Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Selfoss
2
3
Þór
James Mack '43 1-0
1-1 Stipe Barac '54
Svavar Berg Jóhannsson '73 2-1
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson '78
2-3 Jóhann Helgi Hannesson '92
22.07.2017  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn er glæsilegur.
Dómari: Martin Coy
Maður leiksins: Orri Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson ('89)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('82)
15. Elvar Ingi Vignisson
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('89)
19. Unnar Magnússon
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('35)
Elvar Ingi Vignisson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Leik lokið með sigri Þórsara. Svokallað flautumark!
92. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
ÞÓRSARAR AÐ SKORA SIGURMARKIÐ, þeir geystust upp í sókn eftir að Selfoss fékk svakalegt færi. Það kom fyrirgjöf frá hægri , Jóhann Helgi kom á meiri ferðinni og stangaði hann í netið!
91. mín
Ivan "Pachu" Martinez fær einn besta færi leiksins en setur hann framhjá!
90. mín
Varadómarinn Peter Wright gefur til kynna að það séu að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
82. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Kristinn Þór einnig að koma inn!
82. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
Ingi Rafn kemur inná!
79. mín Gult spjald: Elvar Ingi Vignisson (Selfoss)
Elvar fær gult spjald fyrir að sparka í Aron Birki, eftir að hafa verið næstum sloppinn í gegn.
78. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Stipe Barac
MAAAARK! Stipe Barac með fallega sendingu frá vinstri inná teiginn og aftur er sóknarmaður Þórsara einn inná teig. Gunnar Örvar gerði mjög vel að stýra þessum í stöng og inn.
73. mín MARK!
Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Guðjón Orri Sigurjónsson
MAAAAAAAARK! Guðjón Orri með stoðsendinguna! Hann bombaði boltanum yfir allan völlinn, Gauti Gautason í miðri vörn Þórsara reiknaði þetta eitthvað vitlaust og Svavar Berg elti þetta uppi. Boltinn skoppaði vel fyrir hann og Svavar stangaði boltann einn á móti Aroni í stöng og inn.
69. mín
Þórsarar geystust í skyndisókn eftir að Arnar Logi tapaði boltanum á miðjunni, voru 5 á 3 en Andy Pew bjargar í horn.
65. mín
Frábær sókn Selfyssinga. James Mack gaf út í teiginn frá vinstri , Kristinn Sölvi með fínt skot sem að Aron Birkir varði mjög vel.
63. mín
Þorsteinn Daníel tók horspyrnuna og smellti henni upp í vindinn , boltinn fór beint í stöngina fjær.
62. mín
Elvar Ingi við það að sleppa í gegn eftir góða sendingu frá Arnari Logi. Hann þurfti að tegyja sig í hann en Aron Birkir kom honum í horn.
61. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Aron Kristófer Lárusson (Þór )
Aron Kristófer tekinn útaf, góður leikur hjá honum. Gunnar Örvar kemur í hans stað.
60. mín
Guðjón Orri ver vel frá Aroni Kristófer sem að skaut með tánni úr teignum. Góð tilraun.
55. mín
Selfyssingar svara næstum hér, en Þórasarar bjarga í horn. Það er fjör hérna!
Selfoss skorar næstum úr horninu , boltinn skaust hér í Kristinn Sölva og fór á markið en Aron Birkir ver.
54. mín MARK!
Stipe Barac (Þór )
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
Þórsarar skora hér! Aron Kristófer með fyrirgjöf frá vinstri og Stipe Barac var aleinn nánast inná markteig og klárar færið mjög vel í fyrstu snertingu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Martin Coy flautar til hálfleiks. Við fáum okkur sjóðandi brennandi heitt kaffi í Tíbrá.
43. mín
Selfoss tók aukaspyrnu frá sínum eigin vallarhelmingi inná teiginn í átt að Elvari Inga , Aron Birkir kom út og missti af boltanum, uppúr varð smá darraðadans , boltinn endaði á James Mack sem að gaf sér góðan tíma áður en hann hamraði honum í hornið fjær.
43. mín MARK!
James Mack (Selfoss)
MARK!!! Á markamínútunni!
41. mín Gult spjald: Loftur Páll Eiríksson (Þór )
Martin Coy er með spjöldin á lofti hér.
40. mín
Besta færi leiksins. Elvar Ingi skallar boltann yfir eftir góða fyrigjöf frá Arnari Loga frá vinstri. Aron Birkir missti af honum og Elvar skallaði yfir en hann þurfti að teygja sig örlítið í boltann.
38. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi Hannesson tæklar hér Sigurð Eyberg. Martin Coy spjaldar Jóhann sennilega verðskuldað.
36. mín
Andy Pew bjargar hér á línu eiginlega eftir skot frá Stipe Barac. Þór fær horn sem ekkert verður úr.
35. mín Gult spjald: Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Sigurður Eyberg fær að líta gula spjaldið hér fyrir tæklingu á miðjum vellinum. Ansi seinn hér.
29. mín
Aukaspyrna hérna á miðjum vallarhelmingi Selfoss. Andy Pew brjálaður úti í Stipe Barac og sakar hann um leikaraskap.
24. mín
Þórsarar farnir að gera sig líklega hérna. Hafa náð að pressa Selfoss aðeins niður. Gunnar Borgþórsson öskrar hérna á sína menn af hliðarlínunni og biður menn að stíga upp!
22. mín
Þetta var ROSALEGT! Aron Kristófer með skot af 30-35 metra færi og Guðjón Orri í markinu gat einungis blakað honum í slánna. Þetta kom uppúr engu!
20. mín
Arnar Logi reynir hér skot af sirka 30 metra færi. Alls ekki galin tilraun hjá pilti.
16. mín
Ég er svo sem enginn Theodór Freyr Hervarsson en ég hef séð betra fótboltaveður um miðjan júlí. Áhorfendur klæddir í vetrarfatnað.
14. mín
Hér er heldur lítið að gerast , liðin reyna að halda boltanum en það gengur heldur illa.
6. mín
Elvar Ingi Vignisson gerir hér vel og leikur inn á teiginn, finnur Arnar Loga úti á vítateigsbogi en skot Arnars hátt yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Öruggar heimildir herma að Alfi Lacalle framherji Selfyssinga sé farin til síns heima. Hann stóð engan vegin undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og bætti litlu sem engu við liðið.

Það má því alveg eins gera ráð fyrir því að Gunnar Borgþórsson sé með augun opin í glugganum.
Arnar Helgi Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Martin Coy en sá er enskur en hann er hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.

Martin er síðan aðstoðardómari í leik Víkings R. og KR í Pepsídeildinni á morgun.
Arnar Helgi Magnússon
Fyrir leik
Selfyssingum gengið illa að skora undanfarið en þeir settu hvorki meira né minna en 3 mörk í síðasta leik gegn ÍR.

Liðið einungis unnið 1 leik af síðustu 5, sá sigur kom einmitt gegn ÍR í síðustu umferð. Verður spennandi að sjá hvort Selfyssingar nái að tengja tvo sigra saman og komast fyrir ofan Þór.
Arnar Helgi Magnússon
Fyrir leik
Þórsarar á flottu skriði en liðið hefur einungis tapað 1 leik í síðustu 7. Liðið gerði 1-1 jafntefli við topplið Fylkis í síðustu umferð.

Þeir sitja í 5. sæti deildarinnar með stigi meira en Selfyssingar. Þórsarar heldur betur rifið sig í gang eftir ansi brösulega byrjun.
Arnar Helgi Magnússon
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin á JÁVERK-völlinn á Selfossi en hér ætlum við að fylgjast með því helsta úr leik Selfoss-Þór í Inkasso-deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 14:00.
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Freyr Hjaltalín ('82)
Orri Sigurjónsson
4. Gauti Gautason
4. Aron Kristófer Lárusson ('61)
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
21. Kristján Örn Sigurðsson
30. Stipe Barac

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Tómas Örn Arnarson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('82)
18. Alexander Ívan Bjarnason
26. Númi Kárason
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('61)

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Særún Jónsdóttir
Haukur Már Hergeirsson

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('38)
Loftur Páll Eiríksson ('41)

Rauð spjöld: