Víkingur R.
0
3
KR
0-1 Tobias Thomsen '15
0-2 André Bjerregaard '27
0-3 Tobias Thomsen '84
23.07.2017  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Fínar aðstæður, smá vindur og skýjað en bjart
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Tobias Thomsen
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Erlingur Agnarsson ('78)
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('70)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
24. Davíð Örn Atlason ('78)
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Ragnar Bragi Sveinsson
10. Veigar Páll Gunnarsson ('70)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
18. Örvar Eggertsson
23. Nikolaj Hansen ('78)
25. Vladimir Tufegdzic ('78)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('63)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið og góður og öruggur sigur KR staðreynd. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
90. mín
Það er að lágmarki þremur mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:André Bjerregaard (KR)
87. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
84. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
MMMMMAAAAARRRRKKKKKK!!! Tobias Thomsen klárar hér leikinn fyrir KR eftir að Víkingar klúðruðu að hreinsa. Tobias stóð inn í vítateigsboganum og skoraði fallegt mark.
83. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
76. mín
KR-ingar eru búnir að slaka vel á klónni en það hefur samt ekki komið Víkingum að neinu gagni. Þeir eru lítið að ógna og skotin sem þeir eiga eru flest langskot.
73. mín
Davíð Örn virðist fara með fingurinn/höndina í eyrað á Tobias þar sem þeir stóðu eftir að Davíð hafði unnið tæklingu og fær við það tiltal frá dómaranum. Hann er á gulu spjaldi og er spurning hvort að þetta hefði ekki verðskuldað annað gult spjald.
70. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
63. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Fær gult fyrir kjaftbrúk
61. mín
Það er svo sem ekki mikið að gerast þannig þessar mínútur. Nokkrar hornspyrnur og svona. En ekkert merkilegt.
54. mín
KR byrjar seinni hálfleikinn af sama krafti og þeir spiluðu þann fyrri.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Hvað gera Víkingar?
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Víkinni og það verður að segjast eins og er að staðan er gjörsamlega verðskulduð. KR eru búnir að vera mun betri í þessum leik og þurfa heimamenn að gera eitthvað róttækt í seinni hálfleik.
45. mín
Frábær sjónvarpsmarkvarsla hjá Beiti. Castillion tók aukaspyrnu sem var á leið í hægri sammarann en Beitir fleygði sér á boltann og sló hann í burtu.
43. mín
Virkilega frábært spil hjá KR og smá danskt bragð af þessu. André með góða sendingu á Tobias sem var inn í teignum og lét vaða að marki en boltinn framhjá.
34. mín
Það er kominn smá hiti í menn. Nokkuð um brot á vellinum, ekkert alvarlegt en menn eru orðnir heitir.
33. mín
Allir varamenn Víkinga eru farnir að hita upp. Logi er skiljanlega ekki sáttur.
30. mín
Ég var við það að fara að skrifa að það væri virkilega góð vinnsla í öllu KR-liðinu í dag þegar André skoraði. En það er bara þannig. Um leið og Víkingar fá boltann eru mættir KR-ingar í pressu. Víkingar fá lítinn tíma á bolta og KR halda bara áfram að keyra á þá þrátt fyrir að vera búnir að skora tvö mörk.
27. mín MARK!
André Bjerregaard (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
MAAAARRRRRKKKKKKKK!!!!! NÝI DANINN AÐ STIMPLA SIG INN Í LIÐ KR MEÐ STÆL!

André fékk flotta sendingu frá Pálma Rafni og komst einn inn í teig Víkinga, þurfti að fara eiginlega upp að endalínu en náði að koma boltanum framhjá Róberti og í netið. Virkilega vel klárað.
20. mín
Óskar Örn er potturinn og pannan í sóknarleik KR í dag. Búinn að eiga fjölmargar sendingar inn í teiginn og er sífellt ógnandi. Núna rétt í þessu var hann með gott skot frá vítateigslínunni eða svo gott sem sem fór rétt framhjá markinu.
KR-ingar eru nú ekki alveg búnir að skora svona mörg 1 - mark.
15. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
MAAAAARRRRRKKKKKKKKK!!!!!!!! Þvílíkt klúður í vörn Víkinga. Boltinn barst inn í teiginn og mér sýndist Ívar Örn vera sá sem ætlaði að hreinsa en hann hinsvegar sendi bara boltann beint á Tobias Thomsen sem var ekki í nokkrum erfiðleikum með að setja boltann í nærhornið.
11. mín
Þarna bjargaði Beitir allsvakalega! Erlingur Agnarsson fékk geggjaða stungusendingu frá Alex Frey inn fyrir vörn KR en Beitir gerði vel og kom út á móti og lokaði vel á Erling.
8. mín
KR-ingar byrja leikinn betur og af mikilli ákefð. Liggja þungt á Víkinga þessar fyrstu mínútur.
2. mín
Finnur Orri með skot að marki Víkinga eftir góða sendingu frá Kenny en boltinn langt yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Víkingar spila í átt að Kópavogi í fyrri hálfleik en KR í átt að Krispy Kreme.
Fyrir leik
4 mínútur í þetta. Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari Víkinga er að mæta KR en hann jú þjálfaði KR-inga en var látinn fara eftir slakt gengi í fyrra þar sem Willum tók við. Er orðið heitt undir Willum eftir gengið í sumar? Nær hann að snúa þessu við í kvöld. Þetta kemur allt í ljóst á næstu 90 mínútum +
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í Pepsí endaði með 1 - 2 fyrir Víkinga í vesturbænum.
Fyrir leik
Við erum að tala um að það eru 15 mínútur í að leikar hefjist. Fólk er að byrja að safnast saman í stúkunni, sumir með box í hendi sem gefur til kynna að keyptur hafi verið einn glóðvolgur hammari frá grillurunum við félagsheimili Víkinga.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Peter Wright.
Fyrir leik
Gestirnir í KR gera einnig tvær breytingar á liði sínu frá tapleiknum á móti Stjörnunni. Beitir Ólafssson kemur í markið og nýji daninn þeirra André Bjerregaard byrjar einnig inn á. Stefán Logi er á bekknum og Skúli Jón Friðgeirsson er ekki í hóp.
Fyrir leik
Heimamenn í Víking gera tvær breytingar á byrjunarliðinu frá tapleiknum á móti Val. Viktor Bjarki og Gunnlaugur Fannar koma inn í liðið í stað þeirra Milos Ozegovic og Alan Lowing. Nikolaj Hansen sem kom til Víkinga frá Val er á bekknum.
#Friðgeirsvaktin. Friðgeir er mættur í stúkuna að sjálfsögðu vel fyrir leik. Svona á að sýna fordæmi.
Fyrir leik
Við erum að bíða eftir að liðsskýrslur detti í hús til að sjá hvort og eða hverjar breytingar séu á liðunum í kvöld.
Vil minna Twitter glaða lesendur á að nota hashtaggið #fotboltinet í umræðunni um leikinn.
Fyrir leik
Hvað er að fara gerast í Fossvoginum í kvöld? KR þarf sigur til að slíta sig frá fallbaráttu og heimamenn í Víkingum þurfa sigur til að halda/koma sér í #EuroVikes baráttu.
Fyrir leik
Góðan daginn og veriði hjartanlega velkomnin í beina lýsingu frá leik Víkings R. og KR í pepsi-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('90)
11. Tobias Thomsen ('87)
15. André Bjerregaard ('87)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
9. Garðar Jóhannsson ('87)
20. Robert Sandnes ('90)
23. Atli Sigurjónsson
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('87)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker

Gul spjöld:

Rauð spjöld: