Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland
1
2
Sviss
Fanndís Friðriksdóttir '33 1-0
1-1 Lara Dickenmann '43
1-2 Ramona Bachmann '52
22.07.2017  -  16:00
Tjarnarhæðin
EM kvenna 2017
Aðstæður: Alltaf gaman þegar sólin skín
Dómari: Anastasia Pustovoitova (Rús)
Áhorfendur: 5647
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('83)
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('88)
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('66)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('83)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('88)
17. Agla María Albertsdóttir ('66)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessum langa uppbótartíma lokið. 0 stig eftir tvo leiki.

Ísland á enn smá möguleika á að komast áfram úr riðlinum en hann er lítill. Ef Frakkland og Austurríki gera jafntefli á eftir, eða Austurríki vinnur, er Ísland formlega úr leik á EM.

Íslenska liðið lék ekki nægilega vel í dag og skapaði sér ekki nægilega mörg tækifæri. Varnarlega brást liðið á mikilvægum augnablikum og spilið stóran hluta var ekki nægilega gott. Það var góður kafli í lokin en leikurinn of sveiflukenndur hjá okkar liði.

Dómarinn var HÖRMULEGUR en staðreyndin er líka sú að stelpurnar okkar geta miklu betur en þær sýndu í dag.
101. mín
Sif með svakalega tæklingu og kemur í veg fyrir dauðafæri hjá Sviss úr skyndisókn. Sif hefur verið rosaleg hérna í lok leiksins. Það eru bara einhverjar sekúndur eftir.
100. mín
Inn:Rachel Rinast (Sviss) Út:Ramona Bachmann (Sviss)
Sviss að éta upp klukkuna með því að gera skiptingu. Það er óhugnalega lítið eftir...
99. mín
Döpur hornspyrna og Sviss fær skyndisókn. Aigbogun fékk dauðafæri en Guðbjörg kom út á hárréttum tíma og náði að handsama boltann af tánum á henni. Vel gert.
98. mín
Ísland að fá þriðju hornspyrnuna í röð. Það er þung pressa á Sviss núna. VÁ SPENNAN SEM ER Í GANGI!
98. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!!!!! VÁÁÁ!!! Sara Björk var að stýra knettinum á markið en Tahlmann náði á ótrúlegan hátt að verja.
97. mín
Agla María Albertsdóttir vinnur hornspyrnu.
96. mín
Ramona Bachmann með snilldartilþrif og skýtur í þverslána. Stelpurnar okkar heppnar að Sviss gerði ekki út um leikinn þarna.
94. mín
Fanndís með hornspyrnu sem Thalmann grípur af miklu öryggi.
92. mín
Anastasia Pustovoitova dómari heldur áfram að fara algjörlega á kostum. Hún hefur dæmt þennan leik alveg ótrúlega illa!

Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því hversu léleg hún hefur verið með flautuna! Enda eru netheimar logandi.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 11 mínútur!
88. mín
Inn:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland) Út:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
In Harpa we trust!
88. mín
Endalausar tafir í þessum seinni hálfleik. Fróðlegt að sjá hver uppbótartíminn verður.
85. mín
Dickenmann sem er á gulu spjaldi brýtur af sér. Fær ekki gult spjald. Áhorfendur baula. Hún fór ansi harkalega í Hólmfríði, samkvæmt mínum bókum á þetta ekki að vera neitt annað en gult spjald.

Það er nóg af lélegum dómurum á þessu móti.
83. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Reynslan kemur inn.
82. mín
Þrátt fyrir að íslenska liðið eigi í miklu basli með að skapa sér færi halda áhorfendur áfram á fullri ferð. Víkingaklapp í gangi. Svissnesku fjölmiðlamennirnir allir með símann á lofti.
77. mín
Inn:Fabienne Humm (Sviss) Út:Vanessa Bürki (Sviss)
76. mín
Fanndís með frábæran sprett, fer framhjá hverjum Svisslendingnum á fætur öðrum og lætur svo vaða. Þokkalega fyrir utan teig. Skotið framhjá.
72. mín
DÓMARI!!! Dagný skallar boltann í hendina á Crnogorcevic innan teigs! Dómarinn dæmdi ekkert! Þarna átti íslenska liðið að fá víti.

Dómgæslan á þessu móti... guð minn góður.
68. mín
Agla María fellur rétt fyrir utan teiginn en rússneski dómarinn dæmir ekkert!!!
67. mín
Leikurinn er farinn af stað að nýju.
66. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland)
Vonandi mun stelpan unga hleypa meira lífi í sóknarleik okkar.
66. mín
Jæja markvörðurinn er staðinn upp. Búið að vefja höfuðið á henni svo hún er eins og múmía í markinu. Hún heldur leik áfram. 7-8 mínútna tafir á leiknum út af þessu atviki.
63. mín
Langt stopp á leiknum. Það er verið að sauma markvörðinn. Varamarkvörðurinn er að hita upp en það er ljóst að þjálfari Sviss treystir henni alls ekki mjög mikið...
58. mín
Markvörður Sviss er blóðug í framan og þarf aðhlynningu.

Árekstur eftir fyrirgjöf sem Hallbera Guðný átti. Gunnhildur Yrsa lenti í árekstrinum við Thalmann. Óvíst hvort hún geti haldið leik áfram.
57. mín
Inn:Eseosa Aigbogun (Sviss) Út:Martina Moser (Sviss)
55. mín
Sara Björk þarf aðhlynningu eftir að hún féll við vítateigsendann. Það var sparkað í hnéð á henni. Íslenska liðið kallaði eftir broti en ekkert var dæmt.
52. mín MARK!
Ramona Bachmann (Sviss)
Blót.

Ísland náði ekki að hreinsa boltann frá og Sviss spilar vel á þröngu svæði fyrir utan teiginn. Sending á vinstri vænginn.

Fyrirgjöf frá vinstri sem Bachmann skallar inn af stuttu færi. Léleg vörn hjá íslenska liðinu, döpur dekkning í teignum.
51. mín
Aukaspyrna og sending inn í teig Íslands. Sviss vill fá víti. Gunnhildur Yrsa var þarna í baráttunni og leikmaður Sviss féll. Ekkert dæmt.
50. mín
Tilviljanakennd sókn Sviss endar með skoti frá Crnogorcevic fyrir utan teig en hún nær ekki nægilega góðu skoti. Gugga gerir vel í markinu og ver af miklu öryggi.
47. mín
Gunnhildur Yrsa með fyrirgjöf frá vinstri. Dagný í erfiðu færi en nær að skalla boltann. Náði ekki að stýra boltanum. Laus skalli framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Engar breytingar í hálfleiknum hjá stelpunum okkar en Agla María Albertsdóttir er að hita upp. Freysi og Ási skoða möppu á hliðarlínunni.
45. mín
Tölfræði UEFA í hálfleik:
Skot á mark: 1-1
Skot framhjá/yfir: 2-1
Hornspyrnur: 0-2
Rangstöður: 1-3
Sendum kveðjur heim til Íslands! Reynið að finna #Friðgeirsvaktin á myndinni.
45. mín
Hálfleikur
Súrsætur fyrri hálfleikur að baki.

En gleymum því ekki að jafntefli yrðu alls ekki ömurleg úrslit. Við megum bara ekki tapa þessu.
44. mín Gult spjald: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Fyrir brot.
43. mín MARK!
Lara Dickenmann (Sviss)
Stoðsending: Ramona Bachmann
Helvítis... boltanum vippað á Bachmann sem var í baráttu við Sif, náði að senda boltann út á Dickenmann sem var í dauðafæri og nýtti það.

Guðbjörg var í skotinu en það fór inn.

Hefði alveg þegið það að Dickenmann hefði fengið rautt spjald í byrjun leiks!
42. mín
Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Sviss sem Fanndís tók. Gunnhildur Yrsa náði skalla en yfir markið.
39. mín
Eftir 405 mínútna markaþurrð íslenska landsliðsins kom markið langþráða! Nú er bara að halda áfram og klára þennan leik með þremur stigum!
33. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
SVAKALEGA FALLEGT MARK!!!

Katrín vann boltann, Dagný átti síðan SNILLDARSENDINGU á Fanndísi sem átti samt eftir að gera helling.

Fanndís nýtti hraðann, hljóp af sér varnarmann og komst inn í teiginn. Átti svo hnitmiðað skot í fjærhornið!

Algjör snilld!
31. mín
Katrín Ásbjörnsdóttir vann boltann en átti erfiða sendingu á Fanndísi. Fanndís reyndi svo fyrirgjöf sem Thalmann náði að handsama af öryggi.
30. mín
Okkar stelpur þurfa að fara að ná upp betra spili á miðsvæðinu. Það hefur vantað sárlega hér fyrsta hálftímann.
28. mín
Sara Björk var heppin að fá ekki gult spjald áðan fyrir að reyna að hindra hraða sókn svissneska liðsins.
27. mín
Hættuleg sókn hjá Sviss. Maritz með skot en hittir ekki á rammann. Erfitt færi og þröngt.
24. mín
Úfff... Vanessa Burki virtist vera að komast í hörkufæri en sem betur fer var búið að flagga rangstöðu.
23. mín
Glódís Perla með langa og háa sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu. Thalmann í marki Sviss ekki í neinum vandræðum með að handsama knöttinn.
20. mín
Boltinn af Fanndísi og í horn. Ekkert kom út hornspyrnunni nema hættuspark sem var dæmt á svissneska liðið.
18. mín
Sviss í sókn en aðstoðardómarinn búinn að flagga rangstöðu.

Íslenska liðið er farið að ná upp aðeins betra spili en í byrjun leiks. Glódís Perla með eina rándýra skiptingu frá hægri til vinstri í þessum skrifuðu orðum..

Fátt um færi þó hingað til í leiknum.
13. mín
Fyrsta Víkingaklapp leiksins skráist hér til bókar á 13. mínútu. Það er mikill kraftur í því.
12. mín
Ísland fær aukaspyrnu við hliðarlínuna, fyrirgjafarmöguleiki. Hallbera með sendinguna inn í teiginn en Dagný Brynjars skallar yfir markið.
7. mín Gult spjald: Lara Dickenmann (Sviss)
Íslenska liðið ekki að ná að tengja margar sendingar hér í upphafi.

Dagný vinnur hér aukaspyrnu á miðjum vellinum. Dickenmann allt of sein og keyrir í hana af fullum krafti í síðuna með takkana á undan.

Þarna hefði liturinn vel getað verið rauður!!!

4. mín
"Ef þú ert Íslendingur gefðu klapp" syngja stuðningsmenn Íslands. Svakalegur stuðningur hér á Tjarnarhæðinni.

Glódís Perla með misheppnaða hreinsun á Svisslending en Dagný kom og reddaði þessu.
2. mín
Sif með langt innkast og boltinn skoppar aðeins um í teig Sviss áður en dómarinn flautar til merkis um rangstöðu.
1. mín
Leikur hafinn
Það var Sviss sem byrjaði með boltann en Sviss sækir í átt að marki Íslands.
Fyrir leik
Ofboðslega var vel tekið undir í fjölmiðlastúkunni þegar lofsöngurinn okkar var leikinn. Vonandi hafið þið líka tekið undir, sama hvar í heiminum þið eruð!

Fyrir leik
Stelpurnar hafa lokið upphitun og eru farnar inn. Það eru nokkrar mínútur í þjóðsöngvana og allt stuðið sem þeim fylgir.
Fyrir leik
Íslenskir áhorfendur í gríðarlega miklum meirihluta hérna í stúkunni. Og þeir eru byrjaðir að láta í sér heyra. Það er spenna í lofti hér á Tjarnarhæðinni.

Íslenska landsliðið á reyndar ekki góðar minningar frá þessum velli. Hér töpuðu þær illa 4-0 gegn Hollandi í vináttuleik í apríl. Vonandi verður hægt að líta til baka á þann leik í framtíðinni og segja "Hér lærðum við mest!".
Fyrir leik
Jæja! Það er komið að því að fá menn í fréttamannastúkunni til að spá í spilin!

Guðmundur Marinó Ingvarsson, SportTv: Nú er ég bjartsýnn! Sólin skín og það er ekki annað hægt. 2-0 fyrir Íslandi.

Tómas Þór Þórðarson, 365: Ég spái 2-0 Ísland. Dagný Brynjars og Sara Björk.

Böddi The Great, 365: Vörnin verður í toppmálum í dag. 1-0 sigur Íslands!

Sindri Sverrisson, Mbl: 1-0 Ísland.

Bjarni Helgason, 433: 2-0 Ísland.
Við minnum á alla okkar samskiptamiðla, Snapchat, Instagram og allan pakkann. Svo væri nú gaman að fá ykkur lesendur með í umræðu um leikinn á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet en valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Jæja þá er maður mættur í fréttamannastúkuna á leikvanginum. Sólin skín, Mikill hiti og mikið gaman. Ási Haralds er búinn að raða upp keilum og nú fara stelpurnar að mæta í upphitun.

Klukkutími í leik!
Fyrir leik
Katrín spilar með Stjörnunni og er komin með 10 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og verður spennandi að sjá hvort hún finni leiðina í markið í dag.

Af byrjunarliði Sviss er það að frétta að liðið er án beggja miðvarða sinna. Rahel Kiwic, sem fékk rautt spjald gegn Austurríki, er í banni og fyrirliðinn Caroline Abbe er meidd og er ekki leikfær.
Fyrir leik
Katrín Ásbjörnsdóttir er í byrjunarliði Íslands.
Fyrir leik
Rússneskur dómari í dag. Anastasia Pustovoitova mun sjá um að flauta. Ekaterina Kurochkina frá Rússlandi og Svetlana Bilic frá Serbíu eru aðstoðardómarar.

Það hefur verið mikill hiti í Doetinchem í dag, hann hefur farið alveg upp í 30 stig. Margir Íslendingar sem hafa verið að krækja í brunasár í dag.
Fyrir leik
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir og Agla María Al­berts­dótt­ir eru á hættusvæði eftir að hafa fengið gult gegn Frakklandi. Ef þær fá gult í dag verða þær í banni gegn Austurríki á miðvikudag.
Fyrir leik
Leikurinn í dag fer fram á Tjarnarhæðinni í Doetinchem.

Tjarnarhæðin heitir á máli heimamanna De Vijverberg og er heimavöllur De Graafschap sem leikur í hollensku B-deildinni. Arnar Þór Viðarsson lék með liðinu tímabilið 2007/08.

Leikvangurinn opnaðui 4. september 1954 en hefur nokkrum sinnum verið endurnýjaður síðan.
Fyrir leik
Fréttamaðurinn Kolbeinn Tumi Daðason man vel eftir því þegar Sviss kom í heimsókn til Íslands fyrir nokkrum árum.
Fyrir leik
Glódís Perla, varnarmaður Íslands, um leikinn gegn Sviss.
Fyrir leik
Ísland og Sviss hafa þrívegis mæst á undanförnum árum og er sagan svo sannarlega ekki með íslenska liðinu.

Sviss hefur unnið alla þrjá leikina, þann fyrsta í lok september árið 2013 2-0. Í þeim leik skoruðu þær Ramona Bachmann og Lara Dickenmann mörk Sviss. Þær báðar eru enn í lykilhlutverkum í liði Sviss í dag.

8. maí 2014 í sömu keppni, undankeppni Heimsmeistaramótsins vann Sviss síðan öruggan 3-0 sigur á heimavelli. Þar skoruðu mörkin þær Vanessa Bernauer, Vanessa Bürki og Lara Dickenmann. Þær tvær fyrr nefndu byrjuðu báðar á bekknum gegn Austurríki á þriðjudaginn.

Þriðja og síðasta innbyrðisleik þjóðanna lauk síðan með 0-2 tapi á Algarve mótinu í mars mánuði árið 2015. Bæði mörk Sviss í leiknum skoraði Lara Dickenmann.

Samtals 7-0 Sviss í vil!
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag!

Hér erum við að fara að fylgjast með öllu því helsta sem gerist í stórleik Íslands og Sviss á EM kvenna.

Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og eru þyrst í sigur. Gleymum því samt ekki að jafntefli eru ekkert slæm úrslit fyrir okkar stelpur. Þá er allt galopið fyrir leikinn gegn Austurríki í lokaumferð riðilsins.
Byrjunarlið:
1. Gaëlle Thalmann (m)
2. Jana Brunner
5. Noelle Maritz
7. Martina Moser ('57)
8. Cinizia Zehnder
9. Ana-Maria Crnogorcevic
10. Ramona Bachmann ('100)
11. Lara Dickenmann
13. Lia Wälti
22. Vanessa Bernauer
23. Vanessa Bürki ('77)

Varamenn:
12. Stenia Michel (m)
21. Seraina Friedli (m)
3. Meriame Terchoun
4. Rachel Rinast ('100)
6. Geraldine Reuteler
15. Caroline Abbé
16. Fabienne Humm ('77)
18. Viola Calligaris
19. Eseosa Aigbogun ('57)
20. Sandrine Mauron

Liðsstjórn:
Martina Voss-Tecklenburg (Þ)

Gul spjöld:
Lara Dickenmann ('7)

Rauð spjöld: