Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Ísland
0
3
Austurríki U20
0-1 Sarah Zadrazil '36
0-2 Nina Burger '44
0-3 Stefanie Enzinger '89
26.07.2017  -  18:45
Kastalinn í Rotterdam
EM kvenna 2017
Aðstæður: Skýjað og gengur á með rigningu
Dómari: Riem Hussein (Þýskaland)
Áhorfendur: 4120
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('52)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('70)
17. Agla María Albertsdóttir ('83)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('83)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('70)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir
22. Rakel Hönnudóttir

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Óskar Valdórsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vonbrigðamót að baki hjá Íslandi. Ryðgaður sóknarleikur og dýrkeypt varnarmistök. Varnarleikurinn átti að vera vopn okkar en brást algjörlega. Lykilmenn langt frá sínu besta. Þrjú töp og eitt mark skorað. Hreinlega mjög vont mót hjá íslenska liðinu. Það verður að viðurkennast.

Ýmislegt sem þarf að fara yfir hjá þeim sem stjórna því þetta er langt undir öllum væntingum og markmiðum.

Viðtöl væntanleg. Góðar stundir.
91. mín
Uppbótartími í gangi. Má flauta þetta af sem fyrst takk.
89. mín MARK!
Stefanie Enzinger (Austurríki U20)
HÖRMULEGT KVÖLD! HÖRMULEGT!

Guðbjörg varði skot en Enzinger náði frákastinu.

Við erum að kveðja þetta mót með allt niður um okkur.
86. mín
Sara Björk Gunnarsdóttir heldur afram að standa ekki undir væntingum á þessu móti. Okkar helsta stjarnan. Lykilmenn hafa brugðist.
84. mín
"Ísland á HM!" hrópa nú stuðningsmenn Íslands. Þrátt fyrir dapra frammistöðu inni á vellinum á fólkið í stúkunni allt hrós skilið.

Undankeppni HM byrjar í haust. HM 2019 verður í Frakklandi. Vonandi verðum við þar.
83. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Freyr gerði 4 breytingar fyrir leikinn. 3 af þeim sem komu inn voru teknar af velli í kvöld.
81. mín
Austurríki 29-4 yfir í marktilraunum.
80. mín
Frakkland hefur jafnað gegn Sviss í 1-1. Austurríki og Frakkland áfram eins og staðan er núna.
79. mín
Guðbjörg að verja eftir ágætis tilraun Austurríkis.
75. mín
Ekki sömu yfirburðir hjá Austurríki í seinni hálfleik og í þeim fyrri... en skýringin helst sú að liðið er 2-0 yfir og er einfaldlega á leið í 8-liða úrslitin. Það er búið að þétta raðirnar. Óþarfi að eyða of mikilli orku meðan staðan er þessi.
72. mín
Inn:Viktoria Shnaderbeck (Austurríki U20) Út:Sarah Zadrazil (Austurríki U20)
71. mín
Mikill darraðadans í vítateig Austurríkis! Gunnhildur Yrsa með skot sem fór í varnarmann.
70. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
70. mín
Hallbera skaut beint í vegginn.
69. mín
Jæja. Brotið á Fanndísi rétt fyrir utan vítateigsbogann. Kjörinn staður fyrir skot (og vonandi mark!).
67. mín
Brotið á Öglu Maríu og Ísland fær aukaspyrnu á nokkuð gómsætum stað, við vítateigshornið vinstra megin. "Inn með boltann!" syngja íslensku áhorfendurnir og ég tek undir það.

Fanndís með sendinguna inn í teiginn. Ekki góður bolti. Austurríki hreinsar frá.
66. mín
Ísland að ógna þessa stundina, án þess að skapa sér opið færi þó.
63. mín
Austurríska liðið ekki að leggja nærrum því eins mikla áherslu á sóknarleikinn núna. Sækir á mun færri mönnum en í upphafi. Enda með öll spil á hendi.
61. mín
4.120 áhorfendur af vellinum. Þar af á Ísland svona 3.000 að minnsta kosti.
60. mín
Sending inn í teig úr aukaspyrnu Íslands. Zinsberger grípur boltann af miklu öryggi.
56. mín
Inn:Nadine Prohaska (Austurríki U20) Út:Lisa Makas (Austurríki U20)
54. mín Gult spjald: Sarah Zadrazil (Austurríki U20)
53. mín
Austurríki að hóta þriðja markinu. Skot sem Gugga ver í horn.
52. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
Hólmfríður var of mikið út úr stöðu varnarlega í kvöld. En þessi skipting eykur ekki líkur okkar á marki tel ég...
51. mín
Gunnhildur Yrsa gerir sig klára í að koma inn.
47. mín
Það þarf rosa mikið að breytast til að Ísland eigi að fá nokkurn skapaðan hlut úr þessum leik. En við höldum í trúna.

Ísland vinnur hornspyrnu í upphafi seinni hálfleiksins en nær ekki að gera sér mat úr henni.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Engin skipting í hálfleik hjá Íslandi... kemur mér á óvart.
45. mín
Ég verð að viðurkenna að ég hef afskaplega takmarkaðan áhuga á að halda áfram með þessa textalýsingu í seinni hálfleik. Ekki lítið pirrandi að horfa á þennan leik. En áfram höldum við.

19-4 í marktilraunum fyrir Austurríki í fyrri hálfleik. Ísland undir í öllu.

45. mín
Hálfleikur
Austurríki hefur spilað rosalega vel í þessum fyrri hálfleik.

Íslenska liðið hefur svo sannarlega ekki gert það. Vonandi ná leikmenn að girða sig í brók svo þetta endar ekki með hörmungum.
44. mín MARK!
Nina Burger (Austurríki U20)
Jesús. Allt í rugli í hornspyrnu og boltinn fer inn.

Þetta lítur skelfilega út. Austurríki með gríðarlega yfirburði.
42. mín
Við verðum hreinlega að viðurkenna það að þessi staða í leiknum er fyllilega verðskulduð. Austurríska liðið verið miklu beittara í sínum aðgerðum.

Sóknarleikur Íslands heldur áfram að vera ryðgaður og aftur eru mistök varnarlega að reynast dýrkeypt.
39. mín
Fyrirliði Austurríkis á gott skot sem Guðbjörg ver vel.
36. mín MARK!
Sarah Zadrazil (Austurríki U20)
NEEEIIII!!!!

Guðbjörg Gunnarsdóttir sem hefur verið svo örugg í sínum aðgerðum á þessu móti gerir hreinlega HÖRMULEG mistök! Svona á ekki að sjást.

Ísland náði ekki að hreinsa boltann í burtu, fyrirgjöf frá hægri sem Gugga átti að grípa auðveldlega en hún missti boltann frá sér á stórfurðulegan hátt. Boltinn beint á Zadrazil sem fékk mark á silfurfati.
36. mín
Agla María á Fanndísi sem á skot yfir.

Það er að lifna yfir íslenska liðinu. Síðustu mínútur litið ágætlega út.
35. mín
Harpa með stórhættulega stungusendingu á Öglu Maríu en Zinsberger kom út á hárréttum tíma og bjargaði.
33. mín
Ágætis spil hjá íslenska liðinu. Hallbera á svo skot við vítateigslínuna en hitti boltann afleitlega. Skotið hátt yfir.
32. mín
Hólmfríður reyndi að skalla boltann fyrir í teignum en Austurríki náði að hreinsa frá.
31. mín
Austurríki hefur átt 13 marktilraunir gegn 1 frá Íslandi. 6-0 þegar við teljum skot á markið! Segir sitt um leikinn.

Austurríki 4-1 yfir í hornspyrnum.
29. mín
Á sama tíma er Sviss 1-0 yfir gegn Frakklandi og búið að reka einn leikmann Frakklands af velli með rautt spjald.

Frakkar á leið heim eins og staðan er núna!
28. mín
Eftir hornspyrnuna kom enn eitt skotfærið hjá Austurríki en beint á Guðbjörgu.
28. mín
Nicola Bille labbar framhjá íslenskum varnarmönnum. Á endanum er bjargað í horn. Ekki góður varnarleikur.
27. mín
Vó! Fanndís með HÖRKUSKOT fyrir utan teig sem fór naumlega framhjá. Fanndís náði rosalegum krafti í skotið.
25. mín
Stuðningsmenn Austurríki fagna því þeir halda að mark hafi verið skorað! Sjónarhornið blekkir því skot Ninu Burger fór í hliðarnetið. Skömmu síðar fékk Austurríki svo hörkufæri sem Guðbjörg náði að verja.
24. mín
Austurríki fékk tvær.hornspyrnur í röð. Sú síðari flaug beint afturfyrir í markspyrnu,
22. mín
Nicole Billa með fína marktilraun, skaut í varnarmann og rétt framhjá. Austurríki fær hornspyrnu.
19. mín
Zinsberger í marki Austurríkis aftur að sýna óöryggi. Missti boltann frá sér. Einn leikmaður Austurríkis er utan vallar að fá aðhlynningu þessa stundina.
16. mín
Langskot eftir langskot hjá Austurríki sem eru ekki að skapa mikla hættu. Austurríki er öruggt áfram með jafntefli, svo við ítrekum það.

Nú er farið að blása nokkuð duglega og rigningin feykist í átt að íslensku áhorfendunum. Austurrískur kollegi minn sem er við hlið mér glataði blaði sem fauk út í loftið.
13. mín
Það hefur alls ekki vantað upp á vinnuframlag íslenska liðsins á mótinu og það heldur áfram. Það er hver einn og einasti leikmaður að gefa sig 100% í þetta.

Austurríska liðið er þó talsvert líklegra í upphafi. Í þeim skrifuðu orðum áttu þær skot yfir. Talsvert mikið af langskotum frá rauðklæddum mótherjum okkar.

Jæja fyrsta Víkingaklapp kvöldsins fer af stað.
11. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir vinnur hornspyrnu fyrir Ísland. Spyrnan frá hægri og Hallbera spyrnir..

Góð spyrna á fjærstöngina en Austurríki nær að skalla frá.
10. mín
Áfram heldur íslenski áhorfendaskarinn að fara á kostum...

Nú er það "Sísí fríkar út" - Sigríður Lára reyndar á bekknum í dag en þetta lag er að svínvirka úr stúkunni.

Laura Feiersinger með skot á lofti fyrir Austurríki en endar beint á Guggu.
6. mín
Það rignir duglega hér á vellinum núna. "Mér finnst rigningin góð" syngja íslensku stuðningsmennirnir hátt og vel.
5. mín
Makas með skot sem Guðbjörg ver. Austurríki ógnar leiðinlega mikið í upphafi leiks.
4. mín
Nóg að gera hjá Guggu í upphafi! Austurríki fékk dauðafæri eftir hornspyrnu en varið! Nina Burger, helsti markaskorari Austurríkis, fékk þetta færi en hitti boltann illa.
3. mín
Manuela Zinsberger í marki Austurríkis með skógarhlaup eftir aukaspyrnu Glódísar Perlu. Heppin að Austurríki náði að hreinsa í burtu.
2. mín
Austurríki á fyrsta skot leiksins stra í upphafi. Lisa Makas skaut af löngu færi en beint i fangið á Guðbjörgu.
1. mín
Leikur hafinn
Fanndís Friðriksdóttir átti upphafsspyrnuna.
Fyrir leik
Jæja jæja... liðin ganga inn á völlinn og þjóðsöngvarnir verða leiknir von bráðar. Klárið nú þetta mót með sigri stelpur!
Fyrir leik
Eins og kollegi minn, Guðmundur Marinó á SportTv.is, segir þá hljóta mótshaldarar að gráta það að Ísland sé úr leik. Íslenskir áhorfendur hafa verið í miklum meirihluta á öllum leikjum liðsins og núna er svo sannarlega engin untantekning. Í raun sorglega fáir stuðningsmenn Austurríkis.
Okkar maður, Valur Páll Eiríksson, er í umdeildum klæðnaði á Spörtuvelli í kvöld. Sparta og Feyenoord alls ekki með neitt vinasamband...
Fyrir leik
Ísland hefur aldrei unnið Austurríki. Okkar lið hefur reyndar aldrei haft tækifæri til þess því þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast í kvennalandsleik í fótbolta.
Við hvetjum fólk til að taka þátt í umræðunni um leikinn á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet - Valdar færslur verða birtar hér í lýsingunni.
Fyrir leik
Veðurguðirnir sáu um að vökva vellinn vel fyrir leik. Það varð svakalegt skýfall rétt í þessu. Búið að vera sól og blíða í Rotterdam í dag en nú er þungt yfir borginni.
Fyrir leik
Stuðningsfólk er farið að tínast í stúkuna núna þegar það eru 75 mínútur í leikinn. Verið er að spila hressandi íslensk dægurlög í blönd við austurrísk.
Fyrir leik
Fyrir leik
Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands.

Freyr Alexandersson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í tapinu gegn Sviss.

Inn í byrjunarliðið koma: Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.

Á bekkinn fara Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir.
Fyrir leik
Aðaldómari leiksins er Riem Hussein frá Þýskalandi og aðstoðardómarar Christina Biehl frá Þýskalandi og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi.

Carina Vitulano frá Ítalíu er fjórði dómari. Vitulano dæmdi tapleik Íslands og Frakklands í fyrstu umferð en nóg var af vafaatriðum í þeim leik.
Fyrir leik
Á meðan stelpurnar okkar spila upp á stoltið eru þær austurrísku að berjast um að komast upp úr riðlinum. Jafntefli dugar þeim til að vera öruggar um sæti í útsláttarkeppninni.

Það er mikill uppgangur í kvennaboltanum í Austurríki en þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandslið þjóðarinnar tekur þátt í lokakeppni stórmóts.

Haukur Harðarson sem mun lýsa leiknum á RÚV bendir á að Manuela Zinsberger sem er markvörður Austurríkis er einn mest spennandi markvörður Evrópuboltans.
Fyrir leik
Það er að sjálfsögðu hrikalega svekkjandi að vera úr leik fyrir lokaumferð riðilsins. Mótið hefur ekki spilast í samræmi við markmið, vonir og væntingar. En það er vonandi að stelpurnar kveðji mótið með sigri í kvöld.

Sif Atladóttir lítur á þennan leik sem undirbúning fyrir undankeppni HM sem fer af stað í haust.
Fyrir leik
Heil og sæl. Velkomin með okkur í Kastalann í Rotterdam. Hér er Ísland að fara að leika sinn síðasta leik á EM. Því miður er ljóst að sama hvernig leikurinn fer þá mun Ísland enda í neðsta sæti riðilsins og heldur heim á leið á morgun.

Hér að neðan má sjá aðeins frá keppnisvellinum.
Byrjunarlið:
1. Manuela Zinsberger (m)
2. Carina Wenninger
6. Katharina Schiechtl
9. Sarah Zadrazil ('72)
10. Nina Burger
13. Virginia Kirchberger
15. Nicole Billa
17. Sarah Puntigam
18. Laura Feiersinger
19. Verena Aschauer
20. Lisa Makas ('56)

Varamenn:
21. Jasmin Pfeiler (m)
23. Carolin Grössinger (m)
2. Marina Georgieva
3. Katharina Naschenweng
4. Viktoria Pinther
5. Sophie Maierhofer
8. Nadine Prohaska ('56)
11. Viktoria Shnaderbeck ('72)
12. Stefanie Enzinger
14. Barbara Dunst
16. Jasmin Eder
22. Jennifer Klein

Liðsstjórn:
Dominik Thalhammer (Þ)

Gul spjöld:
Sarah Zadrazil ('54)

Rauð spjöld: