Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur Götu
0
2
FH
Adeshina Lawal '78
0-1 Steven Lennon '78 , víti
0-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson '90
18.07.2017  -  18:00
Tórsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Ville Nevalainen (Finnlandi)
Byrjunarlið:
1. Elias Rasmussen (m)
3. Hanus Jacobsen
4. Atli Gregersen
7. Fródi Benjaminsen
9. Filip Djordjevic ('87)
10. Sølvi Vatnhamar
13. Erling Jacobsen
16. Hans Jørgen Djurhuus ('27)
19. Vasile Anghel
24. Gunnar Vatnhamar
30. Adeshina Lawal

Varamenn:
25. Barður Á Reynatrøð (m)
2. Andreas Olsen ('27)
8. Hedin Hansen
11. Hans Pauli Samuelsen
15. Jákup Olsen
20. Hans Jákup Lervig ('87)
22. Ási Dalheim Rasmussen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Vasile Anghel ('88)

Rauð spjöld:
Adeshina Lawal ('78)
Leik lokið!
Dagur Lárusson
90. mín MARK!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
MAAAARK!!!! Frábært spil hjá FH-ingum sem að endar með því að Atli Guðna sendir frábæra sendingu inná teig á Þórarinn Inga sem að skilar boltanum í netið. Núna ætti þetta að vera komið hjá Íslandsmeisturunum
Dagur Lárusson
88. mín Gult spjald: Vasile Anghel (Víkingur Götu)
Dagur Lárusson
87. mín
Inn:Hans Jákup Lervig (Víkingur Götu) Út:Filip Djordjevic (Víkingur Götu)
Dagur Lárusson
87. mín
FH-ingar eru áfram eins og staðan er núna og því er það Vikingur sem þarf að sækja síðustu mínúturnar
Dagur Lárusson
78. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
FH-ingar fengu vítaspyrnu eftir mikinn darraðardans í teignum þar sem að leikmaður Viking togaði í treyju Flóka sem að féll í teignum. Lennon steig á punktinn og skoraði.
Dagur Lárusson
78. mín Rautt spjald: Adeshina Lawal (Víkingur Götu)
Dagur Lárusson
72. mín
FH eru líklegri þessa stundina en Vikingur eru hættilegir í skyndisóknum og hafa verið líklegir nokkrum sinnum.
Dagur Lárusson
68. mín
Nú rétt í þessu átti Steven Lennon skot úr aukaspyrnu rétt yfir.
Dagur Lárusson
60. mín
FH eru með öll völdin á vellinum, að mínu mati er það aðeins tímaspursmál hvenær þeir munu skora.
Dagur Lárusson
54. mín
Þarna átti Bergsveinn að skora!! Atli Guðna kom með frábæran bolta inná teig á óvaldaðann Bergsvein sem að skallaði boltann yfir markið.
Dagur Lárusson
51. mín
Nú rétt í þessu átti Steven Lennon dauðafæri sem að varnarmenn Vikings björguðu á ögurstundu. FH að spila vel.
Dagur Lárusson
47. mín
Skulum ekki gleyma því að FH-ingar þurfa mark þannig við megum búast við ennþá meiri sóknarleik frá þeim í seinni hálfleik.
Dagur Lárusson
46. mín
Hálfleikur
Það er markalaust í hálfleik í Færeyjum.

Þessi fyrri hálfleikur hefur verið eign FH. Hafnfirðingar hafa verið í sókn allan fyrri hálfleikinn, en Færeyingarnir eru að verjast vel.

Gleymum því ekki að FH þarf aðeins að skora eitt mark, svo lengi sem þeir halda hreinu.

Spennandi seinni hálfleikur framundan!
45. mín
Leikurinn farinn af stað á ný
Dagur Lárusson
45. mín

45. mín
Skot Steven Lennon rétt yfir!
45. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Verður eitthvað úr þessu?
40. mín
Þess má til gamans geta að Atli Gregersen, fyrirliði Víkings, hefur líkt Kristjáni Flóka við Andy Carroll, framherja West Ham. Flóki er því vel dekkaður í kvöld.
39. mín
Frábær skipting frá Pétri yfir á Atla. Atli sendir hann fyrir, finnur hausinn á Kristjáni Flóka, en skalli hans er fram hjá.

Það vantar aðeins hjá FH-ingum að koma boltanum á markið.
38. mín
FH-ingar taka hornspyrnu stutt. Boltinn rennur til Böðvars sem er fyrir utan teig, hann reynir skot, en það er vel fram hjá markinu.
36. mín
Lennon skýtur beint í vegginn, fær boltann aftur, reynir fyrirgjöf, en Færeyingarnir bægja hættunni frá. Færeyingarnir eru að verjast býsna vel.
36. mín
Hér tekur Steven Lennon aukaspyrnu...
36. mín
FH-ingar eru að halda boltanum vel, það vantar bara að skapa hættulegri færi.
34. mín
Víkingar skapa hættu, en skot Vasile fer yfir markið.
32. mín
Stuð í Þórshöfn! Færeyingarnir syngja og tralla.
29. mín
Þórarinn með fína tilraun fyrir utan teig. Skotið fram hjá.

Þórarinn Ingi er að ógna langmest hjá FH.
27. mín
Inn:Andreas Olsen (Víkingur Götu) Út:Hans Jørgen Djurhuus (Víkingur Götu)
Meiðsli að stríða Hans.
26. mín
Atli Guðnason reynir skot á lofti fyrir utan teig, það fer hátt yfir.
24. mín
Það liggur mark í loftinu hjá FH.
23. mín
Þórarinn Ingi aftur að koma sér í færi. Fyrirgjöf frá vinstri og hann nær fínum skalla, en markvörður Víkings mættur og tekur þetta.
18. mín
ÞÓRARINN INGI! ÞARNA MUNAÐI LITLU! Bolti fyrir markið og alla leið á Þórarin Inga sem lúrir á fjærstönginni. Skot hans fer þó yfir markið. FH-ingar ekki langt frá því að komast yfir.
16. mín
FH stjórnar ferðinni.
13. mín
Hættulegasta færi leiksins! Atli Guðnason á flotta sendingu fyrir, boltinn virðist ætla að fara aftur fyrir endamörk, en Kristkán Flóki heldur honum inn á. Varnarmaður Víkings kemur þessu þó í burtu, þarna vantaði bara FH-ing!
7. mín
Víkingarnir liggja mjög aftarlega þegar FH er með boltann. Allir leikmenn færeyska liðsins eru á sínum vallarhelmingi þegar Kassim og Pétur senda hann á milli.
6. mín
Vasile Anghel reynir sendingu fyrir en Kassim Doumbia skallar frá.

Þessi leikur fer rólega af stað.
4. mín

1. mín
Leikur hafinn
FH-ingar taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Færeyingarnir eru strax byrjaðir að tromma. Það er fjör á pöllunum.
Fyrir leik
Leikið er á heimavelli færeyska landsliðsins. Hann tekur 6000 í sæti.

Það er þétt setið í kvöld og það má búast við mikill stemningu.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn. Meistaradeildarlagið fræga heyrist, þetta fer að bresta á.
Fyrir leik
Það er leikið á gervigrasi í Þórshöfn í kvöld. Eðall!
Fyrir leik

Fyrir leik
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Víkingur Götu gerir einnig eina breytingu á sínu liði. Filip Djordjevic, serbneskur strákur, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Gert Åge Hansen.
Fyrir leik
Frá fyrri leiknum gerir FH eina breytingu. Halldór Orri Björnsson er tekinn út úr byrjunarliðinu og inn í hans stað kemur reynsluboltinn Atli Guðnason.
Fyrir leik
Byrjunarlið Vikings Götu:
1. Elias Rasmussen (m)
3. Hanus Jacobsen
4. Atli Gregersen
7. Fródi Benjaminsen
9. Filip Djordjevic
10. Sølvi Vatnhamar
13. Erling Jacobsen
16. Hans Jørgen Djurhuus
19. Vasile Anghel
24. Gunnar Vatnhamar
30. Adeshina Lawal
Fyrir leik
Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
9. Þórarinn Ingi Valdimarsson
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.
Fyrir leik
Dómarinn í kvöld heitir Ville Nevalainen, en hann kemur frá Finnlandi.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir fyrri leikinn:

Ef við spilum vel á þriðjudaginn eins og við gerðum í kvöld, þá myndi ég segja það jú," sagði Heimir um möguleikana á því að komast áfram.

Sjáðu viðtalið í heild sinni!
Fyrir leik
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH:

Mér fannst við vera sterkara liðið í fyrri leiknum en úrslitin voru ekki í samræmi við það. Ef við náum upp tempói og hraða í spilið hjá okkur og náum að opna þá, þá eru mjög góðir möguleikar á að fara áfram.

Lestu viðtalið í heild sinni
Fyrir leik

Fyrir leik

Ef það eru einhverjar Íslendingar í Færeyjum á leiknum. Endilega látið vita af ykkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet.
Fyrir leik
Adeshina Abayomi Lawal er leikmaður sem FH þarf að vara sig á. Hann er markahæsti leikmaður Víking, en hann skoraði markið á Kaplakrikavelli.

Hann kemur frá Nígeríu en hann hefur spilað í Færeyjum frá árinu 2013.
Fyrir leik
Einn Færeyingur spilar með FH, en það er landsliðsmarkvörður þjóðarinnar, Gunnar Nielsen.
Fyrir leik
Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir mætir Maribor frá Slóveníu eða HSK Zrinjski frá Bosníu og Hersegóvínu í 3. umferð Meistaradeildarinnar en dregið var í síðustu viku.

Maribor varð slóvenskur meistari með yfirburðum á síðasta tímabili á meðan Zrinjski vann deildina í Bosníu og Hersegóvínu með einu stigi.

Fyrri leikirnir í 3. umferð Meistaradeildarinnar fara fram 25 og 26. júlí en þeir síðari viku síðar.

Sigurvegararnir þar fara í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin í 3. umferðinni fara yfir í 4. umferð í Evrópudeildinni.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld hefst á slaginu 18:00, en FH verður að skora, að minnsta kosti eitt mark til þess að fara áfram í næstu umferð.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram í Færeyjum, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

FH komst 1-0 yfir með marki frá Emil Pálssyni, en Færeyingarnir náðu að jafna úr vítaspyrnu.

FH-ingarnir voru sterkari aðilinn í leiknum, en það er ekki það sem skiptir öllu máli. Þú verður líka að koma boltanum í netið og Víkingi tókst að gera það í Kaplakrika!
Fyrir leik
Í kvöld munum við fylgjast með seinni leik Íslandsmeistara FH og færeyska liðsins Víkings Götu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford
17. Atli Viðar Björnsson
22. Halldór Orri Björnsson
28. Teitur Magnússon
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: