
Tryggvi með sannkallaðan Hammer fyrir utan teiginn. Cristian gerði vel til að slá boltann yfir markið
22. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
Hár sóli á Kenan. Kenan fann vel fyrir þessu
19. mín
Skagamenn sækja vel en... EN ná þeir ekki skoti á markið
16. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Emir Dokara
ÞAÐ ÞURFTI BARA AÐ BIÐJA UM EITTHVAÐ TIL AÐ GERAST!

Aukaspyrna við miðjan vallarhelming skagamanna eftir brot á Steina. Falleg sending hjá Emir og magnað mark hjá Steina. Teygði sig vel í boltann. Kláraði þetta færi jafn vel og púttið sitt á 1. holu Fróðárvallarins
14. mín
Loksins eitthvað skrifanlegt að gerast í þessum leik!

Steinar flikkaði boltanum í teignum. Tryggvi með flikk úr mjög erfiðari stöðu. Boltinn datt ofaná slánna
12. mín
Afskaplega lítið að gerast. Byrjar ekki skemmtilega
6. mín
Leikurinn byrjar heldur rólega. Skagamenn meira með boltann og sækja mikið. Ekki náð að skapa sér neitt hingað til, en hafa fengið tvær hornspyrnur
3. mín
Uppstilling ÍA
Ingvar
Hallur-Arnór S-Óli Valur-Rashid
Patryk-Albert-Arnar Már-ÞÞÞ
Tryggvi-Steinar
2. mín
Uppstilling Víkings
Cristian
Nacho-Alexis-Luba
Alfreð-Gulli-Kenan-Emir
Kwame
Þorsteinn-Guðmundur Steinn
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann og sækja í átt að Gilinu í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Undirritaður spilaði stórskemmtilegt Texas Scramble mót á Fróðárgolfvellinum með Guðmundi Steini.

Það er ekki frásögufærandi nema það að við Steini vorum 4-1 yfir þegar þrjár holur voru eftir og enduðum á því að tapa 5-4 eftir bráðabana. Það fer ekki á milli mála að Steini er alfarið ástæða þess að við töpuðum þessum leik. Vonandi klárar hann allan sinn leik með 100% krafti en ekki bara hálfann leik líkt í golfinu.
Fyrir leik
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn spáir í leikina að þessu sinni.

Víkingur Ó. 0 - 1 ÍA (18:00 á mánudag)
Garðar Gunnlaugs mætir með vel saumaðann pung og hendir í sigurmark á 88 mín.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Í fyrra vann Víkingur 3-0 þegar liðin mættust í Ólafsvík en ÍA vann með sömu markatölu þegar liðin áttust við á Akranesi.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Víkingur Ólafsvík lagði FH 2-0 í síðasta leik sínum í deildinni á meðan ÍA gerði 1-1 jafntefli við Víking R. á heimavelli.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings Ólafsvíkur og ÍA í 11. umferð Pepsi-deildarinnar. Um er að ræða rosalegan Vesturlandsslag en bæði lið þurfa nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni.

ÍA er með níu stig í ellefta sæti fyrir leikinn í kvöld en Víkingur er með tíu stig í tíunda sætinu.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Hallur Flosason ('69)
8. Albert Hafsteinsson ('90)
10. Steinar Þorsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('90)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('46)
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('69)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('22)
Patryk Stefanski ('41)

Rauð spjöld:
Patryk Stefanski ('43)